Hvaða fornöfn notar þú? Andri Már Tómasson og Kristmundur Pétursson skrifa 10. febrúar 2023 10:01 Vani er bara vani þar til við brjótum hann. Það getur verið krefjandi, til dæmis þegar fólk setur sér áramótaheit að í stað þess að sofa til 10 þá ætli þau heldur að mæta 5:30 í OLY tíma í líkamsræktarstöð fjarri heimili sínu. Flest bölvum við sjálfum okkur fyrir þetta eftir sirka 10 daga og tökum okkur sjálf og aukna svefnþörf aftur í sátt. Flest í okkar lífi byggir á einhverskonar vana. Við erum að einhverju leyti föst í honum. Það er í vana okkar flestra að vakna á morgnanna og bursta tennurnar, þylja upp verkefni dagsins og halda út í hann af jafn miklum þrótti og við eigum til. Við höfum líka vanið okkur á að þegar við kynnumst nýju fólki að þá kynnum við okkur með nafninu okkar, segjum jafnvel hvaðan af landinu við erum og myndum tengsl. Því ætti það ekki að reynast okkur erfitt að bæta aðeins í vanafestuna; Nafn, heimabær, fornöfn. Einfalt og auðvelt í framkvæmd. Sís fólk á oft erfitt með að átta sig á hvernig þau geta staðið með og stutt kynsegin fólk. Ein einföld en jafnframt mikilvæg og skilvirk leið til þess er að kynna sig með persónufornöfnum sínum. Hvort sem það er meðal fólks í raunheimum, á samfélagsmiðlum eða á innri vefjum skóla eða vinnustaða. Ástæður mikilvægis þess má kjarna í þremur atriðum. Fyrst og fremst mun aukinn sýnileiki persónufornafna leiða til þess að notkun þeirra er það sem við köllum á “góðri íslensku” normalíseruð. Það er nefnilega ekki hægt að vita hvaða fornöfn fólk kýs að nota út frá því hvernig þau líta út, eða eftir því hvernig einhver kynni að upplifa kyntjáningu annarra. Í öðru lagi mun aukinn sýnileiki persónufornafna draga úr þeirri athygli sem kynsegin fólk hlýtur fyrir að merkja sig á netinu eða kynna sig með fornöfnum sínum. Í þriðja lagi hvetur aukin merking persónufornafna fólk til að kíkja á innri vef skóla og vinnustaðar eða jafnvel spyrja fólk áður en gert er ráð fyrir persónufornöfnum þess. Hinsegin flóra stúdenta er aðeins einn kimi hinnar fjölbreyttu flóru sem stúdentar Háskóla Íslands eru. Röskva hefur ætíð barist fyrir jafnara aðgengi að námi og hluti af þeirri baráttu er að tryggja að háskólasvæðið í víðum skilningi verði öruggara rými fyrir öll. Tillaga Röskvu um herferð til hvatningar stúdenta við Háskóla Íslands til að skrá persónufornöfn sín á Canvas, innri vef skólans, var samþykkt á nóvember fundi Stúdentaráðs. Á fyrstu viku vorannar birtist gluggi með leiðbeiningum á heimasíðu allra nema. 10.500 manns sáu gluggann og 550 skráðu persónufornöfn sín meðan á þeirri herferð stóð. Stúdentaráð birti í kjölfarið myndband út frá tillögunni sem hvatti stúdenta til að gera hið sama. Árangur herferðarinnar var gríðarlegur en varlega má áætla að um 70-100% aukning hafi verið í skráningu persónufornafna. Nú eru um 10% nema við Háskóla Íslands með skráð persónufornöfn. Þetta er skref í rétta átt, en baráttunni er hvergi nærri lokið. Staðreyndin er ennþá sú að hinsegin stúdentar mæta mótlæti, bæði innan sem utan veggja skólans. En hver vegna eru Röskva og Stúdentaráð að beita sér í réttindabaráttu hinsegin fólks? Og er staðan á þessum málum hvort sem er ekki bara góð? Rauði þráðurinn í öllu starfi Röskvu er jafnrétti allra til náms. Hinsegin einstaklingar upplifa enn mikið mótlæti í samfélögum um allan heim og því þarf að breyta. Háskóli Íslands á að vera öruggt rými fyrir öll og Röskva mun halda áfram að stefna að því markmiði ásamt fleiri hagsmunafélögum innan skólans. Það verður þó að minnast á að þessi baráttumál eru ekki uppfinningar Röskvu heldur byggjum við á starfi hinsegin hagsmunafélaga og hinsegin aktívisma. Röskva mun halda áfram, eins og áður, að styðja réttindabaráttu hinsegin fólks, í samráði við þau, innan sem utan Háskóla Íslands. Ef þú vilt taka þátt í að gera Háskóla Íslands að skóla fyrir öll hvetjum við þig eindregið til að kynna þig með fornöfnum þínum og gera þau sýnileg á Uglunni og Canvas. Þetta er lítið og einfalt skref, en það skiptir máli! Höfundar eru Andri Már Tómasson sviðsráðsforseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og Kristmundur Pétursson ritari Röskvu og varafulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Hinsegin Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Vani er bara vani þar til við brjótum hann. Það getur verið krefjandi, til dæmis þegar fólk setur sér áramótaheit að í stað þess að sofa til 10 þá ætli þau heldur að mæta 5:30 í OLY tíma í líkamsræktarstöð fjarri heimili sínu. Flest bölvum við sjálfum okkur fyrir þetta eftir sirka 10 daga og tökum okkur sjálf og aukna svefnþörf aftur í sátt. Flest í okkar lífi byggir á einhverskonar vana. Við erum að einhverju leyti föst í honum. Það er í vana okkar flestra að vakna á morgnanna og bursta tennurnar, þylja upp verkefni dagsins og halda út í hann af jafn miklum þrótti og við eigum til. Við höfum líka vanið okkur á að þegar við kynnumst nýju fólki að þá kynnum við okkur með nafninu okkar, segjum jafnvel hvaðan af landinu við erum og myndum tengsl. Því ætti það ekki að reynast okkur erfitt að bæta aðeins í vanafestuna; Nafn, heimabær, fornöfn. Einfalt og auðvelt í framkvæmd. Sís fólk á oft erfitt með að átta sig á hvernig þau geta staðið með og stutt kynsegin fólk. Ein einföld en jafnframt mikilvæg og skilvirk leið til þess er að kynna sig með persónufornöfnum sínum. Hvort sem það er meðal fólks í raunheimum, á samfélagsmiðlum eða á innri vefjum skóla eða vinnustaða. Ástæður mikilvægis þess má kjarna í þremur atriðum. Fyrst og fremst mun aukinn sýnileiki persónufornafna leiða til þess að notkun þeirra er það sem við köllum á “góðri íslensku” normalíseruð. Það er nefnilega ekki hægt að vita hvaða fornöfn fólk kýs að nota út frá því hvernig þau líta út, eða eftir því hvernig einhver kynni að upplifa kyntjáningu annarra. Í öðru lagi mun aukinn sýnileiki persónufornafna draga úr þeirri athygli sem kynsegin fólk hlýtur fyrir að merkja sig á netinu eða kynna sig með fornöfnum sínum. Í þriðja lagi hvetur aukin merking persónufornafna fólk til að kíkja á innri vef skóla og vinnustaðar eða jafnvel spyrja fólk áður en gert er ráð fyrir persónufornöfnum þess. Hinsegin flóra stúdenta er aðeins einn kimi hinnar fjölbreyttu flóru sem stúdentar Háskóla Íslands eru. Röskva hefur ætíð barist fyrir jafnara aðgengi að námi og hluti af þeirri baráttu er að tryggja að háskólasvæðið í víðum skilningi verði öruggara rými fyrir öll. Tillaga Röskvu um herferð til hvatningar stúdenta við Háskóla Íslands til að skrá persónufornöfn sín á Canvas, innri vef skólans, var samþykkt á nóvember fundi Stúdentaráðs. Á fyrstu viku vorannar birtist gluggi með leiðbeiningum á heimasíðu allra nema. 10.500 manns sáu gluggann og 550 skráðu persónufornöfn sín meðan á þeirri herferð stóð. Stúdentaráð birti í kjölfarið myndband út frá tillögunni sem hvatti stúdenta til að gera hið sama. Árangur herferðarinnar var gríðarlegur en varlega má áætla að um 70-100% aukning hafi verið í skráningu persónufornafna. Nú eru um 10% nema við Háskóla Íslands með skráð persónufornöfn. Þetta er skref í rétta átt, en baráttunni er hvergi nærri lokið. Staðreyndin er ennþá sú að hinsegin stúdentar mæta mótlæti, bæði innan sem utan veggja skólans. En hver vegna eru Röskva og Stúdentaráð að beita sér í réttindabaráttu hinsegin fólks? Og er staðan á þessum málum hvort sem er ekki bara góð? Rauði þráðurinn í öllu starfi Röskvu er jafnrétti allra til náms. Hinsegin einstaklingar upplifa enn mikið mótlæti í samfélögum um allan heim og því þarf að breyta. Háskóli Íslands á að vera öruggt rými fyrir öll og Röskva mun halda áfram að stefna að því markmiði ásamt fleiri hagsmunafélögum innan skólans. Það verður þó að minnast á að þessi baráttumál eru ekki uppfinningar Röskvu heldur byggjum við á starfi hinsegin hagsmunafélaga og hinsegin aktívisma. Röskva mun halda áfram, eins og áður, að styðja réttindabaráttu hinsegin fólks, í samráði við þau, innan sem utan Háskóla Íslands. Ef þú vilt taka þátt í að gera Háskóla Íslands að skóla fyrir öll hvetjum við þig eindregið til að kynna þig með fornöfnum þínum og gera þau sýnileg á Uglunni og Canvas. Þetta er lítið og einfalt skref, en það skiptir máli! Höfundar eru Andri Már Tómasson sviðsráðsforseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og Kristmundur Pétursson ritari Röskvu og varafulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Íslands.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun