Seinni bylgjan: Er ÍBV langbesta liðið í deildinni? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2023 13:00 Birna Berg Haraldsdóttir og félagar í ÍBV liðinu hafa verið á svakalegu skriði síðan lang fyrir jól. Vísir/Hulda Margrét Seinni bylgjan velti upp nokkrum spurningum nú þegar þriðji og síðasti hluti deildarkeppni Olís deildar kvenna í handbolta er framundan. Fjórtán umferðum er nú lokið hjá konunum sem þýðir að tveir þriðju af deildinni er búnir og því aðeins síðasti þriðjungurinn eftir. Liðin hafa öll mæst tvisvar sinnum en eiga eftir að mætast öll einu sinni til viðbótar. Spennan gæti reyndar ekki verið meiri á toppi deildarinnar því Valur og ÍBV eru jöfn með 24 stig. Valskonur unnu aftur á móti níu fyrstu leiki sína á meðan ÍBV hefur unnið tíu síðustu leiki sína. Eyjakonur hafa ekki tapað í deildinni síðan að þær töpuðu á móti Val 19. október síðastliðinn. Það kemur því kannski ekki á óvart að sérfræðingarnir hafi fengið spurninguna um hvort Eyjakonur væru með langbesta liðið þar sem enginn hefur unnið í meira en þrjá mánuði. Er ÍBV langbesta liðið í deildinni? „Já ég held að við getum sagt það eins og staðan er akkúrat í dag. Þær eru á toppinum á sinni öldu nákvæmlega núna. Þær eru búnar spila frábærlega í síðustu leikjum. Ég held að ég hafi ekki séð Sigga svona glaðan síðan að ég veit ekki hvenær. Ég held að þær myndu vinna öll lið deildarinnar eins og staðan er núna,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Já þær eru langbestar. Ég sagði þetta fyrir áramót þannig að fólk viti það. Ég sagði í jólaþættinum að þær myndu rúlla upp deildinni eftir áramót og Sigurður Bragason er að gera það með sínar stelpur,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Sérfræðingarnir fengu líka að svara fleiri spurningum eins og um hvaða lið verður ekki á sama stað og þau eru núna þegar deildarkeppnin klárast og hvaða leikmaður á mest inni fyrir lokakaflann. Það má sjá öll svörin í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: SB: Spurningar fyrir síðasta þriðjung Olís deildar kvenna Olís-deild kvenna Seinni bylgjan ÍBV Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Fleiri fréttir Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Sjá meira
Fjórtán umferðum er nú lokið hjá konunum sem þýðir að tveir þriðju af deildinni er búnir og því aðeins síðasti þriðjungurinn eftir. Liðin hafa öll mæst tvisvar sinnum en eiga eftir að mætast öll einu sinni til viðbótar. Spennan gæti reyndar ekki verið meiri á toppi deildarinnar því Valur og ÍBV eru jöfn með 24 stig. Valskonur unnu aftur á móti níu fyrstu leiki sína á meðan ÍBV hefur unnið tíu síðustu leiki sína. Eyjakonur hafa ekki tapað í deildinni síðan að þær töpuðu á móti Val 19. október síðastliðinn. Það kemur því kannski ekki á óvart að sérfræðingarnir hafi fengið spurninguna um hvort Eyjakonur væru með langbesta liðið þar sem enginn hefur unnið í meira en þrjá mánuði. Er ÍBV langbesta liðið í deildinni? „Já ég held að við getum sagt það eins og staðan er akkúrat í dag. Þær eru á toppinum á sinni öldu nákvæmlega núna. Þær eru búnar spila frábærlega í síðustu leikjum. Ég held að ég hafi ekki séð Sigga svona glaðan síðan að ég veit ekki hvenær. Ég held að þær myndu vinna öll lið deildarinnar eins og staðan er núna,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Já þær eru langbestar. Ég sagði þetta fyrir áramót þannig að fólk viti það. Ég sagði í jólaþættinum að þær myndu rúlla upp deildinni eftir áramót og Sigurður Bragason er að gera það með sínar stelpur,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Sérfræðingarnir fengu líka að svara fleiri spurningum eins og um hvaða lið verður ekki á sama stað og þau eru núna þegar deildarkeppnin klárast og hvaða leikmaður á mest inni fyrir lokakaflann. Það má sjá öll svörin í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: SB: Spurningar fyrir síðasta þriðjung Olís deildar kvenna
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan ÍBV Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Fleiri fréttir Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Sjá meira