„Skólabókardæmi um hvernig eigi ekki að gera þetta“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. apríl 2023 19:20 Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir mál Innheimtustofnunar alvarlegt dæmi um brot gegn konum. Vísir/Ívar Fannar Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið dæmd fyrir brot gegn jafnréttislögum með því að greiða konu talsvert lægri laun en karlmaður í sambærilegri stöðu fékk. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið sýna hversu auðvelt það er að mismuna konum í starfi. Um sé að ræða gróft lögbrot sem sé sorglegt eftir áratugalanga baráttu fyrir launajafnrétti. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok mars þar sem stofnunin var ekki nafngreind en um er að ræða Innheimtustofnun sveitarfélaga, sem mikill styr hefur staðið um í nokkurn tíma og stjórnendum nýverið skipt út. Stofnunin var dæmd til að greiða konu sem þar hafði starfað sem lögfræðingur til frá 2018 til september 2021 rúmlega 19 milljónir króna, sem samsvarar gróflega muni á launum konunnar og karlmanns sem starfaði í sambærilegri stöðu. Á 40 mánaða tímabili hafi munað hátt í hálfri milljón króna á launum þeirra og voru heildargreiðslur til karlmannsins um 78 prósent hærri á tímabilinu. Í dóminum kom þá fram að konan hafi gert þáverandi yfirmanni sínum, forstjóra stofnunarinnar, viðvart en fengið þau svör að svokallaðir skúffusamingar hafi verið gerðir við karlkyns starfsmenn og því ekkert hægt að gera. Stofnunin hafi ekkert aðhafst til að koma í veg fyrir áframhaldandi lögbrot. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið hið ótrúlegasta og framkoma fyrrum stjórnenda svívirðileg en fréttastofa ræddi við hana áður en það lá fyrir um hvaða stofnun væri að ræða. „Ég var nú fyrst standandi hissa á því hvað þetta er gróft lögbrot og hversu gróflega vinnuveitandinn hefur brotið á þessari tilteknu konu og mig langar nú bara að nýta tækifærið og þakka henni fyrir að fara í mál við ríkið. Hún hefur greinilega ekki fengið áheyrn hjá yfirmönnum sínum, þetta eru greinilega vanhæfir stjórnendur,“ segir Þórunn. Að mati dómarans braut stofnunin gegn 18. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, sem kveður á um bann við mismunun í kjörum, en þau hafi ekki sýnt fram á að launamunurinn skýrðist af öðrum þáttum en kyni. „Þetta er vísvitandi gert. Hún fær ekki borgað fyrir vinnuna sem hún innir af hendi, hún er með sömu menntun, gegnir sambærilegum störfum. Þetta er bara eins og skólabókardæmi um hvernig eigi ekki að gera þetta,“ segir Þórunn um málið. Þá sé það sorglegt að opinber stofnun, sem eigi ekki síður að fylgja lögum, hafi gerst uppvís um svo gróft brot þar sem áratugum saman hafi verið barist fyrir launajafnrétti kynjanna en engu að síður sé staðan svona sums staðar. „Þetta sýnir okkur alla vega hversu auðvelt það er að brjóta á konum á vinnumarkaði þegar að vilji er til þess hjá stjórnendum og þeim sem að ráða launasetningunni og það er mjög alvarlegt mál,“ segir Þórunn. Aðspurð um hvað hægt sé að gera segir Þórunn að hún myndi sjálf vilja að það væri engin launaleynd, sem margir vilja ekki. „En það þarf allt að vera uppi á borðum og það þarf að notast við þau tæki sem að eru í kjarasamningum, í löggjöfinni, og öðrum reglum sem gilda á vinnumarkaði, til þess að sjá til þess að svona sé ekki gert. Ný stjórn hafi tekið á málinu um leið Aldís Hilmarsdóttir, formaður núverandi stjórnar Innheimtustofnunar sveitarfélaga, staðfesti síðdegis um hvaða stofnun væri að ræða í samtali við fréttastofu en hún sagðist ekki vita af hverju nafn stofnunarinnar var afmáð í dóminum. Þá benti hún á að málið hafi komið upp í tíð fyrri stjórnenda. Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar, var sendur í leyfi frá störfum í lok árs 2021 og sagt upp í apríl 2022 og fyrri stjórn sagði af sér á svipuðum tíma. Í umfjöllun DV um stofnunina árið 2019 kom fram að fyrrverandi starfsmenn Innheimtustofnunar hefðu vitnað til um andlegt ofbeldi, einelti, ógnarstjórnun, yfirgang gegn konum, margföld trúnaðarbrot og furðuleg afskipti af einkalífi starfsfólks. Í október í fyrra birtist síðan svört skýrsla Ríkisendurskoðunar, í tengslum við tilfærslu verkefna stofnunarinnar til ríkisins, en hún varpaði meðal annars ljósi á trúnaðarbresti og slæma stjórnunarhætti. Þar kom fram að stjórnun og innra skipulag væri langt frá þeim viðmiðum sem ríkið hafi sett sér og að þáverandi stjórnendur í mörgum tilfellum reynt að leyna upplýsingum og gögnum um reksturinn og að afvegaleiða úttekt á starfseminni. Að sögn Aldísar var mál konunnar tekið fyrir um leið og ný stjórn tók við. Þau hafi viðurkennt kröfu konunnar eftir skoðun með lögfræðingi og greitt henni rúmlega sextán og hálfa milljón í október síðastliðnum vegna málsins, sem kemur til frádráttar upphæðinni sem dómurinn dæmdi konunni. Málið hafi verið tekið föstum tökum en með tilfærslu stofnunarinnar til ríkisins verði líklega tryggt endanlega að svona lagað komi ekki upp aftur. Dómsmál Jafnréttismál Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Tengdar fréttir Svartur kafli í úttekt varpar ljósi á háttsemi stjórnenda Innheimtustofnunar Ríkisendurskoðun telur að þáverandi stjórnendur Innheimtustofnunar sveitarfélaga hafi í mörgum tilfellum reynt að leyna upplýsingum og gögnum um rekstur stofnunarinnar frá Ríkisendurskoðun. Reynt hafi verið að afvegaleiða úttekt á starfsemi stofnunarinnar. 21. október 2022 15:04 Lögmannsstofa, grunuð um misferli, var helsti bakhjarl handboltaliðs á lygilegri uppleið Grunur leikur á um að Innheimtustofnun hafi greitt félagi í eigu forstöðumanns stofnunarinnar á Ísafirði í kringum fjörutíu milljónir króna í þóknanir vegna þjónustu, sem átti ekki að útvista yfirleitt. Félagið er síðan helsti styrktaraðili handknattleiksdeildar Harðar, sem hefur vaxið ævintýralega á örfáum árum. 6. maí 2022 20:01 Forstjóri Innheimtustofnunar í leyfi og stjórninni skipt út Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar, og Bragi Axelsson, forstöðumaður stofnunarinnar á Ísafirði, hafa verið sendir í leyfi frá störfum. Þá hefur ný stjórn verið skipuð eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Breytingarnar eru gerðar í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar í september. 15. desember 2021 10:54 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Sjá meira
Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok mars þar sem stofnunin var ekki nafngreind en um er að ræða Innheimtustofnun sveitarfélaga, sem mikill styr hefur staðið um í nokkurn tíma og stjórnendum nýverið skipt út. Stofnunin var dæmd til að greiða konu sem þar hafði starfað sem lögfræðingur til frá 2018 til september 2021 rúmlega 19 milljónir króna, sem samsvarar gróflega muni á launum konunnar og karlmanns sem starfaði í sambærilegri stöðu. Á 40 mánaða tímabili hafi munað hátt í hálfri milljón króna á launum þeirra og voru heildargreiðslur til karlmannsins um 78 prósent hærri á tímabilinu. Í dóminum kom þá fram að konan hafi gert þáverandi yfirmanni sínum, forstjóra stofnunarinnar, viðvart en fengið þau svör að svokallaðir skúffusamingar hafi verið gerðir við karlkyns starfsmenn og því ekkert hægt að gera. Stofnunin hafi ekkert aðhafst til að koma í veg fyrir áframhaldandi lögbrot. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið hið ótrúlegasta og framkoma fyrrum stjórnenda svívirðileg en fréttastofa ræddi við hana áður en það lá fyrir um hvaða stofnun væri að ræða. „Ég var nú fyrst standandi hissa á því hvað þetta er gróft lögbrot og hversu gróflega vinnuveitandinn hefur brotið á þessari tilteknu konu og mig langar nú bara að nýta tækifærið og þakka henni fyrir að fara í mál við ríkið. Hún hefur greinilega ekki fengið áheyrn hjá yfirmönnum sínum, þetta eru greinilega vanhæfir stjórnendur,“ segir Þórunn. Að mati dómarans braut stofnunin gegn 18. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, sem kveður á um bann við mismunun í kjörum, en þau hafi ekki sýnt fram á að launamunurinn skýrðist af öðrum þáttum en kyni. „Þetta er vísvitandi gert. Hún fær ekki borgað fyrir vinnuna sem hún innir af hendi, hún er með sömu menntun, gegnir sambærilegum störfum. Þetta er bara eins og skólabókardæmi um hvernig eigi ekki að gera þetta,“ segir Þórunn um málið. Þá sé það sorglegt að opinber stofnun, sem eigi ekki síður að fylgja lögum, hafi gerst uppvís um svo gróft brot þar sem áratugum saman hafi verið barist fyrir launajafnrétti kynjanna en engu að síður sé staðan svona sums staðar. „Þetta sýnir okkur alla vega hversu auðvelt það er að brjóta á konum á vinnumarkaði þegar að vilji er til þess hjá stjórnendum og þeim sem að ráða launasetningunni og það er mjög alvarlegt mál,“ segir Þórunn. Aðspurð um hvað hægt sé að gera segir Þórunn að hún myndi sjálf vilja að það væri engin launaleynd, sem margir vilja ekki. „En það þarf allt að vera uppi á borðum og það þarf að notast við þau tæki sem að eru í kjarasamningum, í löggjöfinni, og öðrum reglum sem gilda á vinnumarkaði, til þess að sjá til þess að svona sé ekki gert. Ný stjórn hafi tekið á málinu um leið Aldís Hilmarsdóttir, formaður núverandi stjórnar Innheimtustofnunar sveitarfélaga, staðfesti síðdegis um hvaða stofnun væri að ræða í samtali við fréttastofu en hún sagðist ekki vita af hverju nafn stofnunarinnar var afmáð í dóminum. Þá benti hún á að málið hafi komið upp í tíð fyrri stjórnenda. Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar, var sendur í leyfi frá störfum í lok árs 2021 og sagt upp í apríl 2022 og fyrri stjórn sagði af sér á svipuðum tíma. Í umfjöllun DV um stofnunina árið 2019 kom fram að fyrrverandi starfsmenn Innheimtustofnunar hefðu vitnað til um andlegt ofbeldi, einelti, ógnarstjórnun, yfirgang gegn konum, margföld trúnaðarbrot og furðuleg afskipti af einkalífi starfsfólks. Í október í fyrra birtist síðan svört skýrsla Ríkisendurskoðunar, í tengslum við tilfærslu verkefna stofnunarinnar til ríkisins, en hún varpaði meðal annars ljósi á trúnaðarbresti og slæma stjórnunarhætti. Þar kom fram að stjórnun og innra skipulag væri langt frá þeim viðmiðum sem ríkið hafi sett sér og að þáverandi stjórnendur í mörgum tilfellum reynt að leyna upplýsingum og gögnum um reksturinn og að afvegaleiða úttekt á starfseminni. Að sögn Aldísar var mál konunnar tekið fyrir um leið og ný stjórn tók við. Þau hafi viðurkennt kröfu konunnar eftir skoðun með lögfræðingi og greitt henni rúmlega sextán og hálfa milljón í október síðastliðnum vegna málsins, sem kemur til frádráttar upphæðinni sem dómurinn dæmdi konunni. Málið hafi verið tekið föstum tökum en með tilfærslu stofnunarinnar til ríkisins verði líklega tryggt endanlega að svona lagað komi ekki upp aftur.
Dómsmál Jafnréttismál Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Tengdar fréttir Svartur kafli í úttekt varpar ljósi á háttsemi stjórnenda Innheimtustofnunar Ríkisendurskoðun telur að þáverandi stjórnendur Innheimtustofnunar sveitarfélaga hafi í mörgum tilfellum reynt að leyna upplýsingum og gögnum um rekstur stofnunarinnar frá Ríkisendurskoðun. Reynt hafi verið að afvegaleiða úttekt á starfsemi stofnunarinnar. 21. október 2022 15:04 Lögmannsstofa, grunuð um misferli, var helsti bakhjarl handboltaliðs á lygilegri uppleið Grunur leikur á um að Innheimtustofnun hafi greitt félagi í eigu forstöðumanns stofnunarinnar á Ísafirði í kringum fjörutíu milljónir króna í þóknanir vegna þjónustu, sem átti ekki að útvista yfirleitt. Félagið er síðan helsti styrktaraðili handknattleiksdeildar Harðar, sem hefur vaxið ævintýralega á örfáum árum. 6. maí 2022 20:01 Forstjóri Innheimtustofnunar í leyfi og stjórninni skipt út Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar, og Bragi Axelsson, forstöðumaður stofnunarinnar á Ísafirði, hafa verið sendir í leyfi frá störfum. Þá hefur ný stjórn verið skipuð eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Breytingarnar eru gerðar í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar í september. 15. desember 2021 10:54 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Sjá meira
Svartur kafli í úttekt varpar ljósi á háttsemi stjórnenda Innheimtustofnunar Ríkisendurskoðun telur að þáverandi stjórnendur Innheimtustofnunar sveitarfélaga hafi í mörgum tilfellum reynt að leyna upplýsingum og gögnum um rekstur stofnunarinnar frá Ríkisendurskoðun. Reynt hafi verið að afvegaleiða úttekt á starfsemi stofnunarinnar. 21. október 2022 15:04
Lögmannsstofa, grunuð um misferli, var helsti bakhjarl handboltaliðs á lygilegri uppleið Grunur leikur á um að Innheimtustofnun hafi greitt félagi í eigu forstöðumanns stofnunarinnar á Ísafirði í kringum fjörutíu milljónir króna í þóknanir vegna þjónustu, sem átti ekki að útvista yfirleitt. Félagið er síðan helsti styrktaraðili handknattleiksdeildar Harðar, sem hefur vaxið ævintýralega á örfáum árum. 6. maí 2022 20:01
Forstjóri Innheimtustofnunar í leyfi og stjórninni skipt út Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar, og Bragi Axelsson, forstöðumaður stofnunarinnar á Ísafirði, hafa verið sendir í leyfi frá störfum. Þá hefur ný stjórn verið skipuð eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Breytingarnar eru gerðar í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar í september. 15. desember 2021 10:54