Guði sé lof að ég er ekki unglingur í dag Daðey Albertsdóttir, Silja Björk Egilsdóttir og Skúli Bragi Geirdal skrifa 28. mars 2023 11:31 „Ég þakka fyrir að vera ekki unglingur í dag“ Heyrist gjarnan þegar að talið berst að skjá- og samfélagsmiðlanotkun barna og ungmenna í dag. En erum við raunverulega þakklát fyrir það? Ég fékk að taka út líkamlegan og andlegan þroska í friði frá pressu samfélagsmiðla. Ég fékk að gera mistök og stíga feilspor (eins og allir unglingar gera) í samskiptum án þess að þau væru stafræn og skrásett á opinberum vettvangi um alla tíð. Ég fékk að eiga vini án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort þeir væru raunverulegir. Ég fékk að leika mér á skólalóðinni án þess að hafa áhyggjur af því að myndir eða myndbönd væru tekin af mér og send áfram. Ég fékk boð um að vera með eftir skóla þótt ég væri ekki með aðgang á samfélagsmiðlum. Setjum okkur um stund í spor barna og unglinga á Íslandi í dag og veltum fyrir okkur þeim áhrifum sem það hefði haft á okkur sjálf að alast upp í því umhverfi sem við bjóðum þeim upp á. Hvernig hefði okkur gengið að fóta okkur í þessu umhverfi og hvernig einstaklingar værum við í dag? Værum við sátt við okkar foreldra ef þau hefðu setið hjá og leyft vandamálunum að ágerast án þess að grípa inn í? Ég fékk tækifæri til þess að virkja ímyndunaraflið og sköpunarkraftinn þegar að mér leiddist því ég var ekki með allt afþreyingarframboð heimsins í vasanum. Ég fékk tækifæri til þess að læra og leika mér í skólanum án truflunar og áreitis frá símanum. Mér var strítt í skólanum en fékk síðan öruggt skjól þegar að heim var komið. Heilinn minn fékk tækifæri til þess að þroskast og mótast áður en ég fékk aðgang á samfélagsmiðlum. Ég fékk að móta mína eigin skoðun og upplifa hluti á eigin skinni áður en einhver algóritmi fór að blanda sér í málið og leiða mig inn á dökka staði. Það hljómar kannski eins og allt hafi verið betra í þá góðu gömlu daga. Þá voru vissulega engir samfélagsmiðlar eða Wi-Fi en í staðinn snerist umræðan þá um bílbeltanotkun barna, sígarettureykingar unglinga og hvort það væri rangt að flengja óþæg börn. Þótt við séum sammála um þetta allt í dag þá hefur það ekki alltaf verið svo. Nýjar, stórar áskoranir munu alltaf líta dagsins ljós og við verðum að vera tilbúin að takast á við þær sem foreldrar og sem samfélag. Ef við gerðum það ekki þá værum við e.t.v. enn að aka um bæinn keðjureykjandi í bílunum okkar með bílbeltislaus og útúrflengd börnin að veltast um í aftursætinu. Týnda kynslóðin „Við erum búin að missa þessa árganga, þetta er töpuð barátta þar,“heyrist stundum þegar að talað er um skjátíma og samfélagsmiðlanotkun meðal barna og ungmenna í elstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla. Er það staða sem við sættum okkur við? Það er ekkert alltaf auðvelt að vera foreldri. Því hlutverki fylgir mikil ábyrgð og margar ákvarðanir sem þarf að taka. Við getum ekki verið sérfræðingar í öllu, en það þarf engan sérfræðing til þess að sjá að það hjálpar engum að gera ekkert. En hvernig er staðan í dag? Andleg líðan og svefn Börn upplifa meiri kvíða, þunglyndi og sjálfsmyndarvanda. Meiri vandi er með svefn en áður og aldrei hafa fleiri börn verið með uppáskrifuð svefnlyf. Eftirlit foreldra 60% barna á aldrinum 9-12 ára hafa fengið aðstoð frá foreldrum við að stofna aðgang á samfélagsmiðlum sem eru með 13 ára aldurstakmarki. Þriðjungur barna á aldrinum 9-12 ára segir foreldra sína aldrei athuga hvað þau skoði á netinu. Fjórðungur barna og ungmenna á unglinga- og framhaldsskólastigi hefur verið með falskan eða nafnlausan aðgang á samfélagsmiðlum. 3 af hverjum 10 börnum á aldrinum 9-12 ára hafa samþykkt vinabeiðni frá ókunnugum. 60% barna í 8.-10. bekk grunnskóla segjast eyða miklum tíma á samfélagsmiðlum og þriðjungur á sama aldri hefur upplifað eftirsjá vegna efnis sem þau deildu þar. Aðgengi að skaðlegu efni Fjórðungur nemenda á unglingastigi hefur rekist á ógnvekjandi myndir þar sem verið er að skaða menn og dýr og umræður um leiðir til að grenna sig verulega (t.d. með lotugræðgi og lystarstoli) á netinu á undanförnu ári. Fimmtungur nemenda á unglingastigi hefur séð hatursskilaboð gagnvart minnihlutahópum, áætlanir um slagsmál og leiðir til að skaða sig líkamlega á netinu á undanförnu ári. Stúlkur fá frekar auglýsingar á netinu um útlitsaðgerðir (t.d. brjóstastækkanir, rassastækkanir og nefaðgerðir), andlitsmeðferðir (t.d. bótox, fylliefni og nálastungur), megrunarvörur og sólbaðsstofur heldur en drengir. Auglýsingum um fjárhættuspil og áfengi er haldið að drengjum frekar en stúlkum. Klám og nektarmyndir Í 8.-10. bekk grunnskóla hafa um 2 af hverjum 3 strákum horft á klám á netinu og 1 af hverjum 3 stúlkum. Klám er bannað börnum yngri en 18 ára en samfélagsmiðlar eru með 13 ára aldurstakmarki. Í 8.-10. bekk grunnskóla hafa 51% stúlkna og 22% stráka verið beðin um að senda af sér nektarmynd. Algengast er að beiðni um að börn og ungmenni sendi af sér nektarmyndir komi frá ókunnugum einstaklingum á netinu. Auðvitað eigum við að læra af mistökum og nýta þau til þess að gera betur næst. En þarf að fórna heilli kynslóð til þess? Ætlum við að nota þessa týndu kynslóð sem tilraunadýr fyrir komandi kynslóðir. Þar sem við sitjum aðgerðarlaus og fylgjumst með þeim hlaupa stefnulaust áfram út í voðann. Eiga þau síðan sjálf að bera skaðann og takast á við afleiðingar þessarar samfélagslegu tilraunar okkar? Myndum við hleypa 12 ára gamla barninu okkar í partý þar sem við vissum að áfengi og sígarettur væru í boði því við viljum ekki að þau missi af? Við myndum að sjálfsögðu setja niður fótinn þar. En það er sambærilegt því sem við gerum þegar við gefum þeim óheft aðgengi að samfélagsmiðlum - þarna inni er heill heimur af efni sem þau hafa ekki þroska eða getu til að takast á við og þau eiga rétt a því að við verndum þau gegn því. Það verður ekkert auðvelt að ætla að grípa í taumana eftir á þegar að hömluleysið hefur fengið að viðgangast. Við leysum engin vandamál ef við þorum ekki að takast á við vandann. Þau eiga betra skilið en að við gefumst strax upp á þeim! Vorum bara að gera okkar besta Þegar að við sem samfélag erum ekki að bjóða börnunum okkar upp á öruggt umhverfi til þess að lifa, læra og þroskast þá verðum við að staldra við og gera betur. Já, sem samfélag því hér er ekki hægt að benda á eitthvað eitt foreldri sem hefði átt að vita betur, heldur erum við öll saman að sjá betur og betur afleiðingar óhóflegar samfélagsmiðla- og skjánotkunar. Ef til vill vissum við ekki betur og vorum bara að reyna að gera eins vel og við gátum miðað við okkar bestu vitund. Í dag horfum við upp á fjölmörg rauð flögg í niðurstöðum rannsókna á miðlanotkun barna á Íslandi. Nú vitum við betur og þá er það hreinlega óábyrgt gagnvart komandi kynslóðum að bregðast ekki við. Látum ekki teyma okkur áfram af algóritmum Þótt við sem eldri erum höfum fæðst inn í heim þar sem hvergi var Wi-Fi tenging þá er staðan í nútímasamfélagi sú að þessi nýja tækni er orðin órjúfanlegur hluti af okkar lífi og tilveru. Sama á hvaða aldri við erum þá erum við öll að læra á þessa tækni sem er komin til að vera. Mistök eru eðlilegur hluti í lærdómsferli. Ef við lítum í eigin barm getum við öll lært af mistökum okkar, og annarra, og gert betur. Verum tilbúin til þess að læra, aðstoða aðra, vera fyrirmyndir og betri við hvert annað. Þessa nýju tækni má nota á alveg stórkostlegan hátt ef við erum tilbúin til þess að nota hana á ábyrgan hátt. Með fræðslu þá valdeflum við okkur sjálf gagnvart tækninni. Í staðinn fyrir að láta teyma okkur áfram af algóritmum og láta mata okkur af afþreyingu og upplýsingum skulum við taka stjórnina. Þannig nýtum við tæknina í okkar þágu sem samfélag. Hvað get ég þá gert? Barnið er ekki komið inn á samfélagsmiðla en þú ert að hugsa um hvernig þú eigir að byrgja brunninn: Settu strax reglur um skjátíma - hvenær má barnið horfa og hvenær ekki? Í hversu langan tíma? Ef barnið venst því að það séu reglur um þetta er það líklegra til að virða þær þegar það verður eldra. Ræddu við foreldra vina barnsins þíns - hafa þeir sömu áhyggjur? Getið þið komist að samkomulagi um að samræma aldurinn þegar börnin ykkar fá snjallsíma og samfélagsmiðla? Það er mun auðveldara að standa við mörkin og segja nei þegar þú veist að foreldrar annarra barna eru í sömu stöðu og þið standið saman. Það eru aldursviðmið á samfélagsmiðlum sem hægt er að miða við. Fáið foreldrafélag skólans með í lið og óskið eftir bekkjarfundum þar sem hægt er að útbúa bekkjarsáttmála um skjá- og samfélagsmiðlanotkun. Barnið er nú þegar komið inn á samfélagsmiðla: Besta forvörnin er að vera í góðum samskiptum við barnið þitt, þekkja vini þess og þekkja foreldra þeirra. Við þurfum að kenna börnunum okkar umgengni á netinu og fræða þau um það sem þau sjá þar. En til þess að gera það, verðum við sjálf að vita hvað þau eru að gera. Til eru forrit sem leyfa þér að stjórna tæki barnsins þíns úr þínum síma, þar er hægt að banna niðurhal nema með þínu samþykki, banna ákveðin forrit og takmarka tíma á öðrum. Taktu samtal við barnið þitt og áttaðu þig á því hvað það er að skoða og af hverju. Kynntu þér hvað vinirnir að skoða á netinu og hvað þeir eru að gera á samfélagsmiðlum. Þetta er hægt að gera með því að tala við foreldra vina barnsins og með því eykst umræðan í foreldrahópnum. Áttum okkur líka á að það er ekki allt slæmt sem gerist á netinu og sumt getur haft þroskandi áhrif á barnið eða hjálpað því félagslega. Hér má finna dæmi um bekkjarsáttmála: https://sterkariutilifid.is/wp-content/uploads/2019/03/Skrasetning.pdf Trappaðu niður notkunina. Það er óæskilegt að stoppa alla neyslu strax ef börnin voru áður með óheft aðgengi. Við þurfum að gera þetta í samtali við þau og fá þau með okkur í lið. Við getum hægt og rólega minnkað þann tíma sem þau eru í tækjunum. Hversu marga samfélagsmiðla er barnið með? Getum við fækkað þeim? Eru einhver forrit sem barnið er inni á en notar lítið til að eiga samskipti? Getum við sammælst um að taka þau út? Best er að hafa bara eitt forrit sem barnið notar - ræddu við foreldra vina barnsins og sjáðu hvort þið getið verið samtaka í þessu. Hefurðu athugað aldursviðmiðin á samfélagsmiðlunum sem barnið þitt notar? Er það komið með aldur til að vera þar inni? Ef ekki er hægt að taka þau forrit út sem barnið hefur ekki aldur til að nota. Ef þú hefur áhyggjur af því að barnið þitt missi af – er hægt að nota aðrar leiðir til að tryggja upplýsingaflæði á milli þeirra? Búa til sms-hóp sem allir eru inni í en er ekki tengdur samfélagsmiðlum? Bættu inn gæðastundum þar sem ekki er hægt að vera upptekin af skjánum, farið í göngutúr, sund, spilið á spil eða hvað sem ykkur hentar. Ef við ætlum að taka einn ávana/hegðun út er alltaf gott að bæta annarri inn sem er ósamræmanleg þessari sem við tökum út. Ef barnið eyðir miklum tíma við skjáinn og þú vilt minnka það verðurðu líka að hjálpa því að finna aðrar leiðir til að verja tímanum sínum. Höfundar: Daðey Albertsdóttir, sálfræðingur hjá Geðheilsumiðstöð barna - HH Silja Björk Egilsdóttir, sálfræðingur hjá Geðheilsumiðstöð barna - HH Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd Heimildir: Börn og netmiðlar (2021) – Fjölmiðlanefnd og Menntavísindastofnun Háskóla Íslands Ítarefni: Miðlalæsi.is – Ný vefur með fræðsluefni, stuðningsefni í kennslu, hlekkjum á tengdar síður og hugtakalista úr netheimum. Bekkjarsáttmálinn – Sjálfsmynd.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
„Ég þakka fyrir að vera ekki unglingur í dag“ Heyrist gjarnan þegar að talið berst að skjá- og samfélagsmiðlanotkun barna og ungmenna í dag. En erum við raunverulega þakklát fyrir það? Ég fékk að taka út líkamlegan og andlegan þroska í friði frá pressu samfélagsmiðla. Ég fékk að gera mistök og stíga feilspor (eins og allir unglingar gera) í samskiptum án þess að þau væru stafræn og skrásett á opinberum vettvangi um alla tíð. Ég fékk að eiga vini án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort þeir væru raunverulegir. Ég fékk að leika mér á skólalóðinni án þess að hafa áhyggjur af því að myndir eða myndbönd væru tekin af mér og send áfram. Ég fékk boð um að vera með eftir skóla þótt ég væri ekki með aðgang á samfélagsmiðlum. Setjum okkur um stund í spor barna og unglinga á Íslandi í dag og veltum fyrir okkur þeim áhrifum sem það hefði haft á okkur sjálf að alast upp í því umhverfi sem við bjóðum þeim upp á. Hvernig hefði okkur gengið að fóta okkur í þessu umhverfi og hvernig einstaklingar værum við í dag? Værum við sátt við okkar foreldra ef þau hefðu setið hjá og leyft vandamálunum að ágerast án þess að grípa inn í? Ég fékk tækifæri til þess að virkja ímyndunaraflið og sköpunarkraftinn þegar að mér leiddist því ég var ekki með allt afþreyingarframboð heimsins í vasanum. Ég fékk tækifæri til þess að læra og leika mér í skólanum án truflunar og áreitis frá símanum. Mér var strítt í skólanum en fékk síðan öruggt skjól þegar að heim var komið. Heilinn minn fékk tækifæri til þess að þroskast og mótast áður en ég fékk aðgang á samfélagsmiðlum. Ég fékk að móta mína eigin skoðun og upplifa hluti á eigin skinni áður en einhver algóritmi fór að blanda sér í málið og leiða mig inn á dökka staði. Það hljómar kannski eins og allt hafi verið betra í þá góðu gömlu daga. Þá voru vissulega engir samfélagsmiðlar eða Wi-Fi en í staðinn snerist umræðan þá um bílbeltanotkun barna, sígarettureykingar unglinga og hvort það væri rangt að flengja óþæg börn. Þótt við séum sammála um þetta allt í dag þá hefur það ekki alltaf verið svo. Nýjar, stórar áskoranir munu alltaf líta dagsins ljós og við verðum að vera tilbúin að takast á við þær sem foreldrar og sem samfélag. Ef við gerðum það ekki þá værum við e.t.v. enn að aka um bæinn keðjureykjandi í bílunum okkar með bílbeltislaus og útúrflengd börnin að veltast um í aftursætinu. Týnda kynslóðin „Við erum búin að missa þessa árganga, þetta er töpuð barátta þar,“heyrist stundum þegar að talað er um skjátíma og samfélagsmiðlanotkun meðal barna og ungmenna í elstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla. Er það staða sem við sættum okkur við? Það er ekkert alltaf auðvelt að vera foreldri. Því hlutverki fylgir mikil ábyrgð og margar ákvarðanir sem þarf að taka. Við getum ekki verið sérfræðingar í öllu, en það þarf engan sérfræðing til þess að sjá að það hjálpar engum að gera ekkert. En hvernig er staðan í dag? Andleg líðan og svefn Börn upplifa meiri kvíða, þunglyndi og sjálfsmyndarvanda. Meiri vandi er með svefn en áður og aldrei hafa fleiri börn verið með uppáskrifuð svefnlyf. Eftirlit foreldra 60% barna á aldrinum 9-12 ára hafa fengið aðstoð frá foreldrum við að stofna aðgang á samfélagsmiðlum sem eru með 13 ára aldurstakmarki. Þriðjungur barna á aldrinum 9-12 ára segir foreldra sína aldrei athuga hvað þau skoði á netinu. Fjórðungur barna og ungmenna á unglinga- og framhaldsskólastigi hefur verið með falskan eða nafnlausan aðgang á samfélagsmiðlum. 3 af hverjum 10 börnum á aldrinum 9-12 ára hafa samþykkt vinabeiðni frá ókunnugum. 60% barna í 8.-10. bekk grunnskóla segjast eyða miklum tíma á samfélagsmiðlum og þriðjungur á sama aldri hefur upplifað eftirsjá vegna efnis sem þau deildu þar. Aðgengi að skaðlegu efni Fjórðungur nemenda á unglingastigi hefur rekist á ógnvekjandi myndir þar sem verið er að skaða menn og dýr og umræður um leiðir til að grenna sig verulega (t.d. með lotugræðgi og lystarstoli) á netinu á undanförnu ári. Fimmtungur nemenda á unglingastigi hefur séð hatursskilaboð gagnvart minnihlutahópum, áætlanir um slagsmál og leiðir til að skaða sig líkamlega á netinu á undanförnu ári. Stúlkur fá frekar auglýsingar á netinu um útlitsaðgerðir (t.d. brjóstastækkanir, rassastækkanir og nefaðgerðir), andlitsmeðferðir (t.d. bótox, fylliefni og nálastungur), megrunarvörur og sólbaðsstofur heldur en drengir. Auglýsingum um fjárhættuspil og áfengi er haldið að drengjum frekar en stúlkum. Klám og nektarmyndir Í 8.-10. bekk grunnskóla hafa um 2 af hverjum 3 strákum horft á klám á netinu og 1 af hverjum 3 stúlkum. Klám er bannað börnum yngri en 18 ára en samfélagsmiðlar eru með 13 ára aldurstakmarki. Í 8.-10. bekk grunnskóla hafa 51% stúlkna og 22% stráka verið beðin um að senda af sér nektarmynd. Algengast er að beiðni um að börn og ungmenni sendi af sér nektarmyndir komi frá ókunnugum einstaklingum á netinu. Auðvitað eigum við að læra af mistökum og nýta þau til þess að gera betur næst. En þarf að fórna heilli kynslóð til þess? Ætlum við að nota þessa týndu kynslóð sem tilraunadýr fyrir komandi kynslóðir. Þar sem við sitjum aðgerðarlaus og fylgjumst með þeim hlaupa stefnulaust áfram út í voðann. Eiga þau síðan sjálf að bera skaðann og takast á við afleiðingar þessarar samfélagslegu tilraunar okkar? Myndum við hleypa 12 ára gamla barninu okkar í partý þar sem við vissum að áfengi og sígarettur væru í boði því við viljum ekki að þau missi af? Við myndum að sjálfsögðu setja niður fótinn þar. En það er sambærilegt því sem við gerum þegar við gefum þeim óheft aðgengi að samfélagsmiðlum - þarna inni er heill heimur af efni sem þau hafa ekki þroska eða getu til að takast á við og þau eiga rétt a því að við verndum þau gegn því. Það verður ekkert auðvelt að ætla að grípa í taumana eftir á þegar að hömluleysið hefur fengið að viðgangast. Við leysum engin vandamál ef við þorum ekki að takast á við vandann. Þau eiga betra skilið en að við gefumst strax upp á þeim! Vorum bara að gera okkar besta Þegar að við sem samfélag erum ekki að bjóða börnunum okkar upp á öruggt umhverfi til þess að lifa, læra og þroskast þá verðum við að staldra við og gera betur. Já, sem samfélag því hér er ekki hægt að benda á eitthvað eitt foreldri sem hefði átt að vita betur, heldur erum við öll saman að sjá betur og betur afleiðingar óhóflegar samfélagsmiðla- og skjánotkunar. Ef til vill vissum við ekki betur og vorum bara að reyna að gera eins vel og við gátum miðað við okkar bestu vitund. Í dag horfum við upp á fjölmörg rauð flögg í niðurstöðum rannsókna á miðlanotkun barna á Íslandi. Nú vitum við betur og þá er það hreinlega óábyrgt gagnvart komandi kynslóðum að bregðast ekki við. Látum ekki teyma okkur áfram af algóritmum Þótt við sem eldri erum höfum fæðst inn í heim þar sem hvergi var Wi-Fi tenging þá er staðan í nútímasamfélagi sú að þessi nýja tækni er orðin órjúfanlegur hluti af okkar lífi og tilveru. Sama á hvaða aldri við erum þá erum við öll að læra á þessa tækni sem er komin til að vera. Mistök eru eðlilegur hluti í lærdómsferli. Ef við lítum í eigin barm getum við öll lært af mistökum okkar, og annarra, og gert betur. Verum tilbúin til þess að læra, aðstoða aðra, vera fyrirmyndir og betri við hvert annað. Þessa nýju tækni má nota á alveg stórkostlegan hátt ef við erum tilbúin til þess að nota hana á ábyrgan hátt. Með fræðslu þá valdeflum við okkur sjálf gagnvart tækninni. Í staðinn fyrir að láta teyma okkur áfram af algóritmum og láta mata okkur af afþreyingu og upplýsingum skulum við taka stjórnina. Þannig nýtum við tæknina í okkar þágu sem samfélag. Hvað get ég þá gert? Barnið er ekki komið inn á samfélagsmiðla en þú ert að hugsa um hvernig þú eigir að byrgja brunninn: Settu strax reglur um skjátíma - hvenær má barnið horfa og hvenær ekki? Í hversu langan tíma? Ef barnið venst því að það séu reglur um þetta er það líklegra til að virða þær þegar það verður eldra. Ræddu við foreldra vina barnsins þíns - hafa þeir sömu áhyggjur? Getið þið komist að samkomulagi um að samræma aldurinn þegar börnin ykkar fá snjallsíma og samfélagsmiðla? Það er mun auðveldara að standa við mörkin og segja nei þegar þú veist að foreldrar annarra barna eru í sömu stöðu og þið standið saman. Það eru aldursviðmið á samfélagsmiðlum sem hægt er að miða við. Fáið foreldrafélag skólans með í lið og óskið eftir bekkjarfundum þar sem hægt er að útbúa bekkjarsáttmála um skjá- og samfélagsmiðlanotkun. Barnið er nú þegar komið inn á samfélagsmiðla: Besta forvörnin er að vera í góðum samskiptum við barnið þitt, þekkja vini þess og þekkja foreldra þeirra. Við þurfum að kenna börnunum okkar umgengni á netinu og fræða þau um það sem þau sjá þar. En til þess að gera það, verðum við sjálf að vita hvað þau eru að gera. Til eru forrit sem leyfa þér að stjórna tæki barnsins þíns úr þínum síma, þar er hægt að banna niðurhal nema með þínu samþykki, banna ákveðin forrit og takmarka tíma á öðrum. Taktu samtal við barnið þitt og áttaðu þig á því hvað það er að skoða og af hverju. Kynntu þér hvað vinirnir að skoða á netinu og hvað þeir eru að gera á samfélagsmiðlum. Þetta er hægt að gera með því að tala við foreldra vina barnsins og með því eykst umræðan í foreldrahópnum. Áttum okkur líka á að það er ekki allt slæmt sem gerist á netinu og sumt getur haft þroskandi áhrif á barnið eða hjálpað því félagslega. Hér má finna dæmi um bekkjarsáttmála: https://sterkariutilifid.is/wp-content/uploads/2019/03/Skrasetning.pdf Trappaðu niður notkunina. Það er óæskilegt að stoppa alla neyslu strax ef börnin voru áður með óheft aðgengi. Við þurfum að gera þetta í samtali við þau og fá þau með okkur í lið. Við getum hægt og rólega minnkað þann tíma sem þau eru í tækjunum. Hversu marga samfélagsmiðla er barnið með? Getum við fækkað þeim? Eru einhver forrit sem barnið er inni á en notar lítið til að eiga samskipti? Getum við sammælst um að taka þau út? Best er að hafa bara eitt forrit sem barnið notar - ræddu við foreldra vina barnsins og sjáðu hvort þið getið verið samtaka í þessu. Hefurðu athugað aldursviðmiðin á samfélagsmiðlunum sem barnið þitt notar? Er það komið með aldur til að vera þar inni? Ef ekki er hægt að taka þau forrit út sem barnið hefur ekki aldur til að nota. Ef þú hefur áhyggjur af því að barnið þitt missi af – er hægt að nota aðrar leiðir til að tryggja upplýsingaflæði á milli þeirra? Búa til sms-hóp sem allir eru inni í en er ekki tengdur samfélagsmiðlum? Bættu inn gæðastundum þar sem ekki er hægt að vera upptekin af skjánum, farið í göngutúr, sund, spilið á spil eða hvað sem ykkur hentar. Ef við ætlum að taka einn ávana/hegðun út er alltaf gott að bæta annarri inn sem er ósamræmanleg þessari sem við tökum út. Ef barnið eyðir miklum tíma við skjáinn og þú vilt minnka það verðurðu líka að hjálpa því að finna aðrar leiðir til að verja tímanum sínum. Höfundar: Daðey Albertsdóttir, sálfræðingur hjá Geðheilsumiðstöð barna - HH Silja Björk Egilsdóttir, sálfræðingur hjá Geðheilsumiðstöð barna - HH Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd Heimildir: Börn og netmiðlar (2021) – Fjölmiðlanefnd og Menntavísindastofnun Háskóla Íslands Ítarefni: Miðlalæsi.is – Ný vefur með fræðsluefni, stuðningsefni í kennslu, hlekkjum á tengdar síður og hugtakalista úr netheimum. Bekkjarsáttmálinn – Sjálfsmynd.is
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun