Play flýgur til Amsterdam á ný á kostnað Árósa Máni Snær Þorláksson skrifar 22. mars 2023 10:16 Play mun fljúga til Amsterdam í sumar. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play flaug til Schiphol flugvallar í Amsterdam frá desember árið 2021 til mars 2022. Síðan þá hefur flugfélagið ekki flogið til hollensku höfuðborgarinnar en nú hefur orðið breyting á því flugfélagið hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum þangað á ný. Fyrsta flug Play til Amsterdam verður 5. júní. Eftir það verður flogið allt að fimm sinnum í viku út október. Samkvæmt tilkynningu frá flugfélaginu verða áætlunarferðir þess til Amsterdam á mánudögum, miðvikudögum, fimmtudögum, föstudögum og sunnudögum. Í tilkynningunni kemur einnig fram að það hafi verið forgangsmál flugfélagsins frá stofnun þess að fá lendingarleyfi á Schiphol flugvellinum. Það hafi þó verið erfitt að komast þar að á undanförnum árum. „Schiphol-flugvöllur er þriðji stærsti flugvöllur Evrópu og því ákaflega mikilvæg viðbót við leiðakerfi PLAY. Það er ekki hlaupið að því að fá lendingarleyfi á flugvellinum í dag. Þess vegna stukkum við til þegar okkur bauðst lendingarleyfi þar í sumar,” er haft eftir Birgi Jónsson, forstjóra PLAY, í tilkynningunni. Birgir vonast til þess að hægt verði að bjóða upp á áætlunarferðir til Amsterdam allt árið, þessi ákvörðun sé liður í að koma flugfélaginu i þá stöðu. „Markmiðið okkar í ár er að auka hlut hliðartekna verulega í okkar rekstri og með því að taka stefnuna til Amsterdam erum við að setja okkur í frábæra stöðu til að gera það með vöruflutningum.“ Aflýsa áætlun til Árósa Viðskiptavinir Play sem höfðu ætlað sér að fara til Árósa í sumar þurfa þó að leita annarra leiða til þess. Því flugfélagið mun aflýsa áætlun sinni til Árósa í Danmörku. „Þetta er miður þar sem sala á miðum til Árósa hafði gengið vel en vegna mikilvægis Schiphol-flugvallar fyrir áætlunarkerfi PLAY var þessi ákvörðun tekin. Farþegum sem áttu bókað flug með PLAY til og frá Árósum fá að sjálfsögðu bókun sína endurgreidda að fullu,“ segir í tilkynningunni. Play Fréttir af flugi Holland Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Danmörk Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Fyrsta flug Play til Amsterdam verður 5. júní. Eftir það verður flogið allt að fimm sinnum í viku út október. Samkvæmt tilkynningu frá flugfélaginu verða áætlunarferðir þess til Amsterdam á mánudögum, miðvikudögum, fimmtudögum, föstudögum og sunnudögum. Í tilkynningunni kemur einnig fram að það hafi verið forgangsmál flugfélagsins frá stofnun þess að fá lendingarleyfi á Schiphol flugvellinum. Það hafi þó verið erfitt að komast þar að á undanförnum árum. „Schiphol-flugvöllur er þriðji stærsti flugvöllur Evrópu og því ákaflega mikilvæg viðbót við leiðakerfi PLAY. Það er ekki hlaupið að því að fá lendingarleyfi á flugvellinum í dag. Þess vegna stukkum við til þegar okkur bauðst lendingarleyfi þar í sumar,” er haft eftir Birgi Jónsson, forstjóra PLAY, í tilkynningunni. Birgir vonast til þess að hægt verði að bjóða upp á áætlunarferðir til Amsterdam allt árið, þessi ákvörðun sé liður í að koma flugfélaginu i þá stöðu. „Markmiðið okkar í ár er að auka hlut hliðartekna verulega í okkar rekstri og með því að taka stefnuna til Amsterdam erum við að setja okkur í frábæra stöðu til að gera það með vöruflutningum.“ Aflýsa áætlun til Árósa Viðskiptavinir Play sem höfðu ætlað sér að fara til Árósa í sumar þurfa þó að leita annarra leiða til þess. Því flugfélagið mun aflýsa áætlun sinni til Árósa í Danmörku. „Þetta er miður þar sem sala á miðum til Árósa hafði gengið vel en vegna mikilvægis Schiphol-flugvallar fyrir áætlunarkerfi PLAY var þessi ákvörðun tekin. Farþegum sem áttu bókað flug með PLAY til og frá Árósum fá að sjálfsögðu bókun sína endurgreidda að fullu,“ segir í tilkynningunni.
Play Fréttir af flugi Holland Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Danmörk Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira