„Allt sem við áttum fór í þetta“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. mars 2023 21:30 Heiðrún Lind Finnsdóttir, eigandi íbúðar við Lækjasmára. Vísir/Arnar Fjölskylda í Kópavogi stendur frammi fyrir milljónatjóni eftir að skólp flæddi upp um öll gólf vegna stíflu í röri, sem fjölskyldan segir á ábyrgð sveitarfélagsins. Kópavogsbær hafnar því að hafa vitað af stíflunni áður en ósköpin dundu yfir. Óhætt er að segja að fjölskyldan í Lækjasmára hafi haft það skítt síðustu daga; á þriðjudagskvöld byrjaði skólp að flæða upp um niðurföll íbúðar þeirra og kalla þurfti til slökkvilið til að dæla vatninu út. Fjölskyldan var langt komin með að rífa næstum allt út úr jarðhæð íbúðarinnar þegar fréttastofu bar að garði í dag, eins og sést í meðfylgjandi frétt úr kvöldfréttum Stöðvar 2. Hvað er þetta mikið tjón heldurðu, í peningum? „Ekki minna en 10 milljónir. Við erum nýbúin að kaupa þessa íbúð, spenntum bogann ansi hátt. Allt sem við áttum fór í þetta. Og við vitum ekki almennilega hvernig við eigum að fjármagna hreinsunina eða neitt í augnablikinu, þetta er bara algjört „clusterfuck“,“ segir Heiðrún Berglind Finnsdóttir, eigandi íbúðarinnar í Lækjasmára. Fjölskyldan segist ekki hafa getað beðið með að rífa gólfefni og annað út úr íbúðinni. Mygla hafi þegar byrjað að myndast.Vísir/Arnar Heiðrún segir að hamfarirnar megi rekja til stíflu í röri talsvert frá húsinu og húseigendatrygging nái því ekki utan um tjónið. Heiðrún telur Kópavogsbæ sjálfan bótaskyldan - en þar hafi viðbrögð verið alltof hæg. „Klárlega myndi maður vilja að bærinn myndi koma og segja heyrðu, fokk, við gerðum skissu. Við komum og hjálpum ykkur á meðan við bíðum eftir tryggingafélaginu, að það sé eitthvað neyðarteymi eða eitthvað svoleiðis,“ segir Heiðrún. Matthías Tristan Þórðarson, 10 ára, í herbergi sínu, sem nú er berstrípað.Vísir/Arnar Hún segir myglu þegar byrjaða að myndast og þau hafi því ekki getað beðið með niðurrif. „Við höfum ekki tíma til að bíða eftir að bærinn og tryggingafélögin ákveði sig hver ætli að borga brúsann.“ Kópavogsbær hafnar því í tilkynningu sem hann sendi frá sér í dag að hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. Bærinn hafnar því einnig að hafa vitað af stíflunni áður en ósköpin dundu yfir. Í gær hafi lagnir verið hreinsaðar og þær svo myndaðar til að athuga með frekari skemmdir „Húsnæðiseigendum hefur verið bent á að tilkynna tjónið til VÍS, sem er tryggingarfélag Kópavogsbæjar. Vís tekur við tilkynningunni og leitar í framhaldi eftir upplýsingum um atvikið og metur bótaskyldu.“ Kópavogur Skólp Tryggingar Tengdar fréttir Skólp flæddi inn á heimili fjölskyldu í Kópavogi: „Hér er allt fullt af skít“ Fjögurra manna fjölskylda í Kópavogi sér fram á milljóna tjón eftir að stífla í skólpröri olli því að skólp flæddi inn í íbúð þeirra og olli gífurlegum skemmdum. Eigandi segir Kópavogsbæ hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. Svör frá tryggingafélaginu séu á þá leið að ekkert sé hægt að aðhafast fyrr en beiðni berist frá Kópavogsbæ. Íbúðin sé byrjuð að mygla og tíminn á þrotum. Kópavogsbær hafnar að hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. 30. mars 2023 21:51 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Sjá meira
Óhætt er að segja að fjölskyldan í Lækjasmára hafi haft það skítt síðustu daga; á þriðjudagskvöld byrjaði skólp að flæða upp um niðurföll íbúðar þeirra og kalla þurfti til slökkvilið til að dæla vatninu út. Fjölskyldan var langt komin með að rífa næstum allt út úr jarðhæð íbúðarinnar þegar fréttastofu bar að garði í dag, eins og sést í meðfylgjandi frétt úr kvöldfréttum Stöðvar 2. Hvað er þetta mikið tjón heldurðu, í peningum? „Ekki minna en 10 milljónir. Við erum nýbúin að kaupa þessa íbúð, spenntum bogann ansi hátt. Allt sem við áttum fór í þetta. Og við vitum ekki almennilega hvernig við eigum að fjármagna hreinsunina eða neitt í augnablikinu, þetta er bara algjört „clusterfuck“,“ segir Heiðrún Berglind Finnsdóttir, eigandi íbúðarinnar í Lækjasmára. Fjölskyldan segist ekki hafa getað beðið með að rífa gólfefni og annað út úr íbúðinni. Mygla hafi þegar byrjað að myndast.Vísir/Arnar Heiðrún segir að hamfarirnar megi rekja til stíflu í röri talsvert frá húsinu og húseigendatrygging nái því ekki utan um tjónið. Heiðrún telur Kópavogsbæ sjálfan bótaskyldan - en þar hafi viðbrögð verið alltof hæg. „Klárlega myndi maður vilja að bærinn myndi koma og segja heyrðu, fokk, við gerðum skissu. Við komum og hjálpum ykkur á meðan við bíðum eftir tryggingafélaginu, að það sé eitthvað neyðarteymi eða eitthvað svoleiðis,“ segir Heiðrún. Matthías Tristan Þórðarson, 10 ára, í herbergi sínu, sem nú er berstrípað.Vísir/Arnar Hún segir myglu þegar byrjaða að myndast og þau hafi því ekki getað beðið með niðurrif. „Við höfum ekki tíma til að bíða eftir að bærinn og tryggingafélögin ákveði sig hver ætli að borga brúsann.“ Kópavogsbær hafnar því í tilkynningu sem hann sendi frá sér í dag að hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. Bærinn hafnar því einnig að hafa vitað af stíflunni áður en ósköpin dundu yfir. Í gær hafi lagnir verið hreinsaðar og þær svo myndaðar til að athuga með frekari skemmdir „Húsnæðiseigendum hefur verið bent á að tilkynna tjónið til VÍS, sem er tryggingarfélag Kópavogsbæjar. Vís tekur við tilkynningunni og leitar í framhaldi eftir upplýsingum um atvikið og metur bótaskyldu.“
Kópavogur Skólp Tryggingar Tengdar fréttir Skólp flæddi inn á heimili fjölskyldu í Kópavogi: „Hér er allt fullt af skít“ Fjögurra manna fjölskylda í Kópavogi sér fram á milljóna tjón eftir að stífla í skólpröri olli því að skólp flæddi inn í íbúð þeirra og olli gífurlegum skemmdum. Eigandi segir Kópavogsbæ hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. Svör frá tryggingafélaginu séu á þá leið að ekkert sé hægt að aðhafast fyrr en beiðni berist frá Kópavogsbæ. Íbúðin sé byrjuð að mygla og tíminn á þrotum. Kópavogsbær hafnar að hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. 30. mars 2023 21:51 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Sjá meira
Skólp flæddi inn á heimili fjölskyldu í Kópavogi: „Hér er allt fullt af skít“ Fjögurra manna fjölskylda í Kópavogi sér fram á milljóna tjón eftir að stífla í skólpröri olli því að skólp flæddi inn í íbúð þeirra og olli gífurlegum skemmdum. Eigandi segir Kópavogsbæ hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. Svör frá tryggingafélaginu séu á þá leið að ekkert sé hægt að aðhafast fyrr en beiðni berist frá Kópavogsbæ. Íbúðin sé byrjuð að mygla og tíminn á þrotum. Kópavogsbær hafnar að hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. 30. mars 2023 21:51