Kaká um Ronaldo: „Heima er hann bara einhver feitur gaur á röltinu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. desember 2022 09:30 Ronaldo (t.h.) ásamt Ednaldo Rodrigues, forseta brasilíska knattspyrnusambandsins. Jean Catuffe/Getty Images Fyrrum fótboltamaðurinn Kaká, sem var hluti af brasilíska landsliðinu sem vann HM 2002, segir fótboltamenn gjarnan ekki fá þá virðingu sem þeir eiga skilið í heimalandinu. Það eigi sérstaklega við um Neymar, leikmann landsliðsins, sem hljóti óvægna gagnrýni. „Fjölmargir ræða Neymar þessa dagana í Brasilíu, en á neikvæðan hátt,“ sagði Kaká í viðtali í Katar þar sem heimsmeistaramótið fer fram. Það er ekki nýtt af nálinni að Neymar hljóti gagnrýni heima fyrir en kröfur Brasilíumanna til landsliðsins eru gjarnan miklar. Neymar var til að mynda gagnrýndur afar harðlega eftir að Brassar féllu úr leik á HM 2014 á heimavelli. „Kannski er það vegna stjórnmála, en Brasilíumenn eiga til að bera ekki virðingu fyrir hæfileikum okkar,“ segir Kaká. Stjórnmál í Brasilíu hafa verið sérstaklega harðvíg síðustu misseri. Hægri þjóðernissinninn Jair Bolsonaro missti völd í landinu skömmu fyrir HM þegar hann tapaði forsetakosningum fyrir Lula, sem áður var forseti landsins, og hallast meira til vinstri. Vegna þjóðerniskennda hreyfingar Bolsonaro hefur margur snúið baki við landsliðinu, eða í það minnsta treyju landsliðsins, sem varð eitt af aðalsmerkjum stuðningsmanna hans. Neymar er þekktur stuðningsmaður Bolsonaro, sem margur Brassinn sættir sig illa við. „Það er skrýtið að segja þetta en margir Brasilíumenn styðja ekki við landsliðið. Það kemur stundum fyrir. Ef þú sérð Ronaldo gangandi um hér, eru viðbrögðin vá, hann fær mikla virðingu hér. Í Brasilíu er hann bara einhver feitur gaur að labba niður götuna,“ segir Kaká. Ronaldo var markahæsti leikmaður HM 2002 þegar þeir félagar, hann og Kaká, unnu mótið. Kaká gekk árið 2003 í raðir AC Milan og þeir endurnýjuðu kynni sín þar þegar Ronaldo skipti frá Real Madrid til Mílanó árið 2007. Ronaldo og Kaká náðu einu ári saman í Mílanó eftir að sá fyrrnefndi kom frá Real Madrid og áður en sá síðarnefndi fór til Real Madrid. Þeir léku saman um árabil með landsliðinu.Vísir/Getty HM 2022 í Katar Brasilía Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
„Fjölmargir ræða Neymar þessa dagana í Brasilíu, en á neikvæðan hátt,“ sagði Kaká í viðtali í Katar þar sem heimsmeistaramótið fer fram. Það er ekki nýtt af nálinni að Neymar hljóti gagnrýni heima fyrir en kröfur Brasilíumanna til landsliðsins eru gjarnan miklar. Neymar var til að mynda gagnrýndur afar harðlega eftir að Brassar féllu úr leik á HM 2014 á heimavelli. „Kannski er það vegna stjórnmála, en Brasilíumenn eiga til að bera ekki virðingu fyrir hæfileikum okkar,“ segir Kaká. Stjórnmál í Brasilíu hafa verið sérstaklega harðvíg síðustu misseri. Hægri þjóðernissinninn Jair Bolsonaro missti völd í landinu skömmu fyrir HM þegar hann tapaði forsetakosningum fyrir Lula, sem áður var forseti landsins, og hallast meira til vinstri. Vegna þjóðerniskennda hreyfingar Bolsonaro hefur margur snúið baki við landsliðinu, eða í það minnsta treyju landsliðsins, sem varð eitt af aðalsmerkjum stuðningsmanna hans. Neymar er þekktur stuðningsmaður Bolsonaro, sem margur Brassinn sættir sig illa við. „Það er skrýtið að segja þetta en margir Brasilíumenn styðja ekki við landsliðið. Það kemur stundum fyrir. Ef þú sérð Ronaldo gangandi um hér, eru viðbrögðin vá, hann fær mikla virðingu hér. Í Brasilíu er hann bara einhver feitur gaur að labba niður götuna,“ segir Kaká. Ronaldo var markahæsti leikmaður HM 2002 þegar þeir félagar, hann og Kaká, unnu mótið. Kaká gekk árið 2003 í raðir AC Milan og þeir endurnýjuðu kynni sín þar þegar Ronaldo skipti frá Real Madrid til Mílanó árið 2007. Ronaldo og Kaká náðu einu ári saman í Mílanó eftir að sá fyrrnefndi kom frá Real Madrid og áður en sá síðarnefndi fór til Real Madrid. Þeir léku saman um árabil með landsliðinu.Vísir/Getty
HM 2022 í Katar Brasilía Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira