Ákæran felld niður og Roiland gagnrýnir slaufunarmenningu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. mars 2023 21:44 Justin Roiland tjáði sig um málið á Twitter og fagnaði réttlætinu. Getty/Boddi Ákæra á hendur Justin Roilands, sem er maðurinn á bak við þættina Rick and Morty, hefur verið felld niður. Roiland var nýverið ákærður fyrir heimilisofbeldi. Talsmaður héraðssaksóknara í Orange County í Kaliforníu í Bandaríkjunum segir að ákæran hafi verið látin niður falla vegna skorts á sönnunargögnum. AP fréttaveitan greinir frá. Konan sem var áður í sambandi með Roiland kærði hann árið 2020 fyrir meint heimilisofbeldi. Hann var handtekinn í ágúst sama ár en sleppt gegn tryggingu. Konan fékk nálgunarbann á hendur honum, en hann hefur ávallt neitað ásökununum. Málið velktist innan dómskerfisins í nokkurn tíma og var hann formlega ákærður í janúar á þessu ári. Flestöll fyrirtæki, þar á meðal Adult Swim sem framleiddi Rick and Morty þættina, ráku Roiland í kjölfar ákærunnar. Streymisveitan Hulu gerði slíkt hið sama en Roiland vann að gerð tveggja þátta, Solar Opposites og Koala Man. Justin Roiland tjáði sig um málið á Twitter í gær. Hann sagðist ávallt hafa vitað að ásakanirnar væru lygi, og sagðist aldrei hafa efast um að sannleikurinn kæmi í ljós. Roiland segist ætla að halda áfram að sinna skapandi verkefnum og byggja upp mannorð sitt að nýju. „Ég er þakklátur fyrir að ákæran hafi verið látin niður falla en á sama tíma er ég sleginn yfir hræðilegu lygasögunum sem upp komu á yfirborðið á meðan þessu stóð. Ég er fyrst og fremst vonsvikinn út í þá sem stukku til og dæmdu mig, án þess að vita hið sanna, og það einungis byggt á orðum bitrar fyrrverandi kærustu, sem hafði það eina markmið að láta slaufa mér. Það, að það hafi gengið eftir – og jafnvel aðeins að hluta – er skammarlegt.“ justice pic.twitter.com/1q9M4GA6MV— Justin Roiland (@JustinRoiland) March 22, 2023 Heimilisofbeldi Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tengdar fréttir Maðurinn á bak við Rick and Morty ákærður fyrir heimilisofbeldi Justin Roiland, höfundur sjónvarpsþáttanna Rick and Morty, hefur verið ákærður fyrir heimilisofbeldi. Dómstóll í Kaliforníu í Bandaríkjunum tók málið fyrir í gær. 13. janúar 2023 22:35 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Talsmaður héraðssaksóknara í Orange County í Kaliforníu í Bandaríkjunum segir að ákæran hafi verið látin niður falla vegna skorts á sönnunargögnum. AP fréttaveitan greinir frá. Konan sem var áður í sambandi með Roiland kærði hann árið 2020 fyrir meint heimilisofbeldi. Hann var handtekinn í ágúst sama ár en sleppt gegn tryggingu. Konan fékk nálgunarbann á hendur honum, en hann hefur ávallt neitað ásökununum. Málið velktist innan dómskerfisins í nokkurn tíma og var hann formlega ákærður í janúar á þessu ári. Flestöll fyrirtæki, þar á meðal Adult Swim sem framleiddi Rick and Morty þættina, ráku Roiland í kjölfar ákærunnar. Streymisveitan Hulu gerði slíkt hið sama en Roiland vann að gerð tveggja þátta, Solar Opposites og Koala Man. Justin Roiland tjáði sig um málið á Twitter í gær. Hann sagðist ávallt hafa vitað að ásakanirnar væru lygi, og sagðist aldrei hafa efast um að sannleikurinn kæmi í ljós. Roiland segist ætla að halda áfram að sinna skapandi verkefnum og byggja upp mannorð sitt að nýju. „Ég er þakklátur fyrir að ákæran hafi verið látin niður falla en á sama tíma er ég sleginn yfir hræðilegu lygasögunum sem upp komu á yfirborðið á meðan þessu stóð. Ég er fyrst og fremst vonsvikinn út í þá sem stukku til og dæmdu mig, án þess að vita hið sanna, og það einungis byggt á orðum bitrar fyrrverandi kærustu, sem hafði það eina markmið að láta slaufa mér. Það, að það hafi gengið eftir – og jafnvel aðeins að hluta – er skammarlegt.“ justice pic.twitter.com/1q9M4GA6MV— Justin Roiland (@JustinRoiland) March 22, 2023
Heimilisofbeldi Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tengdar fréttir Maðurinn á bak við Rick and Morty ákærður fyrir heimilisofbeldi Justin Roiland, höfundur sjónvarpsþáttanna Rick and Morty, hefur verið ákærður fyrir heimilisofbeldi. Dómstóll í Kaliforníu í Bandaríkjunum tók málið fyrir í gær. 13. janúar 2023 22:35 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Maðurinn á bak við Rick and Morty ákærður fyrir heimilisofbeldi Justin Roiland, höfundur sjónvarpsþáttanna Rick and Morty, hefur verið ákærður fyrir heimilisofbeldi. Dómstóll í Kaliforníu í Bandaríkjunum tók málið fyrir í gær. 13. janúar 2023 22:35