UEFA rannsakar meinta spillingu og mútugreiðslur Barcelona Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 25. mars 2023 14:30 Knattspyrnufélagið Barcelona er svo gott sem búið að vinna 1. deildina á Spáni í ár, en 4 ár eru liðin frá þeirra síðasta deildarmeistaratitli. Endurreisn félagsins gerist þó í skugga ásakana um mútur og spillingu. Getty Knattspyrnusamband Evrópu hefur hafið rannsókn á meintri spillingu og mútugreiðslum knattspyrnufélagsins Barcelona. Félagið hefur verið ákært fyrir að hafa greitt valdamiklum dómara andvirði 1.000 milljóna íslenskra króna til að tryggja sér hagstæða dómgæslu á 17 ára tímabili. Með níu fingur á bikarnum Þrátt fyrir að enn séu 12 umferðir og tveir og hálfur mánuður eftir í spænsku 1. deildinni, er hægt að slá því föstu að Barcelona verður spænskur meistari í vor. Það lá ljóst fyrir, má segja, eftir sigur yfir erkifjendunum í Madrid um síðustu helgi. Barcelona hefur 12 stiga forskot og svo mikið forskot hefur engu liði tekist að vinna upp þegar svo skammt er til mótsloka. Alla vega ekki það sem af er öldinni. Það má segja að titillinn sé langþráður í höfuðborg Katalóníu, en liðið hefur ekki unnið deildina síðan 2019, en fátítt er að svo langt líði á milli titla hjá stórveldinu. Heil fjögur ár. Meistarar í skjóli ásakana um spillingu En að þessu sinni má segja að berin séu dálítið súr. Yfir liðinu liggur nú kolsvart spillingarský, eitt það stærsta sem menn hafa lengi séð í spænskum fótbolta. Klúbburinn er sakaður um að hafa greitt varaformanni dómaranefnd spænska knattspyrnusambandsins 7,3 milljónir evra, andvirði meira en eins milljarðs íslenskra króna á 17 ára tímabili, á milli 2001 og 2018. Maðurinn heitir José María Enriquez Negreira og „Negreira-hneykslið“ skyggir á flest annað í spænsku samfélagi þessi dægrin. Segja greiðslurnar hafa verið fyrir munnlega ráðgjöf Stjórnendur Barcelona fullyrða að þetta séu ráðgjafagreiðslur, ekkert er hins vegar til skriflegt um meinta ráðgjöf, ekki nema von segja stjórnendurnir, þetta var nefnilega bara munnleg ráðgjöf. Ákæruvaldið telur hins vegar að peningarnir hafi verið reiddir af hendi til að tryggja sér gott veður hjá dómurum á leikjum Barcelona. UEFA hefur rannsókn á ásökununum Á fimmtudag ákvað svo UEFA, knattspyrnusamband Evrópu að hefja sjálfstæða rannsókn á málinu og segir að félagið eigi yfir höfði sér bann í Evrópukeppnum ef ásakanirnar eigi við rök að styðjast. Hins vegar gætu afleiðingarnar á Spáni orðið litlar sem engar. Samkvæmt spænskum lögum þá fyrnast mál af þessu tagi á þremur árum og þar sem síðasta meinta mútugreiðslan átti sér stað árið 2018, fyrir 5 árum gæti allt heila svindleríið, ef sök sannast, verið fyrnt. Fótbolti Spánn UEFA Spænski boltinn Mest lesið Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Fleiri fréttir Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjáðu frábær tilþrif Cecilíu í sögulegum leik á San Siro Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Neuer spilar ekki fleiri leiki á árinu 2024 Messi ekki í liði ársins í fyrsta sinn í sautján ár Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Með níu fingur á bikarnum Þrátt fyrir að enn séu 12 umferðir og tveir og hálfur mánuður eftir í spænsku 1. deildinni, er hægt að slá því föstu að Barcelona verður spænskur meistari í vor. Það lá ljóst fyrir, má segja, eftir sigur yfir erkifjendunum í Madrid um síðustu helgi. Barcelona hefur 12 stiga forskot og svo mikið forskot hefur engu liði tekist að vinna upp þegar svo skammt er til mótsloka. Alla vega ekki það sem af er öldinni. Það má segja að titillinn sé langþráður í höfuðborg Katalóníu, en liðið hefur ekki unnið deildina síðan 2019, en fátítt er að svo langt líði á milli titla hjá stórveldinu. Heil fjögur ár. Meistarar í skjóli ásakana um spillingu En að þessu sinni má segja að berin séu dálítið súr. Yfir liðinu liggur nú kolsvart spillingarský, eitt það stærsta sem menn hafa lengi séð í spænskum fótbolta. Klúbburinn er sakaður um að hafa greitt varaformanni dómaranefnd spænska knattspyrnusambandsins 7,3 milljónir evra, andvirði meira en eins milljarðs íslenskra króna á 17 ára tímabili, á milli 2001 og 2018. Maðurinn heitir José María Enriquez Negreira og „Negreira-hneykslið“ skyggir á flest annað í spænsku samfélagi þessi dægrin. Segja greiðslurnar hafa verið fyrir munnlega ráðgjöf Stjórnendur Barcelona fullyrða að þetta séu ráðgjafagreiðslur, ekkert er hins vegar til skriflegt um meinta ráðgjöf, ekki nema von segja stjórnendurnir, þetta var nefnilega bara munnleg ráðgjöf. Ákæruvaldið telur hins vegar að peningarnir hafi verið reiddir af hendi til að tryggja sér gott veður hjá dómurum á leikjum Barcelona. UEFA hefur rannsókn á ásökununum Á fimmtudag ákvað svo UEFA, knattspyrnusamband Evrópu að hefja sjálfstæða rannsókn á málinu og segir að félagið eigi yfir höfði sér bann í Evrópukeppnum ef ásakanirnar eigi við rök að styðjast. Hins vegar gætu afleiðingarnar á Spáni orðið litlar sem engar. Samkvæmt spænskum lögum þá fyrnast mál af þessu tagi á þremur árum og þar sem síðasta meinta mútugreiðslan átti sér stað árið 2018, fyrir 5 árum gæti allt heila svindleríið, ef sök sannast, verið fyrnt.
Fótbolti Spánn UEFA Spænski boltinn Mest lesið Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Fleiri fréttir Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjáðu frábær tilþrif Cecilíu í sögulegum leik á San Siro Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Neuer spilar ekki fleiri leiki á árinu 2024 Messi ekki í liði ársins í fyrsta sinn í sautján ár Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira