Oddný Mjöll verður dómari við MDE eftir langa fæðingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2023 15:07 Oddný Mjöll hefur verið landsréttardómari frá 2018. Þing Evrópuráðsins kaus í dag Oddnýju Mjöll Arnardóttur dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Oddný Mjöll var ein af þremur sem tilnefnd voru sem dómaraefni af hálfu íslenskra stjórnvalda. Oddný tekur við af Róberti Spanó sem hefur verið fulltrúi Íslands hjá dómstólnum frá 2013. Kjörtímabil Róberts rann út hinn 31. október 2022 en hann gegndi stöðu forseta dómstólsins frá apríl 2021 fyrstur Íslendinga. Skipunartími dómara er til níu ára og ekki er hægt að sækja um endurskipun. Staða Íslands við dómstólinn var auglýst í lok árs 2021 og sóttu þrír um stöðuna. Oddný, Jónas Þór Guðmundsson hæstaréttarlögmaður og Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður. Nefnd á vegum forsætisráðuneytisins fjallaði um umsóknirnar og mat þær allar hæfar. Hins vegar vandaðist málið þegar nefnd ráðgjafa á vegum Evrópuráðsins tók viðtöl við umsækjendur eins og Kjarninn fjallaði um síðastliðið sumar. Aðeins Oddný þótti hæf og drógu Jónas Þór og Stefán Geir umsóknir sínar til baka. Reglur Mannréttindadómstólsins krefjast þess að kosið sé á milli þriggja hæfra dómara. Ráðuneytið auglýst stöðuna því aftur og sóttu sóttu Dóra Guðmundsdóttir lögfræðingur og Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu. Úr varð að Oddný var metin hæfust og kosinn dómari við dómstólinn á þingi Evrópuráðs í dag rúmu ári eftir að staðan var auglýst. Oddný Mjöll hefur verið landsréttardómari frá 2018 en áður var hún prófessor, bæði við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík, auk þess að vera sjálfstætt starfandi lögmaður. Hún er með embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands og doktorspróf frá lagadeild Edinborgarháskóla. Oddný Mjöll verður fyrsta konan sem er skipuð dómari við Mannréttindadómstól Evrópu af hálfu Íslands en skipunartíminn er til níu ára. Alls eiga 46 dómarar frá aðildarríkjum Evrópuráðsins sæti í dómstólnum. Mannréttindadómstóll Evrópu var stofnaður árið 1959 á grundvelli Mannréttindasáttmála Evrópu og er aðsetur hans í Strassborg í Frakklandi. Dómstóllinn fjallar um mál sem til hans er vísað af einstaklingum og samningsaðilum vegna meintra brota á ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu eða samningsviðaukum við hann. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómstólar Mannréttindadómstóll Evrópu Vistaskipti Tengdar fréttir Þrjú sóttu um stöðu íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu Þrjár umsóknir bárust um embætti íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu en umsóknarfrestur rann út 14. janúar síðastliðinn. 20. janúar 2022 10:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Sjá meira
Kjörtímabil Róberts rann út hinn 31. október 2022 en hann gegndi stöðu forseta dómstólsins frá apríl 2021 fyrstur Íslendinga. Skipunartími dómara er til níu ára og ekki er hægt að sækja um endurskipun. Staða Íslands við dómstólinn var auglýst í lok árs 2021 og sóttu þrír um stöðuna. Oddný, Jónas Þór Guðmundsson hæstaréttarlögmaður og Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður. Nefnd á vegum forsætisráðuneytisins fjallaði um umsóknirnar og mat þær allar hæfar. Hins vegar vandaðist málið þegar nefnd ráðgjafa á vegum Evrópuráðsins tók viðtöl við umsækjendur eins og Kjarninn fjallaði um síðastliðið sumar. Aðeins Oddný þótti hæf og drógu Jónas Þór og Stefán Geir umsóknir sínar til baka. Reglur Mannréttindadómstólsins krefjast þess að kosið sé á milli þriggja hæfra dómara. Ráðuneytið auglýst stöðuna því aftur og sóttu sóttu Dóra Guðmundsdóttir lögfræðingur og Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu. Úr varð að Oddný var metin hæfust og kosinn dómari við dómstólinn á þingi Evrópuráðs í dag rúmu ári eftir að staðan var auglýst. Oddný Mjöll hefur verið landsréttardómari frá 2018 en áður var hún prófessor, bæði við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík, auk þess að vera sjálfstætt starfandi lögmaður. Hún er með embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands og doktorspróf frá lagadeild Edinborgarháskóla. Oddný Mjöll verður fyrsta konan sem er skipuð dómari við Mannréttindadómstól Evrópu af hálfu Íslands en skipunartíminn er til níu ára. Alls eiga 46 dómarar frá aðildarríkjum Evrópuráðsins sæti í dómstólnum. Mannréttindadómstóll Evrópu var stofnaður árið 1959 á grundvelli Mannréttindasáttmála Evrópu og er aðsetur hans í Strassborg í Frakklandi. Dómstóllinn fjallar um mál sem til hans er vísað af einstaklingum og samningsaðilum vegna meintra brota á ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu eða samningsviðaukum við hann. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómstólar Mannréttindadómstóll Evrópu Vistaskipti Tengdar fréttir Þrjú sóttu um stöðu íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu Þrjár umsóknir bárust um embætti íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu en umsóknarfrestur rann út 14. janúar síðastliðinn. 20. janúar 2022 10:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Sjá meira
Þrjú sóttu um stöðu íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu Þrjár umsóknir bárust um embætti íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu en umsóknarfrestur rann út 14. janúar síðastliðinn. 20. janúar 2022 10:23