Bönnum loðdýrahald Björn M. Sigurjónsson skrifar 10. mars 2023 14:00 Á Íslandi eru 9 minkabú með um 16.000 læðum, og hefur fækkað úr rúmum 300 þegar mest var. Um 30 manns starfa á þessum minkabúum skv. upplýsingum Hagstofunnar 2022. Ástæða þessarrar fækkunar minkabúa eru verðsveiflur á skinnaverðum á erlendum mörkuðum og því hefur afkoma minkaeldis rokkað milli hagnaðar og taps. Mestur var samanlagður hagnaður minkaeldis um 560 mkr (EBIT) árið 2013, en næstu 7 ár var viðvarandi tap í greininni, hið mesta um 250 mkr á ársgrundvelli 2018. Verð á grávöru hélst stöðugt frá árinu 2000 til 2010, þegar meðalverð fyrir skinnið var um 206 DKK sem þótti ásættanlegt verð skv. upplýsingum frá uppboðshúsinu Kopenhagen Fur. Hæst fór meðalverð fyrir skinnið í 563 DKK árið 2013. Fram að þeim tíma hafði verið viðvarandi hagnaður af greininni, en upp úr 2014 lækkaði verðið um helming, sem stafaði af auknu framboði. Næstu 7 ár, fram til ársins 2021 var tap af rekstri minkaeldis, vegna hins lága verðs, mest nam tapið tæpum 250 mkr árið 2018. Árið 2021 skiluðu þessi minkabú 116mkr hagnaði samanlagt. Það er því ekki á vísan að róa í minkaeldi. Minkabændur hafa sótt á stjórnvöld að nota fé skattborgaranna til að mæta þessum sveiflum svo þeir geti haldið starfsemi sinni áfram. Árið 2020 var settur á fót starfshópur um framtíð loðdýraeldis á Íslandi. Starfshópurinn skilaði tillögu til þriggja ráðuneyta þar sem farið var fram á 160 milljón króna framlag. Gegn þessu framlagi átti að koma kolefnis- og umhverfisverkefni þar sem minkaskítur yrði seldur í áburð, og minkabúin keyptu úrgang úr slátur- og fiskiðnaði. Ein af röksemdunum var að minkaeldi væri umhverfisvænn iðnaður. Það er nokkuð glannaleg staðhæfing sem er efni í aðra grein. Nú í kjölfar þeirrar óáranar sem Covid og Úkraínu stríðinu fylgir, fóru minkabændur fram á 160 mkr niðurgreiðslu til fóðurkostnaðar, til að mæta verðhækkunum fóðurs. Niðurstaðan varð árleg 80 mkr niðurgreiðsla fóðurkostnaðar í tvð ár, sem gengur til þessarra 9 minkabúa. Árið 2014 var innleidd reglugerð Evópusambandsins um lágmarksstærð búra, sem minkabændur töldu leggja svo miklar álögur á greinina að fáir réðu við þann kostnaðarauka, því var minkabændum gefinn frestur til ársins 2020 að uppfylla þessar kröfur um búrastærð. Í því sambandi taldi forsvarsmaður minkabænda vanta um 400 milljónir inn í greinina, svo hún væri arðbær. Minkaskinn eru lúxusvara sem er seld á erlendum mörkuðum, þau hafa ekki þýðingu fyrir þjóðarhag, hvorki sem framlag til matvælaöryggis eða til kolefnisjöfnunar, nema þá ríkið setji þær 160 mkr í verkefnið sem minkabændur reikna út að það kosti. Sérstaklega er ámælisvert að þegar helsti vandi ríkisbúskaparins er neikvæður vöruskiptajöfnuður, að ríki setji fjármagn í grein sem er háð duttlungum lúxusmarkaða, sem ýmist skilar hagnaði eða tapið er svo mikið að framleiðendur heltast úr lestinni í tugatali. Þar við má bæta að textíl og tískuframleiðendur hætta notkun loðskinna eingöngu af dýravelferðarsjónarmiðum. Austurríki, Belgía, Bosnia og Herzegovína, Króatía, Tékkland, Eistland, Frakkland, Ítalía, Írland, Lettland, Luxembúrg, Malta, Noregur, Holland, Makedónía, Serbía, Slóvaíka, Slóvenía, Bretland, Sviss og Þýskaland hafa bannað loðdýraeldi þar sem það samræmist ekki dýravelferðarlögum að stunda þessa iðju. Búlgaría hefur sett bann við minkaeldi sem er þrætt fyrir dómstólum. Hefur bannað loðdýraeldi og Danmörk hefur sett svo ströng skilyrði að ekki er fýsilegt að hefja loðdýraeldi aftur eftir Covid bann. Loðdýraeldi er því á undanhaldi í Evrópu. Við þetta má bæta að einstök fylki í Bandaríkjunum hafa sett bann við verslun með loðskinn. Það er því augljóst hvert stefnir. Stjórnvöld í hverju ríkinu á fætur öðru setja bann við loðdýraeldi af tveimur ástæðum, iðjan samræmist ekki lögum og sjónarmiðum um dýravelferð, og reksturinn er svo ótryggur að til þess hann beri sig þarf skattfé almennings að bæta upp viðvarandi tap í greininni. Ísland er þar engin undantekning. Minkaeldi á Íslandi stangast á við dýravelferð og þrífst ekki án þess að framlög af skattfé almennings komi til. . Það er því einboðið að stjórnvöld setji fram áætlun um að leggja niður loðdýraeldi á Íslandi og að innan fjögurra ára fyrirfinnist þessi iðja ekki lengur hérlendis. Sem fyrsta skref ættu stjórnvöld þegar í stað að stöðva hvers konar niðurgreiðslur eða styrki af skattfé almennings til loðdýraeldis. Samtök um dýravelferð á Íslandi hafa því skorað á stjórnvöld að setja bann við loðdýraeldi á Íslandi. Höfundur er í stjórn Samtaka um Dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loðdýrarækt Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru 9 minkabú með um 16.000 læðum, og hefur fækkað úr rúmum 300 þegar mest var. Um 30 manns starfa á þessum minkabúum skv. upplýsingum Hagstofunnar 2022. Ástæða þessarrar fækkunar minkabúa eru verðsveiflur á skinnaverðum á erlendum mörkuðum og því hefur afkoma minkaeldis rokkað milli hagnaðar og taps. Mestur var samanlagður hagnaður minkaeldis um 560 mkr (EBIT) árið 2013, en næstu 7 ár var viðvarandi tap í greininni, hið mesta um 250 mkr á ársgrundvelli 2018. Verð á grávöru hélst stöðugt frá árinu 2000 til 2010, þegar meðalverð fyrir skinnið var um 206 DKK sem þótti ásættanlegt verð skv. upplýsingum frá uppboðshúsinu Kopenhagen Fur. Hæst fór meðalverð fyrir skinnið í 563 DKK árið 2013. Fram að þeim tíma hafði verið viðvarandi hagnaður af greininni, en upp úr 2014 lækkaði verðið um helming, sem stafaði af auknu framboði. Næstu 7 ár, fram til ársins 2021 var tap af rekstri minkaeldis, vegna hins lága verðs, mest nam tapið tæpum 250 mkr árið 2018. Árið 2021 skiluðu þessi minkabú 116mkr hagnaði samanlagt. Það er því ekki á vísan að róa í minkaeldi. Minkabændur hafa sótt á stjórnvöld að nota fé skattborgaranna til að mæta þessum sveiflum svo þeir geti haldið starfsemi sinni áfram. Árið 2020 var settur á fót starfshópur um framtíð loðdýraeldis á Íslandi. Starfshópurinn skilaði tillögu til þriggja ráðuneyta þar sem farið var fram á 160 milljón króna framlag. Gegn þessu framlagi átti að koma kolefnis- og umhverfisverkefni þar sem minkaskítur yrði seldur í áburð, og minkabúin keyptu úrgang úr slátur- og fiskiðnaði. Ein af röksemdunum var að minkaeldi væri umhverfisvænn iðnaður. Það er nokkuð glannaleg staðhæfing sem er efni í aðra grein. Nú í kjölfar þeirrar óáranar sem Covid og Úkraínu stríðinu fylgir, fóru minkabændur fram á 160 mkr niðurgreiðslu til fóðurkostnaðar, til að mæta verðhækkunum fóðurs. Niðurstaðan varð árleg 80 mkr niðurgreiðsla fóðurkostnaðar í tvð ár, sem gengur til þessarra 9 minkabúa. Árið 2014 var innleidd reglugerð Evópusambandsins um lágmarksstærð búra, sem minkabændur töldu leggja svo miklar álögur á greinina að fáir réðu við þann kostnaðarauka, því var minkabændum gefinn frestur til ársins 2020 að uppfylla þessar kröfur um búrastærð. Í því sambandi taldi forsvarsmaður minkabænda vanta um 400 milljónir inn í greinina, svo hún væri arðbær. Minkaskinn eru lúxusvara sem er seld á erlendum mörkuðum, þau hafa ekki þýðingu fyrir þjóðarhag, hvorki sem framlag til matvælaöryggis eða til kolefnisjöfnunar, nema þá ríkið setji þær 160 mkr í verkefnið sem minkabændur reikna út að það kosti. Sérstaklega er ámælisvert að þegar helsti vandi ríkisbúskaparins er neikvæður vöruskiptajöfnuður, að ríki setji fjármagn í grein sem er háð duttlungum lúxusmarkaða, sem ýmist skilar hagnaði eða tapið er svo mikið að framleiðendur heltast úr lestinni í tugatali. Þar við má bæta að textíl og tískuframleiðendur hætta notkun loðskinna eingöngu af dýravelferðarsjónarmiðum. Austurríki, Belgía, Bosnia og Herzegovína, Króatía, Tékkland, Eistland, Frakkland, Ítalía, Írland, Lettland, Luxembúrg, Malta, Noregur, Holland, Makedónía, Serbía, Slóvaíka, Slóvenía, Bretland, Sviss og Þýskaland hafa bannað loðdýraeldi þar sem það samræmist ekki dýravelferðarlögum að stunda þessa iðju. Búlgaría hefur sett bann við minkaeldi sem er þrætt fyrir dómstólum. Hefur bannað loðdýraeldi og Danmörk hefur sett svo ströng skilyrði að ekki er fýsilegt að hefja loðdýraeldi aftur eftir Covid bann. Loðdýraeldi er því á undanhaldi í Evrópu. Við þetta má bæta að einstök fylki í Bandaríkjunum hafa sett bann við verslun með loðskinn. Það er því augljóst hvert stefnir. Stjórnvöld í hverju ríkinu á fætur öðru setja bann við loðdýraeldi af tveimur ástæðum, iðjan samræmist ekki lögum og sjónarmiðum um dýravelferð, og reksturinn er svo ótryggur að til þess hann beri sig þarf skattfé almennings að bæta upp viðvarandi tap í greininni. Ísland er þar engin undantekning. Minkaeldi á Íslandi stangast á við dýravelferð og þrífst ekki án þess að framlög af skattfé almennings komi til. . Það er því einboðið að stjórnvöld setji fram áætlun um að leggja niður loðdýraeldi á Íslandi og að innan fjögurra ára fyrirfinnist þessi iðja ekki lengur hérlendis. Sem fyrsta skref ættu stjórnvöld þegar í stað að stöðva hvers konar niðurgreiðslur eða styrki af skattfé almennings til loðdýraeldis. Samtök um dýravelferð á Íslandi hafa því skorað á stjórnvöld að setja bann við loðdýraeldi á Íslandi. Höfundur er í stjórn Samtaka um Dýravelferð á Íslandi.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar