Helvítisgjáin í Garðabænum! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 19. febrúar 2023 08:01 Garðabær mælist í nýrri ánægjukönnun hæst allra sveitarfélaga í ánægju með búsetu með einkunnina 4.3 af 5 mögulegum. Einn skugga ber þó á þessa annars glæsilegu niðurstöðu. Skugga sem tekur frá okkur í Viðreisn þá miklu gleði og stolt sem að alla jafna ætti að fylgja niðurstöðu sem þessari. Helvítisgjáin Í sömu könnun mælist ánægja með þjónustu við fatlað fólk 3.3 af 5 mögulegum. Ánægjan stendur í stað á milli ára. Enn eitt árið gengur ekkert né rekur að hífa upp ánægjuna. Á sama tíma og allir aðrir þjónustuþættir hækka á milli ára. Allir nema einn. Þjónusta við fatlað fólk. Þrátt fyrir endurtekna möntru meirihlutans ár eftir ár um að þjónusta við fatlað fólk sé mjög góð. Allt sé gert til þess að mæta þjónustuþörf fatlaðs fólks. Hvernig má það vera? Er ekkert mark takandi á þessari annars glæsilegu niðurstöðu könnunarinnar? Hér fer einfaldlega ekki saman hljóð og mynd. Getur verið að mat meirihlutans á því hvað sé mjög góð þjónusta rými alls ekki við þá þjónustuþörf sem fatlað fólk á rétt á og hefur þörf fyrir? Getur verið að hér sé um einhvers konar ofmat að ræða? Þessum spurningum þarf að fá svör við. Við í Viðreisn lögðum nýlega fram tillögu um að framkvæmd frumkvæðisskyldu sveitarfélagsins gagnvart fötluðu fólki yrði rýnd og tekin út. Tillaga sem kemur sér afar vel í ljósi þessarar niðurstöðu. Kveðið er á um þá skyldu sveitarfélaga í lögum um langvarandi stuðningsþjónustu við fatlað fólk að tryggja upplýsingagjöf sveitarfélagsins til fatlaðra einstaklinga um þá þjónustu og réttindi sem viðkomandi á lögum samkvæmt ásamt því að aðstoða fólk við að sækja um þá þjónustu. Staðan er einfaldlega ekki boðleg í sveitarfélagi þar sem hægt er að gera eins vel og niðurstöður könnunar sýnir í öllum öðrum þjónustuþáttum. Að einn af mikilvægu þáttum grunnþjónustu sveitarfélagsins sem kveðið er á um í lögum að sé beinlínis skylda sveitarfélagsins að sinna að þar sé ekki gert betur. Garðabær hefur alla burði til þess að gera betur. Hér þarf einfaldlega kjark og vilja til. Sveitarfélagið stendur vel fjárhagslega og er því til háborinnar skammar að hér takist ekki betur til. Við í Viðreisn höfum ítrekað bent á þessa skökku stöðu. Skekkjuna þurfum við að finna og laga. Í Garðabær viljum við að allir íbúar séu ánægðir. Fatlaðir jafnt sem ófatlaðir. Höfundur er oddviti Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Garðabær mælist í nýrri ánægjukönnun hæst allra sveitarfélaga í ánægju með búsetu með einkunnina 4.3 af 5 mögulegum. Einn skugga ber þó á þessa annars glæsilegu niðurstöðu. Skugga sem tekur frá okkur í Viðreisn þá miklu gleði og stolt sem að alla jafna ætti að fylgja niðurstöðu sem þessari. Helvítisgjáin Í sömu könnun mælist ánægja með þjónustu við fatlað fólk 3.3 af 5 mögulegum. Ánægjan stendur í stað á milli ára. Enn eitt árið gengur ekkert né rekur að hífa upp ánægjuna. Á sama tíma og allir aðrir þjónustuþættir hækka á milli ára. Allir nema einn. Þjónusta við fatlað fólk. Þrátt fyrir endurtekna möntru meirihlutans ár eftir ár um að þjónusta við fatlað fólk sé mjög góð. Allt sé gert til þess að mæta þjónustuþörf fatlaðs fólks. Hvernig má það vera? Er ekkert mark takandi á þessari annars glæsilegu niðurstöðu könnunarinnar? Hér fer einfaldlega ekki saman hljóð og mynd. Getur verið að mat meirihlutans á því hvað sé mjög góð þjónusta rými alls ekki við þá þjónustuþörf sem fatlað fólk á rétt á og hefur þörf fyrir? Getur verið að hér sé um einhvers konar ofmat að ræða? Þessum spurningum þarf að fá svör við. Við í Viðreisn lögðum nýlega fram tillögu um að framkvæmd frumkvæðisskyldu sveitarfélagsins gagnvart fötluðu fólki yrði rýnd og tekin út. Tillaga sem kemur sér afar vel í ljósi þessarar niðurstöðu. Kveðið er á um þá skyldu sveitarfélaga í lögum um langvarandi stuðningsþjónustu við fatlað fólk að tryggja upplýsingagjöf sveitarfélagsins til fatlaðra einstaklinga um þá þjónustu og réttindi sem viðkomandi á lögum samkvæmt ásamt því að aðstoða fólk við að sækja um þá þjónustu. Staðan er einfaldlega ekki boðleg í sveitarfélagi þar sem hægt er að gera eins vel og niðurstöður könnunar sýnir í öllum öðrum þjónustuþáttum. Að einn af mikilvægu þáttum grunnþjónustu sveitarfélagsins sem kveðið er á um í lögum að sé beinlínis skylda sveitarfélagsins að sinna að þar sé ekki gert betur. Garðabær hefur alla burði til þess að gera betur. Hér þarf einfaldlega kjark og vilja til. Sveitarfélagið stendur vel fjárhagslega og er því til háborinnar skammar að hér takist ekki betur til. Við í Viðreisn höfum ítrekað bent á þessa skökku stöðu. Skekkjuna þurfum við að finna og laga. Í Garðabær viljum við að allir íbúar séu ánægðir. Fatlaðir jafnt sem ófatlaðir. Höfundur er oddviti Viðreisnar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun