Líklegt að flakið sem fannst sé úr banaslysi fyrir fimmtán árum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. mars 2023 12:54 Hreyfillinn er merktur McCauley sem passar við hreyflana á Cessnu 310N vélinni í slysinu 2008. Margt bendir til þess að flak og líkamsleifar sem komu upp í togara úti fyrir strendur Reykjaneshryggs séu úr lítilli flugvél sem fórst á leiðinni frá Grænlandi til Íslands í febrúar 2008. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og kennslanefnd munu taka málið til skoðunar þegar togarinn kemur í land eftir tæpar tvær vikur. Vísir greindi frá því í morgun að áhöfnin á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK-255 hefði fengið líkamsleifar og flugvélabrak í troll skipsins á miðvikudag við veiðar á Reykjaneshrygg. Kristján Ólafsson er skipstjóri á Hrafni. Hann segir merkingar á flakinu og mótor flugvélarinnar sömuleiðis gefa sterklega til kynna um hvaða vél ræðir. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og kennslanefnd lögreglu verði að taka það til skoðunar þegar siglt verður til hafnar þann 22. mars. Fengu flakið í trollið nærri slysstað Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var Hrafn Sveinbjörnsson um fimmtíu mílur vestan af Reykjanesinu, vestur af Garðskaga, þegar flakið og líkamsleifar komu í trollið. Það gefur sterka vísbendingu um hvaða flugvél ræðir. Sex sæta Cessna 310 vél hrapaði á svæðinu árið 2008. Þá hefur fréttastofa séð myndir af hreyfli flugvélarinnar sem passar við hreyflana á vélinni sem fórst 2008. Líkamsleifarnar eru af einum einstaklingi en um er að ræða hluta af hauskúpu. Um var að ræða Cessnu 301N vél sem verið var að ferja frá seljanda í Bandaríkjunum til kaupanda í Búlgaríu. 35 ára breskur karlmaður flaug vélinni og lagði upp frá Narsarsuaq á Grænlandi þann 11. febrúar 2008 og stefndi á lendingu á Reykjavíkurflugvelli. Í skýrslu Bandarískrar rannsóknarnefndar kemur fram að um klukkan 15:40 þennan dag hefði flugmaðurinn tilkynnt um bilun, að flugvélin væri að missa kraft og flygi á öðrum hreyfli sínum. Næsta hálftímann var flugmaðurinn í sambandi við flugmálastjórn og hafði miklar áhyggjur af því að vélin kæmist ekki alla leið til Íslands. Óskaði flugmaðurinn meðal annars eftir því að breyta áfangastaðnum úr Reykjavíkurflugvelli í Keflavíkurflugvöll. Flugmaðurinn útskýrði að hann gæti ekki fært eldsneyti á milli tanka, líklega sökum ísingar. Um klukkan 16:04 tilkynnti flugmaðurinn að hvorugur hreyfillinn væri með afl og að véin væri á leiðinni niður. Þyrla Landhelgisgæslunnar hafði þá verið kölluð út. Flugmálastjórn fékk veður af skip á svæðinu og reyndi að leiðbeina flugmanninum varðandi þá staðsetningu. Engin viðbrögð fengust frá flugmanninum. Mínútu síðar rofnaði sambandið við vélina. Þyrlur og flugvélar leituðu Cessna 310 vélin sem fórst var framleidd árið 1968. Sex sæta tveggja hreyfla vél. Fram kom í fréttum á Vísi skömmu eftir slysið að hún hefði verið tekin í gegn árið 1998. Söluverð hennar var um 129 þúsund bandaríkjadollarar eða tæpar níu milljón íslenskra króna. Seljandi vélarinnar, var búsettur í Flórída. Þaðan var vélinni flogið til Suffolk í Virginíuríki og þaðan áleiðis norður til New York. Áfram var flogið frá Albany í New York ríki til Sept Iles eyju í Quebec í Kanada. Þann 10. febrúar 2008 var henni svo flogið til Goose Bay í Kanada og þaðan áfram til Narsarsuaq á Grænlandi. Þaðan hélt vélin svo 11. febrúar 2008 en hrapaði í sjóinn um 50 sjómílum vestur af Keflavík klukkan 16:09. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, fór í loftið klukkan 16:17 og var kominn á svæðið klukkan 17:02. Önnur þyrla, TF-GNA, var mætt á svæðið klukkan 17:50. Hvorki flugvélin né flugmaðurinn fundust en veður og sjólag á svæðinu var óhagstætt til leitar. Reyndu að áætla mögulegt rek björgunarbáts Leit hélt áfram daginn eftir þegar varðskip Landhelgisgæslunnar stýrði leit á svæðinu eftir útreikningum sértæks leitarforrits sem tók mið af væntanlegum lendingarstað vélarinnar á sjónum og mögulegu reki. Dönsk herflugvél leitaði úr lofti og sömuleiðir flugvél Landhelgisgæslunnar aðstoðuðu við leitina við erfiðar veðuraðstæður. TF-LÍF kom að leitinni að flugmanninum á sínum tíma en án árangurs.Vísir/Vilhelm Skipulagðri leit að bandarísku flugvélinni var hætt tveimur dögum síðar. Þá hafði verið leitað á öllu því svæði sem gera mætti ráð fyrir að björgunarbátur flugvélarinnar fyndist, miðað við veðurfarslegar aðstæður og sjólag. Eftirgrennslan var þó framhaldið og þeim tilmælum beint til skipa og báta sem leið ættu um svæðið að litast gaumgæfilega um eftir hverju því sem bent gæti til afdrifa flugvélarinnar og flugmannsins. Auk þess myndu skip og loftför Landhelgisgæslunnar svipast um á svæðinu í hefðbundnum eftirlitsferðum sínum. Niðurstaða eftir um tvær vikur Þorkell Ágústsson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa kom að rannsókninni á slysinu á sínum tíma. Fréttastofa hafði samband við hann í dag og hann hafði heyrt af fundinum. Hann segir að málið verði tekið til rannsóknar þegar skipið komi til hafnar eftir tólf daga. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, taldi ekki ástæðu til að flýta för skipsins til hafnar eða að sækja flakið og líkamsleifarnar. Fréttir af flugi Samgönguslys Sjávarútvegur Lögreglumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Cessna vélin var nýseld - Líklega í ferjuflugi Cessna 310 flugvélin sem fórst í dag var að öllum líkindum í svokölluðu ferjuflugi. Hún var samkvæmt heimildum Vísis nýlega seld og því er talið að seljandi vélarinnar, eða einhver á hans vegum, hafi verið að fljúga henni til síns nýja eigenda þegar flugslysið varð í dag. 11. febrúar 2008 20:38 Jafnvel yfir fimm metra ölduhæð á slysstað og farið að skyggja Ölduhæð er jafnvel yfir fimm metrar þar sem talið er að bandaríska flugvélin af gerðinni Cessna 310 hafi farið í sjóinn vestur af landinu síðdegis. Þetta segir skipverji á Baldvini Njálssyni GK en skipið tekur nú þátt í leitinni að flugvélinni. 11. febrúar 2008 18:37 Þyrla og Fokker-vél bætast í leitarhóp Björgunarþyrla og Fokker-vél landhelgisgæslunnar hafa bæst í hóp þeirra sem nú leita að bandarískum flugamanni sem fór í sjóinn um 50 mílum vestur af Reykjanesi með tveggja hreyfla Cessna vél sinni fyrir stundu. 11. febrúar 2008 17:57 Þyrlur, bátar og flugvél taka þátt í leit að flugmanni Björgunarþyrla og leitarflugvél frá Landhelgisgæslunni leita nú að manninum sem var í tveggja hreyfla Cessnu sem steyptist í hafið um 50 mílur vestur af Keflavíkurflugvelli. Von er á bátum og annarri þyrlu til leitarinnar. 11. febrúar 2008 17:09 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Fækkun ráðuneyta óheppileg Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira
Vísir greindi frá því í morgun að áhöfnin á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK-255 hefði fengið líkamsleifar og flugvélabrak í troll skipsins á miðvikudag við veiðar á Reykjaneshrygg. Kristján Ólafsson er skipstjóri á Hrafni. Hann segir merkingar á flakinu og mótor flugvélarinnar sömuleiðis gefa sterklega til kynna um hvaða vél ræðir. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og kennslanefnd lögreglu verði að taka það til skoðunar þegar siglt verður til hafnar þann 22. mars. Fengu flakið í trollið nærri slysstað Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var Hrafn Sveinbjörnsson um fimmtíu mílur vestan af Reykjanesinu, vestur af Garðskaga, þegar flakið og líkamsleifar komu í trollið. Það gefur sterka vísbendingu um hvaða flugvél ræðir. Sex sæta Cessna 310 vél hrapaði á svæðinu árið 2008. Þá hefur fréttastofa séð myndir af hreyfli flugvélarinnar sem passar við hreyflana á vélinni sem fórst 2008. Líkamsleifarnar eru af einum einstaklingi en um er að ræða hluta af hauskúpu. Um var að ræða Cessnu 301N vél sem verið var að ferja frá seljanda í Bandaríkjunum til kaupanda í Búlgaríu. 35 ára breskur karlmaður flaug vélinni og lagði upp frá Narsarsuaq á Grænlandi þann 11. febrúar 2008 og stefndi á lendingu á Reykjavíkurflugvelli. Í skýrslu Bandarískrar rannsóknarnefndar kemur fram að um klukkan 15:40 þennan dag hefði flugmaðurinn tilkynnt um bilun, að flugvélin væri að missa kraft og flygi á öðrum hreyfli sínum. Næsta hálftímann var flugmaðurinn í sambandi við flugmálastjórn og hafði miklar áhyggjur af því að vélin kæmist ekki alla leið til Íslands. Óskaði flugmaðurinn meðal annars eftir því að breyta áfangastaðnum úr Reykjavíkurflugvelli í Keflavíkurflugvöll. Flugmaðurinn útskýrði að hann gæti ekki fært eldsneyti á milli tanka, líklega sökum ísingar. Um klukkan 16:04 tilkynnti flugmaðurinn að hvorugur hreyfillinn væri með afl og að véin væri á leiðinni niður. Þyrla Landhelgisgæslunnar hafði þá verið kölluð út. Flugmálastjórn fékk veður af skip á svæðinu og reyndi að leiðbeina flugmanninum varðandi þá staðsetningu. Engin viðbrögð fengust frá flugmanninum. Mínútu síðar rofnaði sambandið við vélina. Þyrlur og flugvélar leituðu Cessna 310 vélin sem fórst var framleidd árið 1968. Sex sæta tveggja hreyfla vél. Fram kom í fréttum á Vísi skömmu eftir slysið að hún hefði verið tekin í gegn árið 1998. Söluverð hennar var um 129 þúsund bandaríkjadollarar eða tæpar níu milljón íslenskra króna. Seljandi vélarinnar, var búsettur í Flórída. Þaðan var vélinni flogið til Suffolk í Virginíuríki og þaðan áleiðis norður til New York. Áfram var flogið frá Albany í New York ríki til Sept Iles eyju í Quebec í Kanada. Þann 10. febrúar 2008 var henni svo flogið til Goose Bay í Kanada og þaðan áfram til Narsarsuaq á Grænlandi. Þaðan hélt vélin svo 11. febrúar 2008 en hrapaði í sjóinn um 50 sjómílum vestur af Keflavík klukkan 16:09. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, fór í loftið klukkan 16:17 og var kominn á svæðið klukkan 17:02. Önnur þyrla, TF-GNA, var mætt á svæðið klukkan 17:50. Hvorki flugvélin né flugmaðurinn fundust en veður og sjólag á svæðinu var óhagstætt til leitar. Reyndu að áætla mögulegt rek björgunarbáts Leit hélt áfram daginn eftir þegar varðskip Landhelgisgæslunnar stýrði leit á svæðinu eftir útreikningum sértæks leitarforrits sem tók mið af væntanlegum lendingarstað vélarinnar á sjónum og mögulegu reki. Dönsk herflugvél leitaði úr lofti og sömuleiðir flugvél Landhelgisgæslunnar aðstoðuðu við leitina við erfiðar veðuraðstæður. TF-LÍF kom að leitinni að flugmanninum á sínum tíma en án árangurs.Vísir/Vilhelm Skipulagðri leit að bandarísku flugvélinni var hætt tveimur dögum síðar. Þá hafði verið leitað á öllu því svæði sem gera mætti ráð fyrir að björgunarbátur flugvélarinnar fyndist, miðað við veðurfarslegar aðstæður og sjólag. Eftirgrennslan var þó framhaldið og þeim tilmælum beint til skipa og báta sem leið ættu um svæðið að litast gaumgæfilega um eftir hverju því sem bent gæti til afdrifa flugvélarinnar og flugmannsins. Auk þess myndu skip og loftför Landhelgisgæslunnar svipast um á svæðinu í hefðbundnum eftirlitsferðum sínum. Niðurstaða eftir um tvær vikur Þorkell Ágústsson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa kom að rannsókninni á slysinu á sínum tíma. Fréttastofa hafði samband við hann í dag og hann hafði heyrt af fundinum. Hann segir að málið verði tekið til rannsóknar þegar skipið komi til hafnar eftir tólf daga. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, taldi ekki ástæðu til að flýta för skipsins til hafnar eða að sækja flakið og líkamsleifarnar.
Fréttir af flugi Samgönguslys Sjávarútvegur Lögreglumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Cessna vélin var nýseld - Líklega í ferjuflugi Cessna 310 flugvélin sem fórst í dag var að öllum líkindum í svokölluðu ferjuflugi. Hún var samkvæmt heimildum Vísis nýlega seld og því er talið að seljandi vélarinnar, eða einhver á hans vegum, hafi verið að fljúga henni til síns nýja eigenda þegar flugslysið varð í dag. 11. febrúar 2008 20:38 Jafnvel yfir fimm metra ölduhæð á slysstað og farið að skyggja Ölduhæð er jafnvel yfir fimm metrar þar sem talið er að bandaríska flugvélin af gerðinni Cessna 310 hafi farið í sjóinn vestur af landinu síðdegis. Þetta segir skipverji á Baldvini Njálssyni GK en skipið tekur nú þátt í leitinni að flugvélinni. 11. febrúar 2008 18:37 Þyrla og Fokker-vél bætast í leitarhóp Björgunarþyrla og Fokker-vél landhelgisgæslunnar hafa bæst í hóp þeirra sem nú leita að bandarískum flugamanni sem fór í sjóinn um 50 mílum vestur af Reykjanesi með tveggja hreyfla Cessna vél sinni fyrir stundu. 11. febrúar 2008 17:57 Þyrlur, bátar og flugvél taka þátt í leit að flugmanni Björgunarþyrla og leitarflugvél frá Landhelgisgæslunni leita nú að manninum sem var í tveggja hreyfla Cessnu sem steyptist í hafið um 50 mílur vestur af Keflavíkurflugvelli. Von er á bátum og annarri þyrlu til leitarinnar. 11. febrúar 2008 17:09 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Fækkun ráðuneyta óheppileg Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira
Cessna vélin var nýseld - Líklega í ferjuflugi Cessna 310 flugvélin sem fórst í dag var að öllum líkindum í svokölluðu ferjuflugi. Hún var samkvæmt heimildum Vísis nýlega seld og því er talið að seljandi vélarinnar, eða einhver á hans vegum, hafi verið að fljúga henni til síns nýja eigenda þegar flugslysið varð í dag. 11. febrúar 2008 20:38
Jafnvel yfir fimm metra ölduhæð á slysstað og farið að skyggja Ölduhæð er jafnvel yfir fimm metrar þar sem talið er að bandaríska flugvélin af gerðinni Cessna 310 hafi farið í sjóinn vestur af landinu síðdegis. Þetta segir skipverji á Baldvini Njálssyni GK en skipið tekur nú þátt í leitinni að flugvélinni. 11. febrúar 2008 18:37
Þyrla og Fokker-vél bætast í leitarhóp Björgunarþyrla og Fokker-vél landhelgisgæslunnar hafa bæst í hóp þeirra sem nú leita að bandarískum flugamanni sem fór í sjóinn um 50 mílum vestur af Reykjanesi með tveggja hreyfla Cessna vél sinni fyrir stundu. 11. febrúar 2008 17:57
Þyrlur, bátar og flugvél taka þátt í leit að flugmanni Björgunarþyrla og leitarflugvél frá Landhelgisgæslunni leita nú að manninum sem var í tveggja hreyfla Cessnu sem steyptist í hafið um 50 mílur vestur af Keflavíkurflugvelli. Von er á bátum og annarri þyrlu til leitarinnar. 11. febrúar 2008 17:09