Sakamálarannsóknin sneri að Trump sjálfum Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2023 12:25 Donald Trump og John Durham. Durham, sérstakur rannsakandi Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, rannsakaði um tíma Donald Trump, fyrrverandi forseta. Hann var skipaður í embætti af William Barr, dómsmálaráðherra Trumps. Getty Sérstakur rannsakandi sem William Barr, dómsmálaráðherra Donalds Trumps, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu, rannsakaði Trump sjálfan um tíma. John Durham var skipaður í embætti sérstaks rannsakanda af Barr í byrjun árs 2019. Hann hefur varið tæpum fjórum árum í að fara í saumana á Rússarannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Roberts Muellers. Rannsókn Durhams hefur tekið töluvert lengri tíma en Rússarannsóknin sjálf og hefur litlum árangri skilað. New York Times birti í gær grein sem varpar ljósi á rannsókn Durhams og segir þar að útlit sé fyrir að rannsóknin hafi verið pólitísk og að Barr sjálfur hafi haft mikil afskipti af henni. Þrátt fyrir að hún hafi átt að beinast að aðilum sem Trump taldi andstæðinga sína beindist hún að Trump sjálfum eftir að ábendingar bárust frá yfirvöldum á Ítalíu. Durham vinnur nú að því að skrifa skýrslu um rannsókn sína. Rannsókn hans skilaði þó litlum sem engum árangri. Fáar ákærur litu dagsins ljós og hann tapaði tveimur málum í dómsölum. Sjá einnig: Rannsakandi Trumps beið afhroð Vissi af tölvuárás á undan öðrum Trump og bandamenn hans kölluðu Rússarannsóknina ítrekað nornaveiðar og hafa haldið því fram að Demókratar hafi vopnvætt réttarkerfið og leyniþjónustur Bandaríkjanna gegn forsetanum þáverandi. Upphaflega snerist rannsóknin um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Rannsóknin var þá á höndum Alríkislögreglu Bandaríkjanna en hún hófst eftir að ástralskir embættismenn sögðu útsendurum stofnunarinnar frá því að George Papadopoulos, starfsmaður framboðs Trump, sagði einum þeirra þegar þeir voru við drykkju í London, að yfirvöld Rússlands sætu á upplýsingum um Hillary Clinton, þáverandi mótframbjóðanda Trump. Það gerðist áður en opinbert varð að Rússar hefðu gert tölvuárás á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins og stolið tölvupóstum þaðan. Papadopoulos sagðist hafa heyrt það frá prófessornum Joseph Mifsud, hvarf fyrir nokkrum árum. Trump og bandamenn hans hafa í gegnum árin haldið því fram að vestrænar leyniþjónustur hafi fengið Mifsud til að leiða Papadoploulos í gildru. Hann hefur sjálfur sagt að Mifsud hafi unnið fyrir leyniþjónustu Ítalíu. Svo snerist rannsóknin einnig um hvort starfsmenn framboðs Trump hafi átt í samstarfi við Rússa og hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar, meðal annars með því að reka James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Forsetinn sagði svo í sjónvarpsviðtali skömmu seinna að hann hefði gert það vegna Rússarannsóknarinnar. Ákærði 34 vegna Rússarannsóknarinnar Mueller var skipaður í embætti eftir að í ljós kom að Jeff Sessions, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði sagt ósatt um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum í aðdraganda kosninganna. Mueller staðfesti mat leyniþjónustu Bandaríkjanna að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar og tryggja Trump sigur. Hann sýndi þó ekki fram á glæpsamlegt samráð Trump-liða við Rússa, þó hann hafi fundið margar tengingar þar á milli. 34 einstaklingar voru þó ákærðir vegna rannsóknarinnar og þar á meðal voru sex fyrrverandi bandamenn og ráðgjafar Trumps. Til dæmis fyrrverandi kosningastjóri hans, aðstoðarkosningastjóri, þjóðaröryggisráðgjafi og einkalögmaður hans. Mueller ákærðir einnig hóp Rússa sem störfuðu hjá „Tröllaverksmiðjunni“ svokölluðu. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Trump-liðar hafa lengi kvartað yfir rannsókn Mueller og þegar Trump var forseti setti hann og hans fólk nokkrar rannsóknir á laggirnar sem beindust að rannsókn Mueller. Þar á meðal var rannsókn Durhams. Barr og Durham funduðu reglulega Í frétt New York Times segir að dómsmálaráðherrar haldi sig iðulega frá störfum sérstakra rannsakenda, enda séu þeir skipaðir til að vinna sjálfstætt. Barr mun þó hafa heimsótt Durham reglulega til að fá upplýsingar um stöðu rannsóknar hans. Heimildarmenn Times segja þá einnig hafa borðað reglulega saman. Barr beitti einnig aðila innan stjórnkerfis Bandaríkjanna þrýstingi og krafðist þess að þeir aðstoðuðu Durham. Það gerði hann meðal annars við þáverandi yfirmann leyniþjónustunnar National Security Agency. Times segir Barr hafa sagt Paul Nakasone að hann teldi CIA og breska njósnara hafa hjálpað til við að koma Rússarannsókninni af stað. Durham varði fyrstu mánuðunum í embætti í að reyna að finna upplýsingar um að rekja mætti uppruna Rússarannsóknarinnar til leyniþjónustuaðgerðar gegn framboði Trumps, samkvæmt frétt NYT. Sú leit skilaði þó engum árangri. Barr og Durham fóru í kjölfarið til Bretlands og Ítalíu og kröfðust þess að fá upplýsingar um allt það sem leyniþjónustur þeirra ríkja höfðu sent til Bandaríkjanna og varðaði Trump. Heimildarmenn NYT segja að bæði Bretar og Ítalir hafi sagt að engar slíkar upplýsingar hefðu verið sendar til Bandaríkjanna. Sögðu ósatt um skýrslu Í desember 2019 gaf eftirlitsnefnd Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna út að rannsókn þeirra á uppruna Rússarannsóknarinnar hefði sýnt fram á að starfsmenn FBI hefðu ekki brotið af sér eða látið stjórnast af pólitískri hlutdrægni. Þeir hefðu haft tilefni til að rannsaka Trump eftir áðurnefnda ábendingu Ástralans um ummæli Papadoploulos. Nefndin sagði þó að vankantar hafi verið á rannsókninni. Sjá einnig: Rannsókn FBI á tengslum Trumps og Rússlands ekki pólitískt hlutdræg Í aðdraganda þess að nefndin gaf út skýrslu sína fór forsvarsmaður hennar á fund Durhams til að fara yfir niðurstöðurnar með honum. Þá krafðist Durham þess að það að FBI hefði haft tilefni til að rannsaka Trump yrði fjarlægt úr skýrslunni. Nokkrum mínútum áður en skýrslan var birt sendi Barr frá sér yfirlýsingu þar sem hann staðhæfði, þvert á niðurstöður skýrslunnar, að starfsmenn FBI hefðu ekki haft nægjanlegt tilefni til að rannsaka framboð Trumps. Seinna sagði hann svo í viðtali á Fox News að rannsóknin hefði verið alfarið óréttmæt. Trump tjáði sig einnig um skýrsluna og hélt því ranglega fram að hún studdi málflutning hans. Hann sagðist hlakka til útgáfu Durhams-skýrslunnar. Durham sjálfur gaf út yfirlýsingu um að hann væri ósammála niðurstöðum skýrslunnar, á grunni þeirra upplýsinga sem hann hafði aflað í rannsókn sinni. Hann hefur þó aldrei getað sýnt slíkar upplýsingar. Rannsakaði Trump sjálfan í ferðalögum þeirra fóru Barr og Durham meðal annars til Ítalíu á fund embættismanna þar. Í stað þess að fá upplýsingar um samsæri gegn Trump fengu þeir upplýsingar sem bendluðu Trump við mögulega fjármálaglæpi, samkvæmt New York Times. Í stað þess að veita öðrum alríkissaksóknara þær upplýsingar skipaði Barr Durham að rannsaka ábendingar Ítalanna, þar sem þær þóttu alvarlegar. Það er þrátt fyrir að málið hafi ekki átt heima á borði Durhams, miðað við upphaflega skipun hans í embætti. Durham lagði aldrei fram neinar ákærur og óljóst er hve umfangsmikil rannsókn fór fram. Í október árið 2019 sögðu fjölmiðlar vestanhafs frá því að rannsókn Durhams var orðin sakamálarannsókn, sem fól í sér að Durham gat gefið út stefnur til að kalla fólk í yfirheyrslur og fá aðgang að skjölum og gögnum. Sá fréttaflutningur snerist um að Durham hefði líklegast fundið vísbendingar um glæpi vegna Rússarannsóknarinnar. Leiðrétti aldrei misskilning Fjölmiðlafólk og stjórnmálamenn á hægri væng bandarískra stjórnmála voru stóryrt um að nú væri Durham kominn á sporið og andstæðingar Trumps hefðu tilefni til að óttast. Demókratar sögðu fregnirnar til marks um að Trump og Barr væru að nota Dómsmálaráðuneytið til hefndaraðgerða. Nú er komið í ljós að sakamálarannsóknin sneri að Trump en ekki andstæðingum hans. Barr mætti ítrekaði í viðtöl í kjölfarið þar sem hann tjáði sig meðal annars um rannsókn Durhams. Hann leiðrétti aldrei fréttaflutninginn. Um vorið 2020, þegar kosningabaráttan fyrir forsetakosningar þessa árs voru komnar á fullt skrið, hélt Trump því fram við stuðningsmenn sína að Durham væri líklegur til að ákæra Barack Obama, forvera hans í embætti, og Joe Biden, þáverandi mótframbjóðanda hans og núverandi forseta. Þá staðhæfði Trump í viðtölum að Obama og Biden hefðu framið „stærsta pólitíska glæp sögunnar“ og að ekkert gæti staðið í vegi þess að þeir yrðu ákærðir, nema Barr og Durham ætluðu sér að sýna „pólitíska réttsýni“. Sjá einnig: Trump ósáttur vegna skorts á ákærum gegn pólitískum andstæðingum hans Þegar haustaði var Trump orðinn pirraður út í Barr yfir því að pólitískir andstæðingar hans höfðu ekki verið ákærðir. Studdist við vafasöm minnisblöð frá Rússlandi Þegar ljóst var að rannsókn Durhams á leyniþjónustum Bandaríkjanna og annarra ríkja myndi ekki skila árangri sneri Durham sér að því að rannsaka forsetaframboð Hillary Clinton árið 2016 og það að starfsmenn þess hafi falsað upplýsingar til að saka Trump um samstarf með Rússum. Þar notaðist Durham meðal annars við minnisblöð sem Bandaríkjamenn fengu frá hollenskri leyniþjónustu. Minnisblöðin munu hafa fundist á vefþjóni rússneskrar leyniþjónustu sem Hollendingarnir komust inn á. Minnisblöð þessi innihéldu lýsingar á tölvupóstum Bandaríkjamanna sem áttu að hafa orðið fórnarlömb rússneskra tölvuþrjóta. NYT segir marga hafa grunað að Rússar hafi vísvitandi komið þessum minnisblöðum fyrir á umræddum vefþjóni með því markmiði að láta þau leka til Vesturlanda. Þau hafi innihaldið vafasamar yfirlýsingar og þótt ótrúverðugar. Í einu minnisblaðinu var fjallað um meint samskipti Leonard Benardo, varaforseta Open Society Foundations, sem er góðgerðarsjóður í eigu ungverska auðjöfursins George Soros, við Debbie Wasserman, bandaríska þingkonu. Þau áttu að hafa rætt sín á milli um það að Loretta E. Lynch, dómsmálaráðherra í forsetatíð Baracks Obama, myndi tryggja að rannsókn á tölvupóstum Hillary Clinton yrði kæfð. Benardo og Wasserman sögðust þó ekki þekkjast. Þau hefðu aldrei hist og aldrei sent tölvupósta sín á milli um Hillary Clinton. Í grein NYT segir að Durham hafi viljað sanna að minnisblöðin væru raunveruleg og bað hann dómara um aðgang að einkatölvupóstum Benaros. Dómarinn hafnaði þeirri kröfu tvisvar sinnum á þeim grunni að umrætt minnisblað væri ótrúverðugt. Þá reyndi Durham að nálgast tölvupósta Benaros með því að stofna ákærudómstól og stefna góðgerðarsjóðinum og Benardo. Benardo barðist ekki gegn Durham, heldur veitti honum aðgang að tölvupóstum sínum. Durham virðist ekkert hafa fundið þar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Handtóku einn af heimildarmönnum Steele-skýrslunnar um Trump Alríkislögregumenn handtóku í dag greinanda sem safnaði gögnum sem notuð voru í að skrifa umdeilda skýrslu um möguleg tengsl Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við yfirvöld í Rússlandi. 4. nóvember 2021 16:00 Trump sagður íhuga að náða sjálfan sig Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt til við ráðgjafa sína að hann hafi áhuga á að veita sjálfum sér forsetanáðun á lokadögum forsetatíðar sinnar. Forsetinn mun vera sannfærður um að óvinir sínir muni beita dómskerfinu gegn sér eftir að hann fer úr Hvíta húsinu. 8. janúar 2021 11:40 Trump krefst þess að Barr rannsaki Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur kallað eftir því að hinn umdeildi dómsmálaráðherra William Barr hefji rannsókn á Joe Biden, mótframbjóðanda Trump og syni hans Hunter Biden. 20. október 2020 22:33 Barr vinnur sigur í máli Flynn og samþykkir að mæta fyrir dómsmálanefnd Bandarískur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í gær að dómarinn í máli ríkisins gegn Michael Flynn, fyrrverandi hershöfðingja og þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, mætti ekki skoða af hverju Dómsmálaráðuneytið hefði ákveðið að fella málið gegn Flynn niður, jafnvel þó Flynn hafi tvívegis játað brot sitt. 25. júní 2020 08:10 Segir tilefni til að ákæra Barr fyrir embættisbrot en telur það tímasóun Formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir að ákæra ætti William Barr, dómsmálaráðherra, fyrir embættisbrot. 22. júní 2020 11:51 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
John Durham var skipaður í embætti sérstaks rannsakanda af Barr í byrjun árs 2019. Hann hefur varið tæpum fjórum árum í að fara í saumana á Rússarannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Roberts Muellers. Rannsókn Durhams hefur tekið töluvert lengri tíma en Rússarannsóknin sjálf og hefur litlum árangri skilað. New York Times birti í gær grein sem varpar ljósi á rannsókn Durhams og segir þar að útlit sé fyrir að rannsóknin hafi verið pólitísk og að Barr sjálfur hafi haft mikil afskipti af henni. Þrátt fyrir að hún hafi átt að beinast að aðilum sem Trump taldi andstæðinga sína beindist hún að Trump sjálfum eftir að ábendingar bárust frá yfirvöldum á Ítalíu. Durham vinnur nú að því að skrifa skýrslu um rannsókn sína. Rannsókn hans skilaði þó litlum sem engum árangri. Fáar ákærur litu dagsins ljós og hann tapaði tveimur málum í dómsölum. Sjá einnig: Rannsakandi Trumps beið afhroð Vissi af tölvuárás á undan öðrum Trump og bandamenn hans kölluðu Rússarannsóknina ítrekað nornaveiðar og hafa haldið því fram að Demókratar hafi vopnvætt réttarkerfið og leyniþjónustur Bandaríkjanna gegn forsetanum þáverandi. Upphaflega snerist rannsóknin um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Rannsóknin var þá á höndum Alríkislögreglu Bandaríkjanna en hún hófst eftir að ástralskir embættismenn sögðu útsendurum stofnunarinnar frá því að George Papadopoulos, starfsmaður framboðs Trump, sagði einum þeirra þegar þeir voru við drykkju í London, að yfirvöld Rússlands sætu á upplýsingum um Hillary Clinton, þáverandi mótframbjóðanda Trump. Það gerðist áður en opinbert varð að Rússar hefðu gert tölvuárás á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins og stolið tölvupóstum þaðan. Papadopoulos sagðist hafa heyrt það frá prófessornum Joseph Mifsud, hvarf fyrir nokkrum árum. Trump og bandamenn hans hafa í gegnum árin haldið því fram að vestrænar leyniþjónustur hafi fengið Mifsud til að leiða Papadoploulos í gildru. Hann hefur sjálfur sagt að Mifsud hafi unnið fyrir leyniþjónustu Ítalíu. Svo snerist rannsóknin einnig um hvort starfsmenn framboðs Trump hafi átt í samstarfi við Rússa og hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar, meðal annars með því að reka James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Forsetinn sagði svo í sjónvarpsviðtali skömmu seinna að hann hefði gert það vegna Rússarannsóknarinnar. Ákærði 34 vegna Rússarannsóknarinnar Mueller var skipaður í embætti eftir að í ljós kom að Jeff Sessions, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði sagt ósatt um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum í aðdraganda kosninganna. Mueller staðfesti mat leyniþjónustu Bandaríkjanna að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar og tryggja Trump sigur. Hann sýndi þó ekki fram á glæpsamlegt samráð Trump-liða við Rússa, þó hann hafi fundið margar tengingar þar á milli. 34 einstaklingar voru þó ákærðir vegna rannsóknarinnar og þar á meðal voru sex fyrrverandi bandamenn og ráðgjafar Trumps. Til dæmis fyrrverandi kosningastjóri hans, aðstoðarkosningastjóri, þjóðaröryggisráðgjafi og einkalögmaður hans. Mueller ákærðir einnig hóp Rússa sem störfuðu hjá „Tröllaverksmiðjunni“ svokölluðu. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Trump-liðar hafa lengi kvartað yfir rannsókn Mueller og þegar Trump var forseti setti hann og hans fólk nokkrar rannsóknir á laggirnar sem beindust að rannsókn Mueller. Þar á meðal var rannsókn Durhams. Barr og Durham funduðu reglulega Í frétt New York Times segir að dómsmálaráðherrar haldi sig iðulega frá störfum sérstakra rannsakenda, enda séu þeir skipaðir til að vinna sjálfstætt. Barr mun þó hafa heimsótt Durham reglulega til að fá upplýsingar um stöðu rannsóknar hans. Heimildarmenn Times segja þá einnig hafa borðað reglulega saman. Barr beitti einnig aðila innan stjórnkerfis Bandaríkjanna þrýstingi og krafðist þess að þeir aðstoðuðu Durham. Það gerði hann meðal annars við þáverandi yfirmann leyniþjónustunnar National Security Agency. Times segir Barr hafa sagt Paul Nakasone að hann teldi CIA og breska njósnara hafa hjálpað til við að koma Rússarannsókninni af stað. Durham varði fyrstu mánuðunum í embætti í að reyna að finna upplýsingar um að rekja mætti uppruna Rússarannsóknarinnar til leyniþjónustuaðgerðar gegn framboði Trumps, samkvæmt frétt NYT. Sú leit skilaði þó engum árangri. Barr og Durham fóru í kjölfarið til Bretlands og Ítalíu og kröfðust þess að fá upplýsingar um allt það sem leyniþjónustur þeirra ríkja höfðu sent til Bandaríkjanna og varðaði Trump. Heimildarmenn NYT segja að bæði Bretar og Ítalir hafi sagt að engar slíkar upplýsingar hefðu verið sendar til Bandaríkjanna. Sögðu ósatt um skýrslu Í desember 2019 gaf eftirlitsnefnd Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna út að rannsókn þeirra á uppruna Rússarannsóknarinnar hefði sýnt fram á að starfsmenn FBI hefðu ekki brotið af sér eða látið stjórnast af pólitískri hlutdrægni. Þeir hefðu haft tilefni til að rannsaka Trump eftir áðurnefnda ábendingu Ástralans um ummæli Papadoploulos. Nefndin sagði þó að vankantar hafi verið á rannsókninni. Sjá einnig: Rannsókn FBI á tengslum Trumps og Rússlands ekki pólitískt hlutdræg Í aðdraganda þess að nefndin gaf út skýrslu sína fór forsvarsmaður hennar á fund Durhams til að fara yfir niðurstöðurnar með honum. Þá krafðist Durham þess að það að FBI hefði haft tilefni til að rannsaka Trump yrði fjarlægt úr skýrslunni. Nokkrum mínútum áður en skýrslan var birt sendi Barr frá sér yfirlýsingu þar sem hann staðhæfði, þvert á niðurstöður skýrslunnar, að starfsmenn FBI hefðu ekki haft nægjanlegt tilefni til að rannsaka framboð Trumps. Seinna sagði hann svo í viðtali á Fox News að rannsóknin hefði verið alfarið óréttmæt. Trump tjáði sig einnig um skýrsluna og hélt því ranglega fram að hún studdi málflutning hans. Hann sagðist hlakka til útgáfu Durhams-skýrslunnar. Durham sjálfur gaf út yfirlýsingu um að hann væri ósammála niðurstöðum skýrslunnar, á grunni þeirra upplýsinga sem hann hafði aflað í rannsókn sinni. Hann hefur þó aldrei getað sýnt slíkar upplýsingar. Rannsakaði Trump sjálfan í ferðalögum þeirra fóru Barr og Durham meðal annars til Ítalíu á fund embættismanna þar. Í stað þess að fá upplýsingar um samsæri gegn Trump fengu þeir upplýsingar sem bendluðu Trump við mögulega fjármálaglæpi, samkvæmt New York Times. Í stað þess að veita öðrum alríkissaksóknara þær upplýsingar skipaði Barr Durham að rannsaka ábendingar Ítalanna, þar sem þær þóttu alvarlegar. Það er þrátt fyrir að málið hafi ekki átt heima á borði Durhams, miðað við upphaflega skipun hans í embætti. Durham lagði aldrei fram neinar ákærur og óljóst er hve umfangsmikil rannsókn fór fram. Í október árið 2019 sögðu fjölmiðlar vestanhafs frá því að rannsókn Durhams var orðin sakamálarannsókn, sem fól í sér að Durham gat gefið út stefnur til að kalla fólk í yfirheyrslur og fá aðgang að skjölum og gögnum. Sá fréttaflutningur snerist um að Durham hefði líklegast fundið vísbendingar um glæpi vegna Rússarannsóknarinnar. Leiðrétti aldrei misskilning Fjölmiðlafólk og stjórnmálamenn á hægri væng bandarískra stjórnmála voru stóryrt um að nú væri Durham kominn á sporið og andstæðingar Trumps hefðu tilefni til að óttast. Demókratar sögðu fregnirnar til marks um að Trump og Barr væru að nota Dómsmálaráðuneytið til hefndaraðgerða. Nú er komið í ljós að sakamálarannsóknin sneri að Trump en ekki andstæðingum hans. Barr mætti ítrekaði í viðtöl í kjölfarið þar sem hann tjáði sig meðal annars um rannsókn Durhams. Hann leiðrétti aldrei fréttaflutninginn. Um vorið 2020, þegar kosningabaráttan fyrir forsetakosningar þessa árs voru komnar á fullt skrið, hélt Trump því fram við stuðningsmenn sína að Durham væri líklegur til að ákæra Barack Obama, forvera hans í embætti, og Joe Biden, þáverandi mótframbjóðanda hans og núverandi forseta. Þá staðhæfði Trump í viðtölum að Obama og Biden hefðu framið „stærsta pólitíska glæp sögunnar“ og að ekkert gæti staðið í vegi þess að þeir yrðu ákærðir, nema Barr og Durham ætluðu sér að sýna „pólitíska réttsýni“. Sjá einnig: Trump ósáttur vegna skorts á ákærum gegn pólitískum andstæðingum hans Þegar haustaði var Trump orðinn pirraður út í Barr yfir því að pólitískir andstæðingar hans höfðu ekki verið ákærðir. Studdist við vafasöm minnisblöð frá Rússlandi Þegar ljóst var að rannsókn Durhams á leyniþjónustum Bandaríkjanna og annarra ríkja myndi ekki skila árangri sneri Durham sér að því að rannsaka forsetaframboð Hillary Clinton árið 2016 og það að starfsmenn þess hafi falsað upplýsingar til að saka Trump um samstarf með Rússum. Þar notaðist Durham meðal annars við minnisblöð sem Bandaríkjamenn fengu frá hollenskri leyniþjónustu. Minnisblöðin munu hafa fundist á vefþjóni rússneskrar leyniþjónustu sem Hollendingarnir komust inn á. Minnisblöð þessi innihéldu lýsingar á tölvupóstum Bandaríkjamanna sem áttu að hafa orðið fórnarlömb rússneskra tölvuþrjóta. NYT segir marga hafa grunað að Rússar hafi vísvitandi komið þessum minnisblöðum fyrir á umræddum vefþjóni með því markmiði að láta þau leka til Vesturlanda. Þau hafi innihaldið vafasamar yfirlýsingar og þótt ótrúverðugar. Í einu minnisblaðinu var fjallað um meint samskipti Leonard Benardo, varaforseta Open Society Foundations, sem er góðgerðarsjóður í eigu ungverska auðjöfursins George Soros, við Debbie Wasserman, bandaríska þingkonu. Þau áttu að hafa rætt sín á milli um það að Loretta E. Lynch, dómsmálaráðherra í forsetatíð Baracks Obama, myndi tryggja að rannsókn á tölvupóstum Hillary Clinton yrði kæfð. Benardo og Wasserman sögðust þó ekki þekkjast. Þau hefðu aldrei hist og aldrei sent tölvupósta sín á milli um Hillary Clinton. Í grein NYT segir að Durham hafi viljað sanna að minnisblöðin væru raunveruleg og bað hann dómara um aðgang að einkatölvupóstum Benaros. Dómarinn hafnaði þeirri kröfu tvisvar sinnum á þeim grunni að umrætt minnisblað væri ótrúverðugt. Þá reyndi Durham að nálgast tölvupósta Benaros með því að stofna ákærudómstól og stefna góðgerðarsjóðinum og Benardo. Benardo barðist ekki gegn Durham, heldur veitti honum aðgang að tölvupóstum sínum. Durham virðist ekkert hafa fundið þar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Handtóku einn af heimildarmönnum Steele-skýrslunnar um Trump Alríkislögregumenn handtóku í dag greinanda sem safnaði gögnum sem notuð voru í að skrifa umdeilda skýrslu um möguleg tengsl Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við yfirvöld í Rússlandi. 4. nóvember 2021 16:00 Trump sagður íhuga að náða sjálfan sig Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt til við ráðgjafa sína að hann hafi áhuga á að veita sjálfum sér forsetanáðun á lokadögum forsetatíðar sinnar. Forsetinn mun vera sannfærður um að óvinir sínir muni beita dómskerfinu gegn sér eftir að hann fer úr Hvíta húsinu. 8. janúar 2021 11:40 Trump krefst þess að Barr rannsaki Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur kallað eftir því að hinn umdeildi dómsmálaráðherra William Barr hefji rannsókn á Joe Biden, mótframbjóðanda Trump og syni hans Hunter Biden. 20. október 2020 22:33 Barr vinnur sigur í máli Flynn og samþykkir að mæta fyrir dómsmálanefnd Bandarískur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í gær að dómarinn í máli ríkisins gegn Michael Flynn, fyrrverandi hershöfðingja og þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, mætti ekki skoða af hverju Dómsmálaráðuneytið hefði ákveðið að fella málið gegn Flynn niður, jafnvel þó Flynn hafi tvívegis játað brot sitt. 25. júní 2020 08:10 Segir tilefni til að ákæra Barr fyrir embættisbrot en telur það tímasóun Formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir að ákæra ætti William Barr, dómsmálaráðherra, fyrir embættisbrot. 22. júní 2020 11:51 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Handtóku einn af heimildarmönnum Steele-skýrslunnar um Trump Alríkislögregumenn handtóku í dag greinanda sem safnaði gögnum sem notuð voru í að skrifa umdeilda skýrslu um möguleg tengsl Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við yfirvöld í Rússlandi. 4. nóvember 2021 16:00
Trump sagður íhuga að náða sjálfan sig Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt til við ráðgjafa sína að hann hafi áhuga á að veita sjálfum sér forsetanáðun á lokadögum forsetatíðar sinnar. Forsetinn mun vera sannfærður um að óvinir sínir muni beita dómskerfinu gegn sér eftir að hann fer úr Hvíta húsinu. 8. janúar 2021 11:40
Trump krefst þess að Barr rannsaki Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur kallað eftir því að hinn umdeildi dómsmálaráðherra William Barr hefji rannsókn á Joe Biden, mótframbjóðanda Trump og syni hans Hunter Biden. 20. október 2020 22:33
Barr vinnur sigur í máli Flynn og samþykkir að mæta fyrir dómsmálanefnd Bandarískur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í gær að dómarinn í máli ríkisins gegn Michael Flynn, fyrrverandi hershöfðingja og þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, mætti ekki skoða af hverju Dómsmálaráðuneytið hefði ákveðið að fella málið gegn Flynn niður, jafnvel þó Flynn hafi tvívegis játað brot sitt. 25. júní 2020 08:10
Segir tilefni til að ákæra Barr fyrir embættisbrot en telur það tímasóun Formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir að ákæra ætti William Barr, dómsmálaráðherra, fyrir embættisbrot. 22. júní 2020 11:51