„Auðvitað lítur það vel út á pappír að hafa skorað fimmtán mörk“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2023 13:30 Birgir Steinn Jónsson skoraði fimmtán mörk og gaf fimm stoðsendingar í leiknum í gær. Vísir/Vilhelm Birgir Steinn Jónsson átti stórkostlegan leik með Gróttu í eins marks sigri á FH í Olís deild karla í gærkvöldi. Birgir skoraði fimmtán mörk og samkvæmt tölfræði HB Statz þá átti hann einnig fimm stoðsendingar og fiskaði fjögur víti. Valur Páll Eiríksson ræddi við Birgi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Grótta vann leikinn en komst yfir í fyrsta og eina skiptið þegar leiktíminn var liðinn. Birgir skoraði sigurmarkið úr vítakasti með síðasta skoti leiksins. „Við höfum alltaf trú á því á þetta væri hægt en ég persónulega tók ekki eftir því fyrr en ég fór að hugsa um það eftir leik, að við höfum ekki verið yfir fyrr en leiktíminn var búinn,“ sagði Birgir Steinn Jónsson. „Við höfum alltaf trú á verkefninu og mér hefur fundið það einkenna okkur síðustu árin að við höfum aldrei gefist upp,“ sagði sagði Birgir Steinn. „Eins og í gær þegar við vorum fimm til sex mörkum undir þrisvar til fjórum sinnum í leiknum þegar við hefðum getað brotnað. Það sýnir hrikalegan karakter að við komum til baka og höfum náð að stela þessu í lokin,“ sagði Birgir en hvernig fóru þeir að þessu. „Ég á nú eftir að horfa á þetta aftur en Einar (Baldvin Baldvinsson, markvörður Gróttu) tekur tvær ógeðslega mikilvægar vörslur í lokin sem er í raun það sem skilur á milli liðanna,“ sagði Birgir. Klippa: Síðustu mínúturnar í leik FH og Grótta Birgir skoraði eins og áður sagði fimmtán mörk í leiknum og það kvartar enginn yfir slíkri frammistöðu. „Loksins þegar ég fæ að taka vítin,“ sagði Birgir og bætti strax við: „Grín,“ sagði Birgir. „Þetta var flott og gaman að fá að skora. Þetta var líka liðsframmistaða. Hannes var frábær á línunni og fiskaði helling af vítum og svo átti Toggi (Þorgeir Bjarki Davíðsson) alvöru clutch-móment í lokin þegar hann fiskar vítið þegar leiktíminn var að verða búinn,“ sagði Birgir. „Auðvitað lítur það vel út á pappír að hafa skorað fimmtán mörk en þetta er liðsframmistaða. Ég veit að þetta er klisja,“ sagði Birgir og hann ætlar ekki að sleppa því að fá að taka vítin. „Ekki ef það gengur svona vel en það þarf að halda áfram að ganga svona vel,“ sagði Birgir sem nýtti tíu af ellefu vítum sínum í leiknum. Olís-deild karla Grótta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira
Birgir skoraði fimmtán mörk og samkvæmt tölfræði HB Statz þá átti hann einnig fimm stoðsendingar og fiskaði fjögur víti. Valur Páll Eiríksson ræddi við Birgi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Grótta vann leikinn en komst yfir í fyrsta og eina skiptið þegar leiktíminn var liðinn. Birgir skoraði sigurmarkið úr vítakasti með síðasta skoti leiksins. „Við höfum alltaf trú á því á þetta væri hægt en ég persónulega tók ekki eftir því fyrr en ég fór að hugsa um það eftir leik, að við höfum ekki verið yfir fyrr en leiktíminn var búinn,“ sagði Birgir Steinn Jónsson. „Við höfum alltaf trú á verkefninu og mér hefur fundið það einkenna okkur síðustu árin að við höfum aldrei gefist upp,“ sagði sagði Birgir Steinn. „Eins og í gær þegar við vorum fimm til sex mörkum undir þrisvar til fjórum sinnum í leiknum þegar við hefðum getað brotnað. Það sýnir hrikalegan karakter að við komum til baka og höfum náð að stela þessu í lokin,“ sagði Birgir en hvernig fóru þeir að þessu. „Ég á nú eftir að horfa á þetta aftur en Einar (Baldvin Baldvinsson, markvörður Gróttu) tekur tvær ógeðslega mikilvægar vörslur í lokin sem er í raun það sem skilur á milli liðanna,“ sagði Birgir. Klippa: Síðustu mínúturnar í leik FH og Grótta Birgir skoraði eins og áður sagði fimmtán mörk í leiknum og það kvartar enginn yfir slíkri frammistöðu. „Loksins þegar ég fæ að taka vítin,“ sagði Birgir og bætti strax við: „Grín,“ sagði Birgir. „Þetta var flott og gaman að fá að skora. Þetta var líka liðsframmistaða. Hannes var frábær á línunni og fiskaði helling af vítum og svo átti Toggi (Þorgeir Bjarki Davíðsson) alvöru clutch-móment í lokin þegar hann fiskar vítið þegar leiktíminn var að verða búinn,“ sagði Birgir. „Auðvitað lítur það vel út á pappír að hafa skorað fimmtán mörk en þetta er liðsframmistaða. Ég veit að þetta er klisja,“ sagði Birgir og hann ætlar ekki að sleppa því að fá að taka vítin. „Ekki ef það gengur svona vel en það þarf að halda áfram að ganga svona vel,“ sagði Birgir sem nýtti tíu af ellefu vítum sínum í leiknum.
Olís-deild karla Grótta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira