Rússar segja að sendingar vestrænna skriðdreka muni engu máli skipta Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2023 11:17 Frá fundi bakhjarla Úkraínu í Ramstein í Þýskalandi í morgun. AP/Michael Probst Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútíns, forseta Rússlands, segir að hergagnasendingar Vesturlanda til Úkraínu muni ekki hafa nein áhrif á stöðu mála á víglínum landsins. Sendingarnar muni eingöngu auka á vandræði Úkraínumanna. Eftir langvarandi þrátefli á víglínunum vinna bæði Rússar og Úkraínumenn að því að byggja upp nýjar herdeildir fyrir frekari átök þegar vorið nálgast. Úkraínumenn segja vopnasendingar þeim gífurlega mikilvægar og því fyrr sem þeir fái vopn því betra. Úkraínumenn hafa sérstaklega vonast eftir því að fá Leopard 2 skriðdreka sem framleiddir eru í Þýskalandi. Þeir eru víða notaðir í Evrópu og hafa ráðamenn í nokkrum ríkjum sagst tilbúnir til að senda skriðdreka. Þjóðverjar þurfa þó að gefa leyfi fyrir því, þar sem þeir eru framleiddir þar. Það hafa Þjóðverjar ekki viljað gera og segja að Bandaríkjamenn þurfi einnig að senda M1 Abrams skriðdreka til Úkraínu. Leopard skriðdrekarnir þykja þó hentugri fyrir Úkraínumenn en Abrams skriðdrekar Bandaríkjamanna, þar sem þeir síðarnefndu ganga fyrir flugvélaeldsneyti, þurfa meira viðhald og umfangsmeira birgðanet en Leopard 2 skriðdrekar, sem ganga fyrir hefðbundinni dísilolíu. Sjá einnig: Á að ákveða hvort Úkraína fái vestræna skriðdreka Ráðamenn í Þýskalandi hafa gefið í skyn að þeir óttist stigmögnun í átökunum í Úkraínu. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sagði í gær að taki Þjóðverjar ekki ákvörðun á komandi dögum, gætu Pólverjar gripið til aðgerða og sent Leopoard skriðdreka til Úkraínu án leyfis frá Berlín. „Við munum annað hvort komast fljótt að samkomulagi eða við munum sjálfir gera það sem er rétt,“ sagði Morawiecki. Bretar riðu á vaðið Bretar ætla að senda fjórtán Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu en þeir eru eldri en Leopard 2 skriðdrekarnir. Á blaði eru báðir skriðdrekarnir þó betri en skriðdrekarnir sem bæði Rússar og Úkraínumenn hafa til afnota. Úkraínumenn hafa fengið mikinn fjölda skriðdreka sem framleiddir voru á tímum Sovétríkjanna frá ríkjum Austur-Evrópu. Þegar Úkraínumenn segjast þurfa vestræna skriðdreka vísa þeir meðal annars til þess að skotfæri í gömlu sovésku skriðdrekana eru af skornum skammti og lítið af þeim framleidd á Vesturlöndum. Peskóv sagði við blaðamenn í morgun að Rússar teldu ekki líklegt að sendingar vestrænna skriðdreka myndu hafa nokkur áhrif og myndu ekki koma í veg fyrir að Rússar næðu markmiðum sínum í Úkraínu, samkvæmt RIA fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. Hann sagði þar að auki að sendingarnar myndu eingöngu auka á vandræði Úkraínumanna varðandi það að þjónusta þessa skriðdreka. Funda um aukna aðstoð Erindrekar bandalagsríkja Úkraínu funda nú í Þýskalandi um hernaðaraðstoð til Úkraínu. Við upphaf fundarins í Ramstein í morgun sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að rússar væru að fylkja saman liði og byggja upp hersveitir. Hann sagði að bakhjarlar Úkraínu þyrftu að standa þétt við bakið á Úkraínumönnum og ekki missa móðinn. Halda á blaðamannafund um niðurstöðu fundarins seinna í dag. Í aðdraganda fundarins hafa forsvarsmenn margra ríkja þó opinberað hvað sent verður til Úkraínu á næstu vikum og mánuðum. Þær sendingar innihalda meðal annars marga tugi bryndreka, brynvarðra farartækja, mikið af skotfærum og stórskotaliðsvopnakerfi. Danir ákváðu til að mynda að senda öll sín nítján Ceasar skotfæraliðsvopn til Úkraínu. Þá eru Svíar að senda Archer stórskotaliðsvopn til Úkraínu. Bandaríkin ætla samkvæmt tilkynningu frá því í gær að senda nokkur loftvarnarkerfi, skotfæri í slík kerfi, 59 Bradley bryndreka og mikið magn skotfæra, 90 Stryker bryndreka, sem hannaðir eru til að flytja hermenn, 53 farartæki sem hönnuð eru til að þola jarðsprengjur, 350 HMMWV jeppa, tuttugu þúsund 155 mm sprengikúlur fyrir stórskotalið og 600 sérstaklega nákvæmar 155 mm sprengikúlur. þeir ætla einnig að senda 95 þúsund 105 mm sprengikúlur, tæplega tólf þúsund sprengjur í sprengjuvörpur og skotfæri fyrir HIMARS eldflaugakerfi. Þar að auki ætla Bandaríkjamenn að senda sérstaka flutningabíla fyrir skotfæri til Úkraínu, auk sex færanlegra stjórnstöðva og 22 bíla til að flytja fallbyssur. Þá senda þeir rúmlega þrjár milljónir byssuskota, nætursjónauka og eldflaugar sem hannaðar eru til að elta upp ratsjár og granda þeim, auk annars búnaðar. Eistar standa öðrum framar Meðal annarra tilkynntu Eistar líka nýja vopnasendingu til Úkraínu en hún er sú stærsta frá þeim hingað til. Hernaðaraðstoð Eista til Úkraínu samsvarar nú meira en einu prósenti af vergri landsframleiðslu Eistlands. Kaja Kallas, forsætisráðherra, sagði frá sendingunni í gær og sagði að hún innihéldi stórskotaliðsvopn, sprengjuvörpur og skotfæri. Hún sagði einni að allir vildu binda enda á stríðið í Úkraínu en að Rússar hefðu sent skýr skilaboð að þeir myndu ekki láta af árásarstríði þeirra. Þrátt fyrir mikið mannfall ættu Rússar enn mikið magn hergagna í vöruskemmum og enn gætu þeir kvatt hundruð þúsundir manna í herinn. Þá hafi Rússar lagt mikið púður í hergagnaframleiðslu. Kallas sagði að þetta væri ástæðan fyrir því að Vesturlönd þyrftu að gera meira og auka aðstoð við Úkraínu til að tryggja sigur Úkraínumanna. Hún sagði árás Rússa á Úkraínu kosta alla Evrópu. Á meðan önnur ríki borguðu þann kostnað í Evrum, væru Úkraínumenn að borga hann með mannslífum. Russian aggression has a price to all of us a price we pay in euros but Ukraine pays in human lives.That price would be much-much higher for the whole world if aggression paid off.More information about Estonia s military aid package: https://t.co/xRAMDK4b8r 5/— Kaja Kallas (@kajakallas) January 19, 2023 Þá hefur vakið athygli að Wopke Hoekstra, utanríkisráðherra Hollands, sagði í gær að til greina kæmi að senda F-16 orrustuþotur til Úkraínu. Taki Úkraínumenn þá ákvörðun að biðja um orrustuþotur yrði það skoðað og ekkert væri útilokað í þeim málum. Þá hefur NL Times eftir Kajsa Ollongren, varnarmálaráðherra Hollands, að ríkið væri tilbúið til að borga fyrir Leopard 2 skriðdreka sem sendir yrðu frá öðrum löndum til Úkraínu. Hollendingar hafa þegar, með Bandaríkjunum, greitt fyrir uppfærslu á um þrjú hundruð T-72 skriðdrekum sem senda á frá Tékklandi til Úkraínu. Þeir skriðdrekar eru frá tímum Sovétríkjanna. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í morgun að Úkraínumenn fengju F-16 orrustuþotur og langdrægari eldflaugar. #RamsteinThe war started by RF doesn t allow delays.I can thank you hundreds of times but hundreds of "thank you are not hundreds of tanks.We must speed up! Time must become our common weapon, just like air defense, artillery, armored vehicles & tanks.The Kremlin must lose pic.twitter.com/wieu6fkMBn— (@ZelenskyyUa) January 20, 2023 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Þýskaland Danmörk Svíþjóð Eistland Pólland Hernaður Holland Tékkland Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Eftir langvarandi þrátefli á víglínunum vinna bæði Rússar og Úkraínumenn að því að byggja upp nýjar herdeildir fyrir frekari átök þegar vorið nálgast. Úkraínumenn segja vopnasendingar þeim gífurlega mikilvægar og því fyrr sem þeir fái vopn því betra. Úkraínumenn hafa sérstaklega vonast eftir því að fá Leopard 2 skriðdreka sem framleiddir eru í Þýskalandi. Þeir eru víða notaðir í Evrópu og hafa ráðamenn í nokkrum ríkjum sagst tilbúnir til að senda skriðdreka. Þjóðverjar þurfa þó að gefa leyfi fyrir því, þar sem þeir eru framleiddir þar. Það hafa Þjóðverjar ekki viljað gera og segja að Bandaríkjamenn þurfi einnig að senda M1 Abrams skriðdreka til Úkraínu. Leopard skriðdrekarnir þykja þó hentugri fyrir Úkraínumenn en Abrams skriðdrekar Bandaríkjamanna, þar sem þeir síðarnefndu ganga fyrir flugvélaeldsneyti, þurfa meira viðhald og umfangsmeira birgðanet en Leopard 2 skriðdrekar, sem ganga fyrir hefðbundinni dísilolíu. Sjá einnig: Á að ákveða hvort Úkraína fái vestræna skriðdreka Ráðamenn í Þýskalandi hafa gefið í skyn að þeir óttist stigmögnun í átökunum í Úkraínu. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sagði í gær að taki Þjóðverjar ekki ákvörðun á komandi dögum, gætu Pólverjar gripið til aðgerða og sent Leopoard skriðdreka til Úkraínu án leyfis frá Berlín. „Við munum annað hvort komast fljótt að samkomulagi eða við munum sjálfir gera það sem er rétt,“ sagði Morawiecki. Bretar riðu á vaðið Bretar ætla að senda fjórtán Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu en þeir eru eldri en Leopard 2 skriðdrekarnir. Á blaði eru báðir skriðdrekarnir þó betri en skriðdrekarnir sem bæði Rússar og Úkraínumenn hafa til afnota. Úkraínumenn hafa fengið mikinn fjölda skriðdreka sem framleiddir voru á tímum Sovétríkjanna frá ríkjum Austur-Evrópu. Þegar Úkraínumenn segjast þurfa vestræna skriðdreka vísa þeir meðal annars til þess að skotfæri í gömlu sovésku skriðdrekana eru af skornum skammti og lítið af þeim framleidd á Vesturlöndum. Peskóv sagði við blaðamenn í morgun að Rússar teldu ekki líklegt að sendingar vestrænna skriðdreka myndu hafa nokkur áhrif og myndu ekki koma í veg fyrir að Rússar næðu markmiðum sínum í Úkraínu, samkvæmt RIA fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. Hann sagði þar að auki að sendingarnar myndu eingöngu auka á vandræði Úkraínumanna varðandi það að þjónusta þessa skriðdreka. Funda um aukna aðstoð Erindrekar bandalagsríkja Úkraínu funda nú í Þýskalandi um hernaðaraðstoð til Úkraínu. Við upphaf fundarins í Ramstein í morgun sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að rússar væru að fylkja saman liði og byggja upp hersveitir. Hann sagði að bakhjarlar Úkraínu þyrftu að standa þétt við bakið á Úkraínumönnum og ekki missa móðinn. Halda á blaðamannafund um niðurstöðu fundarins seinna í dag. Í aðdraganda fundarins hafa forsvarsmenn margra ríkja þó opinberað hvað sent verður til Úkraínu á næstu vikum og mánuðum. Þær sendingar innihalda meðal annars marga tugi bryndreka, brynvarðra farartækja, mikið af skotfærum og stórskotaliðsvopnakerfi. Danir ákváðu til að mynda að senda öll sín nítján Ceasar skotfæraliðsvopn til Úkraínu. Þá eru Svíar að senda Archer stórskotaliðsvopn til Úkraínu. Bandaríkin ætla samkvæmt tilkynningu frá því í gær að senda nokkur loftvarnarkerfi, skotfæri í slík kerfi, 59 Bradley bryndreka og mikið magn skotfæra, 90 Stryker bryndreka, sem hannaðir eru til að flytja hermenn, 53 farartæki sem hönnuð eru til að þola jarðsprengjur, 350 HMMWV jeppa, tuttugu þúsund 155 mm sprengikúlur fyrir stórskotalið og 600 sérstaklega nákvæmar 155 mm sprengikúlur. þeir ætla einnig að senda 95 þúsund 105 mm sprengikúlur, tæplega tólf þúsund sprengjur í sprengjuvörpur og skotfæri fyrir HIMARS eldflaugakerfi. Þar að auki ætla Bandaríkjamenn að senda sérstaka flutningabíla fyrir skotfæri til Úkraínu, auk sex færanlegra stjórnstöðva og 22 bíla til að flytja fallbyssur. Þá senda þeir rúmlega þrjár milljónir byssuskota, nætursjónauka og eldflaugar sem hannaðar eru til að elta upp ratsjár og granda þeim, auk annars búnaðar. Eistar standa öðrum framar Meðal annarra tilkynntu Eistar líka nýja vopnasendingu til Úkraínu en hún er sú stærsta frá þeim hingað til. Hernaðaraðstoð Eista til Úkraínu samsvarar nú meira en einu prósenti af vergri landsframleiðslu Eistlands. Kaja Kallas, forsætisráðherra, sagði frá sendingunni í gær og sagði að hún innihéldi stórskotaliðsvopn, sprengjuvörpur og skotfæri. Hún sagði einni að allir vildu binda enda á stríðið í Úkraínu en að Rússar hefðu sent skýr skilaboð að þeir myndu ekki láta af árásarstríði þeirra. Þrátt fyrir mikið mannfall ættu Rússar enn mikið magn hergagna í vöruskemmum og enn gætu þeir kvatt hundruð þúsundir manna í herinn. Þá hafi Rússar lagt mikið púður í hergagnaframleiðslu. Kallas sagði að þetta væri ástæðan fyrir því að Vesturlönd þyrftu að gera meira og auka aðstoð við Úkraínu til að tryggja sigur Úkraínumanna. Hún sagði árás Rússa á Úkraínu kosta alla Evrópu. Á meðan önnur ríki borguðu þann kostnað í Evrum, væru Úkraínumenn að borga hann með mannslífum. Russian aggression has a price to all of us a price we pay in euros but Ukraine pays in human lives.That price would be much-much higher for the whole world if aggression paid off.More information about Estonia s military aid package: https://t.co/xRAMDK4b8r 5/— Kaja Kallas (@kajakallas) January 19, 2023 Þá hefur vakið athygli að Wopke Hoekstra, utanríkisráðherra Hollands, sagði í gær að til greina kæmi að senda F-16 orrustuþotur til Úkraínu. Taki Úkraínumenn þá ákvörðun að biðja um orrustuþotur yrði það skoðað og ekkert væri útilokað í þeim málum. Þá hefur NL Times eftir Kajsa Ollongren, varnarmálaráðherra Hollands, að ríkið væri tilbúið til að borga fyrir Leopard 2 skriðdreka sem sendir yrðu frá öðrum löndum til Úkraínu. Hollendingar hafa þegar, með Bandaríkjunum, greitt fyrir uppfærslu á um þrjú hundruð T-72 skriðdrekum sem senda á frá Tékklandi til Úkraínu. Þeir skriðdrekar eru frá tímum Sovétríkjanna. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í morgun að Úkraínumenn fengju F-16 orrustuþotur og langdrægari eldflaugar. #RamsteinThe war started by RF doesn t allow delays.I can thank you hundreds of times but hundreds of "thank you are not hundreds of tanks.We must speed up! Time must become our common weapon, just like air defense, artillery, armored vehicles & tanks.The Kremlin must lose pic.twitter.com/wieu6fkMBn— (@ZelenskyyUa) January 20, 2023
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Þýskaland Danmörk Svíþjóð Eistland Pólland Hernaður Holland Tékkland Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira