Játar að hafa sett konuna í frystinn og er með nauðgunardóma á bakinu Árni Sæberg skrifar 20. mars 2023 23:46 Þessar myndir eru úr öryggismyndavélum verslunar, þar sem maðurinn var sakaður um að hafa stolið mýflugnafælu árið 2019. Lögreglan í Svíþjóð Norskur karlmaður, sem var handtekinn á fimmtudag eftir að lík sambýliskonu hans fannst í frystikistu á sveitabæ hans í Vermalandi í Svíþjóð, hefur játað að hafa vanvirt lík konunnar en neitar að hafa myrt hana. Hann á langan sakaferil að baki og hefur meðal annars hlotið dóma fyrir tvær nauðganir. Greint var frá því á laugadag að karlmaður hefði verið handtekinn eftir að lík konu fannst niðurhlutað í frystikistu heima hjá honum. Hann hefur nú verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Líkið sem um ræðir er af sambýliskonu mannsins, sem saknað hafði verið frá árinu 2018. Stefan Liliebäck, verjandi hans, segir í samtali við norska fréttamiðilinn NRK að maðurinn hafi játað vanvirðandi meðferð á líkinu en neiti staðfastlega að hafa myrt hana. Hann hafi sagt yfirheyrendum hvernig konan lést og hvernig það hafi komið til að lík hennar endaði sundurhlutað í frystikistunni. Liliebäck segist þó ekki geta greint nánar frá útskýringum hans. Afbrotaferill nær aftur til níunda áratugarins Maðurinn, sem er á sextugsaldri, á að baki langan og fjölbreyttan afbrotaferil sem nær aftur til níunda áratugar síðustu aldar. NRK hefur komist yfir fjölda dóma yfir manninum. Þeir alvarlegustu eru frá tíunda áratugnum, þegar maðurinn var sakfelldur fyrir tvær nauðganir og eina tilraun til nauðgunar. Í öðru tilfellinu sagði kona að maðurinn hefði nauðgað sér við vegkant eftir að berað sig fyrir henni. Seinni nauðgunina, sem maðirinn var sakfelldur fyrir, framdi hann gegn konu á níræðisaldri. Hún sagði á sínum tíma að hann hefði ruðst inn í svefnherbergi hennar, haldið púða yfir vitum hennar og nauðgað henni. Hún hafi óttast um líf sitt þar sem hann hafi verið stór og ægisterkur. Þá segir í frétt NRK að maðurinn hafi verið nauðungarvistaður á viðeigandi stofnun vegna geðrænna vandamála eftir að hafa ítrekað berað sig fyrir fólki. Þar á meðal 76 ára gamalli konu og þrettán ára barni. Auk kynferðisbrota hefur maðurinn einnig verið sakfelldur fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og án leyfis. Loks var hann kærður fyrir búðarhnupl í verslun ICA í Svíþjóð árið 2019 en ekki sakfelldur fyrir. Honum var þó meinaður aðgangur að verslunum keðjunnar til frambúðar. Svíþjóð Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Greint var frá því á laugadag að karlmaður hefði verið handtekinn eftir að lík konu fannst niðurhlutað í frystikistu heima hjá honum. Hann hefur nú verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Líkið sem um ræðir er af sambýliskonu mannsins, sem saknað hafði verið frá árinu 2018. Stefan Liliebäck, verjandi hans, segir í samtali við norska fréttamiðilinn NRK að maðurinn hafi játað vanvirðandi meðferð á líkinu en neiti staðfastlega að hafa myrt hana. Hann hafi sagt yfirheyrendum hvernig konan lést og hvernig það hafi komið til að lík hennar endaði sundurhlutað í frystikistunni. Liliebäck segist þó ekki geta greint nánar frá útskýringum hans. Afbrotaferill nær aftur til níunda áratugarins Maðurinn, sem er á sextugsaldri, á að baki langan og fjölbreyttan afbrotaferil sem nær aftur til níunda áratugar síðustu aldar. NRK hefur komist yfir fjölda dóma yfir manninum. Þeir alvarlegustu eru frá tíunda áratugnum, þegar maðurinn var sakfelldur fyrir tvær nauðganir og eina tilraun til nauðgunar. Í öðru tilfellinu sagði kona að maðurinn hefði nauðgað sér við vegkant eftir að berað sig fyrir henni. Seinni nauðgunina, sem maðirinn var sakfelldur fyrir, framdi hann gegn konu á níræðisaldri. Hún sagði á sínum tíma að hann hefði ruðst inn í svefnherbergi hennar, haldið púða yfir vitum hennar og nauðgað henni. Hún hafi óttast um líf sitt þar sem hann hafi verið stór og ægisterkur. Þá segir í frétt NRK að maðurinn hafi verið nauðungarvistaður á viðeigandi stofnun vegna geðrænna vandamála eftir að hafa ítrekað berað sig fyrir fólki. Þar á meðal 76 ára gamalli konu og þrettán ára barni. Auk kynferðisbrota hefur maðurinn einnig verið sakfelldur fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og án leyfis. Loks var hann kærður fyrir búðarhnupl í verslun ICA í Svíþjóð árið 2019 en ekki sakfelldur fyrir. Honum var þó meinaður aðgangur að verslunum keðjunnar til frambúðar.
Svíþjóð Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira