Þrumuræða Darra um Dag Kár: Dagur gafst upp á liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2023 08:01 Dagur Kár Jónsson í leik með KR á móti Njarðvík fyrr í vetur. Vísir/Hulda Margrét Darri Freyr Atlason mætti í Subway Tilþrifin í gærkvöldi og fór yfir mál Dags Kár Jónssonar sem yfirgaf félagið um áramótin og hefur nú þegar spilað sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna. Dagur Kár var á sínu fyrsta tímabili með KR en var fyrirliði liðsins í vetur. Hann losnaði undan samningi sínum og skilur við KR í neðsta sæti deildarinnar. Dagur samdi við Stjörnuna sem er að fara spila til úrslita um bikarinn í næstu viku. Darri Freyr er ekki bara sérfræðingur í Subway Körfuboltakvöldi því hann er líka fyrsti varamaður í stjórn Körfuknattleiksdeildar KR og formaður afreksráðs. Hann veit því vel hvað gekk á í þessu máli Dags. Darri sagði líka Kjartani Atla Kjartanssyni frá því hvernig hann og KR-ingar horfa á brotthvarf Dags. Hér fyrir neðan má sjá þessa þrumuræðu fyrrum þjálfara karlaliðs KR. Klippa: Darri um ákvörðun Dags Kár: Ég skil þetta ekki. „Það er þokkalega einfalt mál hvað gerðist. Dagur gafst upp á liðinu og stendur bara með þeirri ákvörðun. Mér skilst að hann hafi verið ósáttur við hvernig sitt hlutverk þroskaðist og liðskipunina í kringum liðið,“ sagði Darri Freyr Atlason. Vilji hjá þjálfurum og stjórn „Hann tekur þá ákvörðun að reyna eftir fremsta megni að finna leiðir til að slíta samningi. KR-ingar eru að sjálfsögðu ekkert sérstaklega spenntir fyrir því að missa Dag því það var vilji hjá þjálfurum og stjórn félagsins að reyna að finna leiðir til að halda þessu áfram. Breyta liðinu sem var að mörgu leyti eftir hans höfði, alla vega undir þeim áhrifum,“ sagði Darri. Dagur Kár var fyrirliði KR-liðsins og hafði með því áhrif. „Sem er bara eðlilegt. Reyna að gera allt til þess að gleyma þessu og halda áfram eftir að þessir bakþankar komu. Hann stóð fast á þessari skoðun og á endanum snerist allt vogarafl KR-inga í þessum samningaviðræðum að þessir samningar teljast ekki gildir nema að þeim sé skilað inn til KKÍ,“ sagði Darri. Hefur ekkert með einhverjar vangoldnar efndir félagsins að gera „Það hljómar rosalega eðlilegt en er hálf kómískt þegar sjötíu prósent leikmanna í deildinni eru með samninga sem hefur ekki verið skilað inn til KKÍ. Allir leikmenn Breiðabliks og allir nema einn leikmaður Vals,“ sagði Darri. „Þetta tekur allt vogarafl út samningsstöðu KR og gefur Degi og Stjörnunni tækifæri að knýja fram þessa niðurstöðu. Ég vil fyrir hönd minna félaga í Vesturbænum líka árétta það að þetta hefur ekkert með einhverjar vangoldnar efndir félagsins að gera,“ sagði Darri. „Það hefur verið mikið kappsmál fyrir körfuknattleiksdeildina að standa við allar skuldbindingar og borga laun, rétta upphæð á réttum tíma. Það hefur tekist og ný stjórn hefur unnið gríðarlega gott verk í svona baklandi sem sést auðvitað ekki á vellinum. Það er leiðinlegt fyrir þau að liðið hefi ekki náð að endurspegla það,“ sagði Darri. Algjörlega einhliða af hálfu Dags „Það hafði alla vegna ekkert með þessa ákvörðun að gera. Þetta var fullkomlega körfuboltalegs eðlis og algjörlega einhliða af hálfu Dags,“ sagði Darri. „Það verða allir að horfa á þetta út frá sínu persónulegt gildismati og ákveða hvað þeim finnst eðlileg ákvörðunartaka í þessu. Ég skil þetta ekki. Ég myndi aldrei fara frá skipi sem er í svona aðstöðu sérstaklega þegar maður ber þvílíka ábyrgð eins og Dagur bar. Hann hafði alla burði til að snúa þessu við með þeirri aðstoð sem hann var að fá,“ sagði Darri. Subway-deild karla KR Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Sjá meira
Dagur Kár var á sínu fyrsta tímabili með KR en var fyrirliði liðsins í vetur. Hann losnaði undan samningi sínum og skilur við KR í neðsta sæti deildarinnar. Dagur samdi við Stjörnuna sem er að fara spila til úrslita um bikarinn í næstu viku. Darri Freyr er ekki bara sérfræðingur í Subway Körfuboltakvöldi því hann er líka fyrsti varamaður í stjórn Körfuknattleiksdeildar KR og formaður afreksráðs. Hann veit því vel hvað gekk á í þessu máli Dags. Darri sagði líka Kjartani Atla Kjartanssyni frá því hvernig hann og KR-ingar horfa á brotthvarf Dags. Hér fyrir neðan má sjá þessa þrumuræðu fyrrum þjálfara karlaliðs KR. Klippa: Darri um ákvörðun Dags Kár: Ég skil þetta ekki. „Það er þokkalega einfalt mál hvað gerðist. Dagur gafst upp á liðinu og stendur bara með þeirri ákvörðun. Mér skilst að hann hafi verið ósáttur við hvernig sitt hlutverk þroskaðist og liðskipunina í kringum liðið,“ sagði Darri Freyr Atlason. Vilji hjá þjálfurum og stjórn „Hann tekur þá ákvörðun að reyna eftir fremsta megni að finna leiðir til að slíta samningi. KR-ingar eru að sjálfsögðu ekkert sérstaklega spenntir fyrir því að missa Dag því það var vilji hjá þjálfurum og stjórn félagsins að reyna að finna leiðir til að halda þessu áfram. Breyta liðinu sem var að mörgu leyti eftir hans höfði, alla vega undir þeim áhrifum,“ sagði Darri. Dagur Kár var fyrirliði KR-liðsins og hafði með því áhrif. „Sem er bara eðlilegt. Reyna að gera allt til þess að gleyma þessu og halda áfram eftir að þessir bakþankar komu. Hann stóð fast á þessari skoðun og á endanum snerist allt vogarafl KR-inga í þessum samningaviðræðum að þessir samningar teljast ekki gildir nema að þeim sé skilað inn til KKÍ,“ sagði Darri. Hefur ekkert með einhverjar vangoldnar efndir félagsins að gera „Það hljómar rosalega eðlilegt en er hálf kómískt þegar sjötíu prósent leikmanna í deildinni eru með samninga sem hefur ekki verið skilað inn til KKÍ. Allir leikmenn Breiðabliks og allir nema einn leikmaður Vals,“ sagði Darri. „Þetta tekur allt vogarafl út samningsstöðu KR og gefur Degi og Stjörnunni tækifæri að knýja fram þessa niðurstöðu. Ég vil fyrir hönd minna félaga í Vesturbænum líka árétta það að þetta hefur ekkert með einhverjar vangoldnar efndir félagsins að gera,“ sagði Darri. „Það hefur verið mikið kappsmál fyrir körfuknattleiksdeildina að standa við allar skuldbindingar og borga laun, rétta upphæð á réttum tíma. Það hefur tekist og ný stjórn hefur unnið gríðarlega gott verk í svona baklandi sem sést auðvitað ekki á vellinum. Það er leiðinlegt fyrir þau að liðið hefi ekki náð að endurspegla það,“ sagði Darri. Algjörlega einhliða af hálfu Dags „Það hafði alla vegna ekkert með þessa ákvörðun að gera. Þetta var fullkomlega körfuboltalegs eðlis og algjörlega einhliða af hálfu Dags,“ sagði Darri. „Það verða allir að horfa á þetta út frá sínu persónulegt gildismati og ákveða hvað þeim finnst eðlileg ákvörðunartaka í þessu. Ég skil þetta ekki. Ég myndi aldrei fara frá skipi sem er í svona aðstöðu sérstaklega þegar maður ber þvílíka ábyrgð eins og Dagur bar. Hann hafði alla burði til að snúa þessu við með þeirri aðstoð sem hann var að fá,“ sagði Darri.
Subway-deild karla KR Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu