Ekki ákjósanlegar horfur fyrir þá sem vilja jólasnjó en getur allt gerst Snorri Másson skrifar 15. desember 2022 12:00 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Veðurvaktinni og Bliku. Vísir Neyðaráætlun Reykjavíkurborgar vegna heimilislausra hefur verið virkjuð vegna fimbulkulda sem gert hefur vart við sig að undanförnu, en skárra veður er ekki í kortunum. Á morgun getur frostið farið niður í tuttugu stig inn til landsins segir veðurfræðingur. Spurður um hvít eða rauð jól segir hann stöðuna í veðurkerfinu ekki ákjósanlega fyrir þá sem vilja jólasnjó. Á meðan éljað hefur drjúgt á Norðurlandi og snjóað austan við Selfoss og í Öræfum, hefur ekkert snjóað á höfuðborgarsvæðinu það sem af er vetri. Ekki er nema von að margir fari að velta fyrir sér á þessu stigi hvort vænta megi hvítra jóla. Svona lýsir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur næstu dögum í samtali við fréttastofu. „Það er dálítil gerjun í gangi seinnipartinn á morgun og aðfaranótt föstudagsins hér fyrir vestan land. Og sennilega snjóar á Suðurnesjum. Það er líklegt. Sumar spár gera ráð fyrir því að þessi bakki nái inn til höfuðborgarsvæðisins. Ég myndi álíta að það væru svona 30-50% líkur á því eins og staðan er núna. Síðan er bara óvíst hvað getur gerst hérna í lok vikunnar eða þegar nær dregur jólum, annað en að það eru allar líkur á að það verði kalt áfram.“ Þannig að við getum sagt að það sé talsverð óvissa uppi um hvort jólin verða hvít eða rauð? „Já eins og ævinlega þegar er ekki nema 15. desember enn þá. En það er allavega ekki þessi ákjósanlega staða uppi í veðurkerfinu sem beinir til okkar éljalofti eða snjókomubökkum úr suðvestri. Það þarf meira til. Ekki ákjósanleg fyrir þá sem vilja jólasnjó, það er að segja,“ segir Einar. Mikið frost að undanförnu hefur nú leitt til þess að neyðaráætlun Reykjavíkurborgar í málaflokki heimilislausra hefur verið virkjuð og neyðarskýlin verða af þeim sökum opin allan sólarhringinn til að fólk þurfi ekki að hírast úti við yfir daginn. Þá hefur sundlaugum verið lokað á Norðurlandi. En betra er ekki að vænta í veðrinu á næstunni að sögn Einars. „Þetta er bara hreinræktað heimskautaloft sem kemur hérna langt úr niðri. Kaldast verður annars vegar á morgun föstudag þar sem frostið fer niður í tíu til tuttugu stig inn til landsins. Svo dregur aðeins úr þessu á laugardag en svo herðir á frostinu á sunnudag og mánudag og þá gætum við séð 10-15 stiga frost til dæmis á höfuðborgarsvæðinu og víða á Suðurlandi og almennt um landið,“ segir Einar. Frostið gerir loftið mjög þurrt, eins og margir ökumenn hafa vafalaust tekið eftir undanfarna morgna - þegar ekki þarf að skafa rúður þrátt fyrir mikið frost. Héla fylgdi kuldanum framan af mánuði enda var rakastigið nær 100% en nú er það ekki nema í 50-70%. Af þeim sökum hvetur veðurfræðingurinn fólk til að huga að raka á heimilum enda margir sem finni fyrir miklum þurrki þegar þurrt loftið hitnar. Veður Jól Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Erlent Fleiri fréttir Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Sjá meira
Á meðan éljað hefur drjúgt á Norðurlandi og snjóað austan við Selfoss og í Öræfum, hefur ekkert snjóað á höfuðborgarsvæðinu það sem af er vetri. Ekki er nema von að margir fari að velta fyrir sér á þessu stigi hvort vænta megi hvítra jóla. Svona lýsir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur næstu dögum í samtali við fréttastofu. „Það er dálítil gerjun í gangi seinnipartinn á morgun og aðfaranótt föstudagsins hér fyrir vestan land. Og sennilega snjóar á Suðurnesjum. Það er líklegt. Sumar spár gera ráð fyrir því að þessi bakki nái inn til höfuðborgarsvæðisins. Ég myndi álíta að það væru svona 30-50% líkur á því eins og staðan er núna. Síðan er bara óvíst hvað getur gerst hérna í lok vikunnar eða þegar nær dregur jólum, annað en að það eru allar líkur á að það verði kalt áfram.“ Þannig að við getum sagt að það sé talsverð óvissa uppi um hvort jólin verða hvít eða rauð? „Já eins og ævinlega þegar er ekki nema 15. desember enn þá. En það er allavega ekki þessi ákjósanlega staða uppi í veðurkerfinu sem beinir til okkar éljalofti eða snjókomubökkum úr suðvestri. Það þarf meira til. Ekki ákjósanleg fyrir þá sem vilja jólasnjó, það er að segja,“ segir Einar. Mikið frost að undanförnu hefur nú leitt til þess að neyðaráætlun Reykjavíkurborgar í málaflokki heimilislausra hefur verið virkjuð og neyðarskýlin verða af þeim sökum opin allan sólarhringinn til að fólk þurfi ekki að hírast úti við yfir daginn. Þá hefur sundlaugum verið lokað á Norðurlandi. En betra er ekki að vænta í veðrinu á næstunni að sögn Einars. „Þetta er bara hreinræktað heimskautaloft sem kemur hérna langt úr niðri. Kaldast verður annars vegar á morgun föstudag þar sem frostið fer niður í tíu til tuttugu stig inn til landsins. Svo dregur aðeins úr þessu á laugardag en svo herðir á frostinu á sunnudag og mánudag og þá gætum við séð 10-15 stiga frost til dæmis á höfuðborgarsvæðinu og víða á Suðurlandi og almennt um landið,“ segir Einar. Frostið gerir loftið mjög þurrt, eins og margir ökumenn hafa vafalaust tekið eftir undanfarna morgna - þegar ekki þarf að skafa rúður þrátt fyrir mikið frost. Héla fylgdi kuldanum framan af mánuði enda var rakastigið nær 100% en nú er það ekki nema í 50-70%. Af þeim sökum hvetur veðurfræðingurinn fólk til að huga að raka á heimilum enda margir sem finni fyrir miklum þurrki þegar þurrt loftið hitnar.
Veður Jól Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Erlent Fleiri fréttir Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Sjá meira