Förðunarfræðingur Hailey Bieber leysir frá skjóðunni Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 22. janúar 2023 10:00 Hailey Bieber er alltaf óaðfinnanlega förðuð. Getty/Axelle/Bauer-Griffin Það má gera ráð fyrir því þessa dagana að allt sem fyrirsætan Hailey Bieber gerir verði að tískubylgju. Nýjasta æðið er sérstök förðunartækni sem förðunarfræðingur Bieber notast við þegar hún farðar hana. Mary Phillips er einn af förðunarfræðingum stjarnanna. Phillips hefur verið í bransanum í fjölmörg ár og hefur farðað konur á borð við Kim Kardashian, Jennifer Lopez, Kendall Jenner og síðast en ekki síst Hailey Bieber. Síðustu ár hefur Hailey Bieber verið ein helsta fyrirmynd ungra kvenna þegar kemur að tísku og útliti. Hún þykir einstaklega smekkleg og flestallt sem hún gerir kemst í tísku, hvort sem það snýr að klæðaburði, hári, nöglum eða förðun. Hinar frægu Hailey Bieber neglur hafa til að mynda verið það heitasta í rúmt ár og virðist ekkert lát ætla að vera á vinsældum þeirra. „Öfug“ förðun sem slegið hefur í gegn Bieber er þekkt fyrir náttúrulega og látlausa förðun þar sem mikil áhersla er lögð á ljómandi og lýtalausa húð. Bieber birtir reglulega myndbönd á TikTok síðu sinni þar sem hún sýnir hvernig hún farðar sig. Einhverjum hefur þó þótt þau myndbönd heldur óspennandi, þar sem Bieber þykist nota lítið sem ekkert magn af förðunarvörum á andlit sitt og því lítið af þessum myndböndum að læra. Nú hefur förðunarfræðingur hennar hins vegar leyst frá skjóðunni og gefið upp þá tækni sem hún notar þegar hún farðar Bieber. Sú tækni hefur vakið mikla athygli, vegna þess að þetta er aðferð sem fáir hafa líklega prófað. Phillips notast við svokallaða „öfuga“ aðferð. Hún er þannig að í staðinn fyrir að byrja á grunninum og fara svo út í smáatriðin, byrjar hún á smáatriðunum og setur grunninn svo yfir. Förum betur yfir þetta: Fyrsta skrefið er skygging. Phillips notar skyggingarstifti í dökkum lit sem hún setur undir kinnbeinin, undir kjálkann, meðfram nefinu og á þá staði sem hún vill skyggja til þess að ýkja beinabyggingu andlitsins. Því næst setur hún hyljara undir augun, í kringum munninn og nefið, á ennið og á þau svæði sem hún vill birta til. Þriðja skrefið er svo algjört lykilatriði. Phillips tekur stóran og mjúkan púðurbursta og dýfir honum í örlítið af farða og setur yfir allt andlitið. Hún klárar svo húðina með því að setja kinnalit efst á kinnarnar og örlítið á nefið. Kenndi aðferðina á TikTok Hér fyrir neðan má sjá myndband Mary Phillips þar sem hún útskýrir aðferðina í stuttu máli. Eftir að Phillips birti myndbandið hefur þessi tækni farið eins og eldur í sinu um TikTok og keppist ungt förðunaráhugafólk um að endurgera lúkkið. @makeupbymaryphillips lmk if you have questions! First video please be nice! Lol #maryphillipsmakeup #maryphillipshack #contourtechnique #foundationhack #makeuphack Lo-fi hip hop - NAO-K Bieber sýnir aðferðina sjálf Hér má svo sjá Hailey Bieber nota aðferð Phillips þegar hún farðar sig sjálf. Hún virðist gera eitt öðruvísi en Phillips og það er að blanda örlitlu rakakremi út í farðann áður en hún ber hann á sig með mjúkum bursta. Það gerir farðann ennþá náttúrulegri og meira ljómandi. Að lokum setur hún svo örlítið púður undir augun, í kringum nef og á þá staði sem hún vill glansa minna. @haileybieber the Mary P contour trick forever. Also - my best friend sings this song @justineskye Collide (Sped Up Remix) - Justine Skye Förðun Hollywood TikTok Tengdar fréttir Rútína Hailey Bieber: „Ég á erfitt með að fikta ekki í bólum“ Fyrirsætan Hailey Rhode Bieber deilir húð- og förðunar rútínunni sinni með Vogue. Hún gaf sjálf nýlega út snyrtivörumerkið Rhode sem hún notar í myndbandinu og segir vörurnar vera nærandi og gefa ljóma. 27. júní 2022 13:31 Hailey Bieber mögulega að setja á markað sitt eigið vörumerki HI beauty teymið Heiður Ósk og Ingunn Sig, þáttastjórnendur Snyrtiborðsins, lifa og hrærast í heimi snyrtivara, förðunar og hárs. Í nýjasta pistlinum velta þær fyrir sér hvað sé að gerast hjá ofurfyrirsætunni Haylie Bieber, eiginkonu Justin Bieber. Við gefum þeim orðið. 6. febrúar 2022 10:00 Endurskapar Bieber nafnið: Ein stærsta tískufyrirmynd sinnar kynslóðar Það er óhætt að segja að hin undurfagra Hailey Bieber sé ein helsta tískufyrirmynd ungra kvenna í dag. Stíll hennar er einstaklega töff en á sama tíma afslappaður og áreynslulaus, sem gerir það að verkum að auðvelt er fyrir hvern sem er að endurskapa hann. 28. apríl 2022 07:01 Náðu fram heitasta naglatrendinu með vörum sem þú átt nú þegar til í snyrtibuddunni Þeir sem fylgjast vel með í heimi tísku og förðunar hafa varla látið hinar vinsælu Hailey Bieber-neglur framhjá sér fara. Ekkert lát virðist vera á vinsældum þessa trends og því vel við hæfi að fara yfir fara yfir það hvernig hægt er að ná fram þessu lúkki heima, með vörum sem ættu að vera til í flestum snyrtibuddum. 17. september 2022 07:00 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Mary Phillips er einn af förðunarfræðingum stjarnanna. Phillips hefur verið í bransanum í fjölmörg ár og hefur farðað konur á borð við Kim Kardashian, Jennifer Lopez, Kendall Jenner og síðast en ekki síst Hailey Bieber. Síðustu ár hefur Hailey Bieber verið ein helsta fyrirmynd ungra kvenna þegar kemur að tísku og útliti. Hún þykir einstaklega smekkleg og flestallt sem hún gerir kemst í tísku, hvort sem það snýr að klæðaburði, hári, nöglum eða förðun. Hinar frægu Hailey Bieber neglur hafa til að mynda verið það heitasta í rúmt ár og virðist ekkert lát ætla að vera á vinsældum þeirra. „Öfug“ förðun sem slegið hefur í gegn Bieber er þekkt fyrir náttúrulega og látlausa förðun þar sem mikil áhersla er lögð á ljómandi og lýtalausa húð. Bieber birtir reglulega myndbönd á TikTok síðu sinni þar sem hún sýnir hvernig hún farðar sig. Einhverjum hefur þó þótt þau myndbönd heldur óspennandi, þar sem Bieber þykist nota lítið sem ekkert magn af förðunarvörum á andlit sitt og því lítið af þessum myndböndum að læra. Nú hefur förðunarfræðingur hennar hins vegar leyst frá skjóðunni og gefið upp þá tækni sem hún notar þegar hún farðar Bieber. Sú tækni hefur vakið mikla athygli, vegna þess að þetta er aðferð sem fáir hafa líklega prófað. Phillips notast við svokallaða „öfuga“ aðferð. Hún er þannig að í staðinn fyrir að byrja á grunninum og fara svo út í smáatriðin, byrjar hún á smáatriðunum og setur grunninn svo yfir. Förum betur yfir þetta: Fyrsta skrefið er skygging. Phillips notar skyggingarstifti í dökkum lit sem hún setur undir kinnbeinin, undir kjálkann, meðfram nefinu og á þá staði sem hún vill skyggja til þess að ýkja beinabyggingu andlitsins. Því næst setur hún hyljara undir augun, í kringum munninn og nefið, á ennið og á þau svæði sem hún vill birta til. Þriðja skrefið er svo algjört lykilatriði. Phillips tekur stóran og mjúkan púðurbursta og dýfir honum í örlítið af farða og setur yfir allt andlitið. Hún klárar svo húðina með því að setja kinnalit efst á kinnarnar og örlítið á nefið. Kenndi aðferðina á TikTok Hér fyrir neðan má sjá myndband Mary Phillips þar sem hún útskýrir aðferðina í stuttu máli. Eftir að Phillips birti myndbandið hefur þessi tækni farið eins og eldur í sinu um TikTok og keppist ungt förðunaráhugafólk um að endurgera lúkkið. @makeupbymaryphillips lmk if you have questions! First video please be nice! Lol #maryphillipsmakeup #maryphillipshack #contourtechnique #foundationhack #makeuphack Lo-fi hip hop - NAO-K Bieber sýnir aðferðina sjálf Hér má svo sjá Hailey Bieber nota aðferð Phillips þegar hún farðar sig sjálf. Hún virðist gera eitt öðruvísi en Phillips og það er að blanda örlitlu rakakremi út í farðann áður en hún ber hann á sig með mjúkum bursta. Það gerir farðann ennþá náttúrulegri og meira ljómandi. Að lokum setur hún svo örlítið púður undir augun, í kringum nef og á þá staði sem hún vill glansa minna. @haileybieber the Mary P contour trick forever. Also - my best friend sings this song @justineskye Collide (Sped Up Remix) - Justine Skye
Förðun Hollywood TikTok Tengdar fréttir Rútína Hailey Bieber: „Ég á erfitt með að fikta ekki í bólum“ Fyrirsætan Hailey Rhode Bieber deilir húð- og förðunar rútínunni sinni með Vogue. Hún gaf sjálf nýlega út snyrtivörumerkið Rhode sem hún notar í myndbandinu og segir vörurnar vera nærandi og gefa ljóma. 27. júní 2022 13:31 Hailey Bieber mögulega að setja á markað sitt eigið vörumerki HI beauty teymið Heiður Ósk og Ingunn Sig, þáttastjórnendur Snyrtiborðsins, lifa og hrærast í heimi snyrtivara, förðunar og hárs. Í nýjasta pistlinum velta þær fyrir sér hvað sé að gerast hjá ofurfyrirsætunni Haylie Bieber, eiginkonu Justin Bieber. Við gefum þeim orðið. 6. febrúar 2022 10:00 Endurskapar Bieber nafnið: Ein stærsta tískufyrirmynd sinnar kynslóðar Það er óhætt að segja að hin undurfagra Hailey Bieber sé ein helsta tískufyrirmynd ungra kvenna í dag. Stíll hennar er einstaklega töff en á sama tíma afslappaður og áreynslulaus, sem gerir það að verkum að auðvelt er fyrir hvern sem er að endurskapa hann. 28. apríl 2022 07:01 Náðu fram heitasta naglatrendinu með vörum sem þú átt nú þegar til í snyrtibuddunni Þeir sem fylgjast vel með í heimi tísku og förðunar hafa varla látið hinar vinsælu Hailey Bieber-neglur framhjá sér fara. Ekkert lát virðist vera á vinsældum þessa trends og því vel við hæfi að fara yfir fara yfir það hvernig hægt er að ná fram þessu lúkki heima, með vörum sem ættu að vera til í flestum snyrtibuddum. 17. september 2022 07:00 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Rútína Hailey Bieber: „Ég á erfitt með að fikta ekki í bólum“ Fyrirsætan Hailey Rhode Bieber deilir húð- og förðunar rútínunni sinni með Vogue. Hún gaf sjálf nýlega út snyrtivörumerkið Rhode sem hún notar í myndbandinu og segir vörurnar vera nærandi og gefa ljóma. 27. júní 2022 13:31
Hailey Bieber mögulega að setja á markað sitt eigið vörumerki HI beauty teymið Heiður Ósk og Ingunn Sig, þáttastjórnendur Snyrtiborðsins, lifa og hrærast í heimi snyrtivara, förðunar og hárs. Í nýjasta pistlinum velta þær fyrir sér hvað sé að gerast hjá ofurfyrirsætunni Haylie Bieber, eiginkonu Justin Bieber. Við gefum þeim orðið. 6. febrúar 2022 10:00
Endurskapar Bieber nafnið: Ein stærsta tískufyrirmynd sinnar kynslóðar Það er óhætt að segja að hin undurfagra Hailey Bieber sé ein helsta tískufyrirmynd ungra kvenna í dag. Stíll hennar er einstaklega töff en á sama tíma afslappaður og áreynslulaus, sem gerir það að verkum að auðvelt er fyrir hvern sem er að endurskapa hann. 28. apríl 2022 07:01
Náðu fram heitasta naglatrendinu með vörum sem þú átt nú þegar til í snyrtibuddunni Þeir sem fylgjast vel með í heimi tísku og förðunar hafa varla látið hinar vinsælu Hailey Bieber-neglur framhjá sér fara. Ekkert lát virðist vera á vinsældum þessa trends og því vel við hæfi að fara yfir fara yfir það hvernig hægt er að ná fram þessu lúkki heima, með vörum sem ættu að vera til í flestum snyrtibuddum. 17. september 2022 07:00