„Leikgleði, litir og húmor eru stórir þættir í listsköpun minni“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 24. nóvember 2022 12:26 Tónlistarkonan K.óla var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið Dansa meira. Stilla úr myndbandi Tónlistarkonan Katrín Helga Ólafsdóttir, þekkt sem K.óla, sendi frá sér lagið Dansa meira fyrr á árinu og hefur undanfarna mánuði unnið að tónlistarmyndbandi við lagið ásamt Önnulísu Hermannsdóttur. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá sköpunarferlinu. Hér má sjá tónlistarmyndbandið við lagið Dansa meira: Plastprinsessa sem losar um pirring K.óla segir innblástur fyrir laginu upprunalega hafa komið þegar hún var að semja útskriftarverk sitt úr Listaháskólanum. „Þar var ég að vinna að eins konar óperu sem innihélt þrjá aðalkaraktera. Af þeim var ein sem ég kalla Plastprinsessuna, hún hefur komið víða við í verkum mínum. Þarna var ég að semja lag fyrir hana þar sem hún var að losa um pirring.“ Lagið var þá með öðrum texta en eftir að hún kláraði útskriftarverkið hélt hrifning hennar á lagi áfram. Því ákvað hún að vinna það meira og gerði nýjan texta. „Lagið inniheldur þó enn þá einhverskonar pirrings losun. Þetta lag og þessi texti er mest fyrir sjálfa mig, að leyfa mér að sleppa takinu, dansa, halda áfram og skilja við hluti í fortíðinni. “ Plötuumslag fyrir EP plötuna Allt og sumt sem K.óla sendi frá sér í júlí 2022.Aðsend Lagið kom út í sumar á fjögurra laga EP plötu sem ber nafnið Allt og sumt. Á henni spila Annalísa Hermannsdóttir á hljómborð, Andrés Þór Þorvarðarson á trommur, Sara Ósk Þorsteinsdóttir á gítar og Katrín Helga Ólafsdóttir (K.óla) á bassa og söng. Hún var tekin upp og hljóðblönduð af Gesti Sveinssyni. Stilla úr myndbandi Lærði að stýra báti Eins og áður segir sameina K.óla og Annalísa krafta sína við gerð myndbandsins en þær hafa mikið unnið saman í gegnum tíðina. „Annalísa hefur spilað með mér á sviði í mörg ár, í K.óla live bandinu og við höfum unnið saman að gerð margra myndbanda og uppsetninga á leikverkum. Við vildum báðar gera eitthvað sem væri ekki of mikið stress að gera, í eins konar þema við textann. Við unnum með nokkur concept; Endurspeglanir, suð, vatn og svo bara líka að hafa gaman.“ K.óla og Annalísa fara listrænar leiðir í myndbandinu.Aðsend Tökur á myndbandinu fóru fram í sumar. „Svo vonandi lýsir það aðeins upp dimman nóvember mánuð núna,“ segir K.óla og bætir við: „Við fengum hjálp frá Siglingaklúbbnum Þyt þar sem ég fór á námskeið í að stýra báti og fékk svo að vera á einum báti meðan Annalísa var með reyndum sjóara á öðrum mótorbát að taka mig upp. Það var klárlega skemmtilegasti tökudagurinn. Við fengum að taka rest upp í Tóma Rýminu sem er dýrmætur staður fyrir sviðslista grasrótina á íslandi.“ Listamenn að störfum.Aðsend Leikgleði, litir og húmor K.óla stundar mastersnám í tónlistarsköpun í Kaupmannahöfn um þessar mundir. „Ég hef verið að gera tónlist undir listamannsnafninu K.óla í rúm 5 ár og ef það er einhver rauður þráður í gegnum það allt myndi ég segja að leikgleði, litir og húmor séu stórir þættir í listsköpun minni, bæði í tónlist og hvernig hún er sett fram myndrænt. Tónlistin er alltaf að toga mann í nýjar áttir og ég er heppin hvað ég hef getað gert mismunandi hluti, til dæmis verk fyrir sinfóníuhljómsveit Íslands og ferðast til Grænlands að vinna með fjölþjóðlegum listahóp. Á döfinni er svo að vinna að sýningu með Önnulísu og fleirum við uppsetningu í Borgarleikhúsinu í janúar,“ segir K.óla að lokum. Tónlist Menning Tengdar fréttir Frumflutningur á Vísi: Úrvalslið íslensks tónlistarfólks flytur Dýrð í dauðaþögn Tónlistarmaðurinn Ásgeir gaf út plötuna Dýrð í dauðaþögn fyrir tíu árum síðan og markaði það ákveðið upphaf af hans velgengni í heimi tónlistarinnar. Úrvalslið íslensks tónlistarfólks hefur nú gert eigin útgáfur af lögum plötunnar í nýrri endurútgáfu. Platan, sem ber nafnið Stór agnarögn, kemur út á helstu streymisveitur í næstu viku en er frumflutt hér á Vísi í dag. 12. ágúst 2022 11:31 Föstudagsplaylisti k.óla Katrín Helga Ólafsdóttir púslaði saman prepp og pepp playlista. 19. október 2018 12:30 Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið við lagið Dansa meira: Plastprinsessa sem losar um pirring K.óla segir innblástur fyrir laginu upprunalega hafa komið þegar hún var að semja útskriftarverk sitt úr Listaháskólanum. „Þar var ég að vinna að eins konar óperu sem innihélt þrjá aðalkaraktera. Af þeim var ein sem ég kalla Plastprinsessuna, hún hefur komið víða við í verkum mínum. Þarna var ég að semja lag fyrir hana þar sem hún var að losa um pirring.“ Lagið var þá með öðrum texta en eftir að hún kláraði útskriftarverkið hélt hrifning hennar á lagi áfram. Því ákvað hún að vinna það meira og gerði nýjan texta. „Lagið inniheldur þó enn þá einhverskonar pirrings losun. Þetta lag og þessi texti er mest fyrir sjálfa mig, að leyfa mér að sleppa takinu, dansa, halda áfram og skilja við hluti í fortíðinni. “ Plötuumslag fyrir EP plötuna Allt og sumt sem K.óla sendi frá sér í júlí 2022.Aðsend Lagið kom út í sumar á fjögurra laga EP plötu sem ber nafnið Allt og sumt. Á henni spila Annalísa Hermannsdóttir á hljómborð, Andrés Þór Þorvarðarson á trommur, Sara Ósk Þorsteinsdóttir á gítar og Katrín Helga Ólafsdóttir (K.óla) á bassa og söng. Hún var tekin upp og hljóðblönduð af Gesti Sveinssyni. Stilla úr myndbandi Lærði að stýra báti Eins og áður segir sameina K.óla og Annalísa krafta sína við gerð myndbandsins en þær hafa mikið unnið saman í gegnum tíðina. „Annalísa hefur spilað með mér á sviði í mörg ár, í K.óla live bandinu og við höfum unnið saman að gerð margra myndbanda og uppsetninga á leikverkum. Við vildum báðar gera eitthvað sem væri ekki of mikið stress að gera, í eins konar þema við textann. Við unnum með nokkur concept; Endurspeglanir, suð, vatn og svo bara líka að hafa gaman.“ K.óla og Annalísa fara listrænar leiðir í myndbandinu.Aðsend Tökur á myndbandinu fóru fram í sumar. „Svo vonandi lýsir það aðeins upp dimman nóvember mánuð núna,“ segir K.óla og bætir við: „Við fengum hjálp frá Siglingaklúbbnum Þyt þar sem ég fór á námskeið í að stýra báti og fékk svo að vera á einum báti meðan Annalísa var með reyndum sjóara á öðrum mótorbát að taka mig upp. Það var klárlega skemmtilegasti tökudagurinn. Við fengum að taka rest upp í Tóma Rýminu sem er dýrmætur staður fyrir sviðslista grasrótina á íslandi.“ Listamenn að störfum.Aðsend Leikgleði, litir og húmor K.óla stundar mastersnám í tónlistarsköpun í Kaupmannahöfn um þessar mundir. „Ég hef verið að gera tónlist undir listamannsnafninu K.óla í rúm 5 ár og ef það er einhver rauður þráður í gegnum það allt myndi ég segja að leikgleði, litir og húmor séu stórir þættir í listsköpun minni, bæði í tónlist og hvernig hún er sett fram myndrænt. Tónlistin er alltaf að toga mann í nýjar áttir og ég er heppin hvað ég hef getað gert mismunandi hluti, til dæmis verk fyrir sinfóníuhljómsveit Íslands og ferðast til Grænlands að vinna með fjölþjóðlegum listahóp. Á döfinni er svo að vinna að sýningu með Önnulísu og fleirum við uppsetningu í Borgarleikhúsinu í janúar,“ segir K.óla að lokum.
Tónlist Menning Tengdar fréttir Frumflutningur á Vísi: Úrvalslið íslensks tónlistarfólks flytur Dýrð í dauðaþögn Tónlistarmaðurinn Ásgeir gaf út plötuna Dýrð í dauðaþögn fyrir tíu árum síðan og markaði það ákveðið upphaf af hans velgengni í heimi tónlistarinnar. Úrvalslið íslensks tónlistarfólks hefur nú gert eigin útgáfur af lögum plötunnar í nýrri endurútgáfu. Platan, sem ber nafnið Stór agnarögn, kemur út á helstu streymisveitur í næstu viku en er frumflutt hér á Vísi í dag. 12. ágúst 2022 11:31 Föstudagsplaylisti k.óla Katrín Helga Ólafsdóttir púslaði saman prepp og pepp playlista. 19. október 2018 12:30 Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Sjá meira
Frumflutningur á Vísi: Úrvalslið íslensks tónlistarfólks flytur Dýrð í dauðaþögn Tónlistarmaðurinn Ásgeir gaf út plötuna Dýrð í dauðaþögn fyrir tíu árum síðan og markaði það ákveðið upphaf af hans velgengni í heimi tónlistarinnar. Úrvalslið íslensks tónlistarfólks hefur nú gert eigin útgáfur af lögum plötunnar í nýrri endurútgáfu. Platan, sem ber nafnið Stór agnarögn, kemur út á helstu streymisveitur í næstu viku en er frumflutt hér á Vísi í dag. 12. ágúst 2022 11:31
Föstudagsplaylisti k.óla Katrín Helga Ólafsdóttir púslaði saman prepp og pepp playlista. 19. október 2018 12:30