Opinberuðu sambandið með nektarmynd á Valentínusardaginn Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. febrúar 2023 10:31 Eric Andre og Emily Ratajkowski eru nýjasta par Hollywood. getty/gotham Það er óhætt að segja að ofurfyrirsætan Emily Ratajkowski og grínistinn Eric André hafi sett Instagram á hliðina í gær þegar þau opinberuðu ástarsamband sitt á afar óhefðbundinn hátt. Emily og Eric fóru að sjást saman við hin ýmsu tilefni fyrir nokkrum vikum síðan. Í lok janúar skelltu þau sér saman til Cayman-eyja þar sem þau sáust stinga saman nefjum, bókstaflega. Parið hafði þó ekki staðfest ástarsamband sitt fyrr en nú. Í gær, á sjálfan Valentínusardaginn, opinberuðu Emily og Eric samband sitt með því að deila nektarmynd af sér á Instagram síðu Erics. Á myndinni liggur Eric nakinn uppi í sófa. Það er Emily sem tekur myndinni en hún sést sjálf nakin í speglinum. Fötin þeirra liggja í hrúgu á gólfinu, þar sem má einnig sjá rauðvínsflösku. View this post on Instagram A post shared by Eric Andre (@ericfuckingandre) Emily Ratajkowski er ein af þekktustu fyrirsætum heims. Hún skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún kom fram í umdeildu tónlistarmyndbandi tónlistarmannanna Robin Thicke og Pharrell árið 2013 við lagið Blurred lines. Emily var gift kvikmyndaframleiðandanum Sebastian Bear-McClard en þau þau skildu síðasta haust eftir að hann var henni ótrúr. Þau höfðu verið saman frá árinu 2018 og eiga saman einn dreng. Eftir skilnaðinn sást hún á stefnumóti með Brad Pitt og átti í stuttu ástarsambandi við grínistann Pete Davidson. Emily er greinilega hrifin af grínistum, því Eric André er uppistandari og grínleikari. Hann hefur verið með sinn eigin grínþátt, The Eric André Show frá árinu 2012 en hefur einnig farið með hlutverk í grínmyndum og þáttum á borð við The Internship og 2 Broke Girls. Þá hefur hann talsett teiknimyndir á borð við Lion King og Sing. Hollywood Ástin og lífið Valentínusardagurinn Tengdar fréttir Pete Davidson og Emily Ratajkowski stálu senunni á körfuboltaleik Grínistinn Pete Davidson og fyrirsætan Emily Ratajkowski mættu saman á körfuboltaleik í New York um helgina. Þau sátu saman á fremsta bekk, hvöttu áfram liðið Knicks og virtust hugfangin hvort af öðru. 29. nóvember 2022 14:30 Pete Davidson og Emily Ratajkowski eru að hittast Grínistinn Pete Davidson og fyrirsætan Emily Ratajkowski eru að njóta þess að kynnast og eyða tíma saman samkvæmt heimildum Us Weekly. 15. nóvember 2022 14:31 Brad Pitt og Emily Ratajkowski eyða tíma saman Leikarinn Brad Pitt og fyrirsætan Emily Ratajkowski hafa verið að eyða tíma saman samkvæmt heimildum People. Heimildirnar segja þau þó ekki vera í sambandi og að óljóst sé hversu mikil alvara sé í samskiptunum. 27. september 2022 12:31 Ratajkowski segir skilið við eiginmann sinn Fyrirsætan, leikkonan og rithöfundurinn Emily Ratajkowski er sögð hafa sótt um skilnað frá eiginmanni sínum til fjögurra ára en eiginmaðurinn Sebastian Bear-McClard, er sakaður um að hafa haldið framhjá Ratajkowski. 9. september 2022 21:45 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Leikjavísir Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Lífið Fleiri fréttir Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Fréttatía vikunnar: Fatastíll, verðhækkanir og flugvélar „Þetta drepur fólk á endanum“ Ólafur Darri barðist við tárin yfir sögu Silu frá Gaza Fannar og Sandra settu upp klúta og heimsóttu Höllu Ólafur og Guðrún flytja inn saman Sjá meira
Emily og Eric fóru að sjást saman við hin ýmsu tilefni fyrir nokkrum vikum síðan. Í lok janúar skelltu þau sér saman til Cayman-eyja þar sem þau sáust stinga saman nefjum, bókstaflega. Parið hafði þó ekki staðfest ástarsamband sitt fyrr en nú. Í gær, á sjálfan Valentínusardaginn, opinberuðu Emily og Eric samband sitt með því að deila nektarmynd af sér á Instagram síðu Erics. Á myndinni liggur Eric nakinn uppi í sófa. Það er Emily sem tekur myndinni en hún sést sjálf nakin í speglinum. Fötin þeirra liggja í hrúgu á gólfinu, þar sem má einnig sjá rauðvínsflösku. View this post on Instagram A post shared by Eric Andre (@ericfuckingandre) Emily Ratajkowski er ein af þekktustu fyrirsætum heims. Hún skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún kom fram í umdeildu tónlistarmyndbandi tónlistarmannanna Robin Thicke og Pharrell árið 2013 við lagið Blurred lines. Emily var gift kvikmyndaframleiðandanum Sebastian Bear-McClard en þau þau skildu síðasta haust eftir að hann var henni ótrúr. Þau höfðu verið saman frá árinu 2018 og eiga saman einn dreng. Eftir skilnaðinn sást hún á stefnumóti með Brad Pitt og átti í stuttu ástarsambandi við grínistann Pete Davidson. Emily er greinilega hrifin af grínistum, því Eric André er uppistandari og grínleikari. Hann hefur verið með sinn eigin grínþátt, The Eric André Show frá árinu 2012 en hefur einnig farið með hlutverk í grínmyndum og þáttum á borð við The Internship og 2 Broke Girls. Þá hefur hann talsett teiknimyndir á borð við Lion King og Sing.
Hollywood Ástin og lífið Valentínusardagurinn Tengdar fréttir Pete Davidson og Emily Ratajkowski stálu senunni á körfuboltaleik Grínistinn Pete Davidson og fyrirsætan Emily Ratajkowski mættu saman á körfuboltaleik í New York um helgina. Þau sátu saman á fremsta bekk, hvöttu áfram liðið Knicks og virtust hugfangin hvort af öðru. 29. nóvember 2022 14:30 Pete Davidson og Emily Ratajkowski eru að hittast Grínistinn Pete Davidson og fyrirsætan Emily Ratajkowski eru að njóta þess að kynnast og eyða tíma saman samkvæmt heimildum Us Weekly. 15. nóvember 2022 14:31 Brad Pitt og Emily Ratajkowski eyða tíma saman Leikarinn Brad Pitt og fyrirsætan Emily Ratajkowski hafa verið að eyða tíma saman samkvæmt heimildum People. Heimildirnar segja þau þó ekki vera í sambandi og að óljóst sé hversu mikil alvara sé í samskiptunum. 27. september 2022 12:31 Ratajkowski segir skilið við eiginmann sinn Fyrirsætan, leikkonan og rithöfundurinn Emily Ratajkowski er sögð hafa sótt um skilnað frá eiginmanni sínum til fjögurra ára en eiginmaðurinn Sebastian Bear-McClard, er sakaður um að hafa haldið framhjá Ratajkowski. 9. september 2022 21:45 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Leikjavísir Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Lífið Fleiri fréttir Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Fréttatía vikunnar: Fatastíll, verðhækkanir og flugvélar „Þetta drepur fólk á endanum“ Ólafur Darri barðist við tárin yfir sögu Silu frá Gaza Fannar og Sandra settu upp klúta og heimsóttu Höllu Ólafur og Guðrún flytja inn saman Sjá meira
Pete Davidson og Emily Ratajkowski stálu senunni á körfuboltaleik Grínistinn Pete Davidson og fyrirsætan Emily Ratajkowski mættu saman á körfuboltaleik í New York um helgina. Þau sátu saman á fremsta bekk, hvöttu áfram liðið Knicks og virtust hugfangin hvort af öðru. 29. nóvember 2022 14:30
Pete Davidson og Emily Ratajkowski eru að hittast Grínistinn Pete Davidson og fyrirsætan Emily Ratajkowski eru að njóta þess að kynnast og eyða tíma saman samkvæmt heimildum Us Weekly. 15. nóvember 2022 14:31
Brad Pitt og Emily Ratajkowski eyða tíma saman Leikarinn Brad Pitt og fyrirsætan Emily Ratajkowski hafa verið að eyða tíma saman samkvæmt heimildum People. Heimildirnar segja þau þó ekki vera í sambandi og að óljóst sé hversu mikil alvara sé í samskiptunum. 27. september 2022 12:31
Ratajkowski segir skilið við eiginmann sinn Fyrirsætan, leikkonan og rithöfundurinn Emily Ratajkowski er sögð hafa sótt um skilnað frá eiginmanni sínum til fjögurra ára en eiginmaðurinn Sebastian Bear-McClard, er sakaður um að hafa haldið framhjá Ratajkowski. 9. september 2022 21:45