Tvöfalt Ísland Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 27. mars 2023 17:01 Næstu dagar munu hafa úrslitaáhrif á stöðu efnahagsmála hér á landi, en þá kemur ríkisstjórnin til með að leggja fram og ræða þýðingarmikla fjármálaáætlun á þinginu. Forsætisráðherra hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að sameining stofnana sé yfirvofandi, hætt verði við framkvæmdir og skattar hækkaðir sem viðbragð við tólftu stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Viðreisn hefur lengi talað fyrir því að grípa þurfi í taumana varðandi útgjaldaaukningu hins opinbera sem nú á væntanlega að draga til baka í einhverri mynd. Við getum því ekki annað en verið jákvæð gagnvart því að loksins sé verið að bregðast við. En það er annað og stærra mál sem ríkisstjórnin forðast að horfast í augu við. Hvers vegna eru vextir á Íslandi tvöfalt hærri en í nágrannalöndunum þó að verðbólgustigið sé svipað? Forsætisráðherra sagði við fyrirspurn frá mér fyrr í vetur að þetta skýrðist af stærra samhengi. Ítarlegri greining fékkst ekki. Ekki jafnt gefið Eftir nýjustu vaxtahækkun Seðlabankans verður þessi spurning sífellt áleitnari. Það er ekki hægt að skella skuldinni á bankann. Því svarið leynist í þeim pólitíska veruleika að vaxtaákvarðanir hans ná aðeins til hluta hagkerfisins. Það er pólitísk ákvörðun að um þriðjungur hagkerfisins hefur heimild til að taka lán í erlendum gjaldmiðlum og greiða þar af leiðandi helmingi lægri vexti en aðrir og það er pólitísk ákvörðun að halda almenningi og minni fyrirtækjum föstum í krónuhagkerfi. Á sínum tíma tók ég þátt í því að greiða fyrir löggjöf, sem heimilaði útflutningsfyrirtækjum að nota erlenda gjaldmiðla í reikningshaldi sínu sem greiddi götur þeirra til að geta tekið lán í erlendum gjaldmiðlum. Þessu fylgir margfalt hagræði fyrir fyrirtækin. Þau geta notað gjaldmiðil, sem mælir raunverulega verðmætasköpun og samkeppnisstöðu. Gjaldmiðil sem aðrir þekkja og viðurkenna, því það gleymist oft í umræðunni að við erum eina þjóðin í heiminum sem notar íslensku krónuna og íslenskur almenningur borgar þá sérstöðu dýru verði. Þegar Seðlabankinn hækkar vexti tvöfalt meira en í Evrópu þurfa einstaklingar og flest lítil og meðalstór fyrirtæki að bera þær byrðar sem má með réttu nefna krónuskatt, meðan útflutningsfyrirtækin sleppa. Þetta misrétti er ein af ástæðunum fyrir því að ég hef alltaf viljað stíga skrefið til fulls og tryggja öllum, ekki bara útflutningsfyrirtækjum, sömu aðstöðu. Tvöfalt kerfi Efnahagsstefnan á að miða að því að tryggja sem besta samkeppnisstöðu allra - einstaklinga og fyrirtækja. Það var því vissulega skref í rétta átt þegar útflutningsfyrirtækin gátu bæði tekið lán í erlendum gjaldmiðlum og notað þá í sínum viðskiptum. Satt best að segja gat ég ekki ímyndað mér, þegar heimildin fyrir útflutningsfyrirtækin var opnuð, að hér yrði mynduð ríkisstjórn sem segði í stjórnarsáttmála að það væri andstætt hagsmunum Íslands að allir sætu við sama borð að þessu leyti. Það er ekki land jafnra tækifæri sem skiptir vaxtabyrðinni með þessum hætti. Þar sem þyngstu byrðarnar eru lagðar á þau sem minnsta getu hafa en mun léttari byrðar á þau sem betur standa. Þetta þarf ekki að vera svona. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Alþingi Íslenska krónan Efnahagsmál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Næstu dagar munu hafa úrslitaáhrif á stöðu efnahagsmála hér á landi, en þá kemur ríkisstjórnin til með að leggja fram og ræða þýðingarmikla fjármálaáætlun á þinginu. Forsætisráðherra hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að sameining stofnana sé yfirvofandi, hætt verði við framkvæmdir og skattar hækkaðir sem viðbragð við tólftu stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Viðreisn hefur lengi talað fyrir því að grípa þurfi í taumana varðandi útgjaldaaukningu hins opinbera sem nú á væntanlega að draga til baka í einhverri mynd. Við getum því ekki annað en verið jákvæð gagnvart því að loksins sé verið að bregðast við. En það er annað og stærra mál sem ríkisstjórnin forðast að horfast í augu við. Hvers vegna eru vextir á Íslandi tvöfalt hærri en í nágrannalöndunum þó að verðbólgustigið sé svipað? Forsætisráðherra sagði við fyrirspurn frá mér fyrr í vetur að þetta skýrðist af stærra samhengi. Ítarlegri greining fékkst ekki. Ekki jafnt gefið Eftir nýjustu vaxtahækkun Seðlabankans verður þessi spurning sífellt áleitnari. Það er ekki hægt að skella skuldinni á bankann. Því svarið leynist í þeim pólitíska veruleika að vaxtaákvarðanir hans ná aðeins til hluta hagkerfisins. Það er pólitísk ákvörðun að um þriðjungur hagkerfisins hefur heimild til að taka lán í erlendum gjaldmiðlum og greiða þar af leiðandi helmingi lægri vexti en aðrir og það er pólitísk ákvörðun að halda almenningi og minni fyrirtækjum föstum í krónuhagkerfi. Á sínum tíma tók ég þátt í því að greiða fyrir löggjöf, sem heimilaði útflutningsfyrirtækjum að nota erlenda gjaldmiðla í reikningshaldi sínu sem greiddi götur þeirra til að geta tekið lán í erlendum gjaldmiðlum. Þessu fylgir margfalt hagræði fyrir fyrirtækin. Þau geta notað gjaldmiðil, sem mælir raunverulega verðmætasköpun og samkeppnisstöðu. Gjaldmiðil sem aðrir þekkja og viðurkenna, því það gleymist oft í umræðunni að við erum eina þjóðin í heiminum sem notar íslensku krónuna og íslenskur almenningur borgar þá sérstöðu dýru verði. Þegar Seðlabankinn hækkar vexti tvöfalt meira en í Evrópu þurfa einstaklingar og flest lítil og meðalstór fyrirtæki að bera þær byrðar sem má með réttu nefna krónuskatt, meðan útflutningsfyrirtækin sleppa. Þetta misrétti er ein af ástæðunum fyrir því að ég hef alltaf viljað stíga skrefið til fulls og tryggja öllum, ekki bara útflutningsfyrirtækjum, sömu aðstöðu. Tvöfalt kerfi Efnahagsstefnan á að miða að því að tryggja sem besta samkeppnisstöðu allra - einstaklinga og fyrirtækja. Það var því vissulega skref í rétta átt þegar útflutningsfyrirtækin gátu bæði tekið lán í erlendum gjaldmiðlum og notað þá í sínum viðskiptum. Satt best að segja gat ég ekki ímyndað mér, þegar heimildin fyrir útflutningsfyrirtækin var opnuð, að hér yrði mynduð ríkisstjórn sem segði í stjórnarsáttmála að það væri andstætt hagsmunum Íslands að allir sætu við sama borð að þessu leyti. Það er ekki land jafnra tækifæri sem skiptir vaxtabyrðinni með þessum hætti. Þar sem þyngstu byrðarnar eru lagðar á þau sem minnsta getu hafa en mun léttari byrðar á þau sem betur standa. Þetta þarf ekki að vera svona. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun