Íslensk frumkvöðlafyrirtæki ná sínum besta árangri hingað til Melkorka Sigríður Magnúsdóttir skrifar 23. febrúar 2023 12:00 Á hverju ári gefur Northstack, íslenskur fjölmiðill sem fjallar um málefni sprota og tæknifyrirtækja, út skýrslu um fjárfestingar vísissjóða í íslenskum sprotafyrirtækjum. Northstack kallar nýafstaðið ár “það besta hingað til” enda var fjárfest í þrjátíu og sex sprota og vaxtarfyrirtækjum fyrir yfir 390 milljónir dala og 78% fjármagnsins kom erlendis frá. Þetta eru auðvitað frábærar fréttir fyrir íslensk sprotafyrirtæki og stuðningsumhverfið í heild. Á þeim árum sem ég hef starfað í nýsköpunarumhverfinu hef ég orðið vör við aukinn áhuga erlendra fjárfesta og frumkvöðla á Íslandi. Og ekki að ástæðulausu. Að vera lítil eyja í Atlantshafinu virðist við fyrstu sýn ekki mjög vænlegur staður til að þróa sprotafyrirtæki á heimsvísu. Hins vegar eru boðleiðir stuttar og hægt er að prófa og ítra hugmyndir tiltölulega fljótt. Lítill markaður gefur ekki möguleikann á öðru en alþjóðlegu hugarfari strax frá upphafi og það einkennir flest sprotafyrirtæki. Fyrir rúmlega tveimur árum var Iceland Innovation Week, nýrri sprota og frumkvöðlahátíð hrint í framkvæmd. Ætlunin var að búa til alþjóðlegan markaðsglugga nýsköpunar og hvetja íslenska frumkvöðla til frekari tengslamyndunar, samstarfs og fjármögnunar við erlenda aðila. Um þrjátíu erlendir fjárfestingarsjóðir sóttu hátíðina á síðasta ári og tæplega helmingur gesta kom erlendis frá. Á lista Northstack yfir fyrirtæki sem hafa fengið fjármögnun eru Kerecis, þar sem fiskroð er nýtt til að græða sár, Nox Medical sem þróar heildrænar lausnir á svefnvandamálum, Lucinity sem notar gervigreind til að berjast gegn peningaþvætti og Treble Technologies sem þróar byltingarkennda tækni til hljóðhönnunar. Hið síðastnefnda sigraði Silicon Vikings Pitch Competition á Iceland Innovation Week sem fleytti því áfram í aðalkeppnina á Slush, stærstu frumkvöðlaráðstefnu heims. Það er auðvelt að taka heimalandinu sem sjálfsögðum hlut og hætta að taka eftir því hvað gerir það virkilega sérstakt. Það sama á við um sprotaumhverfið. Nýjungar sem okkur finnst algengar heilla og gleðja erlenda gesti. Frumleg notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum, hátæknigróðurhúsum, vetnisknúnum strætisvögnum og meira að segja kranavatnið með brennisteinslyktinni er meðal þess sem einkennir okkur sem nýsköpunarþjóð. Þessi fyrirbæri kjarna gildi okkar, stefnu og skuldbindingu þegar kemur að sjálfbærnimarkmiðum. Við sjáum það endurspeglast í stefnumótun og reglugerðum hins opinbera en líka hlutverki sprotafyrirtækja sem vinna að lausnum á vandamálum nútímans. Í ár flytur Iceland Innovation Week inn frumkvöðla, fjárfesta og aðra einstaklinga sem starfa í stuðningsumhverfi nýsköpunar frá Norðurlöndunum, Bandaríkjunum og Evrópu. Gestir ættu að hafa næg tækifæri til að virkja tengslanetið, hitta nýja vini og tengjast aftur þeim gömlu og njóta þess sem nýsköpunarlandið Ísland hefur upp á að bjóða. Vonandi koma enn fleiri fjárfestingar út úr þessum tengslum svo fjármögnunarskýrsla næsta árs verði enn betri en sú besta hingað til. Höfundur er framkvæmdastjóri Iceland Innovation Week. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Á hverju ári gefur Northstack, íslenskur fjölmiðill sem fjallar um málefni sprota og tæknifyrirtækja, út skýrslu um fjárfestingar vísissjóða í íslenskum sprotafyrirtækjum. Northstack kallar nýafstaðið ár “það besta hingað til” enda var fjárfest í þrjátíu og sex sprota og vaxtarfyrirtækjum fyrir yfir 390 milljónir dala og 78% fjármagnsins kom erlendis frá. Þetta eru auðvitað frábærar fréttir fyrir íslensk sprotafyrirtæki og stuðningsumhverfið í heild. Á þeim árum sem ég hef starfað í nýsköpunarumhverfinu hef ég orðið vör við aukinn áhuga erlendra fjárfesta og frumkvöðla á Íslandi. Og ekki að ástæðulausu. Að vera lítil eyja í Atlantshafinu virðist við fyrstu sýn ekki mjög vænlegur staður til að þróa sprotafyrirtæki á heimsvísu. Hins vegar eru boðleiðir stuttar og hægt er að prófa og ítra hugmyndir tiltölulega fljótt. Lítill markaður gefur ekki möguleikann á öðru en alþjóðlegu hugarfari strax frá upphafi og það einkennir flest sprotafyrirtæki. Fyrir rúmlega tveimur árum var Iceland Innovation Week, nýrri sprota og frumkvöðlahátíð hrint í framkvæmd. Ætlunin var að búa til alþjóðlegan markaðsglugga nýsköpunar og hvetja íslenska frumkvöðla til frekari tengslamyndunar, samstarfs og fjármögnunar við erlenda aðila. Um þrjátíu erlendir fjárfestingarsjóðir sóttu hátíðina á síðasta ári og tæplega helmingur gesta kom erlendis frá. Á lista Northstack yfir fyrirtæki sem hafa fengið fjármögnun eru Kerecis, þar sem fiskroð er nýtt til að græða sár, Nox Medical sem þróar heildrænar lausnir á svefnvandamálum, Lucinity sem notar gervigreind til að berjast gegn peningaþvætti og Treble Technologies sem þróar byltingarkennda tækni til hljóðhönnunar. Hið síðastnefnda sigraði Silicon Vikings Pitch Competition á Iceland Innovation Week sem fleytti því áfram í aðalkeppnina á Slush, stærstu frumkvöðlaráðstefnu heims. Það er auðvelt að taka heimalandinu sem sjálfsögðum hlut og hætta að taka eftir því hvað gerir það virkilega sérstakt. Það sama á við um sprotaumhverfið. Nýjungar sem okkur finnst algengar heilla og gleðja erlenda gesti. Frumleg notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum, hátæknigróðurhúsum, vetnisknúnum strætisvögnum og meira að segja kranavatnið með brennisteinslyktinni er meðal þess sem einkennir okkur sem nýsköpunarþjóð. Þessi fyrirbæri kjarna gildi okkar, stefnu og skuldbindingu þegar kemur að sjálfbærnimarkmiðum. Við sjáum það endurspeglast í stefnumótun og reglugerðum hins opinbera en líka hlutverki sprotafyrirtækja sem vinna að lausnum á vandamálum nútímans. Í ár flytur Iceland Innovation Week inn frumkvöðla, fjárfesta og aðra einstaklinga sem starfa í stuðningsumhverfi nýsköpunar frá Norðurlöndunum, Bandaríkjunum og Evrópu. Gestir ættu að hafa næg tækifæri til að virkja tengslanetið, hitta nýja vini og tengjast aftur þeim gömlu og njóta þess sem nýsköpunarlandið Ísland hefur upp á að bjóða. Vonandi koma enn fleiri fjárfestingar út úr þessum tengslum svo fjármögnunarskýrsla næsta árs verði enn betri en sú besta hingað til. Höfundur er framkvæmdastjóri Iceland Innovation Week.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun