Fjárfestir í FTX stefnir Bankman-Fried, Bündchen, Curry og fleirum Bjarki Sigurðsson skrifar 17. nóvember 2022 11:20 Larry David, Bankman-Fried, Steph Curry, Gisele Bündchen og Tom Brady eru öll meðal stefndu. Getty Fjárfestir í rafmyntakauphöllinni FTX hefur stefnt fyrrverandi forstjóra og stofnenda hennar, Sam Bankman-Fried, og ellefu stjörnum sem auglýstu kauphöllina. Sá sem stefnir kauphöllinni segir þau kærðu hafa valdið því að fólk tapaði milljörðum dollara. Rafmyntakauphöllinn FTX óskaði í vikunni eftir gjaldþrotaskiptum. Eignir hallarinnar höfðu verið frystar degi áður og er starfsemi hennar og stofnanda hennar, Bankman-Fried, undir rannsókn yfirvalda í Bandaríkjunum. Í kjölfar þess að óskað var eftir gjaldþrotaskiptum vék Bankman-Fried úr stóli forstjóra. Skömmu áður hafði önnur rafmyntakauphöll, Binance, sagst ætla að reyna að bjarga FTX. Þeir hættu þó við og lýstu því yfir að bókhald FTX væri einhvers konar svarthol. Viðskiptavinir FTX eru margir hverjir með fjárhæðir í formi rafmynta bundnar inni í kauphöllinni. Engum þeirra hefur tekist að selja rafmyntir sínar enda allar eignir FTX frosnar. Þá eru þær fjárhæðir sem kauphöllin ætti að eiga einfaldlega ekki til. Einn þeirra sem átti töluvert magn af rafmyntum í FTX, Edwin Garrison, hefur nú stefnt Bankman-Fried og ellefu manns sem tóku þátt í að auglýsa myntina. Meðal þeirra sem Garrison stefnir eru ruðningsstjarnan Tom Brady, ofurfyrirsætan Gisele Bündchen og körfuboltamaðurinn Steph Curry. Öll þrjú birtust í auglýsingum á vegum FTX. Þá eru tenniskonan Naomi Osaka og fjárfestirinn Kevin O‘Leary einnig nefnd í stefnunni en þau voru sérstakir sendiherrar rafmyntarinnar. Curb Your Enthusiasm-stjarnan Larry David er einnig hluti af stefnunni en hann lék í stærstu auglýsingu FTX sem sýnd var í hálfleikshléi Ofurskálarinnar í Bandaríkjunum. Washington Post fjallaði um stefnuna í gær og tókst ekki að hafa samband við neinn af þeim stefndu. Í stefnunni er hvergi tekið fram hversu há upphæðin er sem Garrison krefst en hann nefnir einungis að þeir stefndu beri ábyrgð á milljarða tapi þeirra sem fjárfestu í kauphöllinni. Rafmyntir Fjártækni Bandaríkin Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Frystu eignir FTX-rafmyntarkauphallarinnar Hrakfarir rafmyntarkauphallarinnar FTX sem varð fyrir áhlaupi innistæðueigenda í vikunni halda áfram. Yfirvöld á Bahamaeyjum frystu eignir dótturfélags FTX og þá berast fréttir af því að bandarísk yfirvöld rannsaki möguleg lögbrot stofnanda félagsins. 11. nóvember 2022 08:54 Ekkert íslensku rafmyntafyrirtækjanna í viðskiptum hjá FTX Ekkert þeirra íslensku fyrirtækja sem bjóða upp á fjárfestingar í rafmyntum samkvæmt heimild og undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins voru í viðskiptum við rafmyntakauphöllina FTX. Fyrir helgi óskaði FTX eftir gjaldþrotaskiptum fyrir dómstóli í Bandaríkjunum. 14. nóvember 2022 15:33 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Rafmyntakauphöllinn FTX óskaði í vikunni eftir gjaldþrotaskiptum. Eignir hallarinnar höfðu verið frystar degi áður og er starfsemi hennar og stofnanda hennar, Bankman-Fried, undir rannsókn yfirvalda í Bandaríkjunum. Í kjölfar þess að óskað var eftir gjaldþrotaskiptum vék Bankman-Fried úr stóli forstjóra. Skömmu áður hafði önnur rafmyntakauphöll, Binance, sagst ætla að reyna að bjarga FTX. Þeir hættu þó við og lýstu því yfir að bókhald FTX væri einhvers konar svarthol. Viðskiptavinir FTX eru margir hverjir með fjárhæðir í formi rafmynta bundnar inni í kauphöllinni. Engum þeirra hefur tekist að selja rafmyntir sínar enda allar eignir FTX frosnar. Þá eru þær fjárhæðir sem kauphöllin ætti að eiga einfaldlega ekki til. Einn þeirra sem átti töluvert magn af rafmyntum í FTX, Edwin Garrison, hefur nú stefnt Bankman-Fried og ellefu manns sem tóku þátt í að auglýsa myntina. Meðal þeirra sem Garrison stefnir eru ruðningsstjarnan Tom Brady, ofurfyrirsætan Gisele Bündchen og körfuboltamaðurinn Steph Curry. Öll þrjú birtust í auglýsingum á vegum FTX. Þá eru tenniskonan Naomi Osaka og fjárfestirinn Kevin O‘Leary einnig nefnd í stefnunni en þau voru sérstakir sendiherrar rafmyntarinnar. Curb Your Enthusiasm-stjarnan Larry David er einnig hluti af stefnunni en hann lék í stærstu auglýsingu FTX sem sýnd var í hálfleikshléi Ofurskálarinnar í Bandaríkjunum. Washington Post fjallaði um stefnuna í gær og tókst ekki að hafa samband við neinn af þeim stefndu. Í stefnunni er hvergi tekið fram hversu há upphæðin er sem Garrison krefst en hann nefnir einungis að þeir stefndu beri ábyrgð á milljarða tapi þeirra sem fjárfestu í kauphöllinni.
Rafmyntir Fjártækni Bandaríkin Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Frystu eignir FTX-rafmyntarkauphallarinnar Hrakfarir rafmyntarkauphallarinnar FTX sem varð fyrir áhlaupi innistæðueigenda í vikunni halda áfram. Yfirvöld á Bahamaeyjum frystu eignir dótturfélags FTX og þá berast fréttir af því að bandarísk yfirvöld rannsaki möguleg lögbrot stofnanda félagsins. 11. nóvember 2022 08:54 Ekkert íslensku rafmyntafyrirtækjanna í viðskiptum hjá FTX Ekkert þeirra íslensku fyrirtækja sem bjóða upp á fjárfestingar í rafmyntum samkvæmt heimild og undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins voru í viðskiptum við rafmyntakauphöllina FTX. Fyrir helgi óskaði FTX eftir gjaldþrotaskiptum fyrir dómstóli í Bandaríkjunum. 14. nóvember 2022 15:33 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Frystu eignir FTX-rafmyntarkauphallarinnar Hrakfarir rafmyntarkauphallarinnar FTX sem varð fyrir áhlaupi innistæðueigenda í vikunni halda áfram. Yfirvöld á Bahamaeyjum frystu eignir dótturfélags FTX og þá berast fréttir af því að bandarísk yfirvöld rannsaki möguleg lögbrot stofnanda félagsins. 11. nóvember 2022 08:54
Ekkert íslensku rafmyntafyrirtækjanna í viðskiptum hjá FTX Ekkert þeirra íslensku fyrirtækja sem bjóða upp á fjárfestingar í rafmyntum samkvæmt heimild og undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins voru í viðskiptum við rafmyntakauphöllina FTX. Fyrir helgi óskaði FTX eftir gjaldþrotaskiptum fyrir dómstóli í Bandaríkjunum. 14. nóvember 2022 15:33