„Markmiðið er að vinna Eurovision“ Vésteinn Örn Pétursson og Árni Sæberg skrifa 5. mars 2023 20:56 Diljá hreppti Söngvakeppnisbikarinn í gær, en hann fölnar líklega í samanburði við farmiða til Liverpool í maí. Stöð 2/Ívar Fannar Nýkrýndur sigurvegari Söngvakeppni sjónvarpsins, sem keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision í Liverpool í vor, segir ólýsanlegt að draumurinn sé orðinn að veruleika. Þrátt fyrir mikla spennu á úrslitakvöldinu hafi gleði verið það eina sem komst að. Lagið Power með Diljá, var annað tveggja sem komst í tveggja atriða einvígi. Hitt var lagið OK, með Langa Sela og Skuggunum. Eftir einvígið voru það símaatkvæði áhorfenda sem réðu alfarið úrslitum, og álit dómnefndar hafði þar ekkert vægi. Diljá fór með sigur af hólmi eftir einvígið og þar með var ljóst að Diljá fer til Liverpool fyrir hönd Íslands í maí. Hún segir ólýsanlegt að draumurinn um að keppa í Eurovision sé orðinn að veruleika. Tilfinningin að heyra nafn sitt lesið upp eftir einvígið hafi verið ótrúleg. Diljá fagnaði ákaft þegar nafn hennar var lesið upp þegar hún komst áfram í einvígið.Vísir/Hulda Margrét Ekkert vont stress, bara gaman „Þetta var mjög óraunverulegt. Ég var í alvörunni að hugsa, er þetta í alvörunni að gerast? Er mig að dreyma?“ segir hún. Þrátt fyrir að taugarnar hafi verið þandar þá lét Diljá það ekki á sig fá. „Þegar ég var að var að fara í einvígið þá upplifði ég engar neikvæðar tilfinningar, ekkert svona vont stress. Það var bara gleði. Þetta er ótrúlega væmið en það var bara gleði, þetta var bara ógeðslega gaman.“ Diljá flutti lagið Power af miklum krafti.Vísir/Hulda Margrét Stefnir á sigur Diljá er mikill Eurovision-aðdáandi og veit því nákvæmlega við hvað verður að etja, þegar út er komið. „Ég get ekki beðið eftir næstu helgi, af því að úrslitin í Melodifestivalen eru þá,“ segir hún. Diljá setur sér háleit markmið. „Markmiðið er að vinna Eurovision, það er eina stefnan núna. Stefnan er sett þangað núna,“ segir hún. Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Diljá fer til Liverpool Diljá Pétursdóttir vann Söngvakeppni sjónvarpsins, sem haldin var í kvöld. Hún verður fulltrúi Íslands í Eurovision sem haldið verður í Liverpool í maí. 4. mars 2023 19:27 Landsmenn í skýjunum með sigur Diljár Landsmenn, allavega þeir sem hafa tjáð sig á netinu, virðast almennt vera hæstánægðir með sigur Diljár Pétursdóttur í Söngvakeppni sjónvarpsins. Meðal þeirra sem óska henni til hamingu er Háskóli Íslands, sem minnir hana á að hægt er að taka fjarpróf alls staðar í heiminum. 4. mars 2023 23:02 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Lagið Power með Diljá, var annað tveggja sem komst í tveggja atriða einvígi. Hitt var lagið OK, með Langa Sela og Skuggunum. Eftir einvígið voru það símaatkvæði áhorfenda sem réðu alfarið úrslitum, og álit dómnefndar hafði þar ekkert vægi. Diljá fór með sigur af hólmi eftir einvígið og þar með var ljóst að Diljá fer til Liverpool fyrir hönd Íslands í maí. Hún segir ólýsanlegt að draumurinn um að keppa í Eurovision sé orðinn að veruleika. Tilfinningin að heyra nafn sitt lesið upp eftir einvígið hafi verið ótrúleg. Diljá fagnaði ákaft þegar nafn hennar var lesið upp þegar hún komst áfram í einvígið.Vísir/Hulda Margrét Ekkert vont stress, bara gaman „Þetta var mjög óraunverulegt. Ég var í alvörunni að hugsa, er þetta í alvörunni að gerast? Er mig að dreyma?“ segir hún. Þrátt fyrir að taugarnar hafi verið þandar þá lét Diljá það ekki á sig fá. „Þegar ég var að var að fara í einvígið þá upplifði ég engar neikvæðar tilfinningar, ekkert svona vont stress. Það var bara gleði. Þetta er ótrúlega væmið en það var bara gleði, þetta var bara ógeðslega gaman.“ Diljá flutti lagið Power af miklum krafti.Vísir/Hulda Margrét Stefnir á sigur Diljá er mikill Eurovision-aðdáandi og veit því nákvæmlega við hvað verður að etja, þegar út er komið. „Ég get ekki beðið eftir næstu helgi, af því að úrslitin í Melodifestivalen eru þá,“ segir hún. Diljá setur sér háleit markmið. „Markmiðið er að vinna Eurovision, það er eina stefnan núna. Stefnan er sett þangað núna,“ segir hún.
Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Diljá fer til Liverpool Diljá Pétursdóttir vann Söngvakeppni sjónvarpsins, sem haldin var í kvöld. Hún verður fulltrúi Íslands í Eurovision sem haldið verður í Liverpool í maí. 4. mars 2023 19:27 Landsmenn í skýjunum með sigur Diljár Landsmenn, allavega þeir sem hafa tjáð sig á netinu, virðast almennt vera hæstánægðir með sigur Diljár Pétursdóttur í Söngvakeppni sjónvarpsins. Meðal þeirra sem óska henni til hamingu er Háskóli Íslands, sem minnir hana á að hægt er að taka fjarpróf alls staðar í heiminum. 4. mars 2023 23:02 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Diljá fer til Liverpool Diljá Pétursdóttir vann Söngvakeppni sjónvarpsins, sem haldin var í kvöld. Hún verður fulltrúi Íslands í Eurovision sem haldið verður í Liverpool í maí. 4. mars 2023 19:27
Landsmenn í skýjunum með sigur Diljár Landsmenn, allavega þeir sem hafa tjáð sig á netinu, virðast almennt vera hæstánægðir með sigur Diljár Pétursdóttur í Söngvakeppni sjónvarpsins. Meðal þeirra sem óska henni til hamingu er Háskóli Íslands, sem minnir hana á að hægt er að taka fjarpróf alls staðar í heiminum. 4. mars 2023 23:02