Þjóðarhöllin mun kosta ryksugubarka í opinbera sjóði Tómas Ellert Tómasson skrifar 21. janúar 2023 13:01 Þrír vinir rituðu um margt upplýsandi grein á visir.is í gær, föstudag, í nafni samtaka arkitektastofa, félags ráðgjafarverkfræðinga og félags verktaka sem bar heitið „Hvað kostar Þjóðarhöllin?“. Upplýsandi var hún ekki fyrir fræðslugildið, hún var upplýsandi vegna nálgunarinnar og orðalagsins: „Framkvæmdin er umfangsmikil í samanburði við önnur mannvirki sem byggð hafa verið á Íslandi. Ekki síst af þeirri ástæðu er ljóst að mannvirkið verður í umræðunni á næstunni. Ein grunnforsenda þess að unnt sé að skiptast á skoðunum um kostnað framkvæmdarinnar, og annarra framkvæmda ef því er að skipta, er að allir þátttakendur þeirrar umræðu séu að tala út frá sömu forsendum. Á þetta hefur oft skort og er það miður.“ Ég er sammála því að nokkru leyti. En þetta er ekki skrifað af verkfræðingi með einbeitta og skýra sýn á verkefnið, það er alveg Týr-skýrt. Verkfræðingar er yfirhöfuð ekkert mikið að hafa opinbera skoðun á verkefnum sem þeim eru fengin til úrlausnar. Verkfræðingurinn einfaldlega leysir verkefnið sem hann best getur gert, í það og það sinnið. Þetta er skrifað af starfsmanni ráðuneytis og lesið yfir af ráðherra. Og síðar: „Góð kostnaðaráætlun er grundvöllur réttrar ákvarðanatöku en slík áætlun verður aldrei betri en þær upplýsingar sem hún byggir á“ Hárrétt, þetta er barnalega vel þekkt klisja úr verkfæðiheiminum og víðar, „The black box problem“ og er rituð af manneskju sem var að sjá fullyrðinguna í fyrsta sinn, uppveðraðist og fékk að láta hana standa því henni þótti hún svo merkileg. Og vegna þess að uppveðraða manneskjan ræður. Og að lokum segir svo í grein vinanna þriggja: „Það er fagnaðarefni að sjá afurð mikillar vinnu fulltrúa framangreindra félaga beitt í svo stórri byggingu sem Þjóðarhöllin er. Þó skoðanir kunni að vera skiptar á byggingunni er eitt víst að sú umræða verður byggð á mun sterkari grunni en áður hefur verið í ljósi þeirrar aðferðarfræði sem beitt er við gerð kostnaðaráætlunar Þjóðarhallarinnar. Við verðum nær því að ræða hvað Þjóðarhöllin mun mögulega kosta.“ Nei, það er ekki allskostar rétt. Ef það er markmiðið að byggja tvíburahöll Trondheim Spektrum erum við á leið í ofurdýrt plástra verkefni. Verkefnið í Þrándheimi kostaði um 6 milljarða íslenskra króna (317 m.nkr). Við ætlum sem sagt samkvæmt vinunum þremur að láta samskonar plástraverkefni kosta okkur tvö til þrefalt hærri fjárhæðir eða 12,75 milljarða til 18,75 milljarðar króna (700-1.000 þkr/m2), allt að eina milljón króna á fermeterinn. Skuggahverfisverð sem fáir útvaldir geta greitt, með víxlum. Til upplýsingar að þá var byggt 6.500m2 fjölnota íþróttahús á Selfossi fyrir 215 þkr/m2, sem tekið var í notkun fyrir skömmu. Annað orðalag í greininni er ekki á orðfæri verkfræðinga sem starfa á almennum markaði, nema þá kannski helst verkfræðinga sem eru í „liði“ með ákveðnum stjórnmálaflokkum eða til að njóta góðs af þeim, svokallaðir viðhlægjendur. Hár spáður byggingarkostnaður = Há þóknun sérfræðinga Sérfræðiráðgjöf (verkfræðiráðgjöf/hönnun/eftirlit) í mannvirkjagerð getur numið allt að 10-20% af framkvæmdakostnaðinum og mun hærra ef ekki er virkt eftirlit með framkvæmdinni af hálfu verkkaupa, sem allir sjá að er verulega vont ef verkkaupinn á að starfa í almannaþágu. Hvað varðar Þjóðarhöllina að þá sýnist mér samkvæmt þeim gögnum sem að ég hef séð að ráðgjafar verkefnisins séu að tala verkefnið upp í tvö- til þrefalt meiri kostnað en hægt væri að byggja fyrir, líklega til þess eins að fá hærri þóknun greidda fyrir verkefnið. Þóknun ráðgjafa til handa sérfræðingum fyrir hið opinbera er há. Það er ekki óalgengt að rukkaðar séu 30.000 þkr./klst með virðisaukaskatti fyrir hverja unna klukkustund verkfræðinga frá „stóru“ verkfræðistofunum. Það þekkist einnig að ráðgjafar geri hlutdeildarsamninga í verkefnum að undangengnu útboði. Ekkert útboð hefur þó farið fram vegna Þjóðarhallarinnar2. Í tilfelli Þjóðarhallarinnar gæti ráðgjafasamningurinn hljóðað upp á 1,5 til 3,0 milljarða króna. Það má gera nokkrar glærusýningar fyrir þá upphæð. Því miður stefnir allt í það að óbreyttu að Þjóðarhöllin muni kosta að settir verða ryksugubarkar í opinbera sjóði af þeim hinu sömu aðilum og hvöttu til niðurrifs Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins (RB) á sínum tíma. Til þess eins að koma sjálfum sér á framfæri á útseldum eftirhrunsbankauppgjörstöxtum án upplýsingaskyldu. Hvað er svo að gerast í rannsóknum byggingariðnaðarins í dag? Ekkert, ekki neitt. Það sama er að gerast með Þjóðarhöllina okkar. Ekkert, ekki neitt…nema fjáraustur til viðhlægjenda. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg Nokkrir áhugaverðir hlekkir: 500 milljónir króna í verkfræðiþjónustu í Árborg https://www.vb.is/frettir/afkoma-verkis-threfaldast/ https://www.vb.is/frettir/349-milljona-hagnadur-eflu/ https://www.vb.is/frettir/baeting-i-afkomu-mannvits-milli-ara/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Ný þjóðarhöll Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Þrír vinir rituðu um margt upplýsandi grein á visir.is í gær, föstudag, í nafni samtaka arkitektastofa, félags ráðgjafarverkfræðinga og félags verktaka sem bar heitið „Hvað kostar Þjóðarhöllin?“. Upplýsandi var hún ekki fyrir fræðslugildið, hún var upplýsandi vegna nálgunarinnar og orðalagsins: „Framkvæmdin er umfangsmikil í samanburði við önnur mannvirki sem byggð hafa verið á Íslandi. Ekki síst af þeirri ástæðu er ljóst að mannvirkið verður í umræðunni á næstunni. Ein grunnforsenda þess að unnt sé að skiptast á skoðunum um kostnað framkvæmdarinnar, og annarra framkvæmda ef því er að skipta, er að allir þátttakendur þeirrar umræðu séu að tala út frá sömu forsendum. Á þetta hefur oft skort og er það miður.“ Ég er sammála því að nokkru leyti. En þetta er ekki skrifað af verkfræðingi með einbeitta og skýra sýn á verkefnið, það er alveg Týr-skýrt. Verkfræðingar er yfirhöfuð ekkert mikið að hafa opinbera skoðun á verkefnum sem þeim eru fengin til úrlausnar. Verkfræðingurinn einfaldlega leysir verkefnið sem hann best getur gert, í það og það sinnið. Þetta er skrifað af starfsmanni ráðuneytis og lesið yfir af ráðherra. Og síðar: „Góð kostnaðaráætlun er grundvöllur réttrar ákvarðanatöku en slík áætlun verður aldrei betri en þær upplýsingar sem hún byggir á“ Hárrétt, þetta er barnalega vel þekkt klisja úr verkfæðiheiminum og víðar, „The black box problem“ og er rituð af manneskju sem var að sjá fullyrðinguna í fyrsta sinn, uppveðraðist og fékk að láta hana standa því henni þótti hún svo merkileg. Og vegna þess að uppveðraða manneskjan ræður. Og að lokum segir svo í grein vinanna þriggja: „Það er fagnaðarefni að sjá afurð mikillar vinnu fulltrúa framangreindra félaga beitt í svo stórri byggingu sem Þjóðarhöllin er. Þó skoðanir kunni að vera skiptar á byggingunni er eitt víst að sú umræða verður byggð á mun sterkari grunni en áður hefur verið í ljósi þeirrar aðferðarfræði sem beitt er við gerð kostnaðaráætlunar Þjóðarhallarinnar. Við verðum nær því að ræða hvað Þjóðarhöllin mun mögulega kosta.“ Nei, það er ekki allskostar rétt. Ef það er markmiðið að byggja tvíburahöll Trondheim Spektrum erum við á leið í ofurdýrt plástra verkefni. Verkefnið í Þrándheimi kostaði um 6 milljarða íslenskra króna (317 m.nkr). Við ætlum sem sagt samkvæmt vinunum þremur að láta samskonar plástraverkefni kosta okkur tvö til þrefalt hærri fjárhæðir eða 12,75 milljarða til 18,75 milljarðar króna (700-1.000 þkr/m2), allt að eina milljón króna á fermeterinn. Skuggahverfisverð sem fáir útvaldir geta greitt, með víxlum. Til upplýsingar að þá var byggt 6.500m2 fjölnota íþróttahús á Selfossi fyrir 215 þkr/m2, sem tekið var í notkun fyrir skömmu. Annað orðalag í greininni er ekki á orðfæri verkfræðinga sem starfa á almennum markaði, nema þá kannski helst verkfræðinga sem eru í „liði“ með ákveðnum stjórnmálaflokkum eða til að njóta góðs af þeim, svokallaðir viðhlægjendur. Hár spáður byggingarkostnaður = Há þóknun sérfræðinga Sérfræðiráðgjöf (verkfræðiráðgjöf/hönnun/eftirlit) í mannvirkjagerð getur numið allt að 10-20% af framkvæmdakostnaðinum og mun hærra ef ekki er virkt eftirlit með framkvæmdinni af hálfu verkkaupa, sem allir sjá að er verulega vont ef verkkaupinn á að starfa í almannaþágu. Hvað varðar Þjóðarhöllina að þá sýnist mér samkvæmt þeim gögnum sem að ég hef séð að ráðgjafar verkefnisins séu að tala verkefnið upp í tvö- til þrefalt meiri kostnað en hægt væri að byggja fyrir, líklega til þess eins að fá hærri þóknun greidda fyrir verkefnið. Þóknun ráðgjafa til handa sérfræðingum fyrir hið opinbera er há. Það er ekki óalgengt að rukkaðar séu 30.000 þkr./klst með virðisaukaskatti fyrir hverja unna klukkustund verkfræðinga frá „stóru“ verkfræðistofunum. Það þekkist einnig að ráðgjafar geri hlutdeildarsamninga í verkefnum að undangengnu útboði. Ekkert útboð hefur þó farið fram vegna Þjóðarhallarinnar2. Í tilfelli Þjóðarhallarinnar gæti ráðgjafasamningurinn hljóðað upp á 1,5 til 3,0 milljarða króna. Það má gera nokkrar glærusýningar fyrir þá upphæð. Því miður stefnir allt í það að óbreyttu að Þjóðarhöllin muni kosta að settir verða ryksugubarkar í opinbera sjóði af þeim hinu sömu aðilum og hvöttu til niðurrifs Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins (RB) á sínum tíma. Til þess eins að koma sjálfum sér á framfæri á útseldum eftirhrunsbankauppgjörstöxtum án upplýsingaskyldu. Hvað er svo að gerast í rannsóknum byggingariðnaðarins í dag? Ekkert, ekki neitt. Það sama er að gerast með Þjóðarhöllina okkar. Ekkert, ekki neitt…nema fjáraustur til viðhlægjenda. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg Nokkrir áhugaverðir hlekkir: 500 milljónir króna í verkfræðiþjónustu í Árborg https://www.vb.is/frettir/afkoma-verkis-threfaldast/ https://www.vb.is/frettir/349-milljona-hagnadur-eflu/ https://www.vb.is/frettir/baeting-i-afkomu-mannvits-milli-ara/
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun