Feminískur draumur á jólum Stefanía Sigurðardóttir skrifar 10. desember 2022 08:31 Stevie Wonder söng fyrir löngu síðan lag um draum sinn að einn daginn á jólum yrði allt fólk frjálst, að það væru engin stríð, það væru engin tár og að jafnrétti yrði náð. Þetta lag var gefið út árið 1967 eða fyrir rösklega hálfri öld. Því miður fyrir okkur öll hefur Stevie ekki enn orðið að ósk sinni. Mér varð hugsað til þessa lags eftir nýlegt spjall um hversu skammt á veg við erum komin í átt að fullu jafnrétti í heiminum. Við vitum að ekki öll munu eiga gleðileg jól á sínum heimilum. Sum kvíða jólunum vegna þess að þá er enn líklegra en ella að þau verði fyrir heimilisofbeldi. Rannsóknir í Bretlandi sýna að ofbeldi á heimilum aukist um allt að 25% yfir jólahátíðirnar. Konur í Íran upplifa enn þá stöðu að þurfa að ganga um með rétt ásetta Hijab og eiga annars á hættu að lenda í klóm siðgæðislögreglunnar. Hún handtekur ekki bara konur sem bera klæðin ekki rétt heldur drepa þær fyrir að klæða sig ekki eftir reglum ofbeldismanna. Eftir að Masha Amini var myrt um miðjan september af siðgæðislögreglunni hafa mótmæli dunið í landinu, landsmenn hafa fengið nóg og þau ætla ekki að gefast upp fyrr en að ofbeldismennirnir sem stjórna landinu eru farnir frá völdum. Mótmælendurnir eru nú skotnir í andlit eða í kynfærin af siðferðislögreglunni, þrátt fyrir þessa hættu þá fylla þau samt göturnar, allt til þess að binda enda á þessa skelfilegu stjórn þar í landi, og gefa konum frelsi á ný. Það verður mögulega ekki fyrir þessi jól en það er vissulega von, meiri von en áður. Við lásum mörg grein um þriðju vaktina eftir hjónin Huldu Tölgyes og Þorstein V. Einarsson (Huggulegt um jólin?), það mætti segja að hún hafi brotið internetið. Hjónin leyfðu sér að benda á þá staðreynd að konur eru oftast þær sem taka á sig mesta framkvæmdastjórn heimilisins. Þau segja að þessi vakt samanstandi af alls kyns utanumhaldi, yfirsýn og skipulagi svo að allt sé til staðar og að jólahátíð fjölskyldunnar gangi upp. Viðbrögðin komu ekki á óvart línur eins og „við vitum öll hver stjórnar á þessu heimili“ með vísun til þess að konan í þessu sambandi stjórni öllu og karlinn sé einhver gólftuska er þekkt lína þegar karlmenn tala um kynjajafnrétti. Við vitum að þetta lagast ekki fyrir jól en með frekari vitundarvakningu þá er von að þegar sonur minn fer að búa þá verði kannski normið að þriðju vaktinni verði skipt jafnt á milli maka. Enn búa konur við þann veruleika að vera ekki óhultar í sínu samfélagi, konur alls staðar í heiminum hræðast að vera einar á ferli af ótta við það að á þær verði ráðist. Þegar ég varð unglingur þá var mér kennt hvernig væri best að vígbúast ef ég neyddist til að vera ein á ferli. Það er eflaust ekki til sú kona sem hefur ekki fengið varnaðarorð frá foreldri áður en farið sé út að skemmta sér um að aldrei labba ein heim, halda hópinn og passa upp á glasið. Karlkyns vinir mínir fengu ekki þessa ræðu, þó vissulega ýmislegt geti gerst fyrir karlmenn þá er ekki sama hætta fyrir þá að fara út að skemmta sér. Jafnframt hefur verið áralangur faraldur af kynferðisofbeldi á Íslandi en samt hefur enginn dómsmálaráðherra hótað stríði gegn kynferðisofbeldi. Kannski einn daginn gerist það, en því miður verður kynferðisofbeldi gegn konum ekki upprætt fyrir þessi jól. En eins og Stevie söng um þá mögulega gerist það ekki á okkar líftíma en kannski einhvern tíma. Ég óska ykkur kæru landsmenn, betri heims, minna ofbeldis og frjáls Írans. Höfundur er stjórnarkona hjá Kvenréttindafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mótmælaalda í Íran Íran Jafnréttismál Stefanía Sigurðardóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Stevie Wonder söng fyrir löngu síðan lag um draum sinn að einn daginn á jólum yrði allt fólk frjálst, að það væru engin stríð, það væru engin tár og að jafnrétti yrði náð. Þetta lag var gefið út árið 1967 eða fyrir rösklega hálfri öld. Því miður fyrir okkur öll hefur Stevie ekki enn orðið að ósk sinni. Mér varð hugsað til þessa lags eftir nýlegt spjall um hversu skammt á veg við erum komin í átt að fullu jafnrétti í heiminum. Við vitum að ekki öll munu eiga gleðileg jól á sínum heimilum. Sum kvíða jólunum vegna þess að þá er enn líklegra en ella að þau verði fyrir heimilisofbeldi. Rannsóknir í Bretlandi sýna að ofbeldi á heimilum aukist um allt að 25% yfir jólahátíðirnar. Konur í Íran upplifa enn þá stöðu að þurfa að ganga um með rétt ásetta Hijab og eiga annars á hættu að lenda í klóm siðgæðislögreglunnar. Hún handtekur ekki bara konur sem bera klæðin ekki rétt heldur drepa þær fyrir að klæða sig ekki eftir reglum ofbeldismanna. Eftir að Masha Amini var myrt um miðjan september af siðgæðislögreglunni hafa mótmæli dunið í landinu, landsmenn hafa fengið nóg og þau ætla ekki að gefast upp fyrr en að ofbeldismennirnir sem stjórna landinu eru farnir frá völdum. Mótmælendurnir eru nú skotnir í andlit eða í kynfærin af siðferðislögreglunni, þrátt fyrir þessa hættu þá fylla þau samt göturnar, allt til þess að binda enda á þessa skelfilegu stjórn þar í landi, og gefa konum frelsi á ný. Það verður mögulega ekki fyrir þessi jól en það er vissulega von, meiri von en áður. Við lásum mörg grein um þriðju vaktina eftir hjónin Huldu Tölgyes og Þorstein V. Einarsson (Huggulegt um jólin?), það mætti segja að hún hafi brotið internetið. Hjónin leyfðu sér að benda á þá staðreynd að konur eru oftast þær sem taka á sig mesta framkvæmdastjórn heimilisins. Þau segja að þessi vakt samanstandi af alls kyns utanumhaldi, yfirsýn og skipulagi svo að allt sé til staðar og að jólahátíð fjölskyldunnar gangi upp. Viðbrögðin komu ekki á óvart línur eins og „við vitum öll hver stjórnar á þessu heimili“ með vísun til þess að konan í þessu sambandi stjórni öllu og karlinn sé einhver gólftuska er þekkt lína þegar karlmenn tala um kynjajafnrétti. Við vitum að þetta lagast ekki fyrir jól en með frekari vitundarvakningu þá er von að þegar sonur minn fer að búa þá verði kannski normið að þriðju vaktinni verði skipt jafnt á milli maka. Enn búa konur við þann veruleika að vera ekki óhultar í sínu samfélagi, konur alls staðar í heiminum hræðast að vera einar á ferli af ótta við það að á þær verði ráðist. Þegar ég varð unglingur þá var mér kennt hvernig væri best að vígbúast ef ég neyddist til að vera ein á ferli. Það er eflaust ekki til sú kona sem hefur ekki fengið varnaðarorð frá foreldri áður en farið sé út að skemmta sér um að aldrei labba ein heim, halda hópinn og passa upp á glasið. Karlkyns vinir mínir fengu ekki þessa ræðu, þó vissulega ýmislegt geti gerst fyrir karlmenn þá er ekki sama hætta fyrir þá að fara út að skemmta sér. Jafnframt hefur verið áralangur faraldur af kynferðisofbeldi á Íslandi en samt hefur enginn dómsmálaráðherra hótað stríði gegn kynferðisofbeldi. Kannski einn daginn gerist það, en því miður verður kynferðisofbeldi gegn konum ekki upprætt fyrir þessi jól. En eins og Stevie söng um þá mögulega gerist það ekki á okkar líftíma en kannski einhvern tíma. Ég óska ykkur kæru landsmenn, betri heims, minna ofbeldis og frjáls Írans. Höfundur er stjórnarkona hjá Kvenréttindafélagi Íslands.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun