„Darwin Davis spilaði fárveikur þriðja leikinn í röð og fær þriðju sýklalyfin á morgun“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. mars 2023 22:35 Haukar - Þór Þ. Subway karla haust 2022 Mate Dalmay Vísir/Diego Eftir tvo tapleiki í röð komust Haukar aftur á sigurbraut. Haukar unnu þrettán stiga sigur á Stjörnunni 99-86. Máté Dalmay, þjálfari Hauka, var ánægður með sigurinn. „Það var helvíti ljúft að vinna þennan leik,“ sagði Máté Dalmay ánægður með fyrsta sigur Hauka í mars. Jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik en Haukar tóku yfir leikinn á síðustu þremur mínútum og unnu að lokum þrettán stiga sigur. „Þetta byrjaði á því að Daniel [Mortensen] fékk í hnéð og byrjaði ekki seinni hálfleik og þá fóru þeir sem voru inn á að missa trúna. Síðan duttu Norbertas Giga og Orri Gunnarsson í villu vandræði. Hrós á strákana sem spiluðu miklu fleiri mínútur í kvöld heldur en þeir höfðu verið að gera.“ „Stjarnan kom ekki með neitt áhlaup heldur fóru þeir að saxa á forskotið hægt og rólega þegar við vorum orðnir litlir inn á. Stjarnan var ekkert að skjóta okkur í kaf en mér leið ekkert illa þegar Stjarnan komst yfir. Ég var með laskað lið en það var mikill karakter hjá okkur að vinna leikinn í brakinu þegar þetta var að sigla frá okkur.“ Máté Dalmay sagði frá því að Darwin Davis spilaði fárveikur og hann hefur verið veikur í langan tíma en spilaði og gerði 29 stig. „Darwin Davis spilaði fárveikur þriðja leikinn í röð. Hann fer til læknis á morgun og fær þriðju sýklalyfin sín og vonandi verður fundið út úr því hvað í andskotanum er að honum.“ Það eru aðeins tveir leikir eftir af deildarkeppninni og Máté sér fyrir sér að lenda í þriðja sæti þegar mars lýkur. „Við stefnum á þriðja sæti þar sem við ætlum að vinna síðustu tvo leiki okkar. Keflavík vann Hött áðan og eiga ÍR og Njarðvík í síðustu tveimur leikjunum. Keflavík mun tapa öðrum og við klárum okkar leiki og endum í þriðja sæti,“ sagði Máté Dalmay að lokum. Haukar Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira
„Það var helvíti ljúft að vinna þennan leik,“ sagði Máté Dalmay ánægður með fyrsta sigur Hauka í mars. Jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik en Haukar tóku yfir leikinn á síðustu þremur mínútum og unnu að lokum þrettán stiga sigur. „Þetta byrjaði á því að Daniel [Mortensen] fékk í hnéð og byrjaði ekki seinni hálfleik og þá fóru þeir sem voru inn á að missa trúna. Síðan duttu Norbertas Giga og Orri Gunnarsson í villu vandræði. Hrós á strákana sem spiluðu miklu fleiri mínútur í kvöld heldur en þeir höfðu verið að gera.“ „Stjarnan kom ekki með neitt áhlaup heldur fóru þeir að saxa á forskotið hægt og rólega þegar við vorum orðnir litlir inn á. Stjarnan var ekkert að skjóta okkur í kaf en mér leið ekkert illa þegar Stjarnan komst yfir. Ég var með laskað lið en það var mikill karakter hjá okkur að vinna leikinn í brakinu þegar þetta var að sigla frá okkur.“ Máté Dalmay sagði frá því að Darwin Davis spilaði fárveikur og hann hefur verið veikur í langan tíma en spilaði og gerði 29 stig. „Darwin Davis spilaði fárveikur þriðja leikinn í röð. Hann fer til læknis á morgun og fær þriðju sýklalyfin sín og vonandi verður fundið út úr því hvað í andskotanum er að honum.“ Það eru aðeins tveir leikir eftir af deildarkeppninni og Máté sér fyrir sér að lenda í þriðja sæti þegar mars lýkur. „Við stefnum á þriðja sæti þar sem við ætlum að vinna síðustu tvo leiki okkar. Keflavík vann Hött áðan og eiga ÍR og Njarðvík í síðustu tveimur leikjunum. Keflavík mun tapa öðrum og við klárum okkar leiki og endum í þriðja sæti,“ sagði Máté Dalmay að lokum.
Haukar Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira