Huggulegt um jólin? Þorsteinn V. Einarsson og Hulda Tölgyes skrifa 30. nóvember 2022 12:31 Hver stendur þriðju vaktina í aðdraganda jólanna? Á bakvið hverja huggulega jólahátíð er kona* sem hefur séð til þess að öll fái réttu pakkana, krakkarnir séu í betri fötunum, matarborðið sé hátíðlegt, kertin endurnýjuð og að allir litlu hlutirnir séu til staðar sem gera jólin að einhverju öðru en hversdagslegu matarboði, án þess að nokkur hafi endilega haft orð á því. Enda týpískt fyrir þriðju vaktina sem fellur margfalt þyngra á konur en karla, bæði almennt en sérstaklega í parasamböndum. Týpískt að enginn hafi tekið eftir allri vinnunni enda að stórum hluta hugræn, fyrir utan að konur og þeirra framlag er gjarnan gert ósýnilegt og tekið sjálfsagt. Þriðja vaktin samanstendur af utanumhaldi, yfirsýn og skipulagi sem þarf að vera til staðar svo að hlutirnir gangi upp. Þetta getur verið innan heimilis og utan þess og einnig á vinnustöðum. Þriðja vaktin snýst um að vita um hluti, hugsa fyrir þeim og að muna eftir því að muna. Oft er það lítið sýnilegt, eða algjörlega ósýnilegt, hver stendur þriðju vaktina og jafnvel er gert lítið úr því þegar þreytt, buguð og pirruð kona í þeytivindu þriðju vaktar reynir að færa byrði á til dæmis maka sinn i veikri von um að hann standi vaktina með henni. „Slakaðu bara á“ Týpísk viðbrögð í parasambandi er að sá sem ætti að bera þungann með makanum sínum, dregur fram ábyrgðar- og skilningsleysi sitt í fullkominni vanvirðingu með því að segja: „Hvaða stress er þetta? Slakaðu bara aðeins á.“ Eins og konur myndu ekki þiggja það að geta bara slakað á. En valið stendur oftast á milli þess að vera á mörkum bugunar og taugaáfalls en gera jólin að því sem vonir standa til - eða sætta sig við að missa út hefðir, gefa taktlausar, ónákvæmar eða engar gjafir og yfir höfuð skipta út jólaandanum fyrir geðheilsuna. En í kröfuhörðum heimi sem virðist hata konur án þess að segja það beint, velja ansi margar konur, eðlilega, að ganga yfir mörkin sín. Og það má alveg deila um val í þessu samhengi. Þær eru frekar nauðbeygðar. HM og önnur og þriðja vakt jólanna Fyrir suma eru jólin dásamlegur tími góðs matar, huggulegheita, samveru og hátíðar í lok desember en fyrir sumar eru jólin byrjuð í ágúst eða miklu fyrr, og hafa afar takmörkuð hugrenningartengsl við huggulegheit. Þjakaðar af þriðju og annarri vaktinni ásamt öllum hinum kröfum hversdagsleikans. Þannig tengja margar konur við það að álagið eykst mikið í aðdraganda jólanna. Og ekki minnkar álagið þegar margir karlarnir gera tilkall til frítíma til að horfa á HM í fótbolta, sem lýkur ekki fyrr en rétt fyrir aðfangadag. Þá er spurning hvort frítímanum sé jafnt varið og hvert önnur og þriðja vaktin fellur. Fá konur frítíma sem nemur áhorfinu á HM í desember? Við gerum greinarmun á milli annarrar og þriðju vaktarinnar þar sem önnur vaktin snýr að beinni framkvæmd og þriðja vaktin að hugrænu byrðinni, yfirsýninni, ábyrgðinni. Þess vegna er oft mun sýnilegra hver stendur aðra vaktina, þrátt fyrir að án þriðju vaktar gengi önnur vaktin tæplega upp. Til dæmis er ansi erfitt að pakka inn jólagjöf ef ekki hefur verið hugsað fyrir því að kaupa gjafapappír, límband og merkimiða. Eða muna hvar þessir hlutir eru síðan á jólunum í fyrra. Líklega er það á minniskubbi konu, sem kannski gekk ekki endilega frá því sjálf upp í hillu eða niður í geymslu - en hugsaði fyrir hentuga staðnum á þriðju vaktinni og man því nákvæmlega eða sirka hvar allt er. Önnur og þriðja vakt jólanna, og HM áhorf sumra, bætist ofan á núverandi innihald sömu vakta. Dæmi um verkefni þriðju vaktarinnar fyrir jólin geta verið: Að ákveða hvað hvert og eitt á að fá í jólagjöf Að vita hvar allt er til að pakka inn gjöfum Að muna hvar jólaskrautið er geymt og hvað kassarnir innihalda Þarf að endurnýja seríur? Að muna hvenær þarf að setja skó í glugga Að vita hvenær börn eru í fríi frá skóla Að ákveða í hvaða fötum börn verða á jólum Að hugsa fyrir því að versla gjafir á afsláttardögum Að vita hvenær þarf að senda gjafir út á land eða erlendis í tæka tíð fyrir jólin Að vita fyrir matarboð hvort einhver eru með óþol fyrir mat eða á ákveðnu fæði Að plana matarboð og tímasetningar sem henta Að muna eftir að panta tíma í klippingu fyrir börn Að skoða uppskriftir Að ganga úr skugga um að nægur borðbúnaður sé til staðar Að kynna sér hvað myndi gleðja jólaleynivin Að plana piparkökubakstur og fleira þess eðlis. Að vita hvað þarf að kaupa fyrir slíkt og ákveða hentugar dagsetningar Og dæmi um verkefni annarrar vaktarinnar í aðdragana jóla geta verið: Að kaupa jólapappír/poka, límband, kort Að kaupa jólagjafirnar Að fara á pósthús Að kaupa kerti Að þrífa og taka til Að kaupa leynivinagjöf fyrir vinnustaðinn Að kaupa sparinesti fyrir litlu jól barnsins Að kaupa servíettur Og svo mætti lengi telja og endalaust bæta við. Þetta eru bara örfá dæmi sem ná samt engan veginn utan um hversu íþyngjandi það er að bera byrðina. Þetta er bara ein jólagjöf Það ber ekkert endilega mikið yfir sér að sjá á lista þriðju vaktarinnar að þurfa að ákveða jólagjöf. Jólagjöf fyrir litla frænda. En á bak við ákvörðun fyrir hverja einustu jólagjöf, liggur net tuga ef ekki hundruða lítilla minnisatriða. Sem dæmi, áður en vaðið er af stað að kaupa jólagjöf fyrir litla frænda, þarf að taka tillit til aldurs. Hvað er hann aftur gamall? 12 ára. Er hann þá orðinn unglingur? Eða er hann ennþá barn? Hvað vilja 12 ára strákar fá í jólagjöf? Hvað gáfum við honum síðast? En í afmælisgjöf? Nei, ég get ekki gefið honum eitthvað týpískt strákadrasl. En yrði hann ekki ósáttur ef við færum að vera með eitthvað tengt femínisma í jólagjöfinni? Jólagjöfin á að gleðja, hún verður að vera góð. En má samt ekki vera of dýr. Bíddu, hvað vilja eiginlega 12 ára börn. Hverju hefur hann áhuga á? Hvað er hann alltaf að tala um? Æ, hann segir nú voða lítið. Kannski bara föt, kannski gætum við gefið honum peysu. Æ, nei það er ekkert spennandi. Við gáfum honum peysu fyrir tveimur árum. Notaði hann þá peysu eitthvað? Jú, hann var voða glaður með hana - en ætli hann hafi vaxið upp úr því að fíla Fortnite? Er Fortnite ennþá í tísku? Hvar gætum við fengið Fortnite peysu?. Eða væri kannski skemmtilegra að gefa honum bók… Kannski sendi ég bara á systur mína og spyr hana aðeins út í þetta þegar hún kemur heim úr vinnuferð, hvenær er það aftur, já, á þriðjudag. Þarf að muna að heyra í henni um miðja næstu viku… Þetta er bara eitt lítið dæmi um eina litla jólagjöf, eitt lítið atriði af lista þriðju vaktarinnar og margfaldist með fjölda jólagjafa. Þá á auðvitað eftir að kaupa gjöfina sjálfa, finna út úr því hvar hún fæst, hvort hún sé mögulega ódýrari annars staðar, pakka henni inn, gera pakkann næs, skrifa á kortið, geyma pakkann á vísum stað og sjá til þess að hann skili sér á réttan stað í tæka tíð. Lausnin er ekki… Ástæða þess að þriðja vaktin fellur almennt mun þyngra á konur en karla á sér flóknar og margþættar skýringar, þó einfaldast sé að rekja það til rótgróinna kynhlutverka og krafna kvenleikans. Þar sem uppspretta ójafnvægisins er úr mörgum áttum þá þarf lausnin að vera það sömuleiðis. Vissulega getum við sem pör og einstaklingar tamið okkur ákveðna breytni, skipulag og valið verkaskiptingu sem matar ekki mæður og konur með feðraveldinu. Á sama tíma og karlar fría sig og eru fríaðir allri ábyrgð, en sleikja samt rjómann með því að vera hrósað fyrir að vera „duglegir að hjálpa“. Ein lausnin er klárlega að sjá ójafnvægið, sjá vaktirnar og umfang þeirra, sjá hvernig hlutverkin lenda og skilja afleiðingar þess. Án þess gerast engar breytingar. Ef við sjáum bara reykinn, útbrunnar konur, en ekki hvað veldur brunanum er erfitt að slökkva í honum. Lausnin er allavega ekki sú að konur þurfi bara að vera duglegri að slaka aðeins á eða „leyfa“ mönnunum* sínum að stíga inn. Gefa þeim rými. Karlar þurfa sjálfir að stíga inn, eiga frumkvæði og taka sér rými á annarri og þriðju vaktinni - karlar virðast almennt ekki eiga í erfiðleikum með að eigna sér rými og taka pláss í öðru samhengi t.d. til að horfa á HM. Lausnin er allavega ekki að pabbinn, karlinn, taki að sér að versla jólagjafirnar og barmi sér yfir þeirri byrði með því að velta öllu öðru á makann sinn. Til dæmis með því að fara af stað síðustu helgi fyrir aðfangadag, taka sér laugardaginn og sunnudaginn í að finna út hvar allt fæst og á meðan eru börnin heima og allur annar undirbúningur og streita leggst jafnvel enn þyngra á konuna. En er fríaður ábyrgð því hann er nú svo „duglegur“ að kaupa jólagjafirnar. Lausnin er allavega ekki að gera lítið úr þriðju vaktinni. Eitt er víst að þriðja vaktin, utanumhald, yfirumsjón og ábyrgð, fellur á einhvern. Misþungt með mis alvarlegum afleiðingum. Þriðja vaktin er og verður til staðar, sama hvað við reynum að slaka. Lausnin er kannski ekki sú að sjá hver gerir jólin hugguleg og sjá alla vinnuna, álagið og fórnina sem huggulegheitunum fylgja. En það myndi allavega ekkert draga úr huggulegheitum jólanna að sjá, nefna og reyna að jafna byrðina… t.d. með því að taka inn þessa grein sem maki þinn sendi þér, og í stað þess að fara í vörn og útskýra hvað þú sért nú með mikið á þinni könnu, að hlusta, sjá og stíga sterkar inn á aðra og þriðju vaktina. *Vissulega eru pör af öllum kynjum og álagið getur fallið ójafnt á einstaklinga, óháð kyni. Hér erum við að ávarpa rótgróið og útbreitt mynstur í karl/kona samböndum en rannsóknir hafa ítrekað sýnt að þar á þessi ójafna skipting á byrði vaktanna auðvelt með að hreiðra um sig, vaxa, viðhaldast og dafna. Höfundar eru kynjafræðingur og sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Jól Þorsteinn V. Einarsson Hulda Jónsdóttir Tölgyes Mest lesið Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Sjá meira
Hver stendur þriðju vaktina í aðdraganda jólanna? Á bakvið hverja huggulega jólahátíð er kona* sem hefur séð til þess að öll fái réttu pakkana, krakkarnir séu í betri fötunum, matarborðið sé hátíðlegt, kertin endurnýjuð og að allir litlu hlutirnir séu til staðar sem gera jólin að einhverju öðru en hversdagslegu matarboði, án þess að nokkur hafi endilega haft orð á því. Enda týpískt fyrir þriðju vaktina sem fellur margfalt þyngra á konur en karla, bæði almennt en sérstaklega í parasamböndum. Týpískt að enginn hafi tekið eftir allri vinnunni enda að stórum hluta hugræn, fyrir utan að konur og þeirra framlag er gjarnan gert ósýnilegt og tekið sjálfsagt. Þriðja vaktin samanstendur af utanumhaldi, yfirsýn og skipulagi sem þarf að vera til staðar svo að hlutirnir gangi upp. Þetta getur verið innan heimilis og utan þess og einnig á vinnustöðum. Þriðja vaktin snýst um að vita um hluti, hugsa fyrir þeim og að muna eftir því að muna. Oft er það lítið sýnilegt, eða algjörlega ósýnilegt, hver stendur þriðju vaktina og jafnvel er gert lítið úr því þegar þreytt, buguð og pirruð kona í þeytivindu þriðju vaktar reynir að færa byrði á til dæmis maka sinn i veikri von um að hann standi vaktina með henni. „Slakaðu bara á“ Týpísk viðbrögð í parasambandi er að sá sem ætti að bera þungann með makanum sínum, dregur fram ábyrgðar- og skilningsleysi sitt í fullkominni vanvirðingu með því að segja: „Hvaða stress er þetta? Slakaðu bara aðeins á.“ Eins og konur myndu ekki þiggja það að geta bara slakað á. En valið stendur oftast á milli þess að vera á mörkum bugunar og taugaáfalls en gera jólin að því sem vonir standa til - eða sætta sig við að missa út hefðir, gefa taktlausar, ónákvæmar eða engar gjafir og yfir höfuð skipta út jólaandanum fyrir geðheilsuna. En í kröfuhörðum heimi sem virðist hata konur án þess að segja það beint, velja ansi margar konur, eðlilega, að ganga yfir mörkin sín. Og það má alveg deila um val í þessu samhengi. Þær eru frekar nauðbeygðar. HM og önnur og þriðja vakt jólanna Fyrir suma eru jólin dásamlegur tími góðs matar, huggulegheita, samveru og hátíðar í lok desember en fyrir sumar eru jólin byrjuð í ágúst eða miklu fyrr, og hafa afar takmörkuð hugrenningartengsl við huggulegheit. Þjakaðar af þriðju og annarri vaktinni ásamt öllum hinum kröfum hversdagsleikans. Þannig tengja margar konur við það að álagið eykst mikið í aðdraganda jólanna. Og ekki minnkar álagið þegar margir karlarnir gera tilkall til frítíma til að horfa á HM í fótbolta, sem lýkur ekki fyrr en rétt fyrir aðfangadag. Þá er spurning hvort frítímanum sé jafnt varið og hvert önnur og þriðja vaktin fellur. Fá konur frítíma sem nemur áhorfinu á HM í desember? Við gerum greinarmun á milli annarrar og þriðju vaktarinnar þar sem önnur vaktin snýr að beinni framkvæmd og þriðja vaktin að hugrænu byrðinni, yfirsýninni, ábyrgðinni. Þess vegna er oft mun sýnilegra hver stendur aðra vaktina, þrátt fyrir að án þriðju vaktar gengi önnur vaktin tæplega upp. Til dæmis er ansi erfitt að pakka inn jólagjöf ef ekki hefur verið hugsað fyrir því að kaupa gjafapappír, límband og merkimiða. Eða muna hvar þessir hlutir eru síðan á jólunum í fyrra. Líklega er það á minniskubbi konu, sem kannski gekk ekki endilega frá því sjálf upp í hillu eða niður í geymslu - en hugsaði fyrir hentuga staðnum á þriðju vaktinni og man því nákvæmlega eða sirka hvar allt er. Önnur og þriðja vakt jólanna, og HM áhorf sumra, bætist ofan á núverandi innihald sömu vakta. Dæmi um verkefni þriðju vaktarinnar fyrir jólin geta verið: Að ákveða hvað hvert og eitt á að fá í jólagjöf Að vita hvar allt er til að pakka inn gjöfum Að muna hvar jólaskrautið er geymt og hvað kassarnir innihalda Þarf að endurnýja seríur? Að muna hvenær þarf að setja skó í glugga Að vita hvenær börn eru í fríi frá skóla Að ákveða í hvaða fötum börn verða á jólum Að hugsa fyrir því að versla gjafir á afsláttardögum Að vita hvenær þarf að senda gjafir út á land eða erlendis í tæka tíð fyrir jólin Að vita fyrir matarboð hvort einhver eru með óþol fyrir mat eða á ákveðnu fæði Að plana matarboð og tímasetningar sem henta Að muna eftir að panta tíma í klippingu fyrir börn Að skoða uppskriftir Að ganga úr skugga um að nægur borðbúnaður sé til staðar Að kynna sér hvað myndi gleðja jólaleynivin Að plana piparkökubakstur og fleira þess eðlis. Að vita hvað þarf að kaupa fyrir slíkt og ákveða hentugar dagsetningar Og dæmi um verkefni annarrar vaktarinnar í aðdragana jóla geta verið: Að kaupa jólapappír/poka, límband, kort Að kaupa jólagjafirnar Að fara á pósthús Að kaupa kerti Að þrífa og taka til Að kaupa leynivinagjöf fyrir vinnustaðinn Að kaupa sparinesti fyrir litlu jól barnsins Að kaupa servíettur Og svo mætti lengi telja og endalaust bæta við. Þetta eru bara örfá dæmi sem ná samt engan veginn utan um hversu íþyngjandi það er að bera byrðina. Þetta er bara ein jólagjöf Það ber ekkert endilega mikið yfir sér að sjá á lista þriðju vaktarinnar að þurfa að ákveða jólagjöf. Jólagjöf fyrir litla frænda. En á bak við ákvörðun fyrir hverja einustu jólagjöf, liggur net tuga ef ekki hundruða lítilla minnisatriða. Sem dæmi, áður en vaðið er af stað að kaupa jólagjöf fyrir litla frænda, þarf að taka tillit til aldurs. Hvað er hann aftur gamall? 12 ára. Er hann þá orðinn unglingur? Eða er hann ennþá barn? Hvað vilja 12 ára strákar fá í jólagjöf? Hvað gáfum við honum síðast? En í afmælisgjöf? Nei, ég get ekki gefið honum eitthvað týpískt strákadrasl. En yrði hann ekki ósáttur ef við færum að vera með eitthvað tengt femínisma í jólagjöfinni? Jólagjöfin á að gleðja, hún verður að vera góð. En má samt ekki vera of dýr. Bíddu, hvað vilja eiginlega 12 ára börn. Hverju hefur hann áhuga á? Hvað er hann alltaf að tala um? Æ, hann segir nú voða lítið. Kannski bara föt, kannski gætum við gefið honum peysu. Æ, nei það er ekkert spennandi. Við gáfum honum peysu fyrir tveimur árum. Notaði hann þá peysu eitthvað? Jú, hann var voða glaður með hana - en ætli hann hafi vaxið upp úr því að fíla Fortnite? Er Fortnite ennþá í tísku? Hvar gætum við fengið Fortnite peysu?. Eða væri kannski skemmtilegra að gefa honum bók… Kannski sendi ég bara á systur mína og spyr hana aðeins út í þetta þegar hún kemur heim úr vinnuferð, hvenær er það aftur, já, á þriðjudag. Þarf að muna að heyra í henni um miðja næstu viku… Þetta er bara eitt lítið dæmi um eina litla jólagjöf, eitt lítið atriði af lista þriðju vaktarinnar og margfaldist með fjölda jólagjafa. Þá á auðvitað eftir að kaupa gjöfina sjálfa, finna út úr því hvar hún fæst, hvort hún sé mögulega ódýrari annars staðar, pakka henni inn, gera pakkann næs, skrifa á kortið, geyma pakkann á vísum stað og sjá til þess að hann skili sér á réttan stað í tæka tíð. Lausnin er ekki… Ástæða þess að þriðja vaktin fellur almennt mun þyngra á konur en karla á sér flóknar og margþættar skýringar, þó einfaldast sé að rekja það til rótgróinna kynhlutverka og krafna kvenleikans. Þar sem uppspretta ójafnvægisins er úr mörgum áttum þá þarf lausnin að vera það sömuleiðis. Vissulega getum við sem pör og einstaklingar tamið okkur ákveðna breytni, skipulag og valið verkaskiptingu sem matar ekki mæður og konur með feðraveldinu. Á sama tíma og karlar fría sig og eru fríaðir allri ábyrgð, en sleikja samt rjómann með því að vera hrósað fyrir að vera „duglegir að hjálpa“. Ein lausnin er klárlega að sjá ójafnvægið, sjá vaktirnar og umfang þeirra, sjá hvernig hlutverkin lenda og skilja afleiðingar þess. Án þess gerast engar breytingar. Ef við sjáum bara reykinn, útbrunnar konur, en ekki hvað veldur brunanum er erfitt að slökkva í honum. Lausnin er allavega ekki sú að konur þurfi bara að vera duglegri að slaka aðeins á eða „leyfa“ mönnunum* sínum að stíga inn. Gefa þeim rými. Karlar þurfa sjálfir að stíga inn, eiga frumkvæði og taka sér rými á annarri og þriðju vaktinni - karlar virðast almennt ekki eiga í erfiðleikum með að eigna sér rými og taka pláss í öðru samhengi t.d. til að horfa á HM. Lausnin er allavega ekki að pabbinn, karlinn, taki að sér að versla jólagjafirnar og barmi sér yfir þeirri byrði með því að velta öllu öðru á makann sinn. Til dæmis með því að fara af stað síðustu helgi fyrir aðfangadag, taka sér laugardaginn og sunnudaginn í að finna út hvar allt fæst og á meðan eru börnin heima og allur annar undirbúningur og streita leggst jafnvel enn þyngra á konuna. En er fríaður ábyrgð því hann er nú svo „duglegur“ að kaupa jólagjafirnar. Lausnin er allavega ekki að gera lítið úr þriðju vaktinni. Eitt er víst að þriðja vaktin, utanumhald, yfirumsjón og ábyrgð, fellur á einhvern. Misþungt með mis alvarlegum afleiðingum. Þriðja vaktin er og verður til staðar, sama hvað við reynum að slaka. Lausnin er kannski ekki sú að sjá hver gerir jólin hugguleg og sjá alla vinnuna, álagið og fórnina sem huggulegheitunum fylgja. En það myndi allavega ekkert draga úr huggulegheitum jólanna að sjá, nefna og reyna að jafna byrðina… t.d. með því að taka inn þessa grein sem maki þinn sendi þér, og í stað þess að fara í vörn og útskýra hvað þú sért nú með mikið á þinni könnu, að hlusta, sjá og stíga sterkar inn á aðra og þriðju vaktina. *Vissulega eru pör af öllum kynjum og álagið getur fallið ójafnt á einstaklinga, óháð kyni. Hér erum við að ávarpa rótgróið og útbreitt mynstur í karl/kona samböndum en rannsóknir hafa ítrekað sýnt að þar á þessi ójafna skipting á byrði vaktanna auðvelt með að hreiðra um sig, vaxa, viðhaldast og dafna. Höfundar eru kynjafræðingur og sálfræðingur.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun