„Veigar Áki steig heldur betur upp“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. mars 2023 18:31 Veigar Áki [til vinstri] átti góðan leik gegn Keflavík. Vísir/Vilhelm Farið var yfir stöðu KR-liðsins í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Staða liðsins er vægast sagt svört og fallið blasið við. Samt sem áður náði liðið í sigur gegn Keflavík og átti Veigar Áki Hlynsson sinn þátt í því. KR vann lífsnauðsynlegan sigur á Keflavík í 18. umferð Subway-deildar karla. KR þarf hins vegar kraftaverk ætli liðið að halda sæti sínu í deildinni. Ásamt því að þurfa vinna Stjörnuna, Tindastól, Njarðvík og ÍR þá þarf KR að treysta á að Stjarnan tapi þeim fjórum leikjum sem það á eftir. „Það er mikilvægt að hafa góðan heimakjarna þegar svona er undir og Veigar Áki steig heldur betur upp í fjarveru Þorvalds Orra Árnasonar,“ sagði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi að þessu sinni, og beindi orðum sínum til KR-ingsins Matthías Orra Sigurðarson. „Alveg magnaður, búinn að vera mjög góður í síðustu 3-4 leikjum eða í raun síðan eftir áramót þannig séð, eins og það hafi losnað aðeins um hann. Virðist líða betur inn á vellinum, áræðnari á körfuna, virðist hafa meiri trú á sjálfum sér, búinn að skjóta boltanum vel og ekki tapa honum mikið heldur. Búinn að laga þessa tvo galla sem maður hefur nefnt áður. Er búinn að vera algjörlega magnaður og KR-ingar geta verið mjög ánægðir með hans frammistöðu síðustu leiki.“ „Frábær varnarlega. Í þessum leik sá maður að Eric Ayala fannst óþægilegt að vera með boltann í höndunm þegar Veigar Áki var að dekka hann,“ bætti Sævar Sævarsson við. „Hreyfanlegur á löppunum, góðan líkamlegan styrk – sérstaklega í efri líkamanum og góðar hendur líka. Kemst vel inn í sendingarlínur og ætti virkilega flottan dag,“ skaut Hörður inn í. Tölfræði Veigars Áka gegn Keflavík.Körfuboltakvöld „Hann velur sér skot rétt, eitthvað sem menn gætu tekið til fyrirmyndar. Þó að hann sé með furðulegt skot þá er það orðið skilvirkara en það var. Það er jákvætt líka, að hann sé að ná framförum þar,“ sagði Sævar áður en Matthías Orri átti síðasta orðið. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Veigar Áki steig heldur betur upp Körfubolti Subway-deild karla Körfuboltakvöld KR Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira
KR vann lífsnauðsynlegan sigur á Keflavík í 18. umferð Subway-deildar karla. KR þarf hins vegar kraftaverk ætli liðið að halda sæti sínu í deildinni. Ásamt því að þurfa vinna Stjörnuna, Tindastól, Njarðvík og ÍR þá þarf KR að treysta á að Stjarnan tapi þeim fjórum leikjum sem það á eftir. „Það er mikilvægt að hafa góðan heimakjarna þegar svona er undir og Veigar Áki steig heldur betur upp í fjarveru Þorvalds Orra Árnasonar,“ sagði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi að þessu sinni, og beindi orðum sínum til KR-ingsins Matthías Orra Sigurðarson. „Alveg magnaður, búinn að vera mjög góður í síðustu 3-4 leikjum eða í raun síðan eftir áramót þannig séð, eins og það hafi losnað aðeins um hann. Virðist líða betur inn á vellinum, áræðnari á körfuna, virðist hafa meiri trú á sjálfum sér, búinn að skjóta boltanum vel og ekki tapa honum mikið heldur. Búinn að laga þessa tvo galla sem maður hefur nefnt áður. Er búinn að vera algjörlega magnaður og KR-ingar geta verið mjög ánægðir með hans frammistöðu síðustu leiki.“ „Frábær varnarlega. Í þessum leik sá maður að Eric Ayala fannst óþægilegt að vera með boltann í höndunm þegar Veigar Áki var að dekka hann,“ bætti Sævar Sævarsson við. „Hreyfanlegur á löppunum, góðan líkamlegan styrk – sérstaklega í efri líkamanum og góðar hendur líka. Kemst vel inn í sendingarlínur og ætti virkilega flottan dag,“ skaut Hörður inn í. Tölfræði Veigars Áka gegn Keflavík.Körfuboltakvöld „Hann velur sér skot rétt, eitthvað sem menn gætu tekið til fyrirmyndar. Þó að hann sé með furðulegt skot þá er það orðið skilvirkara en það var. Það er jákvætt líka, að hann sé að ná framförum þar,“ sagði Sævar áður en Matthías Orri átti síðasta orðið. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Veigar Áki steig heldur betur upp
Körfubolti Subway-deild karla Körfuboltakvöld KR Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira