„Fyrir mér er þetta löngu búið“ Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2022 21:35 Kristófer Acox tróð boltanum oftar en einu sinni í kvöld, í körfurnar sem hann þekkir svo vel í Vesturbænum. VÍSIR/BÁRA Kristófer Acox sneri aftur á sinn gamla heimavöll í Vesturbænum og átti góðan leik í stórsigri Vals gegn KR í Subway-deildinni í körfubolta í kvöld, níu dögum eftir að hafa unnið mál gegn KR fyrir Landsrétti. „Heilt yfir vorum við mjög góðir. Við vitum að það er erfitt að spila fyrsta leik eftir pásu, ég og Kári ekki búnir að vera með liðinu, þannig að ég er mjög ánægður með hvernig við komum inn í þennan leik og heilt yfir vorum við mjög góðir,“ sagði Kristófer. „Við náðum að smella í vörninni í öðrum leikhluta, hlaupa mikið á þá og fá mikið af auðveldum körfum. Við tókum mikið frá þeim held ég, þetta var erfitt fyrir þá sóknarlega, og við erum það vel drillaðir varnarlega svo við reynum að nýta okkur þá styrkleika. Við erum líka frábært lið, á toppnum, og erum í sama gír og fyrir hléið. Við erum að halda áfram að verða betri,“ sagði Kristófer. Þó að allt meistaralið Vals vinni afskaplega vel saman þá hefur samvinna Kristófers og Kára Jónssonar vakið sérstaka athygli. Kári mataði Kristófer á stoðsendingum í kvöld og þessir félagar úr íslenska landsliðinu virðast njóta sín afar vel saman: „Hann er eins og bróðir minn inni á vellinum. Það eru forréttindi að fá að vera með honum. Frábær leikmaður. Við gerum hvorn annan betri og hjálpum liðinu gríðarlega mikið. Svo erum við líka bara með fullt af frábærum leikmönnum í öllum stöðum. Við erum á góðum stað í dag,“ sagði Kristófer. Erfitt fyrir þá að horfa á mig í öðru liði að vinna með 40 stigum Aðspurður hvernig væri að mæta KR svo skömmu eftir að Landsréttur dæmdi Kristófer í vil gegn hans gamla félagi, í langvinnri deilu vegna ógreiddra launa, sagði Kristófer það ekkert sérstaklega skrýtið: „Nei, nei. Ekki þannig séð. Svona er þetta bara. Þetta er búið að vera í gangi í langan tíma en ég var bara að spila körfuboltaleik. Maður fókusar ekki á neitt annað en að koma og vinna liðin sem maður spilar á móti. Auðvitað er þetta kannski aðeins á hliðarlínunni, en fyrir mér er þetta löngu búið þó að það hafi verið dæmt í þessu um daginn. Það fór eins og það fór og ég kippi mér ekkert upp við þetta,“ sagði Kristófer sem virtist enn afar vinsæll hjá krökkunum í Vesturbæ sem gáfu honum engan frið eftir leik. „Þetta er búið að vera mikið í umfjölluninni en hérna vann ég marga titla og margir krakkar þekkja mig, og margir í stúkunni. Ég veit að það er örugglega erfitt fyrir þá að horfa á mig í öðru liði, sérstaklega í rauðu, koma hingað og vinna hérna með fjörutíu stigum. Það er alltaf sætt að koma og vinna gamla liðið sitt,“ sagði Kristófer. Björn Kristjánsson var heiðraður með blómvendi fyrir leik í kvöld. Hann varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með KR.VÍSIR/BÁRA Hann vildi einnig skila kveðju til síns besta vinar, Björns Kristjánssonar, sem var heiðraður fyrir leik fyrir sín störf í þágu KR en Björn spilar ekki meira fyrir liðið vegna veikinda. Saman léku þeir í meistaraliði KR um árabil. „Til hamingju með frábæran feril. Ég elska þig Björn. Gangi þér vel í vetur,“ sagði Kristófer. Subway-deild karla KR Valur Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Fleiri fréttir Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Sjá meira
„Heilt yfir vorum við mjög góðir. Við vitum að það er erfitt að spila fyrsta leik eftir pásu, ég og Kári ekki búnir að vera með liðinu, þannig að ég er mjög ánægður með hvernig við komum inn í þennan leik og heilt yfir vorum við mjög góðir,“ sagði Kristófer. „Við náðum að smella í vörninni í öðrum leikhluta, hlaupa mikið á þá og fá mikið af auðveldum körfum. Við tókum mikið frá þeim held ég, þetta var erfitt fyrir þá sóknarlega, og við erum það vel drillaðir varnarlega svo við reynum að nýta okkur þá styrkleika. Við erum líka frábært lið, á toppnum, og erum í sama gír og fyrir hléið. Við erum að halda áfram að verða betri,“ sagði Kristófer. Þó að allt meistaralið Vals vinni afskaplega vel saman þá hefur samvinna Kristófers og Kára Jónssonar vakið sérstaka athygli. Kári mataði Kristófer á stoðsendingum í kvöld og þessir félagar úr íslenska landsliðinu virðast njóta sín afar vel saman: „Hann er eins og bróðir minn inni á vellinum. Það eru forréttindi að fá að vera með honum. Frábær leikmaður. Við gerum hvorn annan betri og hjálpum liðinu gríðarlega mikið. Svo erum við líka bara með fullt af frábærum leikmönnum í öllum stöðum. Við erum á góðum stað í dag,“ sagði Kristófer. Erfitt fyrir þá að horfa á mig í öðru liði að vinna með 40 stigum Aðspurður hvernig væri að mæta KR svo skömmu eftir að Landsréttur dæmdi Kristófer í vil gegn hans gamla félagi, í langvinnri deilu vegna ógreiddra launa, sagði Kristófer það ekkert sérstaklega skrýtið: „Nei, nei. Ekki þannig séð. Svona er þetta bara. Þetta er búið að vera í gangi í langan tíma en ég var bara að spila körfuboltaleik. Maður fókusar ekki á neitt annað en að koma og vinna liðin sem maður spilar á móti. Auðvitað er þetta kannski aðeins á hliðarlínunni, en fyrir mér er þetta löngu búið þó að það hafi verið dæmt í þessu um daginn. Það fór eins og það fór og ég kippi mér ekkert upp við þetta,“ sagði Kristófer sem virtist enn afar vinsæll hjá krökkunum í Vesturbæ sem gáfu honum engan frið eftir leik. „Þetta er búið að vera mikið í umfjölluninni en hérna vann ég marga titla og margir krakkar þekkja mig, og margir í stúkunni. Ég veit að það er örugglega erfitt fyrir þá að horfa á mig í öðru liði, sérstaklega í rauðu, koma hingað og vinna hérna með fjörutíu stigum. Það er alltaf sætt að koma og vinna gamla liðið sitt,“ sagði Kristófer. Björn Kristjánsson var heiðraður með blómvendi fyrir leik í kvöld. Hann varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með KR.VÍSIR/BÁRA Hann vildi einnig skila kveðju til síns besta vinar, Björns Kristjánssonar, sem var heiðraður fyrir leik fyrir sín störf í þágu KR en Björn spilar ekki meira fyrir liðið vegna veikinda. Saman léku þeir í meistaraliði KR um árabil. „Til hamingju með frábæran feril. Ég elska þig Björn. Gangi þér vel í vetur,“ sagði Kristófer.
Subway-deild karla KR Valur Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Fleiri fréttir Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu