Zlatan í uppáhaldi hjá nýliðanum í landsliðinu en felur stælana betur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2023 09:00 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir gæti þreytt frumraun sína með A-landsliðinu á Pinatar-mótinu á Spáni. vísir/hulda margrét Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, nítján ára framherji Þróttar, er eini nýliðinn í íslenska fótboltalandsliðinu sem keppir á Pinatar-mótinu á Spáni síðar í mánuðinum. Hún er búin að jafna sig að fullu á hnémeiðslunum sem plöguðu hana í fyrra og ætlar sér að keppa á toppi Bestu deildarinnar með Þrótti í sumar. Eftirlætis leikmaður hennar er Svíinn kokhrausti, Zlatan Ibrahimovic. „Ég er fyrst og fremst stolt, mjög þakklát fyrir tækifærið og þetta er ógeðslega mikill heiður að vera kölluð upp í svona sterkt og gott landslið,“ sagði Ólöf í samtali við Vísi. Hún var nokkuð vongóð um að vera valin í landsliðið. „Þetta kom mér alveg á óvart en ég átti alveg von á þessu. Þetta er búið að vera markmið hjá mér og draumur síðan ég byrjaði í fótbolta. Það er frábært að hann sé að rætast,“ sagði Ólöf. Ólöf hefur verið rjúkandi heit í vetur og skorað tíu mörk í þremur leikjum í Reykjavíkurmótinu.vísir/hulda margrét Hún þetta ekki beint fyrir þegar hún fylgdist með Evrópumótinu síðasta sumar í sjónvarpinu, að hún yrði í landsliðinu rúmu hálfu ári seinna, enda glímdi hún við erfið meiðsli þá. Betri eftir meiðslin „Nei, ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég bjóst ekkert við því að komast inn í hópinn svona snemma, líka bara eftir meiðslin mín. Mér finnst ég hafa stigið vel upp úr þeim meiðslum. Mér finnst ég hafa komið sterkari til baka, bæði líkamlega og andlega. Ég held ég sé mjög tilbúin fyrir þetta,“ sagði Ólöf. Henni finnst hún vera búin að endurheimta fyrri styrk eftir meiðslin. Ólöf hefur leikið 24 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað ellefu mörk.vísir/hulda margrét „Já, 99 prósent. Það er alltaf eitt prósent. Ég er á góðu róli og finn það alveg. Hnéð er að verða eins og það varð áður, jafnvel betra. Mér finnst þessi meiðsli hafa gert mig að betri leikmanni,“ sagði Ólöf. Hún er uppalin í Val en var lánuð til ÍA og svo til Þróttar. Hún fann sig vel hjá Laugardalsliðinu og skoraði samtals tólf deildarmörk fyrir það 2020 og 2021. Ólöf gekk svo alfarið í raðir Þróttar í fyrra. Á síðasta tímabili spilaði hún aðeins átta deildarleiki vegna meiðsla og skoraði í þeim fjögur mörk. Hún segir að félagaskiptin til Þróttar hafi verið heillaskref. Klippa: Viðtal við Ólöfu Sigríði „Allavega mig og Þrótt. Mér líður allavega ótrúlega vel hérna. Við erum á mikilli uppleið og það er gaman að vera partur af því,“ sagði Ólöf. Stefna á toppinn Hún lýgur engu um uppganginn í Þrótti. Liðið vann sér sæti í efstu deild 2019 og endaði í 5. sæti sem nýliði 2020. Tímabilið á eftir var svo það besta í sögu Þróttar. Liðið endaði í 3. sæti og komst í bikarúrslit. Í fyrra urðu Þróttarar svo í 4. sæti. „Að gera betur en seinast. Það er alltaf markmiðið,“ sagði Ólöf aðspurð hvert næsta skref Þróttara yrði. Að hennar mati er Þróttur með lið sem getur blandað sér í toppbaráttu Bestu deildarinnar. Þróttur hefur endað í efri hluta efstu deildar þrjú tímabil í röð.vísir/hulda margrét „Algjörlega. Við erum enn ungar. Við erum búnar að vera með ungt lið í fjögur ár en erum búnar að þroskast og dafna svo mikið. Það er alltaf sami kjarninn. Ég held við eigum mjög góða möguleika í allt í sumar.“ Ótrúlega gaman að spila með henni Í vetur hefur Þróttur endurheimt Katie Cousins sem var einn albesti leikmaður efstu deildar 2021. „Allir sem koma inn í liðið gefa okkur aukakraft og Katie Cousins er frábær. Það er ótrúlega gaman að spila með henni og ég get ekki beðið eftir því að fá hana aftur,“ sagði Ólöf. Tekur það góða frá öðrum Ekki stóð á svari er hún var spurð hvaða framherja hún liti helst upp til. „Mjög margir. Maður tekur það besta frá hverjum og einum en ég myndi segja að Zlatan væri í miklu uppáhaldi. Hann er flottur og með flott hugarfar,“ sagði Ólöf. Alls hefur Ólöf skorað átján mörk í 39 leikjum í efstu deild.vísir/hulda margrét En eru svipaðir stælar í henni og Svíanum? „Jaa, ég er ekkert að sýna það of mikið. Hann er kannski með aðeins meiri stæla en ég. Ég tek bara það góða úr Zlatan og geri það að mínu,“ sagði Ólöf að endingu. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst stolt, mjög þakklát fyrir tækifærið og þetta er ógeðslega mikill heiður að vera kölluð upp í svona sterkt og gott landslið,“ sagði Ólöf í samtali við Vísi. Hún var nokkuð vongóð um að vera valin í landsliðið. „Þetta kom mér alveg á óvart en ég átti alveg von á þessu. Þetta er búið að vera markmið hjá mér og draumur síðan ég byrjaði í fótbolta. Það er frábært að hann sé að rætast,“ sagði Ólöf. Ólöf hefur verið rjúkandi heit í vetur og skorað tíu mörk í þremur leikjum í Reykjavíkurmótinu.vísir/hulda margrét Hún þetta ekki beint fyrir þegar hún fylgdist með Evrópumótinu síðasta sumar í sjónvarpinu, að hún yrði í landsliðinu rúmu hálfu ári seinna, enda glímdi hún við erfið meiðsli þá. Betri eftir meiðslin „Nei, ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég bjóst ekkert við því að komast inn í hópinn svona snemma, líka bara eftir meiðslin mín. Mér finnst ég hafa stigið vel upp úr þeim meiðslum. Mér finnst ég hafa komið sterkari til baka, bæði líkamlega og andlega. Ég held ég sé mjög tilbúin fyrir þetta,“ sagði Ólöf. Henni finnst hún vera búin að endurheimta fyrri styrk eftir meiðslin. Ólöf hefur leikið 24 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað ellefu mörk.vísir/hulda margrét „Já, 99 prósent. Það er alltaf eitt prósent. Ég er á góðu róli og finn það alveg. Hnéð er að verða eins og það varð áður, jafnvel betra. Mér finnst þessi meiðsli hafa gert mig að betri leikmanni,“ sagði Ólöf. Hún er uppalin í Val en var lánuð til ÍA og svo til Þróttar. Hún fann sig vel hjá Laugardalsliðinu og skoraði samtals tólf deildarmörk fyrir það 2020 og 2021. Ólöf gekk svo alfarið í raðir Þróttar í fyrra. Á síðasta tímabili spilaði hún aðeins átta deildarleiki vegna meiðsla og skoraði í þeim fjögur mörk. Hún segir að félagaskiptin til Þróttar hafi verið heillaskref. Klippa: Viðtal við Ólöfu Sigríði „Allavega mig og Þrótt. Mér líður allavega ótrúlega vel hérna. Við erum á mikilli uppleið og það er gaman að vera partur af því,“ sagði Ólöf. Stefna á toppinn Hún lýgur engu um uppganginn í Þrótti. Liðið vann sér sæti í efstu deild 2019 og endaði í 5. sæti sem nýliði 2020. Tímabilið á eftir var svo það besta í sögu Þróttar. Liðið endaði í 3. sæti og komst í bikarúrslit. Í fyrra urðu Þróttarar svo í 4. sæti. „Að gera betur en seinast. Það er alltaf markmiðið,“ sagði Ólöf aðspurð hvert næsta skref Þróttara yrði. Að hennar mati er Þróttur með lið sem getur blandað sér í toppbaráttu Bestu deildarinnar. Þróttur hefur endað í efri hluta efstu deildar þrjú tímabil í röð.vísir/hulda margrét „Algjörlega. Við erum enn ungar. Við erum búnar að vera með ungt lið í fjögur ár en erum búnar að þroskast og dafna svo mikið. Það er alltaf sami kjarninn. Ég held við eigum mjög góða möguleika í allt í sumar.“ Ótrúlega gaman að spila með henni Í vetur hefur Þróttur endurheimt Katie Cousins sem var einn albesti leikmaður efstu deildar 2021. „Allir sem koma inn í liðið gefa okkur aukakraft og Katie Cousins er frábær. Það er ótrúlega gaman að spila með henni og ég get ekki beðið eftir því að fá hana aftur,“ sagði Ólöf. Tekur það góða frá öðrum Ekki stóð á svari er hún var spurð hvaða framherja hún liti helst upp til. „Mjög margir. Maður tekur það besta frá hverjum og einum en ég myndi segja að Zlatan væri í miklu uppáhaldi. Hann er flottur og með flott hugarfar,“ sagði Ólöf. Alls hefur Ólöf skorað átján mörk í 39 leikjum í efstu deild.vísir/hulda margrét En eru svipaðir stælar í henni og Svíanum? „Jaa, ég er ekkert að sýna það of mikið. Hann er kannski með aðeins meiri stæla en ég. Ég tek bara það góða úr Zlatan og geri það að mínu,“ sagði Ólöf að endingu.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira