Logi Geirs og Arnar Daði rifust um rauða spjaldið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2023 11:01 Arnar Daði Arnarsson og Logi Geirsson voru ekki alveg sammála. S2 Sport Haukarnir misstu frá sér stig í leik á móti Stjörnunni í síðustu umferð Olís deildar karla eftir að Stjörnumenn fengu vítakast á silfurfati á síðustu sekúndum leiksins frá einum reyndasta leikmanni Hauka. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar ræddu rauða spjaldið og þótt þeir væru sammála því að Stjarnan hafi fengið rautt á Haukamanninn þá voru þeir Logi Geirsson og Arnar Daði Arnarson ekki sammála um á hvað var verið að dæma. Haukar fall enn einu sinni á prófi „Enn eina ferðina finnst mér eins og Haukarnir falli á prófi. Þeir eru 31-29 yfir og eru á heimavelli. Ég hélt að þeir væru að fara að klára þetta en svo bara gerist eitthvað og þeir byrja að klikka á ákveðnum hlutum, hleypa Stjörnmönnum inn í þetta og niðurstaðan er jafntefli,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, í upphafi umræðunnar um klúður Haukanna í lokin. „Það sem gerist er að Stefán Rafn (Sigurmannsson) klikkar á víti og Tjörvi (Þorgeirsson) fær dæmd á sig skref. Þetta eru reynslumestu leikmennirnir í liðinu. Það gerist ekki bara eitthvað. Þetta gerist,“ sagði Arnar Daði Arnarson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Stefán Rafn með hræðileg mistök „Svo gerir Stefán Rafn sig sekan um hræðileg mistök í lokin. Maður sem er búinn að spila á þessum kaliber fer að brjóta á manninum svona augljóslega. Hann gaf bara eitt stigið í burtu,“ sagði Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Stefán Árni sýndi atvikið. „Ég skil ekki hvað hann er að pæla. Mér sýnist hann líka reyna að sparka í boltann. Hann veður þarna í hann. Hann þekkir alveg reglurnar,“ sagði Logi. „Reglurnar eru þannig að ef þú brýtur þegar svona lítið er eftir þá er það vítakast og rautt spjald,“ sagði Stefán Árni. „Hann fær ekki rautt spjald út af brotinu heldur er hann að trufla að kastið sé tekið. Ef þú truflar það þegar menn eru að taka miðju, taka innkast eða taka fríkast þegar mínúta er eftir þá er það víti og rautt,“ sagði Arnar Daði. Truflun eða var hann of nálægt „Það er verið að dæma á það að hann sé að trufla fríkastið en ég set smá spurningarmerki við þetta. Fyrir mér er hann ekki að trufla kastið,“ sagði Arnar Daði. Logi var hins vegar ósammála þessu. Hans mat er að Stefán Rafn sé of nálægt og það er nóg til vinna sér inn rauða spjaldið. „Hann er ekki þrjá metra frá. Hann er bara meter frá þegar aukakastið er tekið og það er það sem er dæmt á,“ sagði Logi. Arnar Daði og Logi héldu áfram að rífast aðeins um það af hverju Stefán Rafn fékk rauða spjaldið. Það má horfa á þá félaga í ham hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Rauða spjaldið og vítið í lok leiks Hauka og Stjörnunnar Olís-deild karla Seinni bylgjan Haukar Mest lesið Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Fleiri fréttir Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Sjá meira
Sérfræðingar Seinni bylgjunnar ræddu rauða spjaldið og þótt þeir væru sammála því að Stjarnan hafi fengið rautt á Haukamanninn þá voru þeir Logi Geirsson og Arnar Daði Arnarson ekki sammála um á hvað var verið að dæma. Haukar fall enn einu sinni á prófi „Enn eina ferðina finnst mér eins og Haukarnir falli á prófi. Þeir eru 31-29 yfir og eru á heimavelli. Ég hélt að þeir væru að fara að klára þetta en svo bara gerist eitthvað og þeir byrja að klikka á ákveðnum hlutum, hleypa Stjörnmönnum inn í þetta og niðurstaðan er jafntefli,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, í upphafi umræðunnar um klúður Haukanna í lokin. „Það sem gerist er að Stefán Rafn (Sigurmannsson) klikkar á víti og Tjörvi (Þorgeirsson) fær dæmd á sig skref. Þetta eru reynslumestu leikmennirnir í liðinu. Það gerist ekki bara eitthvað. Þetta gerist,“ sagði Arnar Daði Arnarson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Stefán Rafn með hræðileg mistök „Svo gerir Stefán Rafn sig sekan um hræðileg mistök í lokin. Maður sem er búinn að spila á þessum kaliber fer að brjóta á manninum svona augljóslega. Hann gaf bara eitt stigið í burtu,“ sagði Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Stefán Árni sýndi atvikið. „Ég skil ekki hvað hann er að pæla. Mér sýnist hann líka reyna að sparka í boltann. Hann veður þarna í hann. Hann þekkir alveg reglurnar,“ sagði Logi. „Reglurnar eru þannig að ef þú brýtur þegar svona lítið er eftir þá er það vítakast og rautt spjald,“ sagði Stefán Árni. „Hann fær ekki rautt spjald út af brotinu heldur er hann að trufla að kastið sé tekið. Ef þú truflar það þegar menn eru að taka miðju, taka innkast eða taka fríkast þegar mínúta er eftir þá er það víti og rautt,“ sagði Arnar Daði. Truflun eða var hann of nálægt „Það er verið að dæma á það að hann sé að trufla fríkastið en ég set smá spurningarmerki við þetta. Fyrir mér er hann ekki að trufla kastið,“ sagði Arnar Daði. Logi var hins vegar ósammála þessu. Hans mat er að Stefán Rafn sé of nálægt og það er nóg til vinna sér inn rauða spjaldið. „Hann er ekki þrjá metra frá. Hann er bara meter frá þegar aukakastið er tekið og það er það sem er dæmt á,“ sagði Logi. Arnar Daði og Logi héldu áfram að rífast aðeins um það af hverju Stefán Rafn fékk rauða spjaldið. Það má horfa á þá félaga í ham hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Rauða spjaldið og vítið í lok leiks Hauka og Stjörnunnar
Olís-deild karla Seinni bylgjan Haukar Mest lesið Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Fleiri fréttir Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Sjá meira