Brot bannað börnum: „Hann er eins og tuskudúkka“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. desember 2022 17:01 Mike White fékk að finna fyrir Buffalo Bills vörninni um helgina. Joshua Bessex/Getty Images Mike White, leikstjórnandi New York Jets í NFL-deildinni, er á batavegi eftir að hafa lent illa í vörn Buffalo Bills um helgina. Hann var fluttur af vellinum í sjúkrabíl og undirgekkst rannsóknir vegna hættu á innvortis blæðingum. Strákarnir í Lokasókninni fóru yfir það hverjir áttu góða og slæma helgi í NFL-deildinni. Patrick Mahomes átti góða helgi er Kansas City Chiefs lögðu Denver Broncos að velli í hörkuleik. Sérstaklega stóð upp úr frábær sending hans á Jerick McKinnon fyrir snertimarki. „Ég hef bara aldrei séð svona áður,“ sagði þáttastjórnandinn Andri Ólafsson um sendinguna. Erfitt í New York Menn áttu hins vegar slæma helgi í New York. Jamie Gillan, sparkari New York Giants átti býsna kómíska tilraun til sparks í leik liðsins við Philadelphia Eagles. Boltinn skoppaði þá er hann undirbjó sparkið og það misheppnaðist hrapallega. Klippa: Lokasóknin: Brot bannað börnum Mike White átti hins vegar hvað versta helgina er hann varð fyrir vörubílnum Matt Milano úr varnarlínu Buffalo Bills, og það í tvígang. Bæði högg voru afar þung en White hélt leik áfram eftir fyrra höggið. „Hann liggur eftir og á erfitt með að ná andanum. Eflaust með brákað rifbein,“ segir Andri um fyrri tæklinguna. Það síðara reyndist hins vegar of þungt til að White gæti haldið áfram leik. „Sjáiði líkamann á honum, hann fer í gegnum hann,“ segir Henry Birgir Gunnarsson um síðari tæklingu Milano á White. „Hann er eins og tuskudúkka,“ bætti hann við. Andri bað þá pródúsent þáttarins um að setja upp rautt merki í horn skjásins. Brot sem þessi væru einfaldlega bönnuð börnum. Er á batavegi White yfirgaf völlinn á sjúkrabíl til að undirgangast rannsóknir vegna möguleika á innvortis blæðingum. Robert Saleh, þjálfari Jets, sagði degi eftir leik að White væri á batavegi, ekkert alvarlegt hefði fundist í rannsóknum og hann spili að öllum líkindum afar mikilvægan leik Jets-liðsins við Detroit Lions næstu helgi. Einnig má sjá helstu tilþrif helgarinnar sem voru þrjú að þessu sinni þar sem erfitt þótti að velja á milli. Dawson Knox skoraði afar laglegt snertimark fyrir Buffalo Bills í leiknum við Jets, Isiah Pacheco átti framúrskarandi reiðihlaup (e. angry run) fyrir Kansas City Chiefs gegn Denver Broncos og að lokum var það Terrace Marshall Jr. Sem greip boltann með nýstárlegum hætti fyrir Carolina Panthers gegn Seattle Seahawks. Allt ofantalið má sjá í spilaranum að ofan. Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NFL Lokasóknin Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
Strákarnir í Lokasókninni fóru yfir það hverjir áttu góða og slæma helgi í NFL-deildinni. Patrick Mahomes átti góða helgi er Kansas City Chiefs lögðu Denver Broncos að velli í hörkuleik. Sérstaklega stóð upp úr frábær sending hans á Jerick McKinnon fyrir snertimarki. „Ég hef bara aldrei séð svona áður,“ sagði þáttastjórnandinn Andri Ólafsson um sendinguna. Erfitt í New York Menn áttu hins vegar slæma helgi í New York. Jamie Gillan, sparkari New York Giants átti býsna kómíska tilraun til sparks í leik liðsins við Philadelphia Eagles. Boltinn skoppaði þá er hann undirbjó sparkið og það misheppnaðist hrapallega. Klippa: Lokasóknin: Brot bannað börnum Mike White átti hins vegar hvað versta helgina er hann varð fyrir vörubílnum Matt Milano úr varnarlínu Buffalo Bills, og það í tvígang. Bæði högg voru afar þung en White hélt leik áfram eftir fyrra höggið. „Hann liggur eftir og á erfitt með að ná andanum. Eflaust með brákað rifbein,“ segir Andri um fyrri tæklinguna. Það síðara reyndist hins vegar of þungt til að White gæti haldið áfram leik. „Sjáiði líkamann á honum, hann fer í gegnum hann,“ segir Henry Birgir Gunnarsson um síðari tæklingu Milano á White. „Hann er eins og tuskudúkka,“ bætti hann við. Andri bað þá pródúsent þáttarins um að setja upp rautt merki í horn skjásins. Brot sem þessi væru einfaldlega bönnuð börnum. Er á batavegi White yfirgaf völlinn á sjúkrabíl til að undirgangast rannsóknir vegna möguleika á innvortis blæðingum. Robert Saleh, þjálfari Jets, sagði degi eftir leik að White væri á batavegi, ekkert alvarlegt hefði fundist í rannsóknum og hann spili að öllum líkindum afar mikilvægan leik Jets-liðsins við Detroit Lions næstu helgi. Einnig má sjá helstu tilþrif helgarinnar sem voru þrjú að þessu sinni þar sem erfitt þótti að velja á milli. Dawson Knox skoraði afar laglegt snertimark fyrir Buffalo Bills í leiknum við Jets, Isiah Pacheco átti framúrskarandi reiðihlaup (e. angry run) fyrir Kansas City Chiefs gegn Denver Broncos og að lokum var það Terrace Marshall Jr. Sem greip boltann með nýstárlegum hætti fyrir Carolina Panthers gegn Seattle Seahawks. Allt ofantalið má sjá í spilaranum að ofan. Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NFL Lokasóknin Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira