Þarf að segja eitthvað meira? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 17. mars 2023 10:01 Við vitum öll hversu mikilvæg mannréttindi eru. Ekki nokkurt okkar myndi vilja skerða eigin mannréttindi, eða ganga gegn jafnrétti. Við viljum öll geta leitað réttar okkar fyrir óvilhöllum dómstólum, því: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda, án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“ – svo ég vitni í sjálfa Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. En til hvers er stjórnarskráin? „Stjórnarskrá hefur að geyma helstu meginreglur um stjórnskipulag ríkis. Þar er að jafnaði að finna ákvæði um meðferð ríkisvalds, hlutverk helstu handhafa þess og samspil þeirra á milli, auk ákvæða um ýmis grundvallarréttindi borgaranna í samskiptum við ríkisvaldið og hömlur sem lagðar eru við því að á þessi réttindi sé gengið.“ Samt hefur það ítrekað gerst á undanförnum árum að gengið hefur verið á mannréttindi fólks. Ráðherrar hafa ítrekað verið fundnir sekir um brot á jafnréttislögum og pólitískt skipaðir dómarar hafa valdið því að heilt nýtt dómstig hefur verið í uppnámi í mörg ár. Hvernig getur það gerst? Jú, því ráðherrar og þingmenn eru fólk og ekkert okkar er fullkomið. Það er hvorki ásökun, né afsökun; heldur einfaldlega staðreynd. Staðreynd sem ætti að hvetja okkur til þess að gera betur í dag en í gær. Við verðum því að spyrja okkur þeirrar stóru spurningar: erum við að gera það þegar Alþingi samþykkti útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra? Tókum við skref áfram – eða aftur á bak? Drögum andann djúpt og lítum inn á við. Erum við að gera betur með því að takmarka möguleika fólks til þess að færa rök fyrir máli sínu gagnvart stjórnvöldum? Með því að svipta fólk grunnþjónustu og lífsviðurværi fyrir að mæta ekki í boðað viðtal? Með því að leyfa stjórnvöldum að kalla eftir heilbrigðisupplýsingum einstaklinga án þeirra samþykkis? Munum við á morgun enn vera jöfn fyrir lögunum og njóta mannréttinda án tillits til þjóðernis eða litarháttar, verði þetta frumvarp að lögum? Það er ekki víst ef marka má umsagnir aðila á borð við Barnaheill, Landlækni, Hafnafjarðarbæ, Íslandsdeild Amnesty International, Kvenréttindafélag Íslands, Þroskahjálp, Læknafélagið, Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkur, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, Presta innflytjenda og flóttafólks, Samtökin '78, Rauða krossins á Íslandi og UNICEF – aðila sem við tökum alla jafna mark á. Aðila sem við hlustum á. Samtök sem hæstvirtur forsætisráðherra Íslands telur rétt að hlusta á – að minnsta kosti þegar hún er í stjórnarandstöðu. Undanfarna daga, vikur, mánuði og ár höfum við Píratar ítrekað bent meirihlutanum á allar neikvæðu umsagnirnar þar sem fram koma athugasemdir eins og þessi, úr umsögn Rauða krossins á Íslandi: „Er hér raunar lagt til að börn missi rétt til efnismeðferðar ef foreldrar þess eða umsjónarmenn teljast vera valdir að töfum. Hingað til hafa börn verið talin eiga sjálfstæðan rétt…“ Eða þessi, úr umsögn Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands: „Hvorki virðist vísað til ákvæða stjórnarskrár né mannréttindasáttmála Evrópu í athugasemdunum. Verður að telja þetta afar óheppilegt. Efni frumvarpsins varðar með augljósum hætti mannréttindi umsækjenda um alþjóðlega vernd.“ Vegna þessara athugasemda, og fjölmargra annarra, hafa Píratar biðlað til meirihlutans á Alþingi. Til þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna, að útskýra mál sitt í ræðustól Alþingis. Að útskýra hvers vegna þau vilja að við samþykkjum frumvarp sem lög í þessu landi sem gengur svona á réttindi fólks? Hvers vegna er það ómálefnalegt að leggja til að málið verði sent aftur inn í nefnd til frekari skoðunar? Af hverju segið þið þvert nei þegar við biðjum um óháð mat á því hvort frumvarpið standist stjórnarskrá? Við kölluðum ítrekað eftir því að ráðherrar mættu í umræðuna – ráðherrar mannréttinda, ráðherra barna og ráðherra félagsmála. En þau mættu ekki. Við kölluðum eftir því að stjórnarliðar mættu – sem vilja svo ólm samþykkja þetta frumvarp að það var sett efst á dagskrá allra þingfunda þessa árs – en þau mættu ekki. Þau einsettu sér að samþykkja þessa aðför að mannréttindum þegjandi og hljóðalaust. Og þau gerðu það. Við þingmenn Pírata – hreyfingar sem stofnuð var til að standa vörð um borgaraleg réttindi – reyndum eftir fremsta megni að ná eyrum meirihlutans, án árangurs. Á annan tug óháðra aðila gagnrýndi frumvarpið með formlegum og málefnalegum hætti og lagði til breytingar á frumvarpinu. Án árangurs. Þarf að segja eitthvað meira? Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Píratar Mannréttindi Alþingi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Sjá meira
Við vitum öll hversu mikilvæg mannréttindi eru. Ekki nokkurt okkar myndi vilja skerða eigin mannréttindi, eða ganga gegn jafnrétti. Við viljum öll geta leitað réttar okkar fyrir óvilhöllum dómstólum, því: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda, án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“ – svo ég vitni í sjálfa Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. En til hvers er stjórnarskráin? „Stjórnarskrá hefur að geyma helstu meginreglur um stjórnskipulag ríkis. Þar er að jafnaði að finna ákvæði um meðferð ríkisvalds, hlutverk helstu handhafa þess og samspil þeirra á milli, auk ákvæða um ýmis grundvallarréttindi borgaranna í samskiptum við ríkisvaldið og hömlur sem lagðar eru við því að á þessi réttindi sé gengið.“ Samt hefur það ítrekað gerst á undanförnum árum að gengið hefur verið á mannréttindi fólks. Ráðherrar hafa ítrekað verið fundnir sekir um brot á jafnréttislögum og pólitískt skipaðir dómarar hafa valdið því að heilt nýtt dómstig hefur verið í uppnámi í mörg ár. Hvernig getur það gerst? Jú, því ráðherrar og þingmenn eru fólk og ekkert okkar er fullkomið. Það er hvorki ásökun, né afsökun; heldur einfaldlega staðreynd. Staðreynd sem ætti að hvetja okkur til þess að gera betur í dag en í gær. Við verðum því að spyrja okkur þeirrar stóru spurningar: erum við að gera það þegar Alþingi samþykkti útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra? Tókum við skref áfram – eða aftur á bak? Drögum andann djúpt og lítum inn á við. Erum við að gera betur með því að takmarka möguleika fólks til þess að færa rök fyrir máli sínu gagnvart stjórnvöldum? Með því að svipta fólk grunnþjónustu og lífsviðurværi fyrir að mæta ekki í boðað viðtal? Með því að leyfa stjórnvöldum að kalla eftir heilbrigðisupplýsingum einstaklinga án þeirra samþykkis? Munum við á morgun enn vera jöfn fyrir lögunum og njóta mannréttinda án tillits til þjóðernis eða litarháttar, verði þetta frumvarp að lögum? Það er ekki víst ef marka má umsagnir aðila á borð við Barnaheill, Landlækni, Hafnafjarðarbæ, Íslandsdeild Amnesty International, Kvenréttindafélag Íslands, Þroskahjálp, Læknafélagið, Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkur, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, Presta innflytjenda og flóttafólks, Samtökin '78, Rauða krossins á Íslandi og UNICEF – aðila sem við tökum alla jafna mark á. Aðila sem við hlustum á. Samtök sem hæstvirtur forsætisráðherra Íslands telur rétt að hlusta á – að minnsta kosti þegar hún er í stjórnarandstöðu. Undanfarna daga, vikur, mánuði og ár höfum við Píratar ítrekað bent meirihlutanum á allar neikvæðu umsagnirnar þar sem fram koma athugasemdir eins og þessi, úr umsögn Rauða krossins á Íslandi: „Er hér raunar lagt til að börn missi rétt til efnismeðferðar ef foreldrar þess eða umsjónarmenn teljast vera valdir að töfum. Hingað til hafa börn verið talin eiga sjálfstæðan rétt…“ Eða þessi, úr umsögn Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands: „Hvorki virðist vísað til ákvæða stjórnarskrár né mannréttindasáttmála Evrópu í athugasemdunum. Verður að telja þetta afar óheppilegt. Efni frumvarpsins varðar með augljósum hætti mannréttindi umsækjenda um alþjóðlega vernd.“ Vegna þessara athugasemda, og fjölmargra annarra, hafa Píratar biðlað til meirihlutans á Alþingi. Til þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna, að útskýra mál sitt í ræðustól Alþingis. Að útskýra hvers vegna þau vilja að við samþykkjum frumvarp sem lög í þessu landi sem gengur svona á réttindi fólks? Hvers vegna er það ómálefnalegt að leggja til að málið verði sent aftur inn í nefnd til frekari skoðunar? Af hverju segið þið þvert nei þegar við biðjum um óháð mat á því hvort frumvarpið standist stjórnarskrá? Við kölluðum ítrekað eftir því að ráðherrar mættu í umræðuna – ráðherrar mannréttinda, ráðherra barna og ráðherra félagsmála. En þau mættu ekki. Við kölluðum eftir því að stjórnarliðar mættu – sem vilja svo ólm samþykkja þetta frumvarp að það var sett efst á dagskrá allra þingfunda þessa árs – en þau mættu ekki. Þau einsettu sér að samþykkja þessa aðför að mannréttindum þegjandi og hljóðalaust. Og þau gerðu það. Við þingmenn Pírata – hreyfingar sem stofnuð var til að standa vörð um borgaraleg réttindi – reyndum eftir fremsta megni að ná eyrum meirihlutans, án árangurs. Á annan tug óháðra aðila gagnrýndi frumvarpið með formlegum og málefnalegum hætti og lagði til breytingar á frumvarpinu. Án árangurs. Þarf að segja eitthvað meira? Höfundur er þingmaður Pírata.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun