Bannað að beita vopnunum gegn fólki í slæmu ástandi og þunguðum konum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. janúar 2023 13:07 Notkun rafbyssa er og hefur verið afar umdeild erlendis. Getty Notkun rafvarnarvopna verður alltaf að vera nauðsynleg, réttlætanleg og taka mið af meðalhófsreglu. Ekki má beita þeim gegn einstaklingum í „áberandi slæmu líkamlegu ástandi eða konum sem eru augljóslega þungaðar“. Þetta kemur fram í drögum að reglum um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna, sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra undirritaði 30. desember síðastliðinn. Reglurnar taka gildi þegar þær birtast í Stjórnartíðindum en samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu verður það líklega 23. janúar næstkomandi. Í reglunum er að finna heimild til handa lögreglu til notkunar rafbyssa, sem ráðuneytið kýs að kalla „rafvarnarvopn“. Þar segir að lögreglu sé heimilt að nota rafvarnarvopn þegar heimilt er að nota úðavopn eða kylfu, ef talið er að úðavopn eða kylfa eða aðrar vægari aðgerðir muni ekki nægja til að yfirbuga einstakling eða skilyrði til notkun skotvopna er ekki til staðar. „Heimilt er að nota rafvarnarvopn ef lögreglumaður telur notkun þess geta afstýrt frekari hættu fyrir hann sjálfan eða aðra, svo sem þar sem hægt er að beita rafvarnar-vopni á lengra færi en úðavopni eða kylfu. Notkun rafvarnarvopna verður alltaf að vera nauðsynleg, réttlætanleg og taka mið af meðalhófsreglu,“ segir í regludrögunum. Þá segir að hafa þurfi í huga að sá sem beittur sé rafbyssu muni mögulega falla niður. Athygli vekur að ekki er kveðið á um að viðkomandi sé fluttur á sjúkrahús til læknisskoðunar, heldur aðeins í þeim tilvikum þegar ástæða þykir til. Samkvæmt reglunum verða lögreglumenn, ef aðstæður leyfa, að vara einstaklinga við áður en rafbyssu er beitt. Aðeins skipaðir eða settir lögreglumenn sem lokið hafa lögreglunámi og fengið þjálfun í notkun rafbyssa geta fengið þeim úthlutað. „Þeir einir mega nota rafvarnarvopn sem hlotið hafa slíka þjálfun,“ segir í regludrögunum. Þá segir að lögreglumenn sem fá úthlutað rafbyssu skuli einnig bera búkmyndavél og nota hana samhliða notkun rafbyssunnar. „Viðkomandi lögreglumenn skulu hljóta árlega viðhaldsþjálfun í notkun rafvarnarvopna sam-kvæmt nánari reglum sem ríkislögreglustjóri setur,“ segir í regludrögunum en samkvæmt þeim er gert ráð fyrir að ríkislögreglustjóri setji ítarlegri verklagsreglur um notkun rafbyssa en kveðið er á um í reglum ráðherra. Í reglunum er að lokum kveðið á um skýrslugerð í kjölfar notkunar rafvarnarvopna og lögreglumönnum gert að greina yfirmönnum sínum strax frá notkuninni og rita skýrslu um atvikið. „Í skýrslu skulu koma fram ástæður notkunarinnar, hvernig rafvarnarvopninu var beitt og ráðstafanir sem síðan voru gerðar til að koma í veg fyrir skaða af völdum beitingarinnar.“ Notkun rafbyssu geti verið vægara úrræði en að beita kylfu Athygli vekur að í reglunum, þar sem fjallað er um öll vopn lögreglu, virðist afstaðan til rafbyssa nokkuð afslappaðri en til skotvopna. Rafbyssurnar eru felldar undir kafla þar sem fjallað er um kylfur og úðavopn en í öðrum kafla er fjallað um skotvopn, sprengivopn, gasvopn og hvellvopn. Hvað varðar síðarnefndu vopnin er meðal annars fjallað nokkuð ítarlega um afhendingu skotvopna til lögreglumanna, eftirlit yfirmanna og ábyrgð lögreglumanna. Þá er fjallað um skil á skotvopnum og ábyrgð stjórnenda á skilum. Einnig eru reglurnar mun ítarlegri þegar kemur að notkun síðarnefndu vopnanna. Sambærileg fyrirmæli er ekki að finna um rafbyssurnar. Þessi afstaða, að rafbyssur séu frekar í flokki með kylfum og úðavopnum en hættulegri vopnum, er ítrekuð í athugasemdum með reglunum. Þar segir að notkun rafvarnarvopna sé mögulegri á lengra færi en með kylfu eða úðavopni. Lögreglumenn geti þannig yfirbugað einstakling áður en þeir komast í návígi við viðkomandi og þannig „minnkað hættu á skaða“. „Notkun rafvarnarvopna, úðavopna og kylfu eru á sama stigi valdbeitingar og val um hvaða vopn er notað byggir á mati lögreglumanns á hvaða vopn sé heppilegast að nota miðað við aðstæður hverju sinni. Notkun rafvarnarvopna kann þannig að vera vægari aðgerð en til dæmis að nota kylfu,“ segir í regludrögunum. Þá er vitnað í reynslu erlendis frá, sem er sögð hafa sýnt að oft nægi að ógna með rafvopni til að einstaklingur láti af mótstöðu. Í athugasemdunum er ítrekað að ætlast sé til þess að lögreglumenn beri búkmyndavélar samhliða notkun rafbyssa og talað um mikilvægi þess að lögreglumenn riti skýrslur um öll atvik, hvort sem vopnið var notað eða notkun þess hótað. „Um nýjan valdbeitingar-búnað er að ræða og farið verður yfir hvert einstakt tilfelli eftir á samkvæmt nánari ákvörðun ríkis-lögreglustjóra,“ segir í regludrögunum. Lögreglan Skotvopn Rafbyssur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Þetta kemur fram í drögum að reglum um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna, sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra undirritaði 30. desember síðastliðinn. Reglurnar taka gildi þegar þær birtast í Stjórnartíðindum en samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu verður það líklega 23. janúar næstkomandi. Í reglunum er að finna heimild til handa lögreglu til notkunar rafbyssa, sem ráðuneytið kýs að kalla „rafvarnarvopn“. Þar segir að lögreglu sé heimilt að nota rafvarnarvopn þegar heimilt er að nota úðavopn eða kylfu, ef talið er að úðavopn eða kylfa eða aðrar vægari aðgerðir muni ekki nægja til að yfirbuga einstakling eða skilyrði til notkun skotvopna er ekki til staðar. „Heimilt er að nota rafvarnarvopn ef lögreglumaður telur notkun þess geta afstýrt frekari hættu fyrir hann sjálfan eða aðra, svo sem þar sem hægt er að beita rafvarnar-vopni á lengra færi en úðavopni eða kylfu. Notkun rafvarnarvopna verður alltaf að vera nauðsynleg, réttlætanleg og taka mið af meðalhófsreglu,“ segir í regludrögunum. Þá segir að hafa þurfi í huga að sá sem beittur sé rafbyssu muni mögulega falla niður. Athygli vekur að ekki er kveðið á um að viðkomandi sé fluttur á sjúkrahús til læknisskoðunar, heldur aðeins í þeim tilvikum þegar ástæða þykir til. Samkvæmt reglunum verða lögreglumenn, ef aðstæður leyfa, að vara einstaklinga við áður en rafbyssu er beitt. Aðeins skipaðir eða settir lögreglumenn sem lokið hafa lögreglunámi og fengið þjálfun í notkun rafbyssa geta fengið þeim úthlutað. „Þeir einir mega nota rafvarnarvopn sem hlotið hafa slíka þjálfun,“ segir í regludrögunum. Þá segir að lögreglumenn sem fá úthlutað rafbyssu skuli einnig bera búkmyndavél og nota hana samhliða notkun rafbyssunnar. „Viðkomandi lögreglumenn skulu hljóta árlega viðhaldsþjálfun í notkun rafvarnarvopna sam-kvæmt nánari reglum sem ríkislögreglustjóri setur,“ segir í regludrögunum en samkvæmt þeim er gert ráð fyrir að ríkislögreglustjóri setji ítarlegri verklagsreglur um notkun rafbyssa en kveðið er á um í reglum ráðherra. Í reglunum er að lokum kveðið á um skýrslugerð í kjölfar notkunar rafvarnarvopna og lögreglumönnum gert að greina yfirmönnum sínum strax frá notkuninni og rita skýrslu um atvikið. „Í skýrslu skulu koma fram ástæður notkunarinnar, hvernig rafvarnarvopninu var beitt og ráðstafanir sem síðan voru gerðar til að koma í veg fyrir skaða af völdum beitingarinnar.“ Notkun rafbyssu geti verið vægara úrræði en að beita kylfu Athygli vekur að í reglunum, þar sem fjallað er um öll vopn lögreglu, virðist afstaðan til rafbyssa nokkuð afslappaðri en til skotvopna. Rafbyssurnar eru felldar undir kafla þar sem fjallað er um kylfur og úðavopn en í öðrum kafla er fjallað um skotvopn, sprengivopn, gasvopn og hvellvopn. Hvað varðar síðarnefndu vopnin er meðal annars fjallað nokkuð ítarlega um afhendingu skotvopna til lögreglumanna, eftirlit yfirmanna og ábyrgð lögreglumanna. Þá er fjallað um skil á skotvopnum og ábyrgð stjórnenda á skilum. Einnig eru reglurnar mun ítarlegri þegar kemur að notkun síðarnefndu vopnanna. Sambærileg fyrirmæli er ekki að finna um rafbyssurnar. Þessi afstaða, að rafbyssur séu frekar í flokki með kylfum og úðavopnum en hættulegri vopnum, er ítrekuð í athugasemdum með reglunum. Þar segir að notkun rafvarnarvopna sé mögulegri á lengra færi en með kylfu eða úðavopni. Lögreglumenn geti þannig yfirbugað einstakling áður en þeir komast í návígi við viðkomandi og þannig „minnkað hættu á skaða“. „Notkun rafvarnarvopna, úðavopna og kylfu eru á sama stigi valdbeitingar og val um hvaða vopn er notað byggir á mati lögreglumanns á hvaða vopn sé heppilegast að nota miðað við aðstæður hverju sinni. Notkun rafvarnarvopna kann þannig að vera vægari aðgerð en til dæmis að nota kylfu,“ segir í regludrögunum. Þá er vitnað í reynslu erlendis frá, sem er sögð hafa sýnt að oft nægi að ógna með rafvopni til að einstaklingur láti af mótstöðu. Í athugasemdunum er ítrekað að ætlast sé til þess að lögreglumenn beri búkmyndavélar samhliða notkun rafbyssa og talað um mikilvægi þess að lögreglumenn riti skýrslur um öll atvik, hvort sem vopnið var notað eða notkun þess hótað. „Um nýjan valdbeitingar-búnað er að ræða og farið verður yfir hvert einstakt tilfelli eftir á samkvæmt nánari ákvörðun ríkis-lögreglustjóra,“ segir í regludrögunum.
Lögreglan Skotvopn Rafbyssur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira