Breytist í áskriftarvef eftir ráðleggingar frá Facebook Máni Snær Þorláksson skrifar 28. febrúar 2023 20:55 Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns, ásamt starfsfólki á ritstjórn; f.v Díana, Steinunn, Gunnlaug Birta, Guðbjörg, Valdimar og Guðrún. Aðsend Skessuhorn.is, vefsíða vesturlenska fjölmiðilsins, er búin að breytast í áskriftarvef. Ritstjóri miðilsins segir að breytingin sé búin að vera lengi í pípunum. Ákvörðunin var tekin eftir ráðleggingar frá Facebook. „Þetta á sér langa forsögu,“ segir Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns, í samtali við fréttastofu. Magnús segir að um tvö ár séu liðin síðan miðillinn tók þátt í viðskiptahraðli á vegum Facebook, nú Meta. Þar voru samankomnir um fimmtán fjölmiðlar frá Norðurlöndunum. Skessuhorn var eini íslenski miðillinn sem fékk að taka þátt að sögn Magnúsar. „Í rauninni var Facebook að kenna okkur það að ef við ætluðum að lifa þá yrðum við að gera þetta á meðan við gætum, koma vefnum í áskrift,“ segir hann. „Þetta var eiginlega námskeið í tæpt hálft ár þar sem boðskapur Facebook var í rauninni bara að hvetja fjölmiðla til þess að fara þessa leið. Vegna þess að þeir náttúrulega vissu upp á sig skömmina, þeir voru búnir að ná helmingnum af auglýsingatekjum fjölmiðla til sín. En Facebook veit að ef það á að vera til áfram þá þarf að vera hægt að deila fréttum sem eru ritstýrðar og hafa sannleiksgildi.“ Lifa ekki á stopulum auglýsingatekjum Það hefur ekki tíðkast jafn mikið hér á landi og hið ytra að loka vefmiðlum fyrir áskrifendur. Slíkir vefir hafa þó orðið algengari á síðustu árum. „Ísland er einhverra hluta vegna mikill eftirbátur í þessu,“ segir Magnús sem fullyrðir að í löndunum í kringum okkur séu áskriftarvefir algengari. „Stundin reið á vaðið fyrir einhverjum sex árum síðan og hefur gengið ágætlega að afla áskrifenda. En það eru ekkert mikið fleiri, við erum örugglega fyrsti héraðsfréttamiðillinn sem gerir þetta allavega.“ Magnús segir að ekki sé hægt að reka fjölmiðil eins og Skessuhorn á auglýsingatekjunum einum. Hann segir að það hefði verið hægt að reka miðilinn áfram í einhver ár en að það myndi ekki ganga til frambúðar. Engin aukin tækifæri séu í prentmiðlum og því hafi verið ákveðið að leita á önnur mið. „Fjölmiðill eins og þessi hjá okkur og fjölmiðlar almennt, þeir lifa ekkert á stopulum auglýsingatekjum. Eins og þetta hefur verið í 25 ár núna þá höfum við selt áskrift að blaði en haldið opnum vef. Nú er bara meiri samhljómur þarna á milli þannig báðir hafa sínar tekjur.“ Fjölmiðlar Facebook Meta Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
„Þetta á sér langa forsögu,“ segir Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns, í samtali við fréttastofu. Magnús segir að um tvö ár séu liðin síðan miðillinn tók þátt í viðskiptahraðli á vegum Facebook, nú Meta. Þar voru samankomnir um fimmtán fjölmiðlar frá Norðurlöndunum. Skessuhorn var eini íslenski miðillinn sem fékk að taka þátt að sögn Magnúsar. „Í rauninni var Facebook að kenna okkur það að ef við ætluðum að lifa þá yrðum við að gera þetta á meðan við gætum, koma vefnum í áskrift,“ segir hann. „Þetta var eiginlega námskeið í tæpt hálft ár þar sem boðskapur Facebook var í rauninni bara að hvetja fjölmiðla til þess að fara þessa leið. Vegna þess að þeir náttúrulega vissu upp á sig skömmina, þeir voru búnir að ná helmingnum af auglýsingatekjum fjölmiðla til sín. En Facebook veit að ef það á að vera til áfram þá þarf að vera hægt að deila fréttum sem eru ritstýrðar og hafa sannleiksgildi.“ Lifa ekki á stopulum auglýsingatekjum Það hefur ekki tíðkast jafn mikið hér á landi og hið ytra að loka vefmiðlum fyrir áskrifendur. Slíkir vefir hafa þó orðið algengari á síðustu árum. „Ísland er einhverra hluta vegna mikill eftirbátur í þessu,“ segir Magnús sem fullyrðir að í löndunum í kringum okkur séu áskriftarvefir algengari. „Stundin reið á vaðið fyrir einhverjum sex árum síðan og hefur gengið ágætlega að afla áskrifenda. En það eru ekkert mikið fleiri, við erum örugglega fyrsti héraðsfréttamiðillinn sem gerir þetta allavega.“ Magnús segir að ekki sé hægt að reka fjölmiðil eins og Skessuhorn á auglýsingatekjunum einum. Hann segir að það hefði verið hægt að reka miðilinn áfram í einhver ár en að það myndi ekki ganga til frambúðar. Engin aukin tækifæri séu í prentmiðlum og því hafi verið ákveðið að leita á önnur mið. „Fjölmiðill eins og þessi hjá okkur og fjölmiðlar almennt, þeir lifa ekkert á stopulum auglýsingatekjum. Eins og þetta hefur verið í 25 ár núna þá höfum við selt áskrift að blaði en haldið opnum vef. Nú er bara meiri samhljómur þarna á milli þannig báðir hafa sínar tekjur.“
Fjölmiðlar Facebook Meta Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira