Múrmansk svarar Akureyri í sömu mynt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2022 10:59 Bæjarstjórn Akureyrar ákvað í nóvember að slíta vinabæjarsamstarfi við Múrmansk. Vísir/Tryggvi Borgarráð rússnesku borgarinnar Múrmansk hefur ákveðið að slíta vinabæjarsamstarfi við Akureyri, eftir að bæjarráð Akureyrar sleit samstarfinu við Múrmansk í síðasta mánuði. Rússneska fréttaveitan Interfax greindi frá þessari ákvörðun borgarráðs Múrmansk, sem tekin var í síðustu viku. Í frétt Interfax segir að allir 23 fulltrúar í borgarráði hafi samþykkt að slíta vinabæjarsamstarfinu. Haft er eftir Olgu Dzyuba, næstráðanda í borgarráðinu að þann 28. nóvember síðastliðinn hafi stjórnsýslu Múrmansk borist bréf frá Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra Akureyrar, þar sem borgaryfirvöldum Múrmansk var greint frá ákvörðun bæjarstjórn Akureyrar að slíta vinasambandinu. Frá Múrmansk.Delphine AURES/Gamma-Rapho via Getty Images Segir í frétt Interfax að ákvörðun borgarráðs Múrmansk sé tekin til að svara bæjaryfirvöldum á Akureyri í sömu mynt. Samþykkt var einróma á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í nóvember að slíta umræddu vinabæjarsamstarfi. Ákvörðunin var tekin vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þá kom einnig fram í umfjöllun um ákvörðun bæjarstjórnar að vinabæjarsamstarfið á milli Akureyrar og Múrmansk, sem komið var á árið 1994, hafi ekki verið virkt í mörg ár. Akureyri Utanríkismál Rússland Sveitarstjórnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Stjórnsýsla Tengdar fréttir Útilokar ekki að slitið verði á tengslin við vinaborgina Moskvu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ekkert útilokað í þeim efnum hvort slitið verði á tengsl Reykjavíkurborgar og vinaborgarinnar Moskvu. Í Danmörku bárust fréttir af því í gær að bæði Árósir og Álaborg hafi slitið á tengslin við rússneskar vinaborgir sínar vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 11. mars 2022 10:44 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Sjá meira
Rússneska fréttaveitan Interfax greindi frá þessari ákvörðun borgarráðs Múrmansk, sem tekin var í síðustu viku. Í frétt Interfax segir að allir 23 fulltrúar í borgarráði hafi samþykkt að slíta vinabæjarsamstarfinu. Haft er eftir Olgu Dzyuba, næstráðanda í borgarráðinu að þann 28. nóvember síðastliðinn hafi stjórnsýslu Múrmansk borist bréf frá Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra Akureyrar, þar sem borgaryfirvöldum Múrmansk var greint frá ákvörðun bæjarstjórn Akureyrar að slíta vinasambandinu. Frá Múrmansk.Delphine AURES/Gamma-Rapho via Getty Images Segir í frétt Interfax að ákvörðun borgarráðs Múrmansk sé tekin til að svara bæjaryfirvöldum á Akureyri í sömu mynt. Samþykkt var einróma á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í nóvember að slíta umræddu vinabæjarsamstarfi. Ákvörðunin var tekin vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þá kom einnig fram í umfjöllun um ákvörðun bæjarstjórnar að vinabæjarsamstarfið á milli Akureyrar og Múrmansk, sem komið var á árið 1994, hafi ekki verið virkt í mörg ár.
Akureyri Utanríkismál Rússland Sveitarstjórnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Stjórnsýsla Tengdar fréttir Útilokar ekki að slitið verði á tengslin við vinaborgina Moskvu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ekkert útilokað í þeim efnum hvort slitið verði á tengsl Reykjavíkurborgar og vinaborgarinnar Moskvu. Í Danmörku bárust fréttir af því í gær að bæði Árósir og Álaborg hafi slitið á tengslin við rússneskar vinaborgir sínar vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 11. mars 2022 10:44 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Sjá meira
Útilokar ekki að slitið verði á tengslin við vinaborgina Moskvu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ekkert útilokað í þeim efnum hvort slitið verði á tengsl Reykjavíkurborgar og vinaborgarinnar Moskvu. Í Danmörku bárust fréttir af því í gær að bæði Árósir og Álaborg hafi slitið á tengslin við rússneskar vinaborgir sínar vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 11. mars 2022 10:44