Pelé er látinn Árni Sæberg skrifar 29. desember 2022 19:05 Pelé er látinn. Vísir/Getty Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé er látinn. Pelé, sem er af mörgum talinn einn sá besti sem leikið hefur knattspyrnu, lést í dag. Hann varð 82 ára gamall. Joe Fraga, umboðsmaður hans, staðfestir fregnir af andláti hans, að því er segir í frétt AP. Pelé, sem hét réttu nafni Edson Arantes do Nascimento, hafði legið á spítala um nokkurt skeið vegna margvíslegra meina. Hann undirgekkst aðgerð vegna ristilkrabbameins í fyrra. Eins og áður segir er Pelé af mörgum talinn einn af allra bestu knattspyrnumönnum sögunnar. Hann er sagður hafa skorað 1.281 mark í 1.363 leikjum á 21 árs löngum ferli, þar af 77 mörk í 92 leikjum fyrir brasilíska landsliðið. Hann er enn markahæsti leikmaður Brasilíu frá upphafi, en Neymar er þó búinn að jafna metið. Pelé er einnig eini leikmaðurinn í sögunni sem hefur unnið til þriggja heimsmeistaratitla í knattspyrnu. Þann fyrsta vann hann árið 1958, þá aðeins 17 ára gamall. Hann varð svo aftur heimsmeistari 1962 og 1970. Árið 2000 var Pelé svo útnefndur knattspyrnumaður aldarinnar af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Pelé hafði sem áður segir verið að berjast við ristilkrabbamein sem var fjarlægt á síðasta ári. Hann var svo fluttur á sjúkrahús fyrr í þessum mánuði og heilsu hans fór skyndilega að hraka. Sjálfur vildi Pelé þó gera sem minnst úr veikindum sínum og bað hann og dóttir hans fólk að örvænta ekki. Hann var svo lagður aftur inn á sjúkrahús rétt fyrir jól eftir að heilsunni fór að hraka hratt skyndilega á ný. Pelé skilur eftir sig eiginkonu og sjö börn. Brasilía Fótbolti Andlát Andlát Pele Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Pelé, sem er af mörgum talinn einn sá besti sem leikið hefur knattspyrnu, lést í dag. Hann varð 82 ára gamall. Joe Fraga, umboðsmaður hans, staðfestir fregnir af andláti hans, að því er segir í frétt AP. Pelé, sem hét réttu nafni Edson Arantes do Nascimento, hafði legið á spítala um nokkurt skeið vegna margvíslegra meina. Hann undirgekkst aðgerð vegna ristilkrabbameins í fyrra. Eins og áður segir er Pelé af mörgum talinn einn af allra bestu knattspyrnumönnum sögunnar. Hann er sagður hafa skorað 1.281 mark í 1.363 leikjum á 21 árs löngum ferli, þar af 77 mörk í 92 leikjum fyrir brasilíska landsliðið. Hann er enn markahæsti leikmaður Brasilíu frá upphafi, en Neymar er þó búinn að jafna metið. Pelé er einnig eini leikmaðurinn í sögunni sem hefur unnið til þriggja heimsmeistaratitla í knattspyrnu. Þann fyrsta vann hann árið 1958, þá aðeins 17 ára gamall. Hann varð svo aftur heimsmeistari 1962 og 1970. Árið 2000 var Pelé svo útnefndur knattspyrnumaður aldarinnar af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Pelé hafði sem áður segir verið að berjast við ristilkrabbamein sem var fjarlægt á síðasta ári. Hann var svo fluttur á sjúkrahús fyrr í þessum mánuði og heilsu hans fór skyndilega að hraka. Sjálfur vildi Pelé þó gera sem minnst úr veikindum sínum og bað hann og dóttir hans fólk að örvænta ekki. Hann var svo lagður aftur inn á sjúkrahús rétt fyrir jól eftir að heilsunni fór að hraka hratt skyndilega á ný. Pelé skilur eftir sig eiginkonu og sjö börn.
Brasilía Fótbolti Andlát Andlát Pele Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira