Telur þurfa að rannsaka fósturheimilin eftir skelfilegar frásagnir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. desember 2022 07:01 Þuríður Sigurjónsdóttir var framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndar frá 2007-2013. Hún segist hafa heyrt skelfilegar frásagnir af illri meðferð barna á einkaheimilum á þeim tíma. Það þurfi að rannsaka. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndarinnar sálugu segist hafa fengið skelfilegar frásagnir frá fólki sem var sent af barnaverndarnefndum á fósturheimili á síðustu öld. Nauðsynlegt sé að rannsaka slík mál á sama hátt og vist-og meðferðarheimili. Þjóðina setti hljóða þegar Breiðavíkurmálið kom upp í fjölmiðlum árið 2007 þar sem kom í ljós að fjöldi drengja hafði sætt illri meðferð og eða ofbeldi. Sama ár samþykkti Alþingi lög um skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn. Nefndin starfaði með hléum til ársins 2020 og skilaði fjölda skýrslna um vist-eða meðferðarheimili. Fram kom að á þeim öllum höfðu börn sætti illri meðferð og eða ofbeldi. Fólk sem hafði dvalið á þessum stofnunum gat svo síðar sótt um sanngirnisbætur en um tólf hundruð manns hafa fengið um þrjá milljarða greidda í bætur. Skelfilegar frásagnir Þuríður Sigurjónsdóttir var framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndar frá 2007 til 2013. Hún segir að mörg hundruð manns hafi rætt við nefndina þegar hún starfaði þar. Þó nokkur hluti þeirra sem hitti nefndina hafi greint greindi frá illri meðferð í barnæsku á einkaheimilum sem barnaverndarnefndir notuðu. „Í öllum tilvikum sem fólk kom með þessum hætti til okkar buðum við viðtal sem ég tók flest sjálf .Þær frásagnir voru skelfilegar margar hverjar. Það sem situr efst í huga mínum er að börnin á þessum einkaheimilum voru nýtt mikið sem vinnuafl, þau þurftu að sæta illri meðferð og ofbeldi og í sumum tilvikum alveg skelfilegu ofbeldi. Andlegu, líkamlegu, kynferðislegu og tilfinningalegu. Við heyrðum allt nánast undir sólinni sem hægt er að gera við barn í formi ofbeldis,“ segir hún. Stöð 2 vinnur nú að gerða heimildarþátta um vistheimili á Íslandi. Ef þú hefur frásögn frá vist-eða fósturheimili og vilt koma upplýsingum á framfæri við okkur vinsamlega sendu á: [email protected]. Telur þurfa að rannsaka einkaheimilin Þuríður segir hins vegar að nefndin hafi ekki haft heimild til að rannsaka einkaheimilin. „Ég tel að í raun og veru við Íslendingar getum ekki klárað þessar rannsóknir okkar án þess að kanna þetta og koma þessu öllu upp á yfirborðið,“ segir hún. Við það tækifæri þurfi líka kanna vel með hvaða hætti eftirlitinu með heimilunum var háttað. „Það var var svo sláandi í öllum þessum rannsóknum var hvað eftirlitið var lítið. Bara eftirlitið í hnotskurn,“ segir Þuríður að lokum. Ofbeldi gegn börnum Vistheimili Alþingi Tengdar fréttir „Þetta varð alltaf verra og verra“ Talið er að um fimm þúsund börn hafi dvalið á um þrjátíu vistheimilum á vegum hins opinbera frá síðustu öld. Þá er ótalið öll þau börn sem dvöldu á sveitabæjum. Nú hafa sanngirnisbætur verið greiddar eða eru á leiðinni fyrir dvöl á næstum öðru hverju heimili. Umsjónarmaður sanngirnisbóta segir að algjört eftirlits-og stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum á sínum tíma. Það sé því miður raunin að nokkru leyti ennþá. 27. september 2022 07:02 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Sjá meira
Þjóðina setti hljóða þegar Breiðavíkurmálið kom upp í fjölmiðlum árið 2007 þar sem kom í ljós að fjöldi drengja hafði sætt illri meðferð og eða ofbeldi. Sama ár samþykkti Alþingi lög um skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn. Nefndin starfaði með hléum til ársins 2020 og skilaði fjölda skýrslna um vist-eða meðferðarheimili. Fram kom að á þeim öllum höfðu börn sætti illri meðferð og eða ofbeldi. Fólk sem hafði dvalið á þessum stofnunum gat svo síðar sótt um sanngirnisbætur en um tólf hundruð manns hafa fengið um þrjá milljarða greidda í bætur. Skelfilegar frásagnir Þuríður Sigurjónsdóttir var framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndar frá 2007 til 2013. Hún segir að mörg hundruð manns hafi rætt við nefndina þegar hún starfaði þar. Þó nokkur hluti þeirra sem hitti nefndina hafi greint greindi frá illri meðferð í barnæsku á einkaheimilum sem barnaverndarnefndir notuðu. „Í öllum tilvikum sem fólk kom með þessum hætti til okkar buðum við viðtal sem ég tók flest sjálf .Þær frásagnir voru skelfilegar margar hverjar. Það sem situr efst í huga mínum er að börnin á þessum einkaheimilum voru nýtt mikið sem vinnuafl, þau þurftu að sæta illri meðferð og ofbeldi og í sumum tilvikum alveg skelfilegu ofbeldi. Andlegu, líkamlegu, kynferðislegu og tilfinningalegu. Við heyrðum allt nánast undir sólinni sem hægt er að gera við barn í formi ofbeldis,“ segir hún. Stöð 2 vinnur nú að gerða heimildarþátta um vistheimili á Íslandi. Ef þú hefur frásögn frá vist-eða fósturheimili og vilt koma upplýsingum á framfæri við okkur vinsamlega sendu á: [email protected]. Telur þurfa að rannsaka einkaheimilin Þuríður segir hins vegar að nefndin hafi ekki haft heimild til að rannsaka einkaheimilin. „Ég tel að í raun og veru við Íslendingar getum ekki klárað þessar rannsóknir okkar án þess að kanna þetta og koma þessu öllu upp á yfirborðið,“ segir hún. Við það tækifæri þurfi líka kanna vel með hvaða hætti eftirlitinu með heimilunum var háttað. „Það var var svo sláandi í öllum þessum rannsóknum var hvað eftirlitið var lítið. Bara eftirlitið í hnotskurn,“ segir Þuríður að lokum.
Stöð 2 vinnur nú að gerða heimildarþátta um vistheimili á Íslandi. Ef þú hefur frásögn frá vist-eða fósturheimili og vilt koma upplýsingum á framfæri við okkur vinsamlega sendu á: [email protected].
Ofbeldi gegn börnum Vistheimili Alþingi Tengdar fréttir „Þetta varð alltaf verra og verra“ Talið er að um fimm þúsund börn hafi dvalið á um þrjátíu vistheimilum á vegum hins opinbera frá síðustu öld. Þá er ótalið öll þau börn sem dvöldu á sveitabæjum. Nú hafa sanngirnisbætur verið greiddar eða eru á leiðinni fyrir dvöl á næstum öðru hverju heimili. Umsjónarmaður sanngirnisbóta segir að algjört eftirlits-og stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum á sínum tíma. Það sé því miður raunin að nokkru leyti ennþá. 27. september 2022 07:02 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Sjá meira
„Þetta varð alltaf verra og verra“ Talið er að um fimm þúsund börn hafi dvalið á um þrjátíu vistheimilum á vegum hins opinbera frá síðustu öld. Þá er ótalið öll þau börn sem dvöldu á sveitabæjum. Nú hafa sanngirnisbætur verið greiddar eða eru á leiðinni fyrir dvöl á næstum öðru hverju heimili. Umsjónarmaður sanngirnisbóta segir að algjört eftirlits-og stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum á sínum tíma. Það sé því miður raunin að nokkru leyti ennþá. 27. september 2022 07:02