„Ætla ekki að koma með söluræðu“ Atli Arason skrifar 9. desember 2022 23:55 Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, á hliðarlínunni í leiknum í kvöld. Hulda Margrét Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var eðlilega sár og svekktur eftir 29 stiga tap gegn Njarðvík í Subway-deild karla í kvöld, 107-78. Ósigurinn í kvöld var fimmta tapið hjá KR í röð og Helgi telur eðlilegt að stuðningsmenn KR séu ósáttir við gengi liðsins. „Auðvitað eru menn ósáttir og bara eðlilega fara menn að spyrja spurninga. Þannig virkar þetta en við erum bara að gerum okkar besta. Ég ætla ekki að koma með söluræðu af hverju ég og Kobbi [Jakob Örn Sigurðarson] eigum að sjá um þetta áfram. Ég skil alveg ósættið og það á að vera þannig,“ sagði Helgi Már í viðtali við Vísi eftir leik. Aðspurður sagði Helgi að margt í leikplani liðsins hafa farið úrskeiðis í kvöld. „Það fór mjög margt úrskeiðis. Í fyrri hálfleik skutu þeir um 70% í tveggja stiga og það var bara vegna þess að við vorum að missa þá í einn á einn af dripplinu, ítrekað inn í miðjuna og þaðan í auðveld sniðskot. Það er svona hluti af þessu,“ sagði Helgi áður en hann bætti við. „Þeir eru með gott lið og mér fannst við gera vel á Basile og sérstaklega í fyrri hálfleik. Á móti kemur að þegar við erum að halda honum út úr teignum þá voru það bara aðrir sem komust þangað og það boðar ekki gott ef menn komast auðveldlega inn í teig.“ Eftir góðan annan leikhluta hjá KR-ingum komu þeir andlausir út í síðari hálfleikinn og Helgi fann sig knúinn til þess að taka leikhlé þegar aðeins 1 mínúta og 23 sekúndur voru liðnar af síðari hálfleik. „Mér fannst við ekki vera að framkvæma varnarútgáfuna sem við ætluðum að gera af nógu mikilli ákefð, við gerðum það ágætlega en svo slepptum við þeim. Nico [Richotti] hitti úr þrist bara vegna þess að við vorum að leyfa honum það. Mér fannst bara vanta meiri ákefð í ‘rotation‘ og hlaupa þá af línunni. Ég var ósáttur með það, þetta er bara óþarfi og mér fannst við eiga að láta þá hafa meira fyrir þessu,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR. Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - KR 107-78 | Ískaldir KR-ingar fengu skell í Njarðvík Njarðvík vann afar öruggan 29 stiga sigur er liðið tók á móti KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 107-78. 9. desember 2022 21:54 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Fleiri fréttir Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri Sjá meira
„Auðvitað eru menn ósáttir og bara eðlilega fara menn að spyrja spurninga. Þannig virkar þetta en við erum bara að gerum okkar besta. Ég ætla ekki að koma með söluræðu af hverju ég og Kobbi [Jakob Örn Sigurðarson] eigum að sjá um þetta áfram. Ég skil alveg ósættið og það á að vera þannig,“ sagði Helgi Már í viðtali við Vísi eftir leik. Aðspurður sagði Helgi að margt í leikplani liðsins hafa farið úrskeiðis í kvöld. „Það fór mjög margt úrskeiðis. Í fyrri hálfleik skutu þeir um 70% í tveggja stiga og það var bara vegna þess að við vorum að missa þá í einn á einn af dripplinu, ítrekað inn í miðjuna og þaðan í auðveld sniðskot. Það er svona hluti af þessu,“ sagði Helgi áður en hann bætti við. „Þeir eru með gott lið og mér fannst við gera vel á Basile og sérstaklega í fyrri hálfleik. Á móti kemur að þegar við erum að halda honum út úr teignum þá voru það bara aðrir sem komust þangað og það boðar ekki gott ef menn komast auðveldlega inn í teig.“ Eftir góðan annan leikhluta hjá KR-ingum komu þeir andlausir út í síðari hálfleikinn og Helgi fann sig knúinn til þess að taka leikhlé þegar aðeins 1 mínúta og 23 sekúndur voru liðnar af síðari hálfleik. „Mér fannst við ekki vera að framkvæma varnarútgáfuna sem við ætluðum að gera af nógu mikilli ákefð, við gerðum það ágætlega en svo slepptum við þeim. Nico [Richotti] hitti úr þrist bara vegna þess að við vorum að leyfa honum það. Mér fannst bara vanta meiri ákefð í ‘rotation‘ og hlaupa þá af línunni. Ég var ósáttur með það, þetta er bara óþarfi og mér fannst við eiga að láta þá hafa meira fyrir þessu,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR.
Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - KR 107-78 | Ískaldir KR-ingar fengu skell í Njarðvík Njarðvík vann afar öruggan 29 stiga sigur er liðið tók á móti KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 107-78. 9. desember 2022 21:54 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Fleiri fréttir Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - KR 107-78 | Ískaldir KR-ingar fengu skell í Njarðvík Njarðvík vann afar öruggan 29 stiga sigur er liðið tók á móti KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 107-78. 9. desember 2022 21:54
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu