Leyfir almenningi að kjósa um endurkomu Trump Bjarki Sigurðsson skrifar 19. nóvember 2022 13:49 Musk leyfir fólkinu að ráða hvort Trump snúi aftur. Getty/Taylor Hill Elon Musk, eigandi Twitter og stofnandi Tesla, hefur boðið almenningi að kjósa um hvort Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti ætti að snúa aftur á Twitter. Á tólf klukkutímum hafa rúmlega tíu milljónir manna kosið. Donald Trump var bannaður á Twitter í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar á síðasta ári. Trump var með yfir 88 milljónir fylgjenda þegar aðgangi hans var lokað. Trump fór í mál við Twitter vegna bannsins og sakaði hann samfélagsmiðilinn um ritskoðun. Þá vildi hann meina að forsvarsmenn fyrirtækisins hefðu of mikil áhrif á pólitíska umræðu í Bandaríkjunum. Hann stofnaði í kjölfar bannsins sinn eigin samfélagsmiðil, Truth Social. Elon Musk hefur ávallt talað um Twitter sem stað þar sem er fullt tjáningarfrelsi. Hann vildi stoppa miðilinn frá því að banna fólk sem ekki væri með rétttrúnaðarskoðanir. Í kjölfar þess að Musk keypti miðilinn hefur hann verið að aflétta banni einstaklinga á miðlinum. Heilaga gralið, Donald Trump, er þó enn eftir og fá notendur Twitter að kjósa um hvort hann fái að snúa aftur. Reinstate former President Trump— Elon Musk (@elonmusk) November 19, 2022 Kosningin hófst klukkan 47 mínútur yfir miðnætti í gærnótt og hafa þegar þetta er skrifað rúmlega 10,2 milljónir notenda kosið. 52,3 prósent vilja að Trump fái að snúa aftur en 47,7 prósent vilja að banninu verði ekki aflétt. Undir kosninguna skrifaði Musk „Vox Populi, Vox Dei“ sem á íslensku þýðir: Rödd fólksins, rödd Guðs. Enn eru ellefu klukkutíma eftir af kosningunni og líklegt þykir að Musk muni taka ákvörðun um Trumo út frá niðurstöðu hennar. Bandaríkin Donald Trump Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Donald Trump var bannaður á Twitter í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar á síðasta ári. Trump var með yfir 88 milljónir fylgjenda þegar aðgangi hans var lokað. Trump fór í mál við Twitter vegna bannsins og sakaði hann samfélagsmiðilinn um ritskoðun. Þá vildi hann meina að forsvarsmenn fyrirtækisins hefðu of mikil áhrif á pólitíska umræðu í Bandaríkjunum. Hann stofnaði í kjölfar bannsins sinn eigin samfélagsmiðil, Truth Social. Elon Musk hefur ávallt talað um Twitter sem stað þar sem er fullt tjáningarfrelsi. Hann vildi stoppa miðilinn frá því að banna fólk sem ekki væri með rétttrúnaðarskoðanir. Í kjölfar þess að Musk keypti miðilinn hefur hann verið að aflétta banni einstaklinga á miðlinum. Heilaga gralið, Donald Trump, er þó enn eftir og fá notendur Twitter að kjósa um hvort hann fái að snúa aftur. Reinstate former President Trump— Elon Musk (@elonmusk) November 19, 2022 Kosningin hófst klukkan 47 mínútur yfir miðnætti í gærnótt og hafa þegar þetta er skrifað rúmlega 10,2 milljónir notenda kosið. 52,3 prósent vilja að Trump fái að snúa aftur en 47,7 prósent vilja að banninu verði ekki aflétt. Undir kosninguna skrifaði Musk „Vox Populi, Vox Dei“ sem á íslensku þýðir: Rödd fólksins, rödd Guðs. Enn eru ellefu klukkutíma eftir af kosningunni og líklegt þykir að Musk muni taka ákvörðun um Trumo út frá niðurstöðu hennar.
Bandaríkin Donald Trump Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira