„Allt sem átti að vera inni í höfðinu var ekkert inni í höfðinu lengur“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 5. febrúar 2023 09:00 Í nýjasta þætti af Baklandinu var meðal annars rætt við sjúkraflutningamanninn Höskuld Sverri Friðriksson. Stöð 2 „Ég gleymi þessu aldrei því þetta hef ég aldrei séð, fyrr né síðar,“ segir sjúkraflutningamaðurinn Höskuldur Sverrir Friðriksson, sem rætt var við í nýjasta þætti af Baklandinu. Höskuldur hefur starfað sem sjúkraflutningamaður í 36 ár. Í dag er hann sjúkraflutningamaður á Selfossi, en áður starfaði hann við sjúkraflutningar í Bandaríkjunum. „Þegar maður er búinn að vinna við þetta í þetta mörg ár, þá er kannski ekki einhver ein saga sem er merkilegri en aðrar,“ segir hann. Hann rifjar þó upp útkall sem kom þegar hann starfaði sem sjúkraflutningamaður í Fort Lauderdale í Flórída, þar sem var mikið um eiturlyfjasölu. Þar upplifði hann atvik sem hann gleymir aldrei. „Ótrúlegt með hjartað, hvað það nær að slá lengi“ „Við fórum á hótel þar sem einhver viðskipti voru búin að vera í gangi,“ rifjar hann upp. „Það var talað um að þetta væri aftaka. Maður hafði verið skotinn í höfuðið en hann væri ennþá á lífi.“ Höskuldur hafði áður sinnt útköllum þar sem einstaklingur hafði verið skotinn í höfuðið en var ennþá við lífsmark. „Maður sá samt að eiginlega allt sem átti að vera inni í höfðinu, var ekkert inni í höfðinu lengur. Það er ótrúlegt með hjartað, hvað það nær að slá lengi. Þetta var það sem ég hélt ég væri að fara í. Við erum með púls en við erum ekkert að fara bjarga þessum gaur ef hann er skotinn í höfuðið.“ Aldrei upplifað annað eins Þegar Höskuldur kom upp á hótelherbergið blasti við honum ótrúleg sjón. Hinn skotni stóð og ræddi við lögregluna. Þegar Höskuldur kom nær sá hann að hluti af púða stóð út úr hálsinum á viðkomandi. „Ég fer að spyrja hann út í þetta og þá segir hann mér það að þeir hafi sett púða yfir höfuðið á honum og skotið hann í gegnum púðann. Hann ákveður það að vera alveg kyrr. Þegar þeir voru farnir þá náði hann að hringja eftir hjálp.“ Í hálsinum er mikið af æðum, barkinn og vélindað og því afar hættulegt að vera skotinn í hálsinn. Í tilfelli þessa manns virtist hins vegar ekkert af þessum líkamshlutum hafa skaddast. „Hann var stöðugur og hann var stabíll. Einhvern veginn hefur kúlan farið á milli, án þess að fara í nokkuð af þessum hlutum,“ segir Höskuldur sem segist aldrei upplifað annað eins. Maðurinn var skotinn með 9mm byssu og það virtist ekkert vera að honum. Klippa: Baklandið - Kom að manni sem hafði verið skotinn í hálsinn Baklandið Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Hlíðin kom niður og fjallið öskraði: „Eins og maður væri að missa þá“ Aðalheiður Borgþórsdóttir, íbúi á Seyðisfirði, upplifði þá martröð að horfa á stóra aurskriðu lenda á húsi sínu vitandi að eiginmaður hennar og tveir synir væru staddir þar inni. Rætt var við Aðalheiði í nýjasta þætti af Baklandinu. 25. janúar 2023 11:30 „Ég man alltaf eftir því þegar ég lagði barnið á bekkinn og horfði í augun á pabbanum“ Slökkviliðsmaðurinn Einar Örn Jónsson byrjaði ungur að sinna björgunarsveitarstörfum. Hann var staddur á björgunarsveitaræfingu í Borgarfirði þegar það barst útkall sem hann mun aldrei gleyma. Tveir átta ára gamlir drengir höfðu drukknað. 17. janúar 2023 13:36 Sá eftir því að hafa ekki gifst konunni sinni og knúsað krakkana Heiðar Örn Jónsson slökkviliðsmaður var hætt kominn þegar hann sótti lík leiðsögumanns sem látist hafði í íshelli á Hofsjökli af völdum gasmengunar. Heiðar Örn fór ósofinn í verkefnið, festi fót sinn og litlu munaði að illa færi. 3. janúar 2023 12:31 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Höskuldur hefur starfað sem sjúkraflutningamaður í 36 ár. Í dag er hann sjúkraflutningamaður á Selfossi, en áður starfaði hann við sjúkraflutningar í Bandaríkjunum. „Þegar maður er búinn að vinna við þetta í þetta mörg ár, þá er kannski ekki einhver ein saga sem er merkilegri en aðrar,“ segir hann. Hann rifjar þó upp útkall sem kom þegar hann starfaði sem sjúkraflutningamaður í Fort Lauderdale í Flórída, þar sem var mikið um eiturlyfjasölu. Þar upplifði hann atvik sem hann gleymir aldrei. „Ótrúlegt með hjartað, hvað það nær að slá lengi“ „Við fórum á hótel þar sem einhver viðskipti voru búin að vera í gangi,“ rifjar hann upp. „Það var talað um að þetta væri aftaka. Maður hafði verið skotinn í höfuðið en hann væri ennþá á lífi.“ Höskuldur hafði áður sinnt útköllum þar sem einstaklingur hafði verið skotinn í höfuðið en var ennþá við lífsmark. „Maður sá samt að eiginlega allt sem átti að vera inni í höfðinu, var ekkert inni í höfðinu lengur. Það er ótrúlegt með hjartað, hvað það nær að slá lengi. Þetta var það sem ég hélt ég væri að fara í. Við erum með púls en við erum ekkert að fara bjarga þessum gaur ef hann er skotinn í höfuðið.“ Aldrei upplifað annað eins Þegar Höskuldur kom upp á hótelherbergið blasti við honum ótrúleg sjón. Hinn skotni stóð og ræddi við lögregluna. Þegar Höskuldur kom nær sá hann að hluti af púða stóð út úr hálsinum á viðkomandi. „Ég fer að spyrja hann út í þetta og þá segir hann mér það að þeir hafi sett púða yfir höfuðið á honum og skotið hann í gegnum púðann. Hann ákveður það að vera alveg kyrr. Þegar þeir voru farnir þá náði hann að hringja eftir hjálp.“ Í hálsinum er mikið af æðum, barkinn og vélindað og því afar hættulegt að vera skotinn í hálsinn. Í tilfelli þessa manns virtist hins vegar ekkert af þessum líkamshlutum hafa skaddast. „Hann var stöðugur og hann var stabíll. Einhvern veginn hefur kúlan farið á milli, án þess að fara í nokkuð af þessum hlutum,“ segir Höskuldur sem segist aldrei upplifað annað eins. Maðurinn var skotinn með 9mm byssu og það virtist ekkert vera að honum. Klippa: Baklandið - Kom að manni sem hafði verið skotinn í hálsinn
Baklandið Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Hlíðin kom niður og fjallið öskraði: „Eins og maður væri að missa þá“ Aðalheiður Borgþórsdóttir, íbúi á Seyðisfirði, upplifði þá martröð að horfa á stóra aurskriðu lenda á húsi sínu vitandi að eiginmaður hennar og tveir synir væru staddir þar inni. Rætt var við Aðalheiði í nýjasta þætti af Baklandinu. 25. janúar 2023 11:30 „Ég man alltaf eftir því þegar ég lagði barnið á bekkinn og horfði í augun á pabbanum“ Slökkviliðsmaðurinn Einar Örn Jónsson byrjaði ungur að sinna björgunarsveitarstörfum. Hann var staddur á björgunarsveitaræfingu í Borgarfirði þegar það barst útkall sem hann mun aldrei gleyma. Tveir átta ára gamlir drengir höfðu drukknað. 17. janúar 2023 13:36 Sá eftir því að hafa ekki gifst konunni sinni og knúsað krakkana Heiðar Örn Jónsson slökkviliðsmaður var hætt kominn þegar hann sótti lík leiðsögumanns sem látist hafði í íshelli á Hofsjökli af völdum gasmengunar. Heiðar Örn fór ósofinn í verkefnið, festi fót sinn og litlu munaði að illa færi. 3. janúar 2023 12:31 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Hlíðin kom niður og fjallið öskraði: „Eins og maður væri að missa þá“ Aðalheiður Borgþórsdóttir, íbúi á Seyðisfirði, upplifði þá martröð að horfa á stóra aurskriðu lenda á húsi sínu vitandi að eiginmaður hennar og tveir synir væru staddir þar inni. Rætt var við Aðalheiði í nýjasta þætti af Baklandinu. 25. janúar 2023 11:30
„Ég man alltaf eftir því þegar ég lagði barnið á bekkinn og horfði í augun á pabbanum“ Slökkviliðsmaðurinn Einar Örn Jónsson byrjaði ungur að sinna björgunarsveitarstörfum. Hann var staddur á björgunarsveitaræfingu í Borgarfirði þegar það barst útkall sem hann mun aldrei gleyma. Tveir átta ára gamlir drengir höfðu drukknað. 17. janúar 2023 13:36
Sá eftir því að hafa ekki gifst konunni sinni og knúsað krakkana Heiðar Örn Jónsson slökkviliðsmaður var hætt kominn þegar hann sótti lík leiðsögumanns sem látist hafði í íshelli á Hofsjökli af völdum gasmengunar. Heiðar Örn fór ósofinn í verkefnið, festi fót sinn og litlu munaði að illa færi. 3. janúar 2023 12:31