„Vona að hann leiðrétti mistökin áður en atkvæðagreiðslan fer fram“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. mars 2023 12:15 Jóhann Páll Jóhannson, þingmaður Samfylkingar, segir Birgi Ármannsson, forseta Alþingis, hafa gert augljós mistök með því að hafa synjað beiðni hans að leggja fram fyrirspurn um skýrslu ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. Vísir Alþingi mun í dag skera úr um hvort tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar fái að leggja fram fyrirspurnir um stafsemi ríkisendurskoðunar í máli Lindarhvols. Annar þeirra segir forseta þingsins hafa gert mistök með því að hafna framlagningu fyrirspurnarinnar og hann hljóti að sjá að sér áður en atkvæðagreiðslan fer fram. Málið varðar skýrslu Sigurðar Þórðarsonar fyrrverandi ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið svokallaða. Lindarhvoll var félag sem Bjarni Benediktsson þáverandi fjármálaráðherra setti á fót í kjölfar fjármálahrunsins til að koma eigum, sem féllu í fang ríkisins aftur út á markað. Lindarhvoll hefur verið til umfjöllunar nú árum saman en grunur leikur á um að þær eigur hafi verið seldar á undirverði og til vildarvina. Forsætisnefnd samþykkti fyrir tæpu ári að birta skýrsluna en hún ekki verið birt. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, segir það vegna þess að málið sé enn til meðferðar, í ljósi þess að athugasemdir hafi síðan borist frá Ríkisendurskoðun og stjórn Lindarhvols um skýrsluna. Forseti hafi sjálfur sagt skýrsluna hluta af stjórnsýslu Alþingis Þingmenn munu síðdegis í dag greiða atkvæði um hvort Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, fái að leggja fram fyrirspurnir um málið. „Greinargerðin sem ég er að spyrja um, hún er miðpunkturinn í sérstöku stjórnsýslumáli hjá forsætisnefnd Alþingis. Forsætisnefnd hefur beinlínis fjallað um greinargerðina, eða haft málið til meðferðar, á þeim forsendum að skjalið sé hluti af stjórnsýslu Alþingis,“ segir Jóhann Páll í samtali við fréttastofu. „Ég er að vitna hérna orðrétt í forseta Alþingis frá 2021, í bréfi sem hann sendi til stjórnvalda þar sem fjallað er um skjalið á þessum forsendum. Auk þess hefur forsætisnefnd ákveðið að birta greinargerðina með vísan til upplýsingalaga, þá á þeim forsendum að gildissvið upplýsingalaga nái til stjórnsýslu Alþingis.“ Þannig standist ekki að forseti þingsins leyfi ekki að fyrirspurnin verði lögð fram, en hann hefur skýrt það þannig, í samtali við mbl.is í morgun, að fyrirspurnirnar varði starfsemi ríkisendurskoðanda en ekki stjórnsýslu Alþingi og skýrt komi fram í þingsköpum að starfsemi ríkisendurskoðanda falli ekki undir stjórnsýslu þingsins. Fyrirspurn Jóhanns snýr beinlínis að skýrslu ríkisendurskoðanda: Hvað komi fram í skýrslunni um starfsemi Lindarhvols, hvaða atriði hann hafi talið að þyrfti að skoða nánar, hvaða athugasemdir hafi verið gerðar við söluferli hluta ríkisins í félaginu Klakka ehf., hvaða athugasemdir hafi verið gerðar við aðkomu lögmannsstofunnar íslaga að starfsemi Lindarhvols og hvað ríkisendurskoðandi taldi að hafi gefið til kynna að hlutur ríkisins í Klakka hafi verið seldur á undirverði. Fyrirspurn Björns Levís snýst hins vegar að starfsemi ríkisendurskoðanda: Hvaða lögum og reglum hann eigi að hafa eftirlit með, hvað sé átt við með fráviki frá lögum og reglum og hvaða svigrúm ríkisendurskoðandi hafi til að skilgreina ákveðin atriði. Vafasamt fordæmi ef mistökin verði ekki leiðrétt „Það að Birgir skuli ákveða að leyfa fyrirspurnina ekki, út af þessum málsástæðum, það er hægt að hrekja það auðveldlega með vísan til fundargerða forsætisnefndar og með vísan til bréfa sem hafa gengið milli forsætisnefndar og stjórnvalda. Þetta er ósköp einfalt í mínum huga og snýst um skýlausan rétt þingmanna til að spyrja forseta spurninga um stjórnsýslu Alþingis,“ segir Jóhann Páll. „Birgir Ármannsson gerði mistök með því að synja mér um heimild til að leggja fram þessa fyrirspurn og ég vona að hann leiðrétti þessi mistök áður en atkvæðagreiðslan fer fram. Ef hann gerir það ekki verða þingmenn úr öllum flokkum að leiðrétta þessi mistök.“ Verði þessi mistök ekki leiðrétt sé komið vafasamt og hættulegt fordæmi. „Ef stjórnarmeirihlutinn á Alþingi fer að beita afli sínu til að svipta þingmenn í minnihluta réttinum, samkvæmt þingskapalögum, til að spyrja um ákveðin atriði held ég að við séum komin á vafasamar slóðir.“ Alþingi Starfsemi Lindarhvols Stjórnsýsla Tengdar fréttir Atkvæði verða greidd um hvort Jóhann Páll megi spyrja um Lindarhvol Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda harðlega fyrir skammir í garð þeirra sem vilja opinbera efni greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 2. mars 2023 13:43 Hundskammar þá sem vilja kreista út greinargerð um Lindarhvol Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir forkastanlegt hversu hart margir ganga fram í að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda verði lögð fram. 1. mars 2023 14:14 Leyndin um Lindarhvol sögð „lögfræðilegir loftfimleikar Birgis“ á þinginu Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fyrir viku fram skriflega fyrirspurn um Lindarhvol ehf. til forseta Alþingis. En svo brá við að Birgir Ármannsson forseti leyfði ekki fyrirspurnina. 28. febrúar 2023 15:22 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Málið varðar skýrslu Sigurðar Þórðarsonar fyrrverandi ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið svokallaða. Lindarhvoll var félag sem Bjarni Benediktsson þáverandi fjármálaráðherra setti á fót í kjölfar fjármálahrunsins til að koma eigum, sem féllu í fang ríkisins aftur út á markað. Lindarhvoll hefur verið til umfjöllunar nú árum saman en grunur leikur á um að þær eigur hafi verið seldar á undirverði og til vildarvina. Forsætisnefnd samþykkti fyrir tæpu ári að birta skýrsluna en hún ekki verið birt. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, segir það vegna þess að málið sé enn til meðferðar, í ljósi þess að athugasemdir hafi síðan borist frá Ríkisendurskoðun og stjórn Lindarhvols um skýrsluna. Forseti hafi sjálfur sagt skýrsluna hluta af stjórnsýslu Alþingis Þingmenn munu síðdegis í dag greiða atkvæði um hvort Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, fái að leggja fram fyrirspurnir um málið. „Greinargerðin sem ég er að spyrja um, hún er miðpunkturinn í sérstöku stjórnsýslumáli hjá forsætisnefnd Alþingis. Forsætisnefnd hefur beinlínis fjallað um greinargerðina, eða haft málið til meðferðar, á þeim forsendum að skjalið sé hluti af stjórnsýslu Alþingis,“ segir Jóhann Páll í samtali við fréttastofu. „Ég er að vitna hérna orðrétt í forseta Alþingis frá 2021, í bréfi sem hann sendi til stjórnvalda þar sem fjallað er um skjalið á þessum forsendum. Auk þess hefur forsætisnefnd ákveðið að birta greinargerðina með vísan til upplýsingalaga, þá á þeim forsendum að gildissvið upplýsingalaga nái til stjórnsýslu Alþingis.“ Þannig standist ekki að forseti þingsins leyfi ekki að fyrirspurnin verði lögð fram, en hann hefur skýrt það þannig, í samtali við mbl.is í morgun, að fyrirspurnirnar varði starfsemi ríkisendurskoðanda en ekki stjórnsýslu Alþingi og skýrt komi fram í þingsköpum að starfsemi ríkisendurskoðanda falli ekki undir stjórnsýslu þingsins. Fyrirspurn Jóhanns snýr beinlínis að skýrslu ríkisendurskoðanda: Hvað komi fram í skýrslunni um starfsemi Lindarhvols, hvaða atriði hann hafi talið að þyrfti að skoða nánar, hvaða athugasemdir hafi verið gerðar við söluferli hluta ríkisins í félaginu Klakka ehf., hvaða athugasemdir hafi verið gerðar við aðkomu lögmannsstofunnar íslaga að starfsemi Lindarhvols og hvað ríkisendurskoðandi taldi að hafi gefið til kynna að hlutur ríkisins í Klakka hafi verið seldur á undirverði. Fyrirspurn Björns Levís snýst hins vegar að starfsemi ríkisendurskoðanda: Hvaða lögum og reglum hann eigi að hafa eftirlit með, hvað sé átt við með fráviki frá lögum og reglum og hvaða svigrúm ríkisendurskoðandi hafi til að skilgreina ákveðin atriði. Vafasamt fordæmi ef mistökin verði ekki leiðrétt „Það að Birgir skuli ákveða að leyfa fyrirspurnina ekki, út af þessum málsástæðum, það er hægt að hrekja það auðveldlega með vísan til fundargerða forsætisnefndar og með vísan til bréfa sem hafa gengið milli forsætisnefndar og stjórnvalda. Þetta er ósköp einfalt í mínum huga og snýst um skýlausan rétt þingmanna til að spyrja forseta spurninga um stjórnsýslu Alþingis,“ segir Jóhann Páll. „Birgir Ármannsson gerði mistök með því að synja mér um heimild til að leggja fram þessa fyrirspurn og ég vona að hann leiðrétti þessi mistök áður en atkvæðagreiðslan fer fram. Ef hann gerir það ekki verða þingmenn úr öllum flokkum að leiðrétta þessi mistök.“ Verði þessi mistök ekki leiðrétt sé komið vafasamt og hættulegt fordæmi. „Ef stjórnarmeirihlutinn á Alþingi fer að beita afli sínu til að svipta þingmenn í minnihluta réttinum, samkvæmt þingskapalögum, til að spyrja um ákveðin atriði held ég að við séum komin á vafasamar slóðir.“
Alþingi Starfsemi Lindarhvols Stjórnsýsla Tengdar fréttir Atkvæði verða greidd um hvort Jóhann Páll megi spyrja um Lindarhvol Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda harðlega fyrir skammir í garð þeirra sem vilja opinbera efni greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 2. mars 2023 13:43 Hundskammar þá sem vilja kreista út greinargerð um Lindarhvol Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir forkastanlegt hversu hart margir ganga fram í að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda verði lögð fram. 1. mars 2023 14:14 Leyndin um Lindarhvol sögð „lögfræðilegir loftfimleikar Birgis“ á þinginu Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fyrir viku fram skriflega fyrirspurn um Lindarhvol ehf. til forseta Alþingis. En svo brá við að Birgir Ármannsson forseti leyfði ekki fyrirspurnina. 28. febrúar 2023 15:22 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Atkvæði verða greidd um hvort Jóhann Páll megi spyrja um Lindarhvol Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda harðlega fyrir skammir í garð þeirra sem vilja opinbera efni greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 2. mars 2023 13:43
Hundskammar þá sem vilja kreista út greinargerð um Lindarhvol Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir forkastanlegt hversu hart margir ganga fram í að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda verði lögð fram. 1. mars 2023 14:14
Leyndin um Lindarhvol sögð „lögfræðilegir loftfimleikar Birgis“ á þinginu Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fyrir viku fram skriflega fyrirspurn um Lindarhvol ehf. til forseta Alþingis. En svo brá við að Birgir Ármannsson forseti leyfði ekki fyrirspurnina. 28. febrúar 2023 15:22