Sendir inn 10.000 hermenn til að svæla út glæpagengi Kjartan Kjartansson skrifar 4. desember 2022 08:44 Íbúi í Soyapango fylgist með vopnuðum hermanni í aðgerðinni í borginni sem hófst í gær. Öllum vegum að borginni var lokað og fólk sem reyndi að yfirgefa hana var stöðvað. AP/Salvador Melendez Forseti El Salvadors sendi um 10.000 her- og lögreglumenn til þess að umkringja úthverfi höfuðborgarinnar San Salvador og handtaka félaga í glæpagengjum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt herför forsetans gegn gengjum landsins. Soyapango er ein af stærstu borgum El Salvadors, rétt utan við höfuðborgina San Salvador, með um 300.000 íbúa sem er þekkt vígi glæpasamtakanna Mara Salvatrucha og Barrio 18, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Laganna verðir eru sagðir ekki hafa getað hætt sér þangað inn vegna ítaka gengjanna. Nayib Bukele, forseti, tilkynnti á Twitter í gær að borgin væri algerlega umkringd. Lögreglu- og hermenn færu inn til að handtaka meðlimi gengja, einn í einu. Hélt hann því fram að saklausir borgarar þyrftu ekkert að óttast. A partir de estos momentos, el municipio de Soyapango está totalmente cercado.8,500 soldados y 1,500 agentes han rodeado la ciudad, mientras los equipos de extracción de la policía y el ejército se encargan de sacar uno a uno a todos los pandilleros que aún se encuentran ahí. pic.twitter.com/9QIpj0ziwX— Nayib Bukele (@nayibbukele) December 3, 2022 Á myndum frá aðgerðinni sjást þungvopnaðir hermenn með hjálma og í skotheldum vestum í brynvörðum farartækjum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að öllum vegum að borginni hafi verið lokað og sérsveitarmenn hafi gengið í hús í leit að þeim sem tilheyra gengjunum. Allir borgarbúar sem hafi reynt að yfirgefa það hafi verið stöðvaðir og krafðir um skilríki. Stjórnarskrárvarin réttindi felld úr gildi tímabundið Bukele skar upp herör gegn glæpagengjunum í mars eftir hrinu ofbeldisverka í landinu og lýsti yfir neyðarástandi. Glæpagengjum var þannig kennt um 62 morð á einum degi í mars. Aðgerðin í gær er ein sú stærsta frá því að herferðin hófst, að sögn AP-fréttastofunnar. Fleiri en 58.000 manns hafa verið handteknir í aðgerðum lögreglu síðan þá. Henni hefur meðal annars verið leyft að handtaka fólk án sérstakrar handtökuskipunar. Mannréttindasamtök segja að það hafi leitt til þess að fólk hafi verið handtekið að geðþótta lögreglunnar. Ungir menn séu þannig handteknir eingöngu á grundvelli aldurs og búsetu. Þrátt fyrir það lýsti afgerandi meirihluti svarenda í nýlegri skoðanakönnun sig fylgjandi neyðarástandinu sem Bukele lýsti yfir vegna ofbeldishrinunnar. Bukele segir aðgerðirnar nauðsynlegar til að taka á gengjunum sem hann líkir við hryðjuverkasamtök. Þing El Salvadors hefur endurnýjað neyðarástandsyfirlýsinguna í hverjum mánuði en með henni eru sum ákvæði stjórnarskrárinnar felld tímabundið úr gildi. Lögregla hefur rýmri heimildir til þess að handtaka og halda fólki. Samkomufrelsi er skert, lögregla þarf ekki að gefa handteknum ástæðu fyrir handtökunni og þeir handteknu fá ekki aðgang að lögmanni. Hægt er að halda fólki í allt að fimmtán daga án þess að ákæra sé gefin út í stað þriggja áður. Þá hafa yfirvöld heimild til þess að skoða símtöl og póst hvers sem lögreglan hefur undir grun um að tilheyra glæpagengi. AP segir að aðgerðir Bukele hafi náð nýjum hæðum þegar yfirvöld sendu fanga til þess að spilla gröfum félaga í gengjum í kirkjugörðum á þeim tíma árs sem fjölskyldur vitja yfirleitt leiða ættmenna sinna. Félagasamtök fullyrða að í það minnsta áttatíu manns hafi látist í haldi lögreglunnar frá því að aðgerðirnar hófust í vor. El Salvador Mannréttindi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Soyapango er ein af stærstu borgum El Salvadors, rétt utan við höfuðborgina San Salvador, með um 300.000 íbúa sem er þekkt vígi glæpasamtakanna Mara Salvatrucha og Barrio 18, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Laganna verðir eru sagðir ekki hafa getað hætt sér þangað inn vegna ítaka gengjanna. Nayib Bukele, forseti, tilkynnti á Twitter í gær að borgin væri algerlega umkringd. Lögreglu- og hermenn færu inn til að handtaka meðlimi gengja, einn í einu. Hélt hann því fram að saklausir borgarar þyrftu ekkert að óttast. A partir de estos momentos, el municipio de Soyapango está totalmente cercado.8,500 soldados y 1,500 agentes han rodeado la ciudad, mientras los equipos de extracción de la policía y el ejército se encargan de sacar uno a uno a todos los pandilleros que aún se encuentran ahí. pic.twitter.com/9QIpj0ziwX— Nayib Bukele (@nayibbukele) December 3, 2022 Á myndum frá aðgerðinni sjást þungvopnaðir hermenn með hjálma og í skotheldum vestum í brynvörðum farartækjum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að öllum vegum að borginni hafi verið lokað og sérsveitarmenn hafi gengið í hús í leit að þeim sem tilheyra gengjunum. Allir borgarbúar sem hafi reynt að yfirgefa það hafi verið stöðvaðir og krafðir um skilríki. Stjórnarskrárvarin réttindi felld úr gildi tímabundið Bukele skar upp herör gegn glæpagengjunum í mars eftir hrinu ofbeldisverka í landinu og lýsti yfir neyðarástandi. Glæpagengjum var þannig kennt um 62 morð á einum degi í mars. Aðgerðin í gær er ein sú stærsta frá því að herferðin hófst, að sögn AP-fréttastofunnar. Fleiri en 58.000 manns hafa verið handteknir í aðgerðum lögreglu síðan þá. Henni hefur meðal annars verið leyft að handtaka fólk án sérstakrar handtökuskipunar. Mannréttindasamtök segja að það hafi leitt til þess að fólk hafi verið handtekið að geðþótta lögreglunnar. Ungir menn séu þannig handteknir eingöngu á grundvelli aldurs og búsetu. Þrátt fyrir það lýsti afgerandi meirihluti svarenda í nýlegri skoðanakönnun sig fylgjandi neyðarástandinu sem Bukele lýsti yfir vegna ofbeldishrinunnar. Bukele segir aðgerðirnar nauðsynlegar til að taka á gengjunum sem hann líkir við hryðjuverkasamtök. Þing El Salvadors hefur endurnýjað neyðarástandsyfirlýsinguna í hverjum mánuði en með henni eru sum ákvæði stjórnarskrárinnar felld tímabundið úr gildi. Lögregla hefur rýmri heimildir til þess að handtaka og halda fólki. Samkomufrelsi er skert, lögregla þarf ekki að gefa handteknum ástæðu fyrir handtökunni og þeir handteknu fá ekki aðgang að lögmanni. Hægt er að halda fólki í allt að fimmtán daga án þess að ákæra sé gefin út í stað þriggja áður. Þá hafa yfirvöld heimild til þess að skoða símtöl og póst hvers sem lögreglan hefur undir grun um að tilheyra glæpagengi. AP segir að aðgerðir Bukele hafi náð nýjum hæðum þegar yfirvöld sendu fanga til þess að spilla gröfum félaga í gengjum í kirkjugörðum á þeim tíma árs sem fjölskyldur vitja yfirleitt leiða ættmenna sinna. Félagasamtök fullyrða að í það minnsta áttatíu manns hafi látist í haldi lögreglunnar frá því að aðgerðirnar hófust í vor.
El Salvador Mannréttindi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira