BLAST forkeppnin | Dusty á Norðurlandamótið | “Við erum langbesta liðið á Íslandi“ Snorri Rafn Hallsson skrifar 23. nóvember 2022 16:01 SAGA og Dusty tókust á í úrslitum Blast forkeppninnar í gærkvöldi. Dusty hafði betur 2–0. Dusty þótti sigurstranglegra liðið þó leið þeirra á mótinu hefði verið erfiðari. Fyrir leikinn sagði JoeJoe, þjálfari SAGA, þó að meðbyrinn myndi hjálpa þeim, enda hafði SAGA þegar séð við Dusty 2–0 í upphafi móts. SAGA myndi mæta Dusty eins og hverjum öðrum andstæðing og þá gætu þeir klárað leikina. Raunin varð hins vegar önnur. Leikur 1: Mirage Dusty hóf fyrsta leik kvöldsins í sókn og átti ekki í miklum vandræðum með að koma sprengjunni niður og láta hana springa. SAGA tókst aldrei að vinna meira en eina lotu í röð og gerði það þeim erfitt fyrir að komast á ról og spila sig inn í leikinn. Staða í hálfleik Dusty 11 – 4 SAGA Það var stutt í land fyrir Dusty í síðari hálfleik þegar liðið brá sér í vörnina. Dusty vann fyrstu tvær loturnar áður en SAGA nældi sér í eina. Næstu tvær féllu svo með Dusty áður en Detinate felldi þrjá leikmenn SAGA til að leggja sigurinn upp fyrir TH0R og B0nda sem lokuðu leiknum. B0ndi var atkvæðamesti leikmaður leiksins með 27 fellur og 5 aðstoðarskot fyrir Dusty, en SAGA megin var Skoon efst á blaði með 15 fellur og 2 aðstoðarskot. Lokastaða: Dusty 16 – 5 SAGA Leikur 2: Ancient Búist var við betri frammistöðu frá SAGA enda Ancient þeirra heimavöllur. Dusty hóf leikinn í vörn og vann fyrstu sex loturnar. SAGA náði að koma sprengjunni fyrir tvisvar en tókst ekki að koma í veg fyrir að leikmenn Dusty aftengdu hana. Sprengjan sprakk loks í 10. lotu en þá hafði SAGA þegar nælt sér í eitt stig en af síðustu fimm lotum hálfleiksins vann Dusty þrjár og SAGA tvær. Staða í hálfleik Dusty 11 – 4 SAGA Fyrri hálfleikur hafði spilast svipað og í leiknum á undan og það gerði sá síðari líka. Dusty vann fyrstu fjórar loturnar, SAGA krækti svo í eina, en TH0R lokaði leiknum í 21. lotu þegar hann kom sprengjunni fyrir og felldi ADHD. WZRD stóð þá einn eftir fyrir SAGA en þegar hann reyndi að aftengja sprengjuna sat TH0R fyrir honum og felldi. TH0R var stigahæsti leikmaður Dusty með 22 fellur og 1 aðstoðarskot en WZRD efst á blaði SAGA með 14 fellur og 4 aðstoðarskot. Lokastaða: Dusty 16 – 5 SAGA Dusty stóðu því uppi sem sigurvegarar í einvíginu og mótinu öllu. Dusty tekur því þátt í Pelajaat.com Nordic Masters keppninni næsta vor, en það er líka undankeppni fyrir BLAST Premier mótið. Þjálfari Dusty, Kruzer, var að vonum ánægður með liðið og sigurinn: „Þetta var flott hjá okkur og þeir eru enn og aftur að sýna og sanna af hverju þetta er langbesta lið Íslands.“ Rafíþróttir Dusty Tengdar fréttir BLAST forkeppnin: Dusty í úrslitin Dusty sló Ármann út í 2 leikjum í gærkvöldi og mætir SAGA í kvöld í úrslitum BLAST forkeppninnar 22. nóvember 2022 13:01 BLAST forkeppnin: SAGA í úrslitin Tveir leikir fóru fram í BLAST forkeppninni í gær og unnu SAGA og Dusty sína leiki gegn xatefanclub og Ármanni. 21. nóvember 2022 13:00 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Dusty þótti sigurstranglegra liðið þó leið þeirra á mótinu hefði verið erfiðari. Fyrir leikinn sagði JoeJoe, þjálfari SAGA, þó að meðbyrinn myndi hjálpa þeim, enda hafði SAGA þegar séð við Dusty 2–0 í upphafi móts. SAGA myndi mæta Dusty eins og hverjum öðrum andstæðing og þá gætu þeir klárað leikina. Raunin varð hins vegar önnur. Leikur 1: Mirage Dusty hóf fyrsta leik kvöldsins í sókn og átti ekki í miklum vandræðum með að koma sprengjunni niður og láta hana springa. SAGA tókst aldrei að vinna meira en eina lotu í röð og gerði það þeim erfitt fyrir að komast á ról og spila sig inn í leikinn. Staða í hálfleik Dusty 11 – 4 SAGA Það var stutt í land fyrir Dusty í síðari hálfleik þegar liðið brá sér í vörnina. Dusty vann fyrstu tvær loturnar áður en SAGA nældi sér í eina. Næstu tvær féllu svo með Dusty áður en Detinate felldi þrjá leikmenn SAGA til að leggja sigurinn upp fyrir TH0R og B0nda sem lokuðu leiknum. B0ndi var atkvæðamesti leikmaður leiksins með 27 fellur og 5 aðstoðarskot fyrir Dusty, en SAGA megin var Skoon efst á blaði með 15 fellur og 2 aðstoðarskot. Lokastaða: Dusty 16 – 5 SAGA Leikur 2: Ancient Búist var við betri frammistöðu frá SAGA enda Ancient þeirra heimavöllur. Dusty hóf leikinn í vörn og vann fyrstu sex loturnar. SAGA náði að koma sprengjunni fyrir tvisvar en tókst ekki að koma í veg fyrir að leikmenn Dusty aftengdu hana. Sprengjan sprakk loks í 10. lotu en þá hafði SAGA þegar nælt sér í eitt stig en af síðustu fimm lotum hálfleiksins vann Dusty þrjár og SAGA tvær. Staða í hálfleik Dusty 11 – 4 SAGA Fyrri hálfleikur hafði spilast svipað og í leiknum á undan og það gerði sá síðari líka. Dusty vann fyrstu fjórar loturnar, SAGA krækti svo í eina, en TH0R lokaði leiknum í 21. lotu þegar hann kom sprengjunni fyrir og felldi ADHD. WZRD stóð þá einn eftir fyrir SAGA en þegar hann reyndi að aftengja sprengjuna sat TH0R fyrir honum og felldi. TH0R var stigahæsti leikmaður Dusty með 22 fellur og 1 aðstoðarskot en WZRD efst á blaði SAGA með 14 fellur og 4 aðstoðarskot. Lokastaða: Dusty 16 – 5 SAGA Dusty stóðu því uppi sem sigurvegarar í einvíginu og mótinu öllu. Dusty tekur því þátt í Pelajaat.com Nordic Masters keppninni næsta vor, en það er líka undankeppni fyrir BLAST Premier mótið. Þjálfari Dusty, Kruzer, var að vonum ánægður með liðið og sigurinn: „Þetta var flott hjá okkur og þeir eru enn og aftur að sýna og sanna af hverju þetta er langbesta lið Íslands.“
Rafíþróttir Dusty Tengdar fréttir BLAST forkeppnin: Dusty í úrslitin Dusty sló Ármann út í 2 leikjum í gærkvöldi og mætir SAGA í kvöld í úrslitum BLAST forkeppninnar 22. nóvember 2022 13:01 BLAST forkeppnin: SAGA í úrslitin Tveir leikir fóru fram í BLAST forkeppninni í gær og unnu SAGA og Dusty sína leiki gegn xatefanclub og Ármanni. 21. nóvember 2022 13:00 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
BLAST forkeppnin: Dusty í úrslitin Dusty sló Ármann út í 2 leikjum í gærkvöldi og mætir SAGA í kvöld í úrslitum BLAST forkeppninnar 22. nóvember 2022 13:01
BLAST forkeppnin: SAGA í úrslitin Tveir leikir fóru fram í BLAST forkeppninni í gær og unnu SAGA og Dusty sína leiki gegn xatefanclub og Ármanni. 21. nóvember 2022 13:00