Laxaslagurinn mikli Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 8. febrúar 2023 07:01 Segja má að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi feli í sér löngu tímabæra aðgerð af hálfu stjórnvalda. Hvers vegna ekki var ráðist í verkefnið fyrr, má líklega rekja til þess að stjórnvöld töldu sig standa í góðri trú. Framleiðendur hafa almennt fullyrt að vel sé staðið að málum faglega og framkvæmdalega séð. Með afkomu heilla sveitarfélaga fyrir augum ásamt uppbyggingu arðsamrar atvinnugreinar er tregða til umdeildra aðgerða að mörgu leyti skiljanleg. Varað við þróun mála Þar með er þó ekki nema hálf sagan sögð. Í upphafi þessa mikla eldisævintýris var ítrekað bent á mikilvægi þess, að opinberir eftirlitsinnviðir fylgdu auknu umfangi framleiðslunnar. Að öðrum kosti gæti þessi hraði vöxtur orðið á kostnað ekki aðeins náttúrunnar heldur einnig þeirra samfélaga sem mynda, þegar allt kemur til alls, starfsgrundvöll atvinnugreinarinnar í dreifbýli. Jafnframt var sérstaklega bent á mikilvægi þess að styrkja stöðu nærsamfélagsins til eftirlits og aðhalds og uppbyggingar á innviðum. Færa má gild rök fyrir því, að hefðu slíkar ábendingar gengið betur eftir en raun varð á, stæðu stjórnvöld í nokkuð öðrum sporum en nú. Aðkoma sveitarfélaga mikilvæg Þegar eldissveitarfélögin sóttu fram á sínum tíma, var það m.a. gert á þeirri forsendu að staðbundið stjórnvald sé í mörgum tilvikum betur fallið til eftirlits á stað en miðlægar ríkisstofnanir. Viðkvæðið hjá ríkisvaldinu var þó yfirleitt á þá lund að sveitarfélögin skyldu ekki hafa áhyggjur. Erlendum og margreyndum fyrirmyndum yrði fylgt í þessum efnum. Gott og vel, enda kannski engin ástæða til þess að finna aftur upp sama hjólið og sjálf sóttu sveitarfélögin fyrirmyndir í sinni tillögugerð til sjókvíaeldis í nágrannalöndum. Hversu vel skyldi svo hafa gengið hjá ríki og Alþingi að líta til þessara erlendu fyrirmynda? Í Noregi er sem dæmi umtalsverðu fjármagni veitt til allra stjórnsýslustiga vegna kvíaeldis í sjó og gildir þá einu hvort horft er til eftirlits, umhverfis- og nátturuverndar, dýravelferðar, neytendamála, efirfylgni með úrbótum, fræðslu- og menntamála eða samhliða uppbyggingar nærsamfélaga. Tapaður slagur Skemmst er svo frá því að segja, að sveitarfélögin töpuðu þessum „laxaslag“ við ríkið. Hugmyndir þeirra þess efnis, að bæði stjórnsýslustig fylgdu samstillt eftir þeirri miklu uppbyggingu sem í hönd fór gengu ekki eftir. Reyndar gekk ríkisvaldið það langt gegn sveitarfélögunum, að það tók skipulagsvaldið af þeim yfir strandlengjunni og nánast útilokaði þar með aðkomu þeirra að skipulagsþætti sjókvíaeldisins, einum veigamesta þætti atvinnuuppbyggingarinnar. Hefði þó e.t.v. verið mun nær að ríkið skilgreindi ýtarlega þær kröfur sem staðbundnu skipulagsvaldi væri ætlað að uppfylla hverju sinni og hefði síðan eftirlit með þeirri framkvæmd. Að sjálfsögðu leysti ríkið svo til sín þetta skipulagsvald sveitarfélaganna með vísan til erlendra fyrirmynda, enda þótt þær fyrirmyndir byggðu á þremur stjórnsýslustigum en ekki tveimur, eins og tíðkast hér á landi og hljóta því að teljast heldur villandi sem rök í urmæðunni. Allt kom þó fyrir ekki. Í þágu framleiðenda Svigrúm fyrirtækja í skjókvíaeldi hér á landi til hagnaðarsköpunar er talsvert, sem er frábært. Við viljum byggja upp gjöfula atvinnuvegi landi og þjóð til framdráttar, auk þess sem meira ætti þá að vera aflögu fyrir það sem kalla má eðlilegt framlag til samfélagsins. Sem atvinnugrein ætti sjókvíaeldi reyndar að vera því fegnast að eiga kostnaðaraðild að slíkri uppbyggingu. Þegar allt kemur til alls þá er það fyrst og fremst í þágu atvinnugreinarinnar að gagnsæi og trúnaður ríki um framleiðsluaðferðir og heilindi framleiðenda gagnvart náttúru, umhverfi, samfélagi og dýravelferð. Þá bendir afar margt til þess að markaðir muni hvort eð er gera vaxandi kröfur í þá veru. Í raun er því ekki eftir neinu að bíða, nema þá kannski helst að ríki og sveitarfélög nái loks saman í því mikilvæga verkefni sem framundan er að endurheimta það traust til atvinnugreinarinnar sem hefur glatast. Höfundur var markaðs- og upplýsingafulltrúi og síðan atvinnu- og þróunarstjóri hjá sveitarfélaginu Fjarðabyggð 2012-2017. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Guðrún Jónasdóttir Fiskeldi Stjórnsýsla Sjókvíaeldi Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Segja má að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi feli í sér löngu tímabæra aðgerð af hálfu stjórnvalda. Hvers vegna ekki var ráðist í verkefnið fyrr, má líklega rekja til þess að stjórnvöld töldu sig standa í góðri trú. Framleiðendur hafa almennt fullyrt að vel sé staðið að málum faglega og framkvæmdalega séð. Með afkomu heilla sveitarfélaga fyrir augum ásamt uppbyggingu arðsamrar atvinnugreinar er tregða til umdeildra aðgerða að mörgu leyti skiljanleg. Varað við þróun mála Þar með er þó ekki nema hálf sagan sögð. Í upphafi þessa mikla eldisævintýris var ítrekað bent á mikilvægi þess, að opinberir eftirlitsinnviðir fylgdu auknu umfangi framleiðslunnar. Að öðrum kosti gæti þessi hraði vöxtur orðið á kostnað ekki aðeins náttúrunnar heldur einnig þeirra samfélaga sem mynda, þegar allt kemur til alls, starfsgrundvöll atvinnugreinarinnar í dreifbýli. Jafnframt var sérstaklega bent á mikilvægi þess að styrkja stöðu nærsamfélagsins til eftirlits og aðhalds og uppbyggingar á innviðum. Færa má gild rök fyrir því, að hefðu slíkar ábendingar gengið betur eftir en raun varð á, stæðu stjórnvöld í nokkuð öðrum sporum en nú. Aðkoma sveitarfélaga mikilvæg Þegar eldissveitarfélögin sóttu fram á sínum tíma, var það m.a. gert á þeirri forsendu að staðbundið stjórnvald sé í mörgum tilvikum betur fallið til eftirlits á stað en miðlægar ríkisstofnanir. Viðkvæðið hjá ríkisvaldinu var þó yfirleitt á þá lund að sveitarfélögin skyldu ekki hafa áhyggjur. Erlendum og margreyndum fyrirmyndum yrði fylgt í þessum efnum. Gott og vel, enda kannski engin ástæða til þess að finna aftur upp sama hjólið og sjálf sóttu sveitarfélögin fyrirmyndir í sinni tillögugerð til sjókvíaeldis í nágrannalöndum. Hversu vel skyldi svo hafa gengið hjá ríki og Alþingi að líta til þessara erlendu fyrirmynda? Í Noregi er sem dæmi umtalsverðu fjármagni veitt til allra stjórnsýslustiga vegna kvíaeldis í sjó og gildir þá einu hvort horft er til eftirlits, umhverfis- og nátturuverndar, dýravelferðar, neytendamála, efirfylgni með úrbótum, fræðslu- og menntamála eða samhliða uppbyggingar nærsamfélaga. Tapaður slagur Skemmst er svo frá því að segja, að sveitarfélögin töpuðu þessum „laxaslag“ við ríkið. Hugmyndir þeirra þess efnis, að bæði stjórnsýslustig fylgdu samstillt eftir þeirri miklu uppbyggingu sem í hönd fór gengu ekki eftir. Reyndar gekk ríkisvaldið það langt gegn sveitarfélögunum, að það tók skipulagsvaldið af þeim yfir strandlengjunni og nánast útilokaði þar með aðkomu þeirra að skipulagsþætti sjókvíaeldisins, einum veigamesta þætti atvinnuuppbyggingarinnar. Hefði þó e.t.v. verið mun nær að ríkið skilgreindi ýtarlega þær kröfur sem staðbundnu skipulagsvaldi væri ætlað að uppfylla hverju sinni og hefði síðan eftirlit með þeirri framkvæmd. Að sjálfsögðu leysti ríkið svo til sín þetta skipulagsvald sveitarfélaganna með vísan til erlendra fyrirmynda, enda þótt þær fyrirmyndir byggðu á þremur stjórnsýslustigum en ekki tveimur, eins og tíðkast hér á landi og hljóta því að teljast heldur villandi sem rök í urmæðunni. Allt kom þó fyrir ekki. Í þágu framleiðenda Svigrúm fyrirtækja í skjókvíaeldi hér á landi til hagnaðarsköpunar er talsvert, sem er frábært. Við viljum byggja upp gjöfula atvinnuvegi landi og þjóð til framdráttar, auk þess sem meira ætti þá að vera aflögu fyrir það sem kalla má eðlilegt framlag til samfélagsins. Sem atvinnugrein ætti sjókvíaeldi reyndar að vera því fegnast að eiga kostnaðaraðild að slíkri uppbyggingu. Þegar allt kemur til alls þá er það fyrst og fremst í þágu atvinnugreinarinnar að gagnsæi og trúnaður ríki um framleiðsluaðferðir og heilindi framleiðenda gagnvart náttúru, umhverfi, samfélagi og dýravelferð. Þá bendir afar margt til þess að markaðir muni hvort eð er gera vaxandi kröfur í þá veru. Í raun er því ekki eftir neinu að bíða, nema þá kannski helst að ríki og sveitarfélög nái loks saman í því mikilvæga verkefni sem framundan er að endurheimta það traust til atvinnugreinarinnar sem hefur glatast. Höfundur var markaðs- og upplýsingafulltrúi og síðan atvinnu- og þróunarstjóri hjá sveitarfélaginu Fjarðabyggð 2012-2017.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun