TripleG til fyrirmyndar gegn Fylki

Snorri Rafn Hallsson skrifar
triple

Fyrri leikur liðanna er annar tveggja sem Fylki hefur tekist að vinna á tímabilinu. Hann fór fram í Ancient og fór 16–13 fyrir Fylki.

Fylkismenn voru snöggir að tryggja sér hnífalotuna með þrefaldri fellu frá Dozen svo LAVA byrjaði í sókn. Fjórföld fella frá TripleG lagði grunninn að fyrsta stigi LAVA eftir stórskemmtilegt augnablik þegar Goa7er felldi óvart félaga sinn. LAVA vann næstu tvær í kjölfarið en þegar bæði lið voru fullvopnuð opnaði Vikki og lokaði fjórðu lotunni fyrir Fylki. Fjórföld fella frá honum í lotunni á eftir minnkaði muninn enn frekar og dró kraftinn úr LAVA og Fylkir gat jafnað í 3–3. 

LAVA sigldi hægt og rólega fram úr og náði aftur tökum á leiknum, sótti í gegnum fimmuna þegar Fylkismenn voru illa vopnaðir og héldu sig við þau plön sem höfðu virkað. LAVA lék án vappa í sókninni sem Stalz og TripleG leiddu og mættu þeir lítilli mótstöðu. Fylkir náði ekki í sitt fjórða stig fyrr en í 14. lotu og þeirra beið því stórt verkefni í síðari hálfleiknum.

Staðan í hálfleik: Fylkir 4 – 11 LAVA

LAVA lokaði skammbyssulotunni snarlega til að koma sér í 12–4, þrettánda stigið kom í kjölfarið á fjórfaldri fellu frá J0ni en í þriðju lotu síðari hálfleiks tókst Fylki að koma sprengjunni fyrir og næla sér í fimmta stigið. TripleG og félagar héldu þó áfram að gera Fylki erfitt fyrir. Það dugði ekkert minna en stórgott einstaklingsframtak frá Vikka sem bar höfuð og herðar yfir aðra Fylkismenn til að halda leiknum gangandi smá stund í viðbót. Ekki gerðu þeir sér mat úr því og LAVA vann öruggan sigur.

Lokastaða: Fylkir 6 – 16 LAVA

Næstu leikir:

  • Breiðablik – Fylkir, þriðjudaginn 14/2 kl. 19:30
  • LAVA – Viðstöðu, þriðjudaginn 14/2 kl. 20:30

Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.

Leikirnir