Bjarni: Ég hef aldrei lent í öðrum eins veikinda- og meiðslapakka eins og við erum búin að vera í Jakob Snævar Ólafsson skrifar 25. janúar 2023 23:15 Bjarni Magnússon segir mikið um veikindi og meiðsli í herbúðum Hauka. Vísir/Hulda Margrét Bjarni Magnússon þjálfari liðs Hauka í Subway deild kvenna í körfubolta var ekki yfirgengilega óánægður eftir tuttugu og eins stigs tap, 83-62, fyrir Keflavík í Subway-deild kvenna fyrr í kvöld. Hann var þó að sjálfsögðu ekki sáttur með ýmislegt í frammistöðu liðsins. „Þær voru betri en við í dag og við vorum betri en þær í síðasta leik. Það var meiri orka í þeim dag og það var meiri orka í okkur síðast. Við vorum flatar. Við fengum voða lítið framlag frá öðrum en Keiru. Við vorum að skjóta boltanum illa. Ekkert alslakur leikur þannig séð. Við vorum duglegar í sóknarfráköstum sérstaklega í fyrri hálfleik. En boltaflæðið var oft á tíðum ekki nógu gott. Við skutum illa. Keflavík voru bara betri en við í dag.“ Bjarni var ekki eingöngu ánægður með að hans liði hefði gengið nokkuð vel að ná sóknarfráköstum en alls náðu Haukar sautján slíkum í leiknum á móti sjö hjá Keflavík. „Nei, nei. Það voru punktar sem við vorum að gera vel. Opna og fá færin sem við vildum fá. Við vorum ekki að setja boltann niður. En mér fannst við bara vera of litlar í okkur. Það var Keira sem hélt okkur gangandi sóknarlega. Aðrar urðu bara of litlar í sér og þorðu ekki. Ef þú hikar þá bara taparðu.“ Þótt um væri að ræða annan tapleikinn í röð í deildinni gegn helstu andstæðingum Hauka í toppbaráttunni, fyrst Val og nú Keflavík sagðist Bjarni ekki hafa áhyggjur af komandi leikjum gegn sérstaklega þessum liðum. „Við erum bara á útivelli á móti toppliðinu Keflavík og það er ekkert eitthvað „disaster“ þótt maður tapi leik hérna. Við þurfum bara að gera betur næst.“ Bjarni nefndi það sérstaklega að vonandi yrði Eva Margrét Kristjánsdóttir, sem lék ekki með í kvöld vegna meiðsla, leikfær sem fyrst. Það væri mikil orka sem fylgdi henni og hún væri leiðtogi fyrir liðið í bæði vörn og sókn. Hann hafði vonast til að einhver annar leikmaður hefði stigið inn í hennar hlutverk í þessum leik en það hefði því miður ekki gengið eftir. Þrátt fyrir tapið í kvöld er Bjarni ánægður með stöðu Haukaliðsins nú þegar komið er fram í seinni hluta deildarkeppninnar en ellefu umferðum er ólokið. „Ég er búinn að þjálfa hérna í helvíti mörg ár, afsakaðu orðbragðið. Ég hef aldrei lent í öðrum eins veikinda- og meiðslapakka eins og við erum búin að vera í bara í allan vetur. Lovísa spilar svo sem of mikið í dag og við verðum bara að þakka henni fyrir. Hún er ekki orðin nærri því nógu góð í öxlinni.“ „Við erum búin að vera með fimm til átta leikmenn meidda í allan vetur hjá okkur. Þess vegna er ég ánægður. Við erum í topp fjórum eins og við stefndum að. Við ætluðum að vinna bikarinn og erum búin að ná því markmiði. Það er slæmt að lenda sex stigum á eftir Keflavík og eiginlega átta stigum af því þær standa betur í innbyrðis viðureignum. Við ætlum að reyna að ná þessu öðru sæti og það er fullt af leikjum eftir. Bara áfram gakk,“ sagði Bjarni Magnússon þjálfari Hauka að lokum. Subway-deild kvenna Haukar Keflavík ÍF Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira
„Þær voru betri en við í dag og við vorum betri en þær í síðasta leik. Það var meiri orka í þeim dag og það var meiri orka í okkur síðast. Við vorum flatar. Við fengum voða lítið framlag frá öðrum en Keiru. Við vorum að skjóta boltanum illa. Ekkert alslakur leikur þannig séð. Við vorum duglegar í sóknarfráköstum sérstaklega í fyrri hálfleik. En boltaflæðið var oft á tíðum ekki nógu gott. Við skutum illa. Keflavík voru bara betri en við í dag.“ Bjarni var ekki eingöngu ánægður með að hans liði hefði gengið nokkuð vel að ná sóknarfráköstum en alls náðu Haukar sautján slíkum í leiknum á móti sjö hjá Keflavík. „Nei, nei. Það voru punktar sem við vorum að gera vel. Opna og fá færin sem við vildum fá. Við vorum ekki að setja boltann niður. En mér fannst við bara vera of litlar í okkur. Það var Keira sem hélt okkur gangandi sóknarlega. Aðrar urðu bara of litlar í sér og þorðu ekki. Ef þú hikar þá bara taparðu.“ Þótt um væri að ræða annan tapleikinn í röð í deildinni gegn helstu andstæðingum Hauka í toppbaráttunni, fyrst Val og nú Keflavík sagðist Bjarni ekki hafa áhyggjur af komandi leikjum gegn sérstaklega þessum liðum. „Við erum bara á útivelli á móti toppliðinu Keflavík og það er ekkert eitthvað „disaster“ þótt maður tapi leik hérna. Við þurfum bara að gera betur næst.“ Bjarni nefndi það sérstaklega að vonandi yrði Eva Margrét Kristjánsdóttir, sem lék ekki með í kvöld vegna meiðsla, leikfær sem fyrst. Það væri mikil orka sem fylgdi henni og hún væri leiðtogi fyrir liðið í bæði vörn og sókn. Hann hafði vonast til að einhver annar leikmaður hefði stigið inn í hennar hlutverk í þessum leik en það hefði því miður ekki gengið eftir. Þrátt fyrir tapið í kvöld er Bjarni ánægður með stöðu Haukaliðsins nú þegar komið er fram í seinni hluta deildarkeppninnar en ellefu umferðum er ólokið. „Ég er búinn að þjálfa hérna í helvíti mörg ár, afsakaðu orðbragðið. Ég hef aldrei lent í öðrum eins veikinda- og meiðslapakka eins og við erum búin að vera í bara í allan vetur. Lovísa spilar svo sem of mikið í dag og við verðum bara að þakka henni fyrir. Hún er ekki orðin nærri því nógu góð í öxlinni.“ „Við erum búin að vera með fimm til átta leikmenn meidda í allan vetur hjá okkur. Þess vegna er ég ánægður. Við erum í topp fjórum eins og við stefndum að. Við ætluðum að vinna bikarinn og erum búin að ná því markmiði. Það er slæmt að lenda sex stigum á eftir Keflavík og eiginlega átta stigum af því þær standa betur í innbyrðis viðureignum. Við ætlum að reyna að ná þessu öðru sæti og það er fullt af leikjum eftir. Bara áfram gakk,“ sagði Bjarni Magnússon þjálfari Hauka að lokum.
Subway-deild kvenna Haukar Keflavík ÍF Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira